Leita í fréttum mbl.is

Skákkeppni vinnustađa 2012

Eins og getiđ var í vetrardagskrá Taflfélags Reykjavíkur 3. september sl. hefur T.R. ákveđiđ ađ stofna til nýrrar keppni í vetur, Skákkeppni vinnustađa (sjá auglýsingu hér ađ neđan).

Veriđ velkomin ađ láta ţessa auglýsingu berast til stjórnenda og skákáhugamanna á ykkar vinnustađ! Skráningarform fyrir keppnina mun birtast á heimasíđu T.R., www.taflfelag.is innan skamms.

Taflfélag Reykjavíkur býđur öllum vinnustöđum ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2012 sem fram fer í félagsheimili T.R, Skákhöllinni Faxafeni 12, föstudaginn 17. febrúar nk. og hefst kl. 19.30.

Á hverjum vinnustađ er fólk sem hefur ánćgju af ađ tefla og teflir í frístundum. Einnig hafa fjölmargir vinnustađir á ađ skipa skákmönnum sem hafa teflt í áratugi og eru á međal sterkustu skákmanna landsins.

Taflfélag Reykjavíkur hvetur alla vinnustađi til ađ halda skákmót fyrir sína starfsmenn fyrir keppnina 17. febrúar og ţannig kynda undir áhuga á skákinni og mćta síđan međ liđ til keppni!

Upplýsingar og keppnisfyrirkomulag:

  • Dagsetning: föstudagur 17. febrúar kl. 19.30
  • Stađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12 (Skeifunni)
  • Sveitakeppni: Ţetta er liđakeppni/sveitakeppni og tefla 3 í hverju liđi. Vinnustađirnir geta sent fleira ein eitt liđ til keppni. Liđin verđa ţá auđkennd sem A-liđ, B-liđ o.s.frv. Hvert liđ getur haft 1-2 varamenn.
  • Umferđir: fjöldi umferđa fer eftir ţátttöku (7-11 umferđir). Umhugsunartími er 10 mínútur á mann.
  • Keppnisfyrirkomulag: svissneskt kerfi og flestir vinningar gilda.
  • Verđlaun:

1.      verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur

2.      verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur

3.      verđlaun: Eignabikar fyrir vinnustađinn auk verđlaunapeninga (medalíur) fyrir keppendur

  • Ţátttökugjald er kr. 15.000 á hverja sveit.
  • Upplýsingar veitir Ríkharđur Sveinsson, stjórnarmađur í Taflfélagi Reykjavíkur: netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.
  • Skráning og stađfesting ţátttöku: skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur, www.taflfelag.is  á sérstöku skráningarformi eđa međ ţví ađ hafa samband viđ Ríkharđ Sveinsson (sjá hér ađ ofan). Vinnustađir stađfesti vinsamlegast ţátttöku sinna sveita međ ţví ađ greiđa ţátttökugjaldiđ inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur í síđasta lagi tveimur dögum fyrir mót, ţ.e. 15. febrúar. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjiđ í skýringu: Skákkeppni V. og sendiđ greiđslukvittun á netfangiđ rz@itn.is

Veriđ velkomin ađ taka ţátt í Skákkeppni vinnustađa 2012 - hlökkum til ađ sjá ykkur!


Ný skákmótaröđ: Taflkóngur Friđriks

Friđrik ÓlafssonÍ tilefni af „Degi Skákarinnar" á fimmtudaginn kemur, ţann 26. janúar,  á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, stórmeistara, fremsta skákmanns Íslands fyrr og síđar, verđur efnt til nýrrar skákmótarađar í Listasmiđjunni Gallerý Skák í Bolholti honum til heiđurs.  Stefnt er ađ ţví ađ hún verđi framvegis árlegur viđburđur í janúarmánuđi ár hvert.  

Um er ađ rćđa 4 kvölda Grand Prix kapptefli og mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga (10-8-6-5-4-3-2-1) líkt og í Formúlu 1.  Keppt verđur um veglegan farandgrip, myndarlegan taflkóng úr Hallormsstađabirki, sem tileinkađur hefur veriđ Friđrik Ólafssyni.  taflk_ngur_fri_riks.jpg

Sigurvegari ár hvert fćr nafn sitt skráđ á styttuna gullnu letri og verđlaunapening ađ auki, ţví  Taflkóngurinn vinnst aldrei til eignar og fer á safn međ tíđ og tíma.  Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga en taka verđur ţátt í a.m.k. 2 mótum til ađ teljast međ. 

Kapptefliđ á fimmtudaginn hefst kl. 18 og verđa tefldar 11 umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma.  Lagt er í púkk fyrir kaffi, kruđeríi og krćsingum í taflhléi.  (Kr. 1.000).

Friđrik mun mćta á svćđiđ upp úr kl. 20, í tilefni dagsins og árita nafna sinn.


Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram á sunnudag

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12, sunnudaginn 29. janúar kl. 14.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.

Ţátttökugjald er kr 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun í bođi.

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir  KORNAX mótiđ 2012 - Skákţing Reykjavíkur.

Núverandi hrađskákmeistari er Hjörvar Steinn Grétarsson.


Toyota-skákmót heldri borgara fer fram á Íslenska skákdaginn

Toyota-skákmót heldri borgara 2012 verđur haldiđ á Íslenska skákdaginn,fimmtudaginn 26 janúar. Mótstađur er Söludeild Toyota viđ Nýbýlaveg. Skákdagurinn er til heiđurs Friđriki Ólafssyni sem á afmćli ţennan dag. Friđrik ćtlar ađ mćta á mótstađ og leika...

Atskákmót Sauđárkróks fer fram á Skákdaginn

Atskákmót Sauđárkróks hefst fimmtudaginn 26. janúar kl. 20:00 í Safnahúsinu á Sauđárkróki. En 26. janúar er afmćlisdagur Friđriks Ólafssonar stórmeistara og verđa skákviđburđir víđa um land í tilefni af deginum. Tefldar verđa atskákir međ 25 mínútna...

Einar efstur eftir 4 umferđir

Í gćr fór fram fjórđa umferđ Skákţings Vestmannaeyja og voru tefldar 4 skákir. Eftir fjórar umferđir er Einar efstur og hefur sigrađ í öllum sínum skákum. Um daginn voru tefldar 2 skákir en Dađi Steinn hirti vinning af Sigurđi sem mćtti ekki til...

Henrik međ jafntefli í lokaumferđinni

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) gerđi jafntefli viđ Indverjann Pc Iyer Akash (2151) í 11. og síđstu umferđ alţjóđlegs móts í Nýju-Dehli í Indlandi sem lauk í dag. Henrik hlaut 6˝ vinning og endađi í 66.-94. sćti. Filipíski stórmeistarainn Oliver...

Skákţáttur Morgunblađsins: Prýđileg ţátttaka á Skákţingi Reykjavíkur

Ţátttaka á Skákţingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, er međ besta móti í ár. Ţátttakendur í stóra opna flokknum eru 73 talsins, ţar af nokkrir ađalleikarar mótsins 2011. Björn Ţorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson börđust ţá um efsta sćtiđ og hafđi Björn...

Guđmundur efstur - Ingvar Ţór annar - stefnir í baráttu ţeirra á millum

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) vann Braga Ţorfinnsson (2426) í sjöundu umferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í dag. Guđmundur er efstur međ 6,5 vinning. Annar er Ingvar Ţór Jóhannesson (2337) međ 6 vinninga en...

Aronian og Carlsen efstir í Sjávarvík

Aronian (2805) og Carlsen (2835) eru efstir og jafnir međ 5,5 vinning ađ lokinni 8. umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fer í dag í Sjávarvík (Wijk aan Zee) í dag. Radjabov (2773) er ţriđji međ 5 vinninga. Öllum skákum dagsins lauk međ jafntefli nema ađ...

Sigur hjá Henrik í gćr - tap í dag

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) vann í gćr Indverjann Divyasree Chandika (2160) en tapađi fyrir öđrum Indverja, S L Narayanan (2320) í dag. Henrik hefur 6 vinninga og er í 59.-98. sćti. Í lokaumferđinni sem fram fer á morgun teflir hann viđ...

Góđ ţátttaka á námskeiđum Skákskólans

Ţađ má međ sanni segja ađ janúar sé skákmánuđur hinn mesti. Mikil og góđ ţátttaka er í Skákţingi Reykjavíkur og senn verđur Skákdagurinn haldinn hátíđlegur um allt land. Byrjenda- og framhaldsflokkar Skákskólans hófust svo nú um helgina. Skemmst er frá...

Bein útsending fá sjöundu umferđ KORNAX mótsins

Sjöunda umferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur hófst nú kl. 14. Fimm skákir eru sýndar beint frá umferđinni. Ţađ eru: Guđmundur Kja - Bragi Ţ. Björn Ţ. - Ingvar Ţór Hjörvar Steinn - Einar Hjalti Bjarni Jens - Sverrir Örn Stefán B. - Ólafur Gísli...

Tómas í miklum ham - Jón Kristinn efstur eftir tvö mót

Annađ mótiđ í TM-mótaröđinni var háđ sl. fimmtudagskvöld og lauk ţví međ sigri Tómasar Veigars Sigurđarsonar sem gerđi sér lítiđ fyrir og vann allar sínar skákir. Jón Kristinn vann svo alla ađra en Tómas. Úrslitin í heild: Tómas 8; Jón Kristinn 7;...

Guđmundur efstur á KORNAX mótinu - Skákţingi Reykjavíkur

Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2326) er einn efstur međ 5,5 vinning ađ lokinni sjöttu umferđ KORNAX mótsins - Skákţings Reykjavíkur sem fram fór í gćr. Brćđurnir Bragi (2426) og Björn Ţorfinnssynir (2406) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2337)...

Dagskrá Skákdagsins

Dagskrá Skákdagsins er óđum ađ skýrast og margir skemmtilegir viđburđir skipulagđir um allt land. Skákdagurinn fer fram fimmtudaginn 26. janúar og er til heiđurs Friđriki Ólafssyni sem á afmćli ţennan dag. Međal viđburđa má nefna skák Hjörvars Steins viđ...

Aronian efstur í Sjávarvík

Aronian (2805) náđi forystunni í Tata Steel-mótinu í Wijk aan Zee í dag međ sigri á Gashimov (2761). Armeninn hefur 4,5 vinning. Carlsen (2835) og Radjabov (2773) sem vann Karjakin og Carlsen (2835) sem gerđi jafntefli viđ Navara (2712) koma nćstir međ 4...

Hannes međ jafntefli í lokaumferđinni - endađi í 3.-10. sćti

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2534) gerđi jafntefli viđ Pólverjann Michal Matuszewski (2335) í 9. og síđustu umferđ Prag Open sem fram fór í dag. Hannes hlaut 6,5 vinning og endađi í 3.-10. sćti. Aserski stórmeistarinn Nidjat Mamedov (2601) og...

Henrik međ jafntefli í áttundu umferđ

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2536) gerđi jafntefli viđ Indverjann Indverjann Mhamal Anurag (2240) í áttundu umferđ alţjóđlegs móts í Nýju-Dehli í Indlandi. Henrik hefur 5 vinninga og er í 50.-93. sćti. Í níundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir...

Magnús sigursćll

Bolvíkingurinn Magnús Sigurjónsson fór létt međ andstćđinga sína í Gall e r ý Skák í gćrkvöldi og lék suma hverja grátt enda sigrađi hann glćsilega međ 10.5 vinningum af 11 mögulegum. Fyrr í vikunni heimsótti hann KR- klúbbinn og nćldi sér ţar í 11...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 8780552

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband