Leita í fréttum mbl.is

Atskákeinvígi á RÚV: Hjörvar og Guđmundur tefla á sunnudag

Úrslitaeinvígi Hjörvar Steins Grétarssonar og Guđmundar Gíslasonar fer fram á sunnudag á íslandsmótinu í atskák.  Tefla ţeir í beinni útsendingu á RÚV og hefst útsendingin kl. 14:45.  Tefldar verđa 2 atskákir og verđi jafnt tefla ţeir bráđabanaskák (armageddon).

Útsendingin verđur í umsjón Helga Ólafssonar og Björns Ţorfinnssonar.  


Lokamót Skákakademíu Kópavogs nćsta föstudag

Vörönn Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands sem stađiđ hefur yfir í Stúkunni á Kópavogsvelli lýkur međ móti nćsta föstudag ţann 11. maí.   Mótiđ hefst kl. 14.30 og eru vćntalegir ţátttakendur beđnir um ađ mćta tímalega  Glćsileg verđlaun verđa í bođi. Allir ţeir sem tekiđ hafa ţátt í skakćfingum í Kópvogi ţetta vormisseri hafa ţátttökurétt.
 
Skákkennarar í Kópavogi eru hvattir til ađ beina ţví til nemenda ađ mćta í Stúkuna á föstudaginn.   
 
Helgi Ólafsson stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur haft umsjón međ namskeiđahaldinu í Stúkunni á Kópavogsvelli síđustu misseri enda er um ađ rćđa samstarfsverkefni Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands.
 
Ungir skákmenn úr Kópavogi hafa vakiđ mikla athygli undanfariđ fyrir góđa frammistöđu sem má ekki síst ţakka góđum skákkennurum á borđ viđ Smára Rafn Teitsson, Tómas Rasmus, Gunnar Finnsson, Sigurlaugu Friđţjófsdóttur og Lenku Ptacnikovu sem allir hafa kennt í hinum ýmsu grunnskólum Kópavogs.    


Verkísmótiđ - umfjöllun um öll skráđ liđ - hver vinnur hvađa verđlaun?

Ţađ stefnir í góđa ţátttöku og ćsispennandi keppni í Ráđhúsinu kl: 16 á morgun miđvikudag.

Barist er um óvenju vegleg verđlaun, sennilega nćst bestu verđlaun í skákmóti hér á landi á eftir Reykjavíkurskákmótinu, m.a. flug báđar leiđir međ öllum sköttum og gjöldum međ Iceland Express, 100 ţús. kr. GSM síma og út ađ borđa á fínustu veitingastöđum bćjarins og ótal margt fleira. Verđlaunin spanna mikla breidd, en m.a. eru veitt verđlaun fyrir bestu frammistöđu liđa miđađ viđ styrkleika, bestu frammistöđu einstaklings, besta liđstjórann, óvćntustu úrslitin o.fl.

Hér á eftir verđur fariđ stuttlega yfir liđin sem ađ ţegar hafa tilkynnt ţátttöku.

  • 1. Eimskip - Liđ Eimskipa er skipađ tveimur starfsmönnum og svo starfsmanni eđa einum lánsmanni sem ađ tengdur er fyrirtćkinu. Jóhann Helgi Sigurđsson (1.993) forstöđumađur framleiđslustýringar leiđir liđ Eimskipa. Ingvar Örn Birgisson (1.767) bílstjóri teflir á öđru borđi. Ekki hefur fengist endanlega stađfest hver teflir á ţriđja borđi, en fréttir herma ađ Eimskip sé ekki međ hugann viđ ađ komast sem nćst stigaţakinu, heldur hafa starfsmenn og fólk sem ađ tengt er fyrirtćkinu í liđinu.
  • 2. Síminn - Liđ Símans skipa Kristján Halldórsson deildarstjóri (1.795), Vignir Bjarnason fjarskiptaverkfrćđingur (1.823), Brynjólfur Bragason (stigalaus) deildarstjóri Internetţjónustu og Sigţór Björgvinsson (stigalaus). Sveit Símans er eingöngu skipuđ starfsmönnum. Hún er samtals međ 4.618 stig og ţví nokkuđ frá 5.500 stiga ţakinu. Ađ sögn Símamanna er ćtlunin ađ hafa gaman af taflmennsku í mótinu.
  • 3. Hafgćđi sf. - Landsliđsmađurinn Hjörvar Stein Grétarsson (2.417) leiđir liđ Hafgćđa sf. Hjörvar er 60 stigum hćrri á alţjóđlega stigalistanum en ţeim íslenska. Patrekur Maron Magnússon (1.950) félagi Hjörvars úr Versló teflir á öđru borđi. Ólafur Ţór Ólafsson (stigalaus) teflir á ţriđja borđi. Ólafur er starfsmađur Hafgćđa sf., en Hjörvar og Patrekur eru svokallađir lánsmenn. Ólafur hefur teflt á netinu, en er ađ tefla í sínu fyrsta opinbera skákmóti. Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ ţessari sveit.
  • 4. Morgunblađiđ - teflir eingöngu fram starfsmönnum. Sveitina skipta ţeir Jóni Árna Jónsson (2.051), Baldur A. Kristinsson (2.047), Pétur Blöndal (1.270) og Ómar Óskarsson (stigalaus). Sveitin er samtals međ 5368 stig og ţví nćr stigaţakinu en sveit Símans.

Jón Árni er íslenskugúru ađ norđan og teflir međ Mátum.

Baldur var mjög virkur skákmađur áđur fyrr, en hefur látiđ sér nćgja ađ tefla á Íslandsmóti Skákfélaga í seinni tiđ. Baldur hefur reynst skákmönnum betur en margur veit, en hann sér um tćknimálin á blog.is vefjunum, ţar međ taliđ fréttavef Skáksambandsins, sem ađ er á Moggablogginu.

Pétur ţekkja skákáhugamenn vel, enda er hann duglegur ađ skrifa um skák. Hann hefur ađeins einu sinni tekiđ ţátt í opinberu skákmóti.

Ómar er stigalaus og er eftir ţví sem nćst verđur komist ađ tefla á sínu fyrsta skákmóti, en Ómar hefur tekiđ ófáar ljósmyndir af skákmeisturum.

  • 5. Íslandsbanki - Íslandsbanki teflir eingöngu fram starfsmönnum. Liđ Íslandsbanka skipa ţeir Guđmundur Magnús Dađason(1.974), en hann er jafnframt liđsstjóri, Gunnar Gunnarsson(1.780), Björn Hákonarson (stigalaus) og Jón Sigurđur Ţórđarson(stigalaus). Guđmundur er ákaflega slyngur liđsstjóri, en hann hefur stýrt sveit Bolvíkinga til sigurs á Íslandsmóti Skákfélaga ţrjú síđustu árin.
  1. Hugsmiđjan - Sveit Hugsmiđjunnar er eingöngu skipuđ starfsmönnum. Enginn ţeirra er í hópi svokallađra stigamanna. Liđ Hugsmiđjunnar skipa ţeir Margeir Steinar Ingólfsson ráđgjafi, en hann er jafnframt liđsstjóri, Steinn Arnar Jónsson ţróunarstjóri hugbúnađargerđar og Jón Frímannsson. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá sveit Hugsmiđjunnar í mótinu.
  • 7. Verkís - Verkís er međ sveit.
  • 8. Rimaskóli - Rimaskóli er međ sveit í mótinu.
  • 9. RARIK - RARIK er međ sveit í mótinu. Ekki er endanlega komiđ á hreint hvernig hún er skipuđ.
  • 10. SS - SS er einnig međ sveit, sem ađ enn er veriđ ađ vinna í ađ skipa.
  • 11. Fjölnir - Fjölnir verđur međ liđ í mótinu skipađ ungum skákmönnum.
  • 12. Íslandsbanki er ađ safna saman í liđ nr. 2 sem ađ yrđi eingöngu skipađ stigalausum, ekki 100% stađfest.
  • 13. Reykjavíkurborg - veriđ ađ vinna ađ ţví ađ senda inn liđ, en ekki enn 100% stađfest.
  • 14. Ţitt liđ?

Hver vinnur verđlaunin, sjá http://www.firmakeppnin.blog.is/blog/firmakeppnin/entry/1237817/ ?

Stigaţakiđ gerir keppnina um ađalverđlaun mótsins óvenju spennandi. Erfitt er ađ segja fyrir um hvađa tvö liđ fara heim međ flug til Evrópu fram og til baka međ öllum gjöldum inniföldum međ Iceland Express.

Einstaklingsverđlaun, ţessi verđlaun eru mjög vegleg og setja mótiđ ekki langt frá Landsbankahrađskákmótinu. Segja má ađ ţađ sé mót í mótinu.

Hér lítur út fyrir ađ landsliđs- og Hafgćđa mađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson muni nánast geta labbađ strax út međ 100 ţús. kr. GSM síma. Önnur verđlaun í ţessum flokki eru einnig mjög vegleg og ómöglegt ađ segja hver hlýtur ţau. Ţá eru hin ţrjú verđlaunin einnig vegleg og mjög spennandi ađ sjá hverjir hljóta ţau. Héđinn er innan rađa Fjölnis. Ţađ ber ađ taka fram ađ ef ađ hann verđur međ í mótinu, ţá mun hann og sveitin sem ađ hann teflir međ ekki geta unniđ nein verđlaun.

Sama gildir um óvćntustu úrslit mótsins.

Öll liđin eiga möguleika á ađ vinna til verđlauna fyrir liđi sem ađ kemur mest á óvart m.v. fyrirfram styrkleika. Stigalaus liđ hljóta ađ hafa sterka stöđu hér.

Snjallasti liđsstjórinn, hér hlýtur Íslandsbankamađurinn Guđmundur Dađason ađ vera heitur kandidat, enda hokinn reynslu eftir ađ hafa stýrt liđi Bolvíkinga til sigurs ţrjú ár í röđ á Íslandsmóti Skákfélaga. Ţađ getur ţó allt gerst.

Flottasti liđsbúningurinn, hér láta mótshaldarar koma sér á óvart.

 


Skákvakan í Skorradal 2012

SkákvökuMaraţon fór fram ađ Óđali EinarsEsss í Skorradal dagana 4.-5. maí og var ţetta í 8 sinn sem slík hátíđ er ţar haldin. Ađ ţessu sinni voru ţátttakendur 6 talsins auk húsráđanda. Matarveisla og ljúfeng drykkjarföng voru međ í farangrinum svo enginn...

Bragi og Ingvar međ jafntefli í lokaumferđinni

Bragi Ţorfinnsson (2421) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2331) gerđu báđir jafntefli í lokaumferđ bresku deildakeppninnar sem fram fór í dag. Bragi, sem tefldi á fyrsta borđi fyrir Jukes of Kent, gerđi jafntefli viđ alseríska stórmeistarann Aimen Rizouk...

Búdapest: Dagur međ jafntefli í 2. umferđ

Dagur Arngrímsson (2381) gerđi jafntefli viđ ítalska alţjóđlega meistarann Federico Manca (2424) í 2. umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Dagur hefur 1 vinning. Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ austurríska alţjóđlega...

Verkísmótiđ - góđ viđbót viđ skákmótaflóruna!

Ţađ stefnir í óvenju spennandi og skemmtilegt skákmót í Ráđhúsinu á miđvikudaginn kemur kl: 16. Margir stigalausir skákmenn munu ţar tefla sitt jómfrúarskákmót, en ađrir munu taka fram tafliđ eftir áratuga hlé. Ţá mun vakningin í kringum mótiđ leiđa til...

Ćsir og S A 60+ kepptu í Vatnsdal

Hin árlega keppni eldri skákmanna frá SA Akureyri ogvĆsir skákfélagi F E B í Reykjavík fór fram um helgina . Liđin mćttust í Flóđvangi í Vatnsdal um hádegi á laugardag. Keppt var í tveimur riđlum A og B sex í A og fimm í B međ 15 mín umhugsunartíma. Í A...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 7. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu...

Bragi međ sigur í bresku - Ingvar međ jafntefli

Bragi Ţorfinnsson (2421) vann í dag enska FIDE-meistarann Jonathan Rogers (2349) í bresku deildakeppninni. Ingvar Ţór Jóhannesson (2331) gerđi hins vegar jafntefli viđ Samuel Franklin (2298). Klúbbur ţeirra, Jukes of Kent, gerđi í dag jafntefli 4-4 viđ...

Skákţáttur Morgunblađsins: Einvígi ţarf um Íslandsmeistaratitilinn

Bragi Ţorfinnsson og Ţröstur Ţórhallsson munu í nćsta mánuđi heyja fjögurra skáka einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í skák. Sá sem vinnur verđur Íslandsmeistari í fyrsta sinn og öđlast sjálfkrafa rétt á ađ tefla í ólympíuliđi Íslands á Ólympíumótinu í...

Myndir af Landsmótsmeisturum

Landsmótiđ í skólaskák fór fram í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit eins og fram hefur áđur komiđ. Hér eru nokkrar myndir af helstu leikendum mótsins! Jón Kristinn Ţorgeirsson Íslandsmeistari í skólaskák í yngri flokki Skólafélagarnir Dagur Ragnarsson og...

Hannes endađi í 7.-14. sćti í Köben

Hannes Hlífar Stefánsson (2516) endađi í 7.-14. sćti í Copenhagen Chess Challange sem endađi í dag í Kaupamannahöfn. Hannes hlaut 6 vinninga í 9 umferđum. Í fyrri umferđ dagsins vann Hannes finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2335) en í ţeirri...

Sigur á báđa bóga í öđlingakeppni Reykvíkinga og Akureyringa

Í dag lauk öđlingakeppni milli Reykvíkinga og Akureyringa. Eins og í fyrra mćttust keppendur á miđri leiđ ţví keppt var í Fróđvangi í Vatnsdal. Keppt var á 11 borđum bćđi hrađskákir og atskákir. Í gćr fór atskákskeppnin fram og höfđu keppendur 15 mínútur...

Jón Kristinn Íslandsmeistari í skólaskák - Oliver og Dagur efstir í eldri flokki

Jón Kristinn Ţorgeirsson hafđi fáheyrđa yfirburđi í yngri flokki Landsmótsins í skólaskák. Jón Kristinn vann alla ellefu andstćđinga sína! Vignir Vatnar Stefánsson, yngsti keppandinn, varđ annar međ 8 vinninga og Símon Ţórhallsson varđ ţriđji međ 7,5...

Dagur Kjartansson efstur í eldri flokkur - teflir úrslitaskák viđ Oliver

Dagur Kjartansson er efstur í eldri flokki Landsmótsins í skák. Dagur hefur 8 vinninga. Í 2.-3. sćti međ 7,5 vinning eru Dagur Ragnarsson og Oliver Aron Jóhannesson međ 7,5 vinning. Dagur Kjartansson og Oliver mćtast í úrslitaskák og ljóst ađ annar hvor...

Verkísmótiđ góđ ţátttaka, spennandi keppni og einstök verđlaun

Ţađ stefnir í góđa ţátttöku og spennandi viđureignir í Verkísmótinu í skák á miđvikudaginn kemur kl: 16. Međal nýrra liđa eru sveitir Íslandsbanka og Hafgćđi sf., en ţar fer landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson fyrir sínum mönnum. Međal annarra...

Búdapest: Dagur međ jafntefli í fyrstu umferđ

Í gćr hófst First Saturday-mótiđ í Búdapest. Alţjóđlegi meistarinn, Dagur Arngrímsson (2381) teflir ţar í SM-flokki. Í fyrstu umferđ gerđi hann jafntefli viđ ungverska alţjóđlega meistarann David Horvath (2420). Frídagur er í dag. Á morgun teflir hann...

Jón Kristinn hefur tryggt sér sigur í yngri flokki - Dagur R. efstur í ţeim eldri

Jón Kristinn Ţorgeirsson hefur tryggt sér sigur í yngri flokksins Landsmótsins í skólaskák en níundu umferđ er nýlokiđ. Jón Kristin vann Vigni Vatnar og hefur 2,5 vinnings forskot á Símon Ţórhallsson og Hilmi Frey Heimisson sem eru í 2.-3. sćti. Spennan...

Ingvar međ jafntefli viđ Baburin - Bragi tapađi fyrir Howell

Ingvar Ţór Jóhannesson (2331) gerđi jafntefli viđ írska stórmeistarann Alexander Baburin (2535) í bresku deildakeppninni í dag. Bragi Ţorfinnsson (2421) tapađi hins vegar fyrir enska stórmeistaranum David Howell (2614). Klúbbur ţeirra félaga, Jukes of...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.9.): 14
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 138
  • Frá upphafi: 8780380

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband