Leita í fréttum mbl.is

Hrađskákmót öđlinga fer fram í kvöld

Hrađskákmót öđlinga fer fram á morgun 8. maí kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Mótiđ er opiđ fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1972 og síđar). Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Í lok mótsins fer fram verđlaunaafhending fyrir Hrađskákmótiđ sem og Skákmót öđlinga sem lauk s.l. miđvikudagskvöld. Ţátttökugjald er kr. 500 og er í ţví innifaliđ kaffi og góđgćti. Skákmenn 40+ eru hvattir til ađ fjölmenna!    


Sumarskákmót Fjölnis hefst kl. 17

Sumarskákmót Fjölnis 2012Skákdeild Fjölnis lýkur starfsárinu međ árlegu sumarskákmóti sem öllum áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt ađ taka ţátt í.

Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla. Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur ţrjá eignarbikara fyrir sigur í ţremur flokkum, eldri, yngri og stúlknaflokki.

Ţátttaka er ókeypis. Pítsa og gos kostar 300 kr í skákhléi. Sumarskákmót Fjölnis 2012Vegleg verđlaun, mörg verđlaun og bođiđ upp á skemmtilegt skákmót sem lokiđ er á tveimur tímum.

Foreldrum velkomiđ ađ fylgjast međ og ţiggja kaffisopa. Endum skákáriđ međ skemmtilegu skákmóti og mćtum tímanlega. Skráning á stađnum.

Tefldar sex umferđir. Umhugsunartími er sjö mínútur. Skákstjórar verđa ţeir Helgi Árnason og Stefán Bergsson.

 


Norway Chess: Úrslit hrađskákar og pörun fyrstu umferđar

Ţađ var mikiđ um dýrđir í Stavangri í dag ţegar teflt var um töfluröđina í Ofurmótinu sem hefst á Karjakin_220px-150x150morgun. Keppendur tefldu 9.umferđir, allir viđ alla og lýsti Simen Agdestein, einn af skástu skákmönnum í sögu Noregs, atganginum í beinni útsendingu ásamt manninum međ langa nafniđ sem bar gćfu til ţess ađ bomba bókasamningi á Helga okkar Ólafs.

Skipuleggjendur mótsins kćttust örugglega mjög ţegar draumapörun leit dagsins ljós í fyrstu umferđ. Áskorandinn Carlsen mćtti heimsmeistaranum Anand (trommusóló). Ţeir sömdu fljótlega jafntefli eftir hörmulega leiđinlega skák (stemming fjarar). Carlsen fylgdi ţví svo eftir međ ţví skíttapa fyrir Radjabov og landi hans, Jón Lúđvík Hammer, sem svo sannarlega er kominn út í djúpu laugina á ţessu móti, gerđi samviskusamlega uppá bak í fyrstu umferđum mótsins. Allt stefndi í norska tragedíu af bestu gerđ. 

Carlsen er hinsvegar ekki verđandi heimsmeistari fyrir ekki neitt. Hann girti sig rćkilega í brók og hóf ađ vega mann og annan. Ţau undur og stórmerki áttu sér svo stađ ađ Jón Lúđvík lagđi sjálfan Anand međ svörtu  mönnum og allt í einu var harmleikurinn orđinn af "en pur norsk jubileum". 

Á međan Norsarnir voru i sviđsljósinu hjá Simen ţá virtist Radjabov vera ađ lćđast á brott međ sigurinn en allt í einu lenti hann á vegg og Pétur Svidler tók forystuna. Hann leiddi mótiđ fyrir síđustu umferđ og mćtti ţá engum öđrum en Magnusi Carlsen. Sú skák var eins og allar MC skákir síđustu ára. Pilturinn fékk ekkert út úr byrjuninni, sama og ekkert út úr miđtaflinu. Svo úđađi hann einhverjum peđum fram, nokkrir hróksleikir, smá peđ í viđbót og Svidler gafst upp. Simen ćrđist innra međ sér af fögnuđi og var í óđa önn ađ reikna út hvort ađ Carlsen ynni mótiđ ekki örugglega á stigum  ţegar Karjakin náđi allt í einu ađ vinna sína skák og skjótast fram úr öllum.

Lokastađan varđ ţessi:

1. Karjakin - 6,5

2. Carlsen - 6 (vann alla á stigum, kemur engum á óvart)

3. Anand - 6

4. Nakamura - 6

5. Svidler - 5,5

6. Radjabov - 5

7. Hammer - 3,5 

8. Wang - 3

9. Aronian - 2,5

10. Topalov - 1

Athygli vekur fráleit frammistađa Topalovs og slakur árangur Aronians sem er óumdeilanlega einn sterkasti hrađskáksmađur heims.

 Reglur mótsins eru ţannig ađ sá sem vann hrađskáksmótiđ mátti velja sér stađ í töfluröđinni. Karjakin var fyrstur og valdi sér númeriđ fimm! "HA?" spyrja menn sig eflaust ţví ég held ađ ansi margir hefđu valiđ nr.1 sem ađ tryggir viđkomandi hvítt í tveimur fyrstu umferđunum. Greinilega einhver ţaulhugsuđ rússnesk brella. Magnus kom nćstur og valdi ađ sjálfsögđu nr.1 og svo koll af kolli. Síđastur til ađ velja sér númer var Topalov. Ţađ var fátt um fína drćtti í töfluröđinni, ađeins nr.10 og hvađ ţýddi ţađ? Jú, auđvitađ svart á Carlsen í fyrstu umferđ. 

Eins og gefur ađ skilja völdu allir ţeir sem voru í fimm efstu sćtunum sér stöđu 1-5 í töfluröđinni og tryggđu sér ţannig einu sinni oftar hvítt í mótinu. 

Pörun fyrstu umferđar er eftirfarandi:

1. Carlsen - Topalov

2. Anand - Aronian

3. Nakamura - Wang

4. Svidler - Hammer

5. Karjakin - Radjabov

Linkur međ beinni útsendingu verđur birtur á skak.is ţegar hann liggur fyrir.

 

 


EM: Pörun fjórđu umferđar

Ţá liggur fyrir pörun fjórđu umferđar á Evrópumótinu í Legnica. Okkar menn fá loksins stund milli stríđa ţví ađ báđir andstćđingarnir eru undir 2600 skákstigum í ţetta skiptiđ! Guđmundur Kjartansson er međ svart gegn georgíska stórmeistaranum Merab...

EM: Guđmundur lagđi Nyzhnyk í 3.umferđ

Guđmundur Kjartansson var rétt í ţessu ađ leggja stórmeistarann Illya Nyzhnyk ađ velli í afar vel tefldri skák í 3.umferđ Evrópumótsins í Legnica. Dagur Arngrímsson varđ ađ lúta í gras gegn hvítrússneska stórmeistaranum Andrey Zhigalko. Báđir mega ţó vel...

Hrađskákmót öđlinga fer fram á morgun

Hrađskákmót öđlinga fer fram á morgun 8. maí kl. 19.30 í félagsheimili T.R. ađ Faxafeni 12. Mótiđ er opiđ fyrir alla 40 ára og eldri (f. 1972 og síđar).Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Í lok mótsins fer fram verđlaunaafhending fyrir...

Vormót Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands í Stúkunni á föstudag

Vormót Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands fer fram nćsta föstudag í Stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl 14.30. Tefldar verđa sjö umferđir og er tímafyrirkomulagiđ 5 3 Bronstein. Međ mótinu lýkur vorönn en undanfarin misseri hefur Helgi Ólafsson...

EM: Bein útsending frá 3.umferđ

Ţá eru skákir ţriđju umferđar á EM farnar af stađ. Vopnabrćđurnir Dagur og Guđmundur glíma viđ afar sterka stórmeistara í dag og ţví er rétt ađ íslenskir skákáhugamenn sendi ţeim félögum góđa strauma. Hćgt er ađ fylgjast međ skákunum í beinni hér....

Ofurmótiđ í Noregi hefst í dag

Sterkasta skákmót í sögu Noregs (og mögulega Norđurlandanna) hefst í Stavangri í dag. Ţátttakendur eru 10 talsins: - Magnus Carlsen (2868) - Levon Aronian (2813) - Veselin Topalov (2793) - Vishy Anand (2783) - Hikaru Nakamura (2775) - Peter Svidler...

Magnús er brjálađur!

Sú ákvörđun FIDE, alţjóđa skáksambandsins, ađ skrifa undir samning viđ indverska framtaksmenn um skipulagningu heimsmeistaraeinvígisins milli Carlsens og Anand í Chennai í Indlandi, hefur vakiđ hörđ viđbrögđ víđa. Forseti norska skáksambandins hefur...

Skákhátíđ á Ströndum 21.-23. júní: Ţrír stórmeistarar skráđir til leiks á Afmćlismót Jóhanns Hjartarsonar

Skákhátíđ á Ströndum verđur haldin dagana 21. til 23. júní og sem fyrr verđur bođiđ upp á fjölda skemmtilegra viđburđa fyrir áhugamenn úr öllum áttum. Ţetta er sjötta skákhátíđin á Ströndum, sem hefur unniđ sér sess sem fastur liđur í skákdagatalinu. Ađ...

EM: Pörun 3.umferđar

Ţá liggur pörun ţriđju umferđar fyrir á Evrópumótinu. Dagur Arngrímsson, sem byrjađ hefur mótiđ afar vel, stýrir svörtu mönnunum gegn hvítrússneska stórmeistaranum Andrey Zhigalko (2603). Bróđir hans er ofurstórmeistarinn Sergey Zhigalko (2660) og ţví má...

EM: 2.umferđ í gangi

Önnur umferđ Evrópumóts einstaklinga í Legnica í Póllandi fer fram í dag. Ţegar ţessi orđ eru skrifuđ hefur alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2446) mátt lúta í gras gegn sterkum rússneskum stórmeistara A.Rakhmanov (2616). Guđmundur lenti í...

Sumarskákmót Fjölnis hefst kl. 17.00 á miđvikudaginn

Skákdeild Fjölnis lýkur starfsárinu međ árlegu sumarskákmóti sem öllum áhugasömum skákkrökkum á grunnskólaaldri er heimilt ađ taka ţátt í. Teflt verđur í hátíđarsal Rimaskóla. Rótarýklúbbur Grafarvogs gefur ţrjá eignarbikara fyrir sigur í ţremur flokkum,...

Gallerý Skák - lokamótiđ: Friđgeir Hólm fór međ sigur af hólmi

Ţađ var vel mćtt og góđmennt í Gallerý Skák - hugverkasmiđju - sl. fimmtudag ţegar ţar var att kappi í ţrítugasta og síđasta sinn á ţessari skáktíđ og keppendur iđkuđu eins konar „hugrćna atferlismeđferđ" međ ţađ ađ markmiđi ađ máta hvern annan í...

11.tölublađ af Fréttabréfi Skáksambandsins komiđ út

Nýtt fréttabréf Skáksambands kom út í dag en bréfiđ kemur út tvisvar í mánuđi yfir vetrarmánuđina og er senti tölvupósti til viđtakenda. Áskrifendur eru í dag um 600 talsins. Hćgt er ađ skrá sig í áskrift hér á Skák.is (ofarlega til vinstri). Međal efnis...

Breska deildakeppnin: Bragi í beinni í áfangaskák - dugar jafntefli

Bragi Ţorfinnsson (2478) verđur í beinni útsendingu frá bresku deildakeppninni í dag en umferđin hefst kl. 10. Bragi, sem teflir fyrir klúbbinn Jutes of Kent, ţarf ađ gera jafntefli til ađ krćkja sér í sinn fyrsta áfanga ađ stórmeistaratitli. Bragi mćtir...

Hrađkvöld hjá Helli í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 6. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ...

EM einstaklinga: Frábćr byrjun hjá Degi og Guđmundi

Alţjóđlegu meistararnir Guđmundur Kjartansson (2446) og Dagur Arngrímsson (2390) byrja sérdeilis vel á EM einstaklinga sem hófst í Legnica í Póllandi í dag. Guđmundur vann úkraínska stórmeistarann Sergey Fedorchuk (2660) en Dagur lagđi króatíska...

Skákţáttur Morgunblađsins: Nansý Norđurlandameistari - Jóhanna fékk silfurverđlaun

Íslensku keppendurnir sem tóku ţátt í Norđurlandamóti stúlkna sem fram fór í Svíţjóđ um síđustu helgi stóđu sig vel. Nansý Davíđsdóttir varđ Norđurlandameistari í aldursflokki C sem var skipađur keppendum 12 ára og yngri og Jóhann Björg Jóhannsdóttir...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 24
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 8779148

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband