Leita í fréttum mbl.is

NM stúlkur 2013 - pistill annarar umferđar

A-flokkur

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Erle Andrea Marki Hansen, Noregi ˝-˝

Hrund Hauksdóttir - Caroline Lindberg Hansen, Svíţjóđ ˝-˝

 

B-flokkur

Rina Weinman, Svíţjóđ - Veronika Steinunn Magnúsdóttir  1-0

Brandy Paltzer, Svíţjóđ - Sóley Lind Pálsdóttir ˝-˝

 

C-flokkur

Nansý Davíđsdóttir - Saida Mamadova, Svíţjóđ 1-0

Svandís Rós Ríkharđsdóttir - Charlotte Helsen Neerdal, Danmörku ˝-˝

 

Mun betra gengi í dag en í gćr.  Stelpurnar fengu 3 vinninga af 6 en miđađ viđ stöđurnar hefđum viđ átt ađ geta fengiđ 4 til 4,5 vinninga.  Ţetta er ţó allt á réttri leiđ og vonandi uppskerum viđ enn betur.

 

Gunnar Finnlaugsson

Viđ fengum fína heimsókn í dag, en auk Davíđs pabba Nansýar og Margrétar mömmu Sóleyar mćtti hinn gamlakunni skákmađur, Gunnar Finnlaugsson á svćđiđ.  Alltaf gaman ađ hitta kappann.

 

Í A-flokki fékk Jóhanna mjög vćnlega stöđu gegn norsku stúlkunni međ langa nafniđ sem hún hefur oft teflt spennandi skákir viđ.  Jóhanna fann hins vegar ekki réttu leiđina (gegnumbrot međ c5) og andstćđingurinn náđi mótspili sem dugđi til jafnteflis.  Byrjanaval Jóhönnu hefur veriđ til fyrirmyndar á mótinu og á hún ć betur međ ađ lesa andstćđingana, auk ţess sem almenn byrjanaţekking hennar hefur batnađ mikiđ.  Hrund telfid langa og stranga skák viđ hina sćnsku Karólínu.  Allt annađ ađ sjá til Hrundar í dag sem snéri á andstćđinginn í miđtaflinu og fékk gjörunna stöđu.  Hún gleymdi sér afar illa í endataflinu og lék af sér heilum hrók afar slysalega.  Stađa hennar var hins vegar svo góđ ađ hún hélt auđveldlega jafntefli ţrátt fyrir hróksmissinn.

 

Úrslitin í B-flokki voru okkur ekki hagstćđ í dag.  Andstćđingur Veroniku, hin sćnska Rina, tefldi byrjunina ónákvćmt sem ruglađi Veroniku í rímínu.  Í stađ ţess ađ fá fínustu stöđu, ţá hélt Veronika áfram ađ leika teoríuleikjunum miđađ viđ venjulega teoríu.  Ţetta leiddi til ţess ađ andstćđingurinn hafđi allt í einu sparađ mikinn tíma og skiptamunstap varđ ekki umflúiđ.  Ţrátt fyrir góđa baráttu tapađist skákin.  Veronika er stađráđin í ađ rétta sinn hlut í dag.  Sóley tefldi afar vel í dag gegn sćnsku stúlkunni Brandy og fékk mjög vćnlega stöđu.  Hún missti hins vegar af réttu leiđinni í mátsókn og andstćđingurinn slapp međ jafntefli.  Sóley hefur veriđ ađ tefla vel og á mikiđ inni.

 

Nansý

Í C-flokki tefldi Nansý viđ sćnsku stúlkuna Saidu  sem varđ á ađ tapa tempói í miđtaflinu og meira ţurfti Nansý ekki og klárađi skákina međ snaggaralegri mátsókn.  Flott skák hjá Nansý.  Svandís tefldi fína skák viđ Charlotte frá Danmörku.  Hvorug gaf nokkurt fćri á sér niđurstađan ţví jafntefli.  Ţađ eru ţví ákveđin tímamót hjá Svandísi ađ vera komin á blađ á Norđurlandamóti ţannig ađ nú getur hún einbeitt sér ađ ţví ađ fjölga vinningunum.

 

Ţriđja umferđ er tefld núna klukkan 14 ađ íslenskum tíma.  Jóhanna, Hrund og Nansý eru í beinni útsendingu.

 

Skákir ţriđju umferđar:

 

A-flokkur

Jessica Bengtson, Svíţjóđ - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir

Thea Nicolajsen, Danmörk - Hrund Hauksdóttir

 

B-flokkur

Sóley Lind Pálsdóttir - Louise Westin, Svíţjóđ

Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Brandy Paltzer, Svíţjóđ

 

C-flokkur

Ellen Fredericia, Danmörk - Nansý Davíđsdóttir

Polina Legkiy, Svíţjóđ - Svandís Rós Ríkharđsdóttir 

 

Beinar útsendingar:

http://www.limhamnssk.se/live/ (flash)

http://www.limhamnssk.se/live/jslive.php 

 

Myndir:

http://www.flickr.com/photos/limhamnssk/sets/72157633191277159/

 

Úrslit og röđun:

A flokkur

B flokkur

C flokkur

 

Davíđ Ólafsson


Allt á fullu hjá Taflfélagi Reykjavíkur

Ţórir Benediktsson hefur skrifađ pistil um ţađ sem er í gangi hjá félaginu um ţessar mundir. Í pistlinum segir međal annars:

Nú ţegar líđur ađ lokum skákvertíđarinnar er lokaspretturinn í fullum gangi hjá Taflfélagi Reykjavíkur og er alls ekki úr vegi ađ líta á ţađ helsta sem er ađ gerast hjá elsta og stćrsta skákfélagi landsins.  

Pistilinn má nálgast í heild sinni á heimasíđu TR.


Hannes efstur á Skákţingi Norđlendinga

2013 04 19 20.07.07Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2513) er efstur međ fullt hús ađ loknum fjórum fyrstu umferđum Skákţings Norđlendinga sem fram fóru í kvöld á Sauđárkróki. Fjórir skákmenn hafa 3 vinninga en ţađ eru ţeir Ţorvarđur F. Ólafsson (2237), Sverrir Örn Björnsson (2135), Rúnar Sigurpálsson (2240) og Stefán Bergsson (2139).

Í kvöld voru tefldar atskákir en á morgun verđa tefldar umferđir 5 og 6. Ţá verđa tefldar kappskákir. Í upphafi umferđar var Haraldur Hermannsson heiđrađur en hann verđur nírćđur á mánudaginn.


NM stúlkur 2013 - Pistill fyrstu umferđar

A-flokkur Thea Nicolajsen, Danmörk - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 0-1 Jessica Bengtson, Svíţjóđ - Hrund Hauksdóttir 1-0 B-flokkur Veronika Steinunn Magnúsdóttir - Annie Nylen, Svíţjóđ ˝-˝ Sóley Lind Pálsdóttir - Ellen Kakulidis, Danmörk 0-1 C-flokkur...

Pistill: Skákheimsókn á Sauđárkrók - árangursríkt starf á Króknum

Segja má ađ opinberri skákheimsókn Skáksambandsins, Skákakademíunnar og Skákskólans á Norđurland vestra hafi lokiđ í dag ţegar viđ Stefán Bergsson heimsóttum Árskóla á Sauđárkróki. Og ţó, ţví í kvöld hófst Skákţing Norđlendinga ţar sem ég er dómari en...

Hlynur Snćr og Ari Rúnar skólaskákmeistarar Ţingeyjarsýslu

Hlynur Snćr Viđarsson og Ari Rúnar Gunnarsson unnu sigur á Ţingeyjarsýslumótinu í skólaskák sem haldiđ var í Litlulaugaskóla í gćr. Hlynur vann öruggan sigur í eldri flokki međ 4 vinningum af 4 mögulegum. Bjarni Jón Kristjánsson varđ í öđru sćti međ 2...

NM stúlkna 2013 - Jóhanna, Hrund og Svandís í beinni

Fyrsta umferđ NM stúlkna er nú hafin. Skákir Jóhönnu, Hrundar og Svandísar eru í beinni útsendingu. A-flokkur Thea Nicolajsen, Danmörk - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir Jessica Bengtson, Svíţjóđ - Hrund Hauksdóttir B-flokkur Veronika Steinunn Magnúsdóttir -...

Skákkennsla í Grunnskóla Vesturbyggđar

Kennd var skák í Grunnskólanum á Patreksfirđi í dag og var ţađ fyrrverandi Íslandsmeistari kvenna Ingibjörg Edda Birgisdóttir sem kenndi áhugasömum nemendum. Mjög góđ mćting var í kennsluna, sem var aldursskipt, og margir efnilegir nemendur létu ljós...

Norđurlandamót stúlkna hefst í dag

Norđurlandamót stúlkna 2013 hefst í kvöld í Limhamn Folkets Hus, Malmö, Svíţjóđ. Íslensku keppendurnir á mótinu eru: A-flokkur Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 1896 Hrund Hauksdóttir, 1686 B-flokkur Veronika Steinunn Magnúsdóttir, 1577 Sóley Lind Pálsdóttir,...

Skráning á skákmót Árnamessu heldur áfram í dag á netinu - fjör fćrđist í skráninguna í gćr

Hún tók vel viđ sér skráningin á Skákmót Árnamessu í gćr fimmtudag og nú ţegar er ljóst ađ stór hópur ungra og efnilegra skákmanna, drengja og stúlkna, mun taka ţátt í ţessu skákćvintýri sem hefst stundvíslega í grunnskólanum í Stykkishólmi á morgun kl....

Skákţing Norđlendinga hefst í kvöld - Hannes og Sveinbjörn međal keppenda

Skákţing Norđlendinga verđur haldiđ á Sauđárkróki helgina 19.-21. apríl n.k. Samkvćmt venju verđa tefldar 7 umferđir. Fjórar atskákir međ 25 mín. umhugsunartíma á föstudagskvöldi. Tvćr umferđir međ umhugsunartímanum 90 mín + 30 sek á leik og lokaumferđin...

Pistill: Stórgóđ skákheimsókn á Blönduós - upphafsstađ Skáksambandsins

Skákheimsóknin á Norđurlandi vestra hélt áfram í dag ţegar skákbćrinn Blönduós, ţar sem Skáksambandiđ var stofnađ 23. júní 1925, var heimsóttur. Viđ Stefán Bergsson hófum heimsóknina í Blönduskóla ţar sem Berglind Björnsdóttir ađstođarskólastjóri tók á...

Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur

Skólaskákmót Kópavogs í sveitakeppni fyrir grunnskólanemendur verđur haldiđ sunnudaginn 28. apríl nk. í Álfhólsskóla (Hjallamegin). Keppt er í fjórum flokkum: Kl. 11.00- 13.30 5 umferđir og 2x5 mín umhugsunartími 1. flokkur 1.-2. bekkur 2. flokkur 3.-4....

Lundarskóli Akureyrarmeistari grunnskólasveita

Ţriđjudaginn 16. apríl sl. var háđ sveitakeppni grunnskóla á Akureyri. Ađ ţessu sinni sendu ţrír skóla sveitir til keppni. Viđstaddir varamenn og áhugamenn úr öđrum skólum skipuđu svo fjórđu sveitina sem fékk ţađ virđulega nafn "Samsafn", en skákir...

Gallerý Skák - Gunni Gunn bar sigur úr bítum

Skákkvöldum vetrarins fer fćkkandi enda sumardagurinn fyrsti á nćsta leiti. Í síđustu viku var fjölskrúđugur hópur ástríđuskákmanna mćttur til tafls í Bolholtinu ţar sem öllum er frjálst ađ koma viđ til spreyta sig og sjá ađra kl. 18 á fimmtudögum. Engan...

Flugfélagi Íslands og Ístaki ţökkuđ liđveisla viđ útgáfu fyrsta grćnlenska skákkversins

Ţađ var skemmtileg stund á Reykjavíkurflugvelli í morgun ţegar Siguringi Sigurjónsson afhenti framkvćmdastjórum Ístaks hf. og Flugfélags Íslands eintak af fyrsta skákkverinu, sem út hefur komiđ á grćnlensku. Siguringi stóđ ađ útgáfunni, međ stuđningi...

Ţorvarđur efstur á öđlingamóti

Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2225) er efstur á Skákmóti öđlinga ađ lokinni fimmtu umferđ sem fram fór í gćrkveldi en ţá vann hann Hrafn Loftsson (2204). Sćvar Bjarnason (2132) er annar međ 4 vinninga en hann gerđi jafntefli viđ Sigurđ Dađa Sigfússon...

Vor í lofti á Selfossi - Björgvin sigurvegari Vormótsins

Ţegar fćkka tekur á skákćfingum hjá SSON liggur fyrir ađ voriđ er komiđ og sumariđ bankar á dyrnar, eigi ađ síđur mćttu 5 höfđingjar til skákiđkunar í gćrkvöldi og tefldu 7 mínútna skákir, tvöfalda umferđ. Björgvin Smári og Magnús áttu ágćtis spretti, ađ...

Hrađskákmót Víkings fer fram í kvöld

Hrađskákmót Víkings verđur haldiđ 18. apríl (fimmtudagur) kl 20.00 í Víkinni. Tefldar verđa 11. umferđir međ 5. mínútna umhugsunartíma. Allir skákmenn velkomnir og ţátttaka er ókeypis. Bođiđ verđur upp á léttar veitingar. Víkingaklúbburinn er núna ađ...

Pistill: Gríđarlega góđ heimsókn á Skagaströnd

Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og Stefán Bergsson, framkvćmdastjóri Skákakademíunnar eru nú í heimsókn á Norđvesturlandi. Gunnar hefur skrifađ stuttan pistil um fyrstu tvo daga heimsóknarinnar sem er samstarfsverkefni Skáksambandsins,...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8779107

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband