Leita í fréttum mbl.is

Örn Leó sigrađi á hrađkvöldi

Örn LeóÖrn Leó Jóhannsson sigrađi á hrađkvöldi sem fram fór 12. nóvember sl. Örn Leó fékk 6 vinninga í sjö skákum og tapađi ekki skák en gerđi tvö jafntefli viđ Pál Andrason og Elsu Maríu. Annar varđ Dagur Ragnarsson međ 5 vinninga og jöfn í 3.-4. sćti međ 4˝ vinning voru Páll Andrason og Elsa María Kristínardóttir. Örn Leó dró svo Kristján Inga í happdrćttinu en báđir fá ţeir í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran.

Nćsta skákkvöld í Hellisheimilinu verđur nćstkomandi mánudagskvöld 19. nóvember kl. 20. Ţá verđur einnig hrađkvöld.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ   Nafn                         Vinningar M-Buch. Buch. Progr.

  1   Örn Leó Jóhannsson,              6       21.0  29.5   24.0
  2   Dagur  Ragnarsson,               5       20.5  28.5   21.0
 3-4  Páll Andrason,                   4.5     21.5  31.0   21.5
      Elsa María Kristínardóttir,      4.5     19.5  26.0   18.5
5-10  Vigfús Ó. Vigfússon,             4       21.0  29.5   16.0
      Jon Olav Fivelstad,              4       20.0  28.0   20.0
      Gauti Páll Jónsson,              4       18.5  24.0   15.0
      Jón Úlfljótsson,                 4       18.0  24.5   15.0
      Gunnar Nikulásson,               4       17.0  23.5   12.0
      Hermann Ragnarsson,              4       16.5  24.0   16.0
 11   Kristján Ingi Mikaelsson,        3.5     14.5  19.0   13.0
 12   Andri Steinn Hilmarsson,         3       17.0  22.0   10.0
 13   Bjarni Guđmundsson,              2.5     18.5  25.0   11.0
 14   Björgvin Kristbergsson,          2       14.5  19.0    6.0
 15   Erik Daniel Jóhannesson,         1       16.0  22.0    5.0

Teflt til heiđurs Birgi Sigurđssyni í dag

Birgir SigurđssonÁ nćsta ţriđjudag tefla Ásar í anda Birgis og honum til heiđurs. Birgir er búinn ađ starfa í áratugi fyrir skákhreyfinguna, hann varđ ungur meistaraflokksmađur í skák og tefldi á mótum m.a. á Skákţingi Norđurlanda međ góđum árangri.

Síđan prentađi hann og gaf út skáktíamarit um árabil ásamt Jóhanni Ţóri Jónssyni heitnum.

Síđustu tólf ár hefur Birgir veriđ formađur skákfélags  F E B í Reikjavík.

Birgir er mikill öđlingur og hefur stjórnađ skákmótum međ sinni alkunnu hógvćrđ og kurteisi.

Mótiđ á ţriđjudaginn heitir Birgismótiđ.

Mótstađđur er Stangarhylur 4

Tefldar verđa níu umferđir međ 10 mín. umhugsunartíma

Mótiđ byrjar kl 13.00

Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir.

 


Vignir teflir nćr eingöngu viđ Rússa!

Vignir Vatnar ađ teflaVignir Vatnar Stefánsson (1595) tapađi í 6. umferđ HM ungmenna, 10 ára og yngri, fyrir Rússanum Vitaly Gurevich (1860). Vignir hefur 3˝ vinning og er í 48.-81. sćti. Frídagur er á morgun en á miđvikudag mćtir Vignir enn einum Rússanum, ţeim fjórđa í röđ en sá hefur 1769 skákstig.

Alls taka 192 skákmenn ţátt í flokki Vignis og er Vignir nr. 91 í stigaröđ keppenda. Honum til ađstođar er Helgi Ólafsson.

 

 


Dagur međ sjötta jafntefliđ í röđ í Búdapest

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) gerđi sitt sjötta jafntefli í röđ í 12. umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Andstćđingurinn var rússneski FIDE-meistarinn Ernest Kharous (2367). Dagur hefur 4,5 vinninga eftir 11 skákir og er í...

15 mínútna mót Gođans-Máta fer fram á föstudagskvöld

Hiđ árlega 15 15 mínútna skákmót Gođans-Máta verđur haldiđ á Húsavík föstudagskvöldiđ 16. nóvember nk. og hefst ţađ kl 20:00, ađ ţví gefnu ađ veđur verđi sćmilegt. Teflt er í Framsýnarsalnum ađ Garđarsbraut 26. Tefldar verđa skákir međ 15 mínútna...

Vignir Vatnar vann Rússa í fimmtu umferđ

Vignir Vatnar Stefánsson (1595) hefur gengiđ vel ađ eiga viđ rússneska skákmenn á HM ungmenn sem nú fer fram í Maribor í Slóveníu. Í fimmtu umferđ, sem fram fór fyrr í dag, vann hann Ivan Kharitonov (1773). Í dag verđur tvöfaldur dagur og í síđari umferđ...

Atskákmót Íslands 2012 - Minningarmót um Sturlu Pétursson verđur haldiđ um nćstu helgi

Atskákmót Íslands 2012 - Minningarmót um Sturlu Pétursson Verđur haldiđ daganna 16.-18. nóvember n.k Mótiđ verđur í senn minningarmót um Sturlu Pétursson skákmeistara. Stađsetning Hlađan Gufunesbć Gufunesvegi 112 Reykjavík (sjá á korti)...

Gallerý Skák: Skákgeggjarar - Sigfúsar Jónssonar minnst

Eins og svo oft og endranćr lagđi hópur skuggalegra skákţyrsta garpa leiđ sína í Gallerý Skák á sl. fimmtudagskvöld til ađ berjast ţar drengilega á banaspjótum á hvítum reitum og svörtum. Samt á tiltölulega vinalegum nótum ađ ţessu sinni í tilefni af...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 12. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun...

Sigurđur A sigrađi á stundarfjórđungsmóti

Í dag fór fram skákmót í húsakynnum Skákfélags Akureyrar Umhugsunartími á hverja skák var 15 mínútur á mann. 9 keppendur voru skráđir til leiks og var keppnin bćđi jöfn og spennandi. Lokastađan varđ sú ađ Sigurđur Arnarson sigrađi međ 7 vinninga af 8...

Dagur međ tvö jafntefli í dag viđ stórmeistara

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2368) gerđi jafntefli í báđum skákum dagsins í First Saturday-mótinu viđ ungverska stórmeistara. Ţetta voru ţeir Zoltan Varga (2456) og Krisztian Szabo (2541). Í gćr gerđi hann jafntefli viđ indverska...

Vignir Vatnar vann í fjórđu umferđ

Vignir Vatnar Stefánsson vann rússneska skákmanninn Anton Sidorov (1843) í 4. umferđ HM ungmenna sem fram fór í dag. Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir hann viđ annan Rússa, Ivan Kharitonov (1773). Vignir hefur 2,5 vinning og er í 44.-74. sćti....

Skákţáttur Morgunblađsins: Lenka Íslandsmeistari kvenna 2012

Lenka Ptacnikova er Íslandsmeistari kvenna 2012 eftir spennandi Íslandsţing sem lauk á miđvikudaginn. Hún er fremst íslenskra skákkvenna en ţćr sem nćstar koma eru sífellt ađ bćta sig. Helsti keppinautur hennar ađ ţessu sinni, Tinna Kristín...

Oliver og Jón Kristinn Íslandsmeistarar

Oliver Aron Jóhannesson varđ í dag Íslandsmeistari drengja og telpna, ţađ er 15 ára og yngri. Oliver hlaut 8 vinninga og varđ vinningi fyrir ofan nćstu menn, Jón Kristin Ţorgeirsson og Hilmi Frey Heimisson. Ţeir félagar urđu efstir og jafnir flokki pilta...

Teflt til heiđurs Birgi Sigurđsyni

Á nćsta ţriđjudag tefla Ásar í anda Birgis og honum til heiđurs. Birgir er búinn ađ starfa í áratugi fyrir skákhreyfinguna, hann varđ ungur meistaraflokksmađur í skák og tefldi á mótum m.a. á Skákţingi Norđurlanda međ góđum árangri. Síđan prentađi hann...

Oliver Aron og Nansý unnu TORG- skákmótiđ annađ áriđ í röđ

Skákdeild Fjölnis hélt glćsilegt og fjölmennt TORG-skákmót laugardaginn 10. nóvember. Mótiđ fór fram viđ hinar bestu ađstćđur í félagsmiđstöđinni Fjörgyn í Foldaskóla. Ţetta er í 9. sinn sem Fjölnismenn standa fyrir ţessu vinsćla skákmóti, alltaf í...

Hjörvar öruggur sigurvegari á Unglingameistaramóti Íslands

Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann öruggan sigur á Unglingameistaramóti Íslands sem lauk í gćr. Hjörvar vann alla andstćđinga sína sjö ađ tölu. Mikael Jóhann Karlsson (1960) varđ annar međ 5,5 vinning og Dagur Kjartansson (1623) varđ ţriđji međ 4,5...

Oliver Aron efstur

Yfir 50 keppendur taka nú ţátt á Íslandsmótinu 15ára og yngri. Nćr allir sterkustu skákmenn landsins í ţessum aldursflokki eru mćttir til leiks og mikilvćgar skákir í hverri umferđ. Oddný Sturludóttir formađur skóla- og frístundaráđs Reykjavíkur lék...

Unglingameistaramót Íslands hefst aftur núna kl. 17 - beinar útsendingar

Síđustu fjórar umferđirnar á Unglingameistaramóti Íslands hefjast kl. 17 Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum beint á netinu. Chess-Results Myndaalbúm (OS) Bein útsending frá 1. umferđ Bein útsending frá 2. umferđ Bein útsendind frá 3. umferđ Bein útsendind...

Íslandsmót 15 ára og yngri hefst í dag

Skákţing Íslands 2012 - drengja-og telpnameistaramót (15 ára og yngri) Skákţing Íslands 2012 - pilta-og stúlknameistaramót (13 ára og yngri) Keppni á Skákţingi Íslands 2012 - 15 ára og yngri (fćdd 1997 og síđar) og 13 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar)...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.8.): 7
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 246
  • Frá upphafi: 8779492

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband