Leita í fréttum mbl.is

Kramnik efstur fyrir lokaumferđina

Kramnik (2800) vann McShane (2671) í áttundu og nćstsíđustu umferđ London Chess Classic sem fram fór í dag.  Öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Kramnik hefur ţar međ tveggja stiga forystu á Carlsen fyrir lokaumferđina sem fram fer á morgun.   Nakamura og McShane eru svo stigi ţar á eftir.

Stađan:
  • 1. Kramnik (2800) 15 stig
  • 2. Carlsen (2826) 13 stig
  • 3.-4. McShane (2671) og Nakamura (2758) 12 stig
  • 5.-6. Aronian (2802) og Anand (2811) 8 stig
  • 7. Short (2698) 5 stig
  • 8. Howell (2633) 4 stig
  • 9. Adams (2734) 3 stig

Howell hefur teflt skákir en ađrir hafa teflt 7 skákir. Í 9. og síđustu umferđ sem fram fer á morgun og hefst kl. 12 mćtast m.a: Kramnik - Aronian og Short - Carlsen.

 


Baldur Teódór efstur unglinga fćddra 2001

Baldur TeodorBaldur Teódór Petersson varđ efstur á Grand Prix Stokkhólms sem fram fór í höfuđborg Svíţjóđar um helgina.  Ţetta er annađ áriđ í röđ sem Baldur sigrar í ţessari keppni.  Hann hlaut 8 vinning í 9 skákum í úrslitakeppninni en á ţessu móti fer fram sérkeppni í hverjum árgangi.

Nánari úrslit á heimasíđu mótsins.


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen er langefstur á heimslistanum

Carlsen og NakamuraÁ minningarmótinu um Mikhael Tal sem lauk í Moskvu um síđustu helgi gafst ágćtt tćkifćri til ađ rifja upp feril meistara sem líklega ávann sér meiri hylli en nokkur annar heimsmeistari. Ţó ađ halla tćki undan fćti eftir tapiđ í seinna einvíginu viđ Botvinnik áriđ 1961 báru ađdáendur hans ávallt ţá von í brjósti ađ ţeir dagar kćmu aftur ţegar Tal lagđi skákheiminn ađ fótum sér. Leiftrandi snilld hans hafđi fćrt honum heimsmeistaratitilinn verđskuldađ ađeins 23 ára gömlum en nćstu ár voru honum erfiđ, ekki síst í heilsufarslegu tilliti. Íslendingar fengu margoft ađ njóta snilldar Tal, fyrst á stúdentamótinu 1957, á Reykjavíkurmótunum 1964 og 1986, IBM-mótinu 1987 og á heimsbikarmótinu 1988.

Á minningarmótinu var jafnteflisprósentan býsna há eđa um 77%. Heimsmeistarinn Anand gerđi jafntefli í öllum skákum sínum. Enn og aftur sannađi Magnús Carlsen hćfni sína og er kirfilega efstur á stigalista FIDE međ 2.829 stig. Magnús náđi nýlega samkomulagi viđ FIDE um tilhögun heimsmeistarakeppninnar og mun hann vera međal ţátttakenda í nćstu hrinu hennar. Lokaniđurstađan á Tal-mótinu:

1.-2.Carlsen og Aronjan 5˝ v.3.-5. Ivantsjúk, Karjakin og Nepomniachtchi 5 v. 6.-7. Svidler og Anand 4˝ v. 8.-9. Kramnik og Gelfand 3˝ v. 10. Nakamura 3 v.

Skömmu fyrir mótiđ barst sú fregn ađ Kasparov vćri tekinn viđ sem ţjálfari Nakamura. Ekki er vitađ til ţess ađ viđskilnađur Kasparovs viđ Magnús Carlsen hafi kostađ mikil átök en ţekki mađur Kasparov má reikna má međ ađ hann hafi gefiđ hinum nýja skjólstćđingi sínum góđ ráđ fyrir viđureignina í lokaumferđinni. Kom fyrir ekki; Magnús náđi snemma frumkvćđinu og vann sannfćrandi sigur:

Hiakru Nakamura - Magnús Carlsen

Drottningar-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Ba6 5. Dc2 Bb4 6. Bd2 Be7 7. Bg2 c6 8. 0-0 d5 9. Re5 Rfd7 10. cxd5 cxd5 11. Bf4

Afundinn eftir slćmt gengi í mótinu sniđgengur Nakamura skarpari möguleika. 11. e4!? er ekki eins vitlaus leikur og virđist í fyrstu, t.d. 11...Rxe5 12. exd5 Bxf1 13. Kxf1 međ ýmsum möguleikum.

11....Rxe5 12. dxe5 0-0 13. Hd1 Bb7 14. Rd2 Rc6 15. Rf3 g5!

Međ ţessari óvćntu framrás sem beinist gegn e5-peđinu hrifsar Magnús til sín frumkvćđiđ. Hvítur geldur ţess ađ hafa teflt byrjunina alltof linkulega.

16. Be3 g4 17. Rd4 Rxe5 18. Bh6 He8 19. e4 Bc5! 20. Rb3 Hc8 21. Rxc5 Hxc5 22. Da4

Eđlilegra var 22. De2 en kannski hefur Nakamura óttast 22..... d4.

22....Bc6 23. Dd4 Df6 24. Bf4 dxe4 25. Bxe4 Rf3+!

Međ uppskiptum kemst svartur út í endatafl peđi yfir. Ţađ gefur bestu vinningsmöguleikana.

26. Bxf3 Dxd4 27. Hxd4 Bxf3 28. Hd7 Hd5! 29. Hxd5 exd5 30. Be3 He4 31. He1 d4 32. Bd2 Hxe1 33. Bxe1

gdsoc3hk.jpgSjá stöđumynd.

33....Be2!

Međ ţessum snjalla leik lokar Magnús hvíta kónginn af og ţađ kostar peđ ađ losa um hann.

34. f4 gxf3 35. Bf2 d3 36. Be1 Kg7 37. Kf2 Kf6 38. Ke3 Kf5 39. h3 h5 40. Bd2 Bf1 41. Be1 Bxh3 42. Kxd3 Bf1 43. Ke3 Kg4 44. Kf2 Bb5 45. Bc3 Bc6 46. Be5 b5 47. Bb8 a6 48. Bc7 f5 49. b3 Bd5 50. Bd6 f4 51. gxf4 h4 52. f5 Kxf5 53. Ke3 Kg4 54. Kf2 h3 55. Ke3 Be4 56. Kf2 Bb1 57. a3 Ba2 58. b4 Bf7

- og hvítur gafst upp, biskupinn er á leiđ til h5 og g4 og kóngurinn til d5. Eftir ţađ er a3-peđiđ dćmt til ađ falla.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttur Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 4. desember 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Héđinn í beinni gegn Shirov í dag

Íslandsmeistarinn í skák, Héđinn Steingrímsson (2562), teflir viđ engan annan en spćnska ofurstórmeistarann Alex Shirov (2713) í sjöundu umferđ ţýsku deildakeppnarinnar sem fer nú í morgunsáriđ. Héđinn teflir á fyrsta borđi fyrir Dortmund en Shirov fyrir...

Jólaskákćfing T.R. - tónlist og fjölskylduskákmót!

Í gćr var jólaskákćfing í T.R. sem jafnframt var síđasta skákćfingin fyrir börn og unglinga í T.R. á ţessu ári. Laugardagsćfingarnar svokölluđu hafa veriđ vel sóttar í vetur. Tveir flokkar hafa veriđ í gangi og hafa Dađi Ómarsson og Eiríkur Kolbeinn...

Who Keres og Heiđursmenn efstir á afar spennandi Atskákmóti Icelandair

Fyrstu níu umferđirnar á Atskákmóti Icelandair fóru fram í magnţrungnu andrúmslofti í Hótel Natura (Loftleiđum) í dag. Keppnin er afar jöfn og spennandi og ađeins munar 5,5 vinningi á efstu sveitinni og sveitinni í 11. sćti. Sveitirnar Who Keres og...

Hrund og Gauti Páll efst á Jólagleđimóti viđ Hverafold

Tuttugu áhugasamir skákkrakkar tóku ţátt i velheppnuđu skákmóti Fjölnis og NETTÓ viđ Hverafold í Grafarvogi. Ţau Hrund Hauksdóttir Rimaskóla og Gauti Páll Jónsson Grandaskóla urđu efst á hnífjöfnu móti međ 5 vinninga af 6 mögulegum. Mótiđ var haldiđ í...

Guđmundur og Birkir Karl unnu í dag - Björn í beinni á morgun

Guđmundur Gíslason (2318) og Birkir Karl Sigurđsson (1649) unnu báđir í áttundu og nćstsíđustu umferđ b-flokks London Chess Club sem fram fór í dag. Björn Ţorfinnsson tapađi fyrir indverska alţjóđlega meistaranum Sahaj Grover (2515) og Bjarni Jens...

Carlsen, McShane og Kramnik efstir í London

Ţremur skákum af fjórum lauk međ hreinum úrslitum í sjöundu umferđ sem fram fór í dag. Sigurvegar dagsins, Carlsen, McShane og Kramnik eru efstir međ 12 stig en ţeir lögđu allir hver sinn Englendinginn. Nakamura er fjórđi međ 11 stig. Stađan: 1.-3....

Héđinn međ jafntefli í dag - gćti mćtt Shirov í fyrramáliđ

Íslandsmeistarinn í skák, Héđinn Steingrímsson (2562) gerđi jafntefli viđ rúmenska stórmeistarann Constantin Lupulescu (2655) í 6. umferđ ţýsku deildakeppninnar (Bundesliga) sem fram fór í dag. Héđinn tefldi á fyrsta borđi fyrir Hansa Dortmund. Á morgun...

Héđinn í beinni í dag

Íslandsmeistarinn í skák, Héđinn Steingrímsson (2562), verđur í beinni í dag frá ţýsku deildakeppninni (Bundesligan). Hann teflir á fyrsta borđi fyrir Hansa Dortmund og mćtir rúmenska stórmeistaranum Constantin Lupulescu (2655). Skákin verđur sýnd beint...

Nökkvi hafđi pabba sinn eftir stigaútreikning

Í fyrradag lauk Haustmóti TV ţegar Kristófer Gautason og Nökkvi Sverrisson tefldu sín á milli, en ţeirri skák hafđi veriđ frestađ um nokkurt skeiđ. Kristófer, sem hafđi hvítt sigrađi Nökkva. Mótiđ reyndist vera afar jafnt og feđgarnir Nökkvi og Sverrir...

Skákmót fyrir unglinga í Hverafold í dag

Ve slun NETTÓ í Hverafold í Grafarvogi og skákdeild Fjölnis halda skákmót laugardaginn 10. desember frá kl. 11:00 - 12:45. Mótiđ er haldiđ í tilefni af ţví ađ ţennan dag er haldin "Jólagleđi í Hverafold" verslunarmiđstöđinni Grafarvogi. Allir...

Björn efstur á London Chess Classic eftir sigur á Smith - í beinni á morgun

Björn Ţorfinsson (2402) vann sćnska alţjóđlega meistarann Axel Smith (2480) í sjöundu umferđ b-flokks London Chess Classic sem fram fór í kvöld. Björn hefur 6 vinninga og er efstur ásamt fjórum öđrum. Bjarni Jens Kristinsson (2045) vann einnig, Guđmundur...

Nakamura efstur í London

Öllum skákum sjöttu umferđar á London Chess Classic međ jafntefli. Carlsen sat yfir. Í gćr var fjörlega teflt. Nakamura vann Howell, Anand vann Short og Kramnik vann Adams. Nakakura er efstur međ 11 stig. Carlsen, Kramnik og McShane hafa 9 stig. Stađan:...

Atskákmót Icelandair fer fram á morgun

Atskákmót Icelandair - Sveitakeppni 2011 hefst á morgun 10. desember á Hótel Natura, gamla Hótel Loftleiđir og hefst mótiđ kl. 13:00 og eru keppendur beđnir um ađ mćta tímalega. Mótiđ verđur sett í bíósalnum sem er á vinstri hönd ţegar keyrt er ađ...

Björn í beinni útsendingu

Björn Ţorfinsson (2402) vann enska FIDE-meistarann Robert Eames (2241) í sjöttu umferđ b-flokks London Chess Classic sem fram fór í gćrkveldi. Bjarni Jens Kristinsson (2045) gerđi jafntefli í sinni skák en Guđmundur Gíslason (2318) og Birkir Karl...

Ţorvarđur og Jóhann sigurvegarar á Skákţingi Garđabćjar - Jóhann Garđabćjarmeistari

Sjöunda og síđasta umferđ Skákţing Garđabćjar var tefld í gćr. Hart var barist á toppnum og vann Haukamađurinn Ţorvarđur Fannar Ólafsson gegn Jóhanni Helga Sigurđssyni í skák sem leit vel út fyrir Jóhann lengi vel og tryggđi sér ţar međ efsta sćtiđ á...

Skákmót á "Jólagleđi í Hverafold"

Ve slun NETTÓ í Hverafold í Grafarvogi og skákdeild Fjölnis halda skákmót laugardaginn 10. desember frá kl. 11:00 - 12:45. Mótiđ er haldiđ í tilefni af ţví ađ ţennan dag er haldin "Jólagleđi í Hverafold" verslunarmiđstöđinni Grafarvogi. Allir...

Jólaskákmót í Vin á mánudaginn!

Jólaskákmót í Vin, Hverfisgötu 47, verđur haldiđ á mánudaginn, 12. desember klukkan 13. Verđlaun og vinningar eru glćsilegar og forvitnilegar nýjar bćkur frá Sögum útgáfu. Jólamótiđ er öllum opiđ, ţátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir....

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 120
  • Frá upphafi: 8780583

Annađ

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband