12.4.2010 | 00:42
Myndir frá verđlaunaafhendingu
Verđlaunaafhending Íslandsmótsins í skák fór fram í gćr. Haraldur Sverrisson, bćjarstjóri í Mosfellsbć, afhendi verđlaunin. Mikill hugur er í Mosfellingum og er stefnt ađ ţví ađ snarauka í skákkennslu í skólum bćjarins nćsta haust. Međal viđstaddra var Ali Nihat, forseti Tyrkneska skáksambandsins en hann hefur lýst yfir frambođi sem forseta Evrópusambandsins í skák og kynnti fyrir forystumönnum íslenskrar skákhreyfingar hvernig unniđ hefur skipulaga ađ ţví ađ kynna skák í Tyrklandi en skák er nú kennd ţar í flestum skólum og gífurleg aukning á skákahuga hefur átt sér stađ í landinu.
Hér má sjá nokkrar myndir frá verđlaunaafhendingunni:
Íslandsmeistarinn Hannes
Guđmundur fćr afhenda stađfestingu á áfanganum
Haraldur bćjarstjóri og Hannes Íslandsmeistari
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2010 | 21:18
Skákţing Norđlendinga fer fram nćstu helgi á Húsavík
Tefldar verđa 7 umferđir eftir monrad-kerfi, 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.
Núverandi skákmeistari Norđlendinga er Gylfi Ţórhallsson.
Skákstjóri verđur Ólafur Ásgrímsson.
Dagskrá
föstudagur 16 apríl kl 20:00 1-4 umferđ. Atskák 25 mín á mann
laugardagur 17 apríl kl 10:30 5. umferđ. 90 mín + 30 sek/leik
laugardagur 17 apríl kl 16:30 6. umferđ. 90 mín + 30 sek/leik
sunnudagur 18 apríl kl 10:30 7. umferđ. 90 mín + 30 sek/leik
Verđlaun
1. sćti. 50.000 krónur (lögheimili á Norđurlandi)
2. sćti. 25.000 krónur ------------------------------
3. sćti. 10.000 krónur ------------------------------
1. sćti. 50.000 krónur ( lögheimili utan Norđurlands)
2. sćti. 25.000 krónur ------------------------------------
3. sćti. 10.000 krónur ------------------------------------
Peningaverđlaunum verđur skipt á milli manna, verđi menn jafnir ađ vinningum í báđum flokkum.
Aukaverđlaun
Efstur skákmanna undir 1800 íslenskum skákstigum (lögheimili á Norđurl.)
Efstur heimamanna (Félagsmanna Gođans)
Efstur stiglausra. (lögheimili á Norđurl.)
Eingöngu verđur hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.
Hrađskákmót Norđlendinga 2010 verđur svo haldiđ sunnudaginn 18. apríl á sama stađ og hefst ţađ eigi fyrr en kl 15:00. Ekkert ţátttökugjald er í ţađ mót. Skráning á stađnum.
Núverandi Hrađskákmeistari Norđlendinga er Rúnar Sigurpálsson
Skráning og ţátttökugjald.
Skráning í mótiđ er hafin og fer hún fram efst á heimasíđu skákfélagsins Gođans, á sérstöku skráningaformi. Skráningu verđur lokađ á hádegi 16 apríl.
Ţátttökugjaldiđ í mótiđ er krónur 2500 fyrir 17 ára og eldri, en 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Mögulegar breytingar á framantöldum upplýsingum vera kynntar á heimasíđu Gođans ef međ ţarf.
Nánari upplýsingar.
Allar upplýsingar um mótsstađinn, gistimöguleika, hliđarviđburđi, og fl. er ađ finna hér:http://www.godinn.blog.is/blog/godinn/entry/983547/
Upplýsingar um skráđa keppendur er ađ finna hér:
http://spreadsheets.google.com/ccc?key=0Arg3nCphWhFydDR1R09NWVZRUFVjYmQ1WDVDU1ptR0E&hl=en
Mótiđ á chess-results: http://chess-results.com/tnr32006.aspx
Hermann Ađalsteinsson formađur skákfélagsins Gođans veitir allar upplýsingar um mótiđ í síma 4643187 og 8213187. lyngbrekka@magnavik.is
Ţađ átti fyrir Smyslov og Botvinnik ađ liggja ađ halda skákunnendum víđa um heim spenntum á sjötta áratugnum. Botvinnik tefldi lítiđ á ţessum árum en hélt ţeim mun fastar um heimsmeistaratitilinn. Eftir sigurinn í áskorendamótinu í Zürich 1953 tefldi Smyslov viđ Botvinnik í Moskvu 1954. Ţeir skildu jafnir, 12:12. Betur gekk Smyslov í annarri tilraun og vann hann ţá 12 ˝ : 9 ˝. Hann varđ ţá sjöundi heimsmeistarinn. En ríki hans stóđ stutt í ađeins eitt ár. Botvinnik hafđi laumađ inn klásúlu í einvígisskilamála: ef hann tapađi ćtti hann rétt á öđru einvígi.
Í ţriđja einvíginu sem fram fór 1958 vann Botvinnik 12 ˝ : 10 ˝ og endurheimti titilinn. Smyslov reyndi nokkrum sinnum fyrir sér eftir ţađ en lengst komst hann í áskorendakeppninni 1984 ţá 63 ára gamall og tefldi hann viđ Kasparov um réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Karpov en tapađi.
Smyslov kom ţrisvar til Íslands, á Reykjavíkurmótinu 1974 varđ hann efstur međ 12 vinninga af 14 mögulegum. Hann virtist ekkert hafa fyrir hlutunum, settist framarlega viđ sviđiđ eftir ađ hafa leikiđ og virti fyrir sér stöđuna á sýningarborđinu. Ţegar komiđ var ađ honum ađ leika studdi hann hönd undir kinn og lék án átaks.
Stíllinn minnir helst á fljót sem streymir lygnt og vatnsmikiđ og eirir engu á leiđ sinni, skrifađi Friđrik Ólafsson í tímaritiđ Skák eftir mótiđ. Skákir hans frá ţessu móti fóru víđa, t.d. sigrar hans yfir Friđrik Ólafssyni og Guđmundi Sigurjónssyni.
Nćst kom Smyslov áriđ 1977 og var ađstođarmađur Spasskís í einvíginu viđ Vlastimil Hort. Ţá tefldi hann á 60 ára afmćlismóti Friđriks áriđ 1995. Vasily Smyslov er minnst sem mikils heiđursmanns sem jók virđingu hverrar keppni sem hann tók ţátt í. Ef hann lagđi eitthvađ til málanna fannst ađdáendum hans jafnan eins og mikill spámađur lyki ţar uppi munni.
Af mörgu er ađ taka ţegar rennt er yfir skákferil Smyslov. Í London 1983 mćtti hann Ungverjanum Zoltan Ribli, 30 árum yngri manni og vann 6 ˝ : 4 ˝. Ţar blómstruđu taktískir hćfileikar hans. Tveir leikir, 23. Rh5 og 26. d5! setja af stađ eftirminnilega leikfléttu:
London 1983; 5. skák:
Smyslov Ribli
Tarrasch vörn
1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5 6. e3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. O-O O-O 9. a3 exd4 10. exd4 Bf6 11. Dc2 h6 12. Hd1 Db6 13. Bc4 Hd8 14. Re2 Bd7 15. De4 Rce7 16. Bd3 Ba4 17. Dh7+ Kf8 18. He1 Bb5 19. Bxb5 Dxb5 20. Rg3 Rg6 21. Re5 Rde7 22. Bxh6 Rxe5
23. Rh5 Rf3+ 24. gxf3 Rf5 25. Rxf6 Rxh6 26. d5! Dxb2 27. Dh8+Ke7 28. Hxe6+! fxe6 29. Dxg7+ Rf7 30. d6+! Hxd6 31. Rd5+! Hxd5 32. Dxb2 b6 33. Db4+ Kf6 34. He1 Hh8 35. h4 Hhd8 36. He4 Rd6 37. Dc3+ e5 38. Hxe5! Hxe5 39. f4 Rf7 40. fxe5+ Ke6 41. Dc4+
og Ribli gafst upp.
Helgi Ólafsson | helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.
Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 4. apríl 2010.
11.4.2010 | 21:07
Ţorsteinn endađi međ 5 vinninga í Ţessalóníku
10.4.2010 | 17:17
Hannes Íslandsmeistari - Björn annar - Stefán ţriđji
10.4.2010 | 17:07
Sigurbjörn sigurvegari áskorendaflokks
10.4.2010 | 15:44
Hannes Hlífar Íslandsmeistari í skák í ellefta sinn!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2010 | 23:02
Mikil spenna fyrir lokaumferđ Íslandsmótsins - Hannes efstur en Björn og Guđmundur í nćstu sćtum
9.4.2010 | 22:38
Sigurbjörn og Jón Árni í landsliđsflokk ađ ári
9.4.2010 | 22:28
Ţorsteinn međ jafntefli í dag
9.4.2010 | 08:00
Magnús Pálmi sigrađi á fimmtudagsmóti TR
9.4.2010 | 07:59
Reykjavíkurmót grunnskólasveita fer fram á mánudag
8.4.2010 | 22:47
Guđmundur, Hannes og Stefán efstir á Íslandsmótinu í skák - fimm skákmenn í sigursénsum!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2010 | 22:22
Jón Árni efstur í áskorendaflokki
8.4.2010 | 22:11
Ţorsteinn sigrađi í fimmtu umferđ í Ţessalóníku
8.4.2010 | 10:08
Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld
7.4.2010 | 23:32
Jón Árni efstur í áskorendaflokki
7.4.2010 | 20:30
Ţorsteinn vann í fjórđu umferđ
7.4.2010 | 13:23
Hrókurinn í Grćnlandi - viđtal viđ Sverri Unnarsson
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 3
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 195
- Frá upphafi: 8780993
Annađ
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar