Leita í fréttum mbl.is

Nýársmót Gallerý Skákar: Gunni Gunn fór međ sigur af hólmi

Gunnar GunnarssonNýársmót Gallerý skákar var haldiđ í gćrkvöldi í Listasmiđjunni, Bolholti og fór fram í góđu yfirlćti. Tuttugu keppendur tóku ţátt og tefldu 11 umferđir međ 10 mín. uht., eins og venjan er ţar á bć.

Hinn aldni skákmeistari Gunnar Kr. Gunnarsson (78) , fyrrv. Íslandsmeistari og forseti SÍ, sýndi styrk sinn og sannađi ţađ ađ lengi lifir í gömlum glćđum međ ţví ađ fara enn einu sinni međ sigur af hólmi í kappmóti, enda ţótt hrađskákmót vćri. 

Gunnar hlaut 9 vinninga og fór létt međ ţetta, en sérstaka athygli vakti ađ hinn ungi skákmađur Atli Jóhann Leósson náđi sér vel á strik og varđi í 2. sćti međ 8 vinninga.

Kristinn Bjarnason varđ ţriđji međ 7.5 v.  

Hiđ unga og upprennandi skákséní Vignir Vatnar Stefánsson, ađeins 8 ára, gerđi sér lítiđ fyrir og varđ í deildu 4.-6. sćti ásamt Gísla Gunnlaugssyni og Stefáni Ţormar Guđmundssyni, gamalreyndum refum,  međ 6 og hálfan. Ţrátt fyrir góđan árangur var hinn ungi meistari sár viđ sjálfan sig fyrir ađ missa nokkrar skákir fyrir borđ, en slíkt hendir einnig ţá eldri, sem hafa ekki úr háum söđli ađ detta hvađ ţađ varđar. Annars var mótiđ frekar jafnt og enginn vinningur auđsóttur frekar en fyrri daginn. Sigurvegararnir voru leystir út međ nammi. 

Önnur úrslit skv. töflu og nánar um mótiđ á www.galleryskak.net.

 

img_7650_1129769.jpg

 


Skákdagurinn rćddur

Fundur allmargra forystumanna í skákhreyfingunni fór fram í húsnćđi SÍ í gćr.  Stefán Bergsson ritađi fundgerđ sem má hér finna í heild sinni.

Fundur forystumanna í skákhreyfingunni um Skákdaginn

Skáksambandi Íslands

5. janúar 2012

20:00 - 21:30

 

Fundargerđ

Mćttir: Halldór Grétar Einarsson Taflfélagi Bolungarvíkur, Helgi Árnason Fjölni, Vigfús Óđinn Vigfússon Helli, Tinna Kristín Finnbogadóttir og Erla UMSB, Finnur Kr. Finnsson fulltrúi heldri skákmanna á höfuđborgarsvćđinu, Pálmi Pétursson Mátum, Eiríkur Björnsson TR, Áróra Hrönn Skúladóttir kennari Salaskóla og skákforeldri, Gunnar Björnsson forseti SÍ og Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur.

Í gegnum Skype tóku ţátt Guđmundur Ingvi Jóhannsson og Jón Björnsson frá SAUST og Unnar Ingvarsson Skákfélagi Sauđarkróks.

1.     Kynning frá SÍ og SR.

Stefán Bergsson fór yfir hugmyndina međ Skákdeginum; ađ sem flestir skákviđburđir vćru um allt Ísland á Skákdaginn, sem flestir tefldu á öllum aldri, Friđriki Ólafssyni til heiđurs. Ţannig megi í senn sýna Friđriki Ólafssyni ţakklćti fyrir sitt framlag og um leiđ sýna ţjóđinni ţá stórsókn sem íslensk skákhreyfing hefur blásiđ til síđustu misserin, nú síđast međ samningi um Reykjavíkurskákmótiđ í Hörpu. Skákdagurinn verđur árlegur viđburđur.

2.     Fulltrúar taflfélaganna fóru yfir hvađ ţeirra félag hyggst gera á Skákdaginn.

TR: TR-ingar horfa til viđburđar um kvöldiđ í félagsheimili sínu í Faxafeni. Hafa hug á ađ heiđra Friđrik enda hann félagsmađur í Taflfélaginu alla tíđ.

Mátar: Mátar tefla reglulegar innanfélagsmentur á fimmtudögum. Mátar hyggjast virkja sem flesta nýja félagsmenn á Skákdaginn en margir Mátar gengu í Máta síđastliđiđ haust.

Hellir: Hellismenn líta jafnvel til göngugötunnar í Mjódd, en hafa ekki sal sinn til afnota á fimmtudögum.

Fjölnir: 19. Meistaramót Rimaskóla verđur haldiđ á Skákdaginn.

UMSB: Borgfirđingar stefna á fjöltefli stórmeistara um miđjan daginn á Hyrnutorgi. Sundlaugin í Borgarnesi verđur skákvćdd međ skáksetti frá Skákakademíu Reykjavíkur.

Skákhreyfing heldri borgara á höfuđborgarsvćđinu: Hiđ árlega TOYOYTA-mót verđur hugsanlega haldiđ í höfuđstöđvum fyrirtćkisins. Einnig er möguleiki á ađ heldri skákmenn tefli í Smáralindinni.

Bolvíkingar: Stefna á innanfélagsmót. Félagsmenn halda reglulegar ćfingar heima hjá hverjum öđrum.

Skákfélag Sauđarkróks: Sauđkrćklingar halda reglulegar skákćfingar og munu standa fyrir skákviđburđi á Skákdaginn. Kennsla er hafinn í skólum.

SAUST: Austfirđingar leggja áherslu á skákviđburđ innan skólanna en nokkur skákkennsla er á Austurlandi. Sverrir Gestsson skólastjóri og skákmađur stendur fyrir kennslunni.

Ađ auki barst fundinum erindi frá nokkrum félögum sem áttu ekki fulltrúa en munu standa fyrir skákviđburđum á Skákdaginn.

Skákfélag Akureyrar: - stefna ađ mótshaldi enda mikil skákhefđ nyrđra á fimmtudögum.

VIN: - minningarmót um Björn Sigurjónsson.

Gođinn: - mikil áform, sýningar, taflmennska og opiđ hús.

Strandir: - Strandamenn standa fyrir skákviđburđi.

3.     Hugmyndir og frjálsar umrćđur

Miklar og góđar umrćđur áttu sér stađ á fundinum međ ţátttöku allra fundarmanna. Bćđi í tengslum viđ Skákdaginn og skákstarf almennt. Hér ađ neđan verđa ţćr hugmyndir útlistađar á snarpan máta:

a)    Teflt úti á miđum á Skákdaginn gegnum netiđ.

b)    Hjörvar Steinn teflir viđ ţjóđina gegnum netiđ.

c)     Teflt í sem flestum skólum landsins á sama tíma. Áróra kennari í Salaskóla nefndi sambćrilegt dćmi um ţegar margir nemendur landsins hlustuđu á sömu sögu á sama tíma.

d)   Unnar Ingvarsson kom međ hugmynd um ađ skákmeistarar rúntuđu hringinn um landiđ og tefldu fjöltefli. Borgfirđingar tóku undir ţetta og nefndu vinsćldir fjöltefla Helga Ólafs í Borgarnesi fyrir nokkrum árum. Unnar nefndi stađi međ fullt af skákmönnum sem fjöltefli myndu lífga viđ, eins og t.d. Blönduóss ţar sem var mikiđ skáklíf fyrir 2-3 áratugum. Rćtt um fjölda plássa um allt land sem hafa í gegnum tíđina haft einhverja skákvirkni.

e)    Pálmi Pétursson talađi um vinnustađi ţar sem skákmenn tefldu. Taldi ţađ geta virkt slíka  áhuga skákmenn enn frekar međ heimsóknm skákmeistara.

f)      Upp kom hugmynd um ađ hafa sem flest meistaramót grunnskóla á sama tíma.

g)    Pálmi Pétursson stakk upp á ađ stefna stjórnarandstöđunni gegn ríkisstjórninni á skákborđinu.

h)   Halda yfirlit yfir fjölda tefldra skák á Skákdaginn.

i)      Hafa rafrćna gestabók landsmanna sem tefla á Skákdaginn.

 

Fundinn ritađi Stefán Bergsson.


Veitingasala verđur á Íslandsmóti barna í Rimaskóla

Á Íslandsmóti barna 2012, sem hefst kl. 11:00 á morgun laugardag,  verđur bođiđ upp á veitingasölu á mótstađ í Rimaskóla.

Ţađ er skákdeild Fjölnis sem sér um veitingasöluna ađ ţessu sinni. Bođiđ verđur upp á  mat og drykki, hollustu og óhollustu í góđu úrvali.

Hćgt verđur ađ greiđa međ korti og peningum en ekki í bođi ađ skrifa. Í Rimaskóla er gott rými og góđ ađstađa til ađ njóta góđra veitinga á sanngjörnu verđi.


Guđmundur tapađi í lokaumferđinni - fín frammistađa

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) tapađi fyrir franska stórmeistaranum Andrei Istatescu (2627) í hörkuskák í níundu og síđustu umferđ Hastings-mótsins sem fram fór í dag. Guđmundur hlaut 6 vinninga og endađi í 8.-20. sćti. Fín...

Riddarinn: Sigurđur Herlufsen á mikilli sigurbraut

Nýársmót Riddarans fór fram í 4. janúar í Vonarhöfn, ţar sem 23 aldnar skákkempur voru mćttar til tafls og hófu nýtt skákár. Reyndar höfđu ţó einhverjir í hópnum tekiđ forskot á sćluna í Ásgarđi í gćr enda virkir í báđum skákklúbbum eldri borgara. Ađ...

Páll Leó ofurhrađskákmeistari SSON

Pall Leó Jónsson vinnur hrađskákmót af öryggi. Níu keppendur mćttu til leiks í gćrkvöldi á ofurhrađskákmóti SSON og tefldu tvöfalda umferđ af 5 mínútna skákum alls 16 skákir hver. Páll Leó var međ fullt hús vinninga ađ loknum fyrri hlutanum en slakađi...

Íslandsmót barna: Vegleg verđlaun frá Bónus

Glćsileg verđlaun eru í bođi á Íslandsmóti barna í Rimaskóla á laugardaginn. Sigurvegarinn vinnur sér inn ferđ á Norđurlandamótiđ í skólaskák í Finnlandi, sem fram fer í febrúar. Bónus gefur ţremur efstu keppendum á Íslandsmótinu inneignarkort, samtals...

Guđmundur vann Hebden - í 4.-6. sćti - fćr stórmeistaraáfanga međ sigri á morgun

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) fer mikinn á Hastings-mótinu og vinnur nú hvern stórmeistarann á fćtur öđrum! Í dag í áttundu og nćstsíđustu umferđ lagđi hann enska stórmeistarann Mark Hebden (2515) í hörkuskák, međ svörtu, sem var...

Mikil spenna í Reggio Emila - Caruana vann Ivanchuk

Ţađ er ótrúlega fjörlega teflt á ofurskákmótinu í Reggio Emila og ađeins 7 jafntefli hafa veriđ gerđ í 24 skákum sem einstakt á svo sterku móti. Nakamura er efstur međ 15 stig ţrátt fyrir tap gegn Morozevich (2762) í áttundu umferđ sem er annar međ 14...

KORNAX mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst á sunnudag - stefnir í vel sótt og sterkt mót

KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á...

Henrik međ 1˝ vinning eftir 2 umferđir í Chennai

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) hefur 1˝ vinning eftir 2 umferđir á alţjóđlegu skákmóti sem hófst í dag í Chennai í Indlandi. Henrik tefldi viđ fremur stigalága andstćđinga í dag. Alls taka 297 skákmenn ţátt í mótinu og ţar af eru 16...

Forseti Íslands heiđursgestur á Íslandsmóti barna

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verđur heiđursgestur viđ setningu Íslandsmóts barna í Rimaskóla á laugardaginn klukkan 11. Forsetinn mun hitta keppendur, foreldra, áhugamenn og forystumenn í íslensku skáklífi og leika fyrsta leikinn á mótinu....

Hiđ árlega ofurhrađskákmót SSON fer fram í dag

Hiđ árlega Ofurhrađskákmót SSON fer fram miđvikudagskvöldiđ 4. janúar, tefldar verđa 5 mínútna skákir í Selinu ađ vanda. Áđur en mót hefst mun formađur fara yfir dagskrá félagsins fram ađ vori. Félagsmenn eru hvattir til ađ mćta Hrađskákmeistari...

Guđmundur vann Howell - mćtir Hebden á morgun

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) gerđi sér lítiđ fyrir og sigrađi stórmeistarann sterka David Howell (2633) í sjöundu umferđ Hastings-mótsins, sem fram fór í dag. Guđmundur er í 7.-12. sćti međ 5 vinninga. Kínverski stórmeistarinn Wang...

Sćbjörn sigursćll í Stangarhyl

Ćsir ţeir hittust í Ásgarđi í dag á fyrsta skákdegi ársins og börđust eins og brjálađir berserkir til síđasta manns, eins og ţeir eru vanir. Sćbjörn Guđfinnsson varđ sigursćlastur eins og hann hefur oft veriđ áđur, hann fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Í...

Reykjavíkurskákmótiđ í Hörpu

Skáksamband Íslands og Harpa hafa gert međ sér samkomulag um ađ Alţjóđlega Reykjavíkurskákmótiđ verđi haldiđ í Hörpunni árin 2012-14. Ađstćđur í Hörpunni eru einstakar til skákmótahalds, ćtla má ađ hvergi í heiminum sé bođiđ upp á jafnglćsilega umgjörđ...

Guđmundur vann í fimmtu umferđ - mćtir Howell í beinni útsendingu á morgun

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) vann Englendinginn Stephen Gregory (2124) í sjöttu umferđ Hastings-mótsins sem fram fór í dag. Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 11.-30. sćti. Á sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ...

Skákdagurinn 26. janúar - til heiđurs Friđriki Ólafssyni

Skáksamband Íslands og Skákakademia Reykjavíkur kynna Skákdaginn. Skákdagurinn verđur haldinn um allt land 26. janúar - á afmćlisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friđriks Ólafssonar. Á Skákdeginum verđur teflt um allt Ísland, til sjávar og sveita....

Nakamura efstur í Reggio Emila - Caruana vann Morozevivh

Ţađ er fjörlega teflt á ofurskákmótinu í Reggio Emilia í ítalíu sem er eitt örfárra móta í heiminum sem er eldra en Reykjavíkurskákmótiđ. Ađ loknum 6 umferđum hafa ađeins veriđ gerđ 5 jafntefli í 18 skákum enda fjöregir og skemmtilegir keppendur sem hafa...

KORNAX-mótiđ - Skákţing Reykjavíkur hefst á sunnudag - fjórir alţjóđlegir meistarar skráđir til leiks

KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 14. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 109
  • Frá upphafi: 8780560

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband