Leita í fréttum mbl.is

Nýtt fréttabréf SÍ

Nýtt fréttabréf Skáksambands Íslands kom út í dag en bréfiđ kemur út einu sinni á mánuđi yfir sumariđ. Bréfiđ er sent í tölvupósti til viđtakenda. Hćgt er ađ skrá sig fyrir fréttabréfinu hér á Skák.is (ofarlega til vinstri).

Međal efnis er:

  • Hannes Hlífar Íslandsmeistari í tólfta sinn
  • Lenka Íslandsmeistari kvenna
  • Björn međ stórmeistaraáfanga
  • Arnar Íslandsmeistari í atskák
  • Björn og Vignir fengu stigaverđlaun
  • Skákhátíđ á Ströndum, 21.-23. júní
  • Verkaskipting stjórnar SÍ
  • Nýir formenn
  • NM kvenna
  • Niđurtalning N1 Reykjavíkurmótsins 2014
  • Mót á döfinni

Fréttabréfiđ má nálgast hér.

Hćgt er ađ nálgast eldri fréttabréf hér.


Fjöltefli í Háskóla unga fólksins

IMG 9228Háskóli unga fólksins hefur stćkkađ mikiđ undanfarin ár. Háskólinn sem er eins konar kennslubúđir nemenda fer ávallt fram í byrjun júní. Í ár var gríđarleg ásókn í skólann og komust fćrri ađ en vildu. Skemmtileg hefđ hefur myndast síđustu ár ađ bjóđa nemendum upp á fjöltefli. Í ár tók Skákakademían verkiđ ađ sér og tefldi Stefán Bergsson viđ fjölmargt af framtíđarfólki landsins. 

Ein stúlka vakti mikla athygli í fjölteflinu. Tefldi góđa byrjun og fór svo í IMG 9324mátsókn međ riddara og drottningu. Litlu munađi ađ sú sókn myndi virka og hafnađi hún til dćmis jafnteflisbođi. Stúlka ţessi er í Langholtsskóla ţar sem skák verđur kennd í vali á unglingastigi nćsta vetur og var hún hvött til ađ velja sig inn í skákina.

Fjöltefliđ tókst í alla stađi vel enda fyrirmyndar skipulagning hjá starfsfólki Háskóla unga fólksins.

Myndaalbúm 


Vigfús sigrađi á hrađkvöldi Hellis

Fúsi flotti - alias Vigfús Ó. VigfússonVigfús Ó. Vigfússon sigrađi međ fullu húsi 7 vinninga í jafn mörgum skákum á hrađkvöldi Hellis sem fram fór 10. júní. Eftir ađ hafa tröll grísađ á Bárđ í fyrstu umferđ ţá komu vinningarnir á fćribandi. Elsa María var ađ vísu nálćgt ţví ađ ná jafntefli í nćst síđustu umferđ en ţegar hún féll á tíma átti Vigfús sekúndu eftir á klukkunni.

Annar var Jón Úlfljótsson međ 5,5 vinning en hann fylgdi Vigfúsi eins og skugginn allt mótiđ og átti möguleika á efsta sćtinu í lokaumferđinni ef úrslitin hefđu orđiđ honum hagstćđari. Ţriđji varđ svo Örn Leó Jóhannsson međ 5 vinninga. Vigfús dró svo Gunnar Björnsson í happdrćttinu og báđir fengu ţeir úttektarmiđa á Saffran.

Nćsta hrađkvöld verđur 24. júní nk. og verđur ţađ síđasta hrađkvöldiđ ţangađ til í haust.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

Röđ   Nafn                         Vinningar  M-Buch. Buch. Progr.

  1   Vigfús Ó. Vigfússon,             7        20.0  28.5   28.0
  2   Jón Úlfljótsson,                 5.5      20.5  28.5   23.5
  3   Örn Leó Jóhannsson,              5        20.0  29.5   19.0
 4-7  Páll Andrason,                   4        21.5  30.5   18.0
      Gauti Páll Jónsson,              4        16.5  23.5   17.0
      Gunnar Nikulásson,               4        16.5  20.5   16.0
      Björn Hólm Birkisson,            4        16.0  22.5   13.0
8-11  Elsa María Kristínardóttir,      3.5      22.0  32.5   17.0
      Gunnar Björnsson,                3.5      19.0  27.0   15.0
      Hörđur Jónasson,                 3.5      16.0  22.0   13.5
      Hjálmar Sigurvaldason,           3.5      15.5  19.5   11.5
 12   Bárđur Örn Birkisson,            3        17.5  24.5   12.0
 13   Heimir Páll Ragnarsson,          2.5      13.5  18.5    9.5
 14   Óskar Víkingur Davíđsson,        2        17.5  21.5    6.0
 15   Björgvin Kristbergsson,          1        17.5  23.0    5.0
 16   Pétur Jóhannesson,               0        15.0  20.0    0.0

Styrkjareglur SÍ taka breytingum

Stjórn SÍ hefur gert smávćgilegar breytingar á styrkjareglum sínum. Breytingin felur í sér ađ styrkumsóknir verđa afgreiddar framvegis ţrisvar sinnum á ári, ţ.e. 10. febrúar, 10. júní og 10. október. Umsóknir ţurfa ađ hafa borist eigi síđar en í lok...

Tal Memorial: Carlsen vann Kramnik

Tal Memorial hófst í dag í Moskvu. Stigahćsti skákmađur heims, Magnus Carlsen (2868), gerđi sér lítiđ fyrir og vann Kramnik (2811) í fyrstu umferđ. Caruana (2774) lagđi heimsmeistarann Anand (2783). Flottasta skák umferđarinnar var hins vegar sigur...

Friđrik tefldi fjöltefli á Júní-námskeiđi Skákskóla Íslands

Friđrik Ólafsson tók í dag fjöltefli á Júní-námskeiđi Skákskóla Íslands. Friđrik tefldi viđ 25 krakka. Alls vann 19 af ţeim en gerđi sex jafntefli viđ hann. Sex gerđu jafntefli viđ hann en ţađ voru ţeir Jason Andri Gíslason , Dawid Kolka , Jóhann Arnar...

Ný alţjóđleg bréfskákstig - Dađi Örn stigahćstur Íslendinga

Í byrjun júní voru birt ný alţjóđleg bréfskákstig. 22 virkir Íslendingar eru á nýja listanum og er Dađi Örn Jónsson hćstur ţeirra međ 2519 elóstig. Stigahćsti bréfskákmađur heims er hollenski stórmeistarinn Jopp J. Van Oosterom međ 2711 elóstig. Röđ...

Sigurbjörn: Skemmtilegu Íslandsmóti lokiđ

Sigurbjörn Björnsson hefur skrifađ góđan og mjög athyglisverđan pistil um Opna Íslandsmótiđ í skák. Ţar segir međal annars: Mótiđ sjálft var vel heppnađ og áđur hef ég hrósađ skákstađnum og mótshöldurum. Ţađ var fínt ađ tefla ţarna og vćri gaman ef mótiđ...

Dagur međ jafntefli viđ stórmeistara í 2. umferđ

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2396) gerđi jafntefli viđ makedónska stórmeistarann Dmitry Svetushkin (2605) í 2. umferđ Golden Sands-mótsins sem fram fór í gćr. Dagur hefur 1˝ vinning. Í 3. umferđ, sem fram fer í dag, teflir Dagur viđ úkraínska...

Hannes XII. mćtir á Strandir!

Hannes Hlífar Stefánsson, tólf-faldur Íslandsmeistari í skák, var rétt í ţessu ađ stađfesta ţátttöku sína á Afmćlismóti Jóhanns Hjartarsonar í Trékyllisvík , 22. júní 2013. Hannes er fimmti i stórmeistarinn sem bođar komu sína á Strandir -- og fleiri eru...

Mjög vel heppnađ Íslandsmót í Turninum

Skákţing Íslendinga var fyrst haldiđ í janúar 1913 ađ ég held á Hótel Íslandi. Taflfélag Reykjavíkur hélt mótiđ fram til ársins 1926 en hiđ nýstofnađa Skáksamband Íslands tók viđ mótinu 1927 og hefur haldiđ ţađ síđan. Síđar breyttist heiti mótsins í...

Sumarnámskeiđ í Skákskólanum

Ţessa vikunna stendur yfir júní-námskeiđ í Skákskóla Íslands. Fjölmargir ţátttakendur eru á námskeiđinu sem hefur gengiđ afskaplega vel. Međal kennara á námskeiđinu eru Helgi Ólafsson, sem er auk ţess ađalskipuleggjandi ţess, Héđinn Steingrímsson,...

Skákir umferđarinnar

Á opna Íslandsmótinu í skák voru veitt verđlaun fyrir skák umferđarinnar. Sigurvegararnir fengu máltíđ fyrir tvo í bođi Hamborgarafabrikkunnar . Yfirmađur dómnefndar var Ingvar Ţór Jóhannesson. Margar góđar skákir komust ekki ađ og í einstaka umferđum...

Björn Jónsson nýr formađur TR

Björn Jónsson var einróma kjörinn formađur Taflfélags Reykjavíkur á ađalfundi félagsins sem fór fram í gćrkvöldi. Björn hefur veriđ virkur í stjórn félagsins undanfarin ár og tekur nú viđ góđu búi af Sigurlaugu Regínu Friđţjófsdóttur sem gengt hefur...

Dagur vann í fyrstu umferđ - í beinni á morgun

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2396) vann stigalágan andstćđing (1967) í fyrstu umferđ Golden Sands-mótsins sem hófst í Albena í Búlgaríu í dag. Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ makdóníska stórmeistarann Dmitry Svetushkin...

Flugfélagiđ Ernir styrkir Henrik og Hilmi Frey

Flugfélagiđ Ernir sem flýgur reglulega á milli Bíldudals og Reykjavíkur hefur gerst einn helsti stuđningsađili Henrik Danielsen og Hilmis Freys Heimssonar sem báđir búa á Patreksfirđi. Međ ţessu er búiđ ađ gera ţeim miklu léttara ađ sćkja mót hvort sem...

Hrađkvöld Hellis í kvöld

Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 10. júní nk. og hefst tafliđ kl. 20:00 . Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun...

Ađalfundur TR í kvöld

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 10. júní 2013 kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12. Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf. Stjórn T.R.

Skákir tíundu umferđarinnar og einvígisins

Ţórir Benediktsson hefur slegiđ inn skákir tíundu og síđstu umferđar Opna Íslandsmótsins í skák. Ţćr fylgja međ sem viđhengi. Skákir mótsins er einnig hćgt ađ nálgast á vefsíđu mótsins . Einvígisskákirnar má nálgast hér á PGN-formi...

Dagur endađi međ 4,5 vinning

Alţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2396) tók ţátt í Grand Europe Open í Albena í Búlgaríu sem lauk í dag. Dagur hlaut 4,5 vinning og endađi í 73. sćti. Frammistađa hans samsvarađi 2154 skákstigum og lćkkar hann um 15 stig fyrir hana. Armenski...

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 16
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8779222

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband