Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Skákţáttur Morgunblađsins: Karlavígin falla

Judit Polgar tilkynnti í miđju ólympíumóti í Noregi áriđ 2014 ađ hún vćri hćtt taflmennsku og ţađ var mikill sjónarsviptir ađ brotthvarfi hennar og ekki sjá ađ stöllur hennar myndu fylla skarđiđ sem hún skildi eftir. Hún hafđi ađ vísu lent í smá hremmingum í viđureign gegn hinni kínversku Hou Yifan á opna mótinu í Gíbraltar áriđ 2012 en ein skák til eđa frá gat aldrei breytt neinu í hinni mögnuđu afrekasögu.


Í lok síđasta mánađar tókst Hou Yifan ţađ sem Judit Polgar gerđi nokkrum sinnum, ađ vinna mót skipađ nokkrum af fremstu skákmönnum heims og má fullyrđa ađ arftaki ungversku skákdrottningarinnar sé fundinn.

Ţetta var í efsta flokki hinnar árlegu skákhátíđar í Biel í Sviss en ţar tefldu 10 skákmenn og urđu úrslit ţessi: 1. Hou Yifan 6˝ v. (af 9) 2. Bacrot 6 v. 3. Harikrishna 5˝ v. 4.-7. Ponomariov, Leko, Georgiadis og Morozevich 5 v. 8. Navara 4 v. 9. Vaganian 3 v. 10. Studer 1 v.

Gott auga fyrir taktískum vendingum er ađalsmerki Hou Yifan og kom ţađ ágćtlega fram í skák hennar viđ Armenann Vaganjan, sem lítiđ hefur sést til undanfarin ár. Vaganjan virtist reka sig á ţađ sem stundum gerist međal skákmanna sem fćddir eru upp úr miđri síđustu öld ađ ţekking á byrjunum sem dugđi ágćtlega í eina tíđ virkar fremur bitlaus í dag :

Biel 2017; 8. umferđ:

Rafael Vaganjan – Hou Yifan

Drottningarindversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. e3 b6 4. Bd3 Bb7 5. 0-0 d5 6. b3 Bd6 7. Bb2

0-0 8. Re5 c5 9. De2 Rc6 10. a3 Hc8 11. Rd2

Svona tefldi Artur Jusupov í gamla daga. Uppskipti á e5 myndu alltaf styrkja stöđu hvíts en Hou Yifan leyfir honum ađ standa ţar. )

11. ... Re7 12. Had1 Dc7 13. c4 Re4 14. cxd5 Rxd2 15. Hxd2 Bxd5 16. Dh5 f5 17. Rc4 cxd4 18. Bxd4 Rg6 19. Rxd6

(Menn hvíts standa dálítiđ klaufalega einkum ţó hrókurinn á d2. En ţessi uppskipti bćta ekki stöđuna.

19. ... Dxd6 20. b4

GCB11KLVG20. ... Bxg2!

Skemmtilegur hnykkur sem byggir á valdleysi hróksins á d2.

21. Kxg2 Dxd4 22. Dxg6

Eftir 22. exd4 Rf4+ og 23. ... Rxh5 er svartur peđi yfir međ tiltölulega létt unniđ tafl.

22. ... Dd5+ 23. e4 fxe4 24. Dxe4 Dg5+

Og hrókurinn fellur. Eftirleikurinn er auđveldur ţar sem engin hćtta steđjar ađ svarta kónginum.

25. Kh1 Dxd2 26. Dxh7+ Kf7 27. Dg6+ Ke7+ 28. Dxg7+ Hf7 29. Dd4 Df4 30. Dxf4 Hxf4 31. f3 Hd4 32. Be4 Hd2 33. Hg1 Hc3

– og Vaganian gafst upp. 

Anand, Aronjan og Vachier-Lagrave efstir í St. Louis

Heimsmeistarinn Magnús Carlsen er enn međ í baráttunni um efsta sćtiđ á Sinquefield-mótinu í St. Louis ţrátt fyrir slysalegt tap úr vćnlegri stöđu gegn Frakkanum Vachier-Lagrave í 4. umferđ. Á ţađ hefur veriđ bent ađ hann hefur ekki unniđ mót međ venjulegum umhugsunartíma eftir titilvörn sína í New York í fyrra. Honum hefur hins vegar gengiđ alveg glimrandi vel í hrađskák- og atskákmótum. Athygli vekur ađ Indverjinn Anand er efstur ásamt Frakkanum og Aronjan en stađan ţegar tvćr umferđir eru eftir: 1.-3. Anand, Aronjan og Vachier Lagrave 4˝ v. (af 7) 4. Magnús Carlsen 4 v. 5.-6. Karjakin og Caruana 3˝ v. 7. Svidler 3 v. 8.-10. Nakamura, So og Nepomniachtchi 2˝ v.

Á mánudaginn hefst á ţessum sama stađ mót, hluti af Grand chess tour , ţar sem tefldar eru at-skákir og hrađskákir. Garrí Kasparov verđur međal keppenda.

 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 12. ágúst 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Ţorsteinn međ enn ein góđ úrslitin gegn stórmeistara

ŢŢídag

FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) náđ enn einum góđum úrslitum gegn stórmeistara í sjöundu umferđ EM öldunga sem fram fór í gćr. Ţorsteinn teflir í flokki 50+. Ţorsteinn gerđi jafntefli viđ franska stórmeistarann Eric Prie (2481) og hefur hlotiđ 2 vinninga í 3 skákum gegn stórmeisturum. Ţorsteinn hefur 5 vinninga og er í 2.-6. sćti. Í dag teflir hann viđ enska skákmeistarann Neil Crickmore (2162).

Bragi í dag

Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, tapađi í gćr fyrir svissneska FIDE-meistaranum Dragomir Vucenovic (2245) og hefur 3,5 vinninga. 

Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 14.

51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda. 


Kringluskákmót Víkingaklúbbsins fer fram á fimmtudaginn

kringlan13 (1)

Kringluskákmótiđ 2017 fer fram fimmtudaginn 24 ágúst, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn).

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

1. verđlaun 15.000 kr.
2. verđlaun 10.000 kr.
3. verđlaun 5000 kr.

Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2017 og forlátan verđlaunagrip ađ auki. Ţrjár efstu konur og ţrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fćdd 2005 og yngri) fá sérstök verđlaun (Verđlaunagrip fyrir efsta sćtiđ og verđlaunapeningur fyrir annađ og ţriđja sćtiđ). Núverandi Kringlumeistari er Ingvar Ţór Jóhannesson, sem telfdi fyrir Verkís. Skákstjórar á mótinu verđa Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson.

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér: og hér:
Kringlumóitiđ 2015, myndaalbúm hér:
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér:


Ţorsteinn gerđi jafntefli viđ stórmeistara - er í 2.-4. sćti

BragiH+ŢŢ

FIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) gerđi jafntefli viđ armenska stórmeistarann Karen Movsziiszian (2502) í sjöttu umferđ EM öldunga í gćr en Ţorsteinn teflir í flokki 50+. Ţorsteinn hefur 4,5 vinninga og er í 2.-4. sćti. Ţorsteinn teflir í dag viđ ţriđja stórmeistarann í röđ en sá er franskur og heitir Eric Prie (2481).

Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, tapađi í gćr og hefur 3,5 vinninga. 

Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 14.

51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda. 


Íslandsmót kvenna hefst 25. ágúst

Íslandsmót kvenna fer fram helgina 25.-27. ágúst í húsnćđi Skákskóla Íslands Faxafeni 12. Tefldar verđa fimm umferđir eftir svissneska kerfinu. Teflt verđur í einum flokki, ţ.e. mótiđ opiđ öllum konum/stúlkum. 

Ţátttökugjöld: Engin.

Umferđarfjöldi: Fimm umferđir

Tímamörk: 90 mín. + 30 sek. á leik 

Dagskrá:  

  • 1. umferđ, föstudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, laugardaginn, 26. ágúst, kl. 11:00
  • 3. umferđ, laugardaginn, 26. ágúst kl. 17:00
  • 4. umferđ, sunnudaginn, 27. ágúst, kl. 11:00
  • 5. umferđ, sunnudaginn, 27. ágúst, kl. 17:00

Verđlaun: 

  1. 75.000.-
  2. 45.000.-
  3. 30.000.-

Verđlaun skiptast jafnt séu konar jafnar í verđlaunasćtum. Teflt verđur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn međ styttri umhugsunarhtíma verđi fleiri en ein efst.  

Skráning fer fram hér á Skák.is (guli kassinn efst).

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Mótiđ á Chess-Results.


Arnar Gunnarsson (Brim) sigrađi á Borgarskákmótinu

20170814_180925

Alţjóđlegi meistarinn Arnar Gunnarsson sem tefldi fyrir Brim og Fide meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson sem tefldi fyrir Grillhúsiđ Tryggvagötu voru efstir og jafnir međ 6,5 vinninga á 32. Borgarskákmótinu sem fram fór í Ráđhúsi Reykjavíkur mánudaginn 14. ágúst sl. Arnar var hálfu stigi hćrri en Ingvar í fyrsta stigaútreikningi og ţví sigurvegari ađ ţessu sinni međ fyrirtćkinu Brim sem hann tefldi fyrir. Ţriđji var svo Björn Hóm Birkisson međ 6v en hann tefldi fyrir KFC Ísland. Björn var eini titillausi keppandinn í sex efstu sćtunum.

Fyrir lokaumferđina áttu fjórir keppendur möguleika á sigri en ţađ voru Ingvar Ţór Jóhannesson og Arnar Gunnarsson sem báđir voru međ 5,5v og voru búnir ađ mćtast og gera jafntefli í innbyrđis viđureign sinni en vinna ađra andstćđinga sína. Hinir tveir voru Helgi Ólafsson(Suzuki bílar) međ 5v og Björn Hólm Birkisson einnig međ 5v. Ţeir tveir síđarnefndu ţurftu ađ vinna skákir sína í lokaumferđinni og jafnframt ađ treysta á hagstćđ úrslit í öđrum viđureignum. Stigin voru svo líka ađ ţvćlast fyrir Birni Hólm ţannig ađ hann gat ađeins gert ráđ fyrir 1.-2. sćti og öđru sćti á stigum. Í lokaumferđinni mćttust Helgi Ólafsson og Arnar Gunnarsson, Ingvar Ţór Jóhannesson og Dađi Ómarsson (Íslandsstofa). Á međan tefldi Björn Hólm viđ Bárđ Örn Birkisson (Hótel Borg). Ingvar vann Dađa og klárađist sú skák fyrst af topp viđureignunum. Nćst vann Björn Bárđ og tryggđi sér verđlaunasćti en jafnframt var ljóst ađ ţađ dygđi ekki til sigurs fyrst Ingvar vann. Ţá voru Helgi og Arnar eftir og ţar hafđi Arnar sigur í rafmagnađri viđureign. Arnar Gunnarsson bćtti ţar međ viđ sínum fimmta sigri í Borgarskákmótinu. Arnar er einn af betri hrađskákmönnum landsins og sigursćlasti skákmađurinn í Borgarskákmótunum. 

20170814_162417Mótiđ í ár var vel sótt en alls tóku 64 keppendur ţátt ađ ţessu sinni. Skráning í mótiđ fór hćgt ađ stađ en á sama tíma var skráning fyrirtćkja í mótiđ međ miklum ágćtum, ţannig ađ fram eftir morgni skákdags voru fleiri fyrirtćki skráđ í mótiđ heldur en skákmenn. Ţađ hefur ekki gerst ađ fleiri fyrirtćki hefi veriđ í mótinu en skákmenn síđan hćtt var ađ byrja tafliđ kl. 15 á virkum degi og mótiđ fćrt aftur til kl. 16. Ţegar líđa tók ađ hádegi fór fjöldi skákmann loks fram úr fyrirtćkjunum og ţegar upp var stađiđ voru skákmennirnir 13 fleiri en fyrirtćkin en biliđ hefur ekki veriđ minna í mörg Herrans ár. Ţetta er örugglega velmegunarmerki ţannig ađ skákmenn hafa meira ađ gera í vinnunni en áđur og forsvarsmenn fyrirtćkja og stofnana viljugri ađ vera međ.

Yfir sjötíu ára aldursmunur var á yngsta og elsta keppenda mótsins ţeim Bjarti Ţórissyni (2009) og Finni Kr Finnssyni (1935)(Guđmundur Arason smíđajárn)  og stóđu ţeir sig báđir međ prýđi. Yngri skákmenn settu ađ ţessu sinni nokkurn svip á mótiđ međ ţví ađ skipa tćpan ţriđjung mótsins en ţar fóru fremstir Björn Hólm Birkisson 6v og Dagur Ragnarsson (Grafia) 5v. Eins og oft áđur var svo  Lenka Ptácniková (Samhentir-Kassagerđ) fremst af konunum međ 4,5v

Nokkur fjöldi áhorfenda var á mótinu, ţá ađallega túristar sem staddir voru í Ráđhúsinu og fylgdust spenntir međ af pallinum. Túristarnir voru samt heldur fćrri á međan á móti stóđ en í fyrra, enda ađ ţessu sinni teflt í ţeim sal sem Íslandskortiđ er ađ jafnađi og ţví minna um ađ vera fyrir ţá í Ráđhúsinu. Töflin voru samt jafnt vinsćl međal ţeirra fyrir skákmótiđ.

Skákfélagiđ Huginn vill koma á framfćri ţökkum til allra ţeirra sem tóku ţátt, Reykjavíkurborgar fyrir ađ hýsa mótiđ, Taflfélagi Reykjavíkur fyrir samstarfiđ og síđast en ekki síst ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum sem styrktu mótiđ.

Sjáumst ađ ári!

Sjá nánar heimasíđu Hugins

Lokastađan í chess-results.

Myndagallerí á heimasíđu TR.

 

 

 


Aronian efstur í St. Louis - Garry Kasparov ekki náđ sér á strik

kasparov-navara-lo

Armeninn Levon Aronian (2809) er efstur međ 12 stig af 18 mögulegum af loknum atskákhluta at- og hrađskákmótsins í St. Louis. Veitt er 2 stig fyrir hvern vinning. Caruana (2807) og Nakamura (2792) eru nćstir međ 11 stig. Garry Kasparov (2812) hefur ekki náđ sér á strik og rekstur lestina ásamt Navara (2737) og Anand (2783) međ 7 stig. Í gćr vann hann eina skák en tapađi tveimur. 

nakamura-nepo-lo

Í kvöld kl. 18 hefst svo hrađskákin og tefla ţeir hrađskákir. Ţađ verđur afar fróđlegt ađ sjá "gamla manninn" kljást viđ ungu mennina međ styttri umhugsunartíma. 

Lítiđ uppgjarhljóđ virđist vera í ţrettánda heimsmeistaranum á Twitter.

 

 

Best er ađ fylgjast međ mótinu í gegnum heimasíđu mótsins.

Nánar má lesa um gćrdaginn á Chess24.

Myndir: Lennart Ootes (af Chess24).


Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins

20170731_143523

Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins verđur haldiđ í húsnćđi Geđhjálpar mánudaginn 21 ágúst kl. 16:00. Keppendur verđa 10 manns frá athvörfum, búsetukjörnum, geđdeildum og fólki frá Kleppi. 1 til 2 frá hverjum stađ. Engin skákmađur yfir 2000 skákstig mun tefla, ţannig ađ ţetta verđa bara áhuga skákmenn sem verđa ţarna í fararbroddi. Hörđur Jónasson og Hjálmar Sigurvaldason munu svo tefla viđ ţau.

Teflt verđur međ klukku og er áćtlađ ađ skákmenn hafi 20 mín, en ţeir Hörđur og Hjálmar 30 mín. Verđlaun verđa veitt öllum sem keppa ţ.e. gullverđlaunapeningur sem á stendur "Fjöltefli á vegum Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins 2017". Ennfremur mun Vinaskákfélagiđ vera međ kaffi og kökur í samvinnu viđ Geđhjálp. Áhorfendur eru hjartanlega velkomnir.

Skráning er hjá Hörđur Jónasson Sími 777-4477 og Netfang: hordurj@simnet.is.


Ţorsteinn vann stigahćsta keppendann - er í öđru sćti - Bragi vann líka

ŢŢ-Zurub

Ţorsteinn Ţorsteinsson (2279) vann stigahćsta keppenda mótsins, stórmeistarann, Zurab Sturua (2548) í 5. umferđ EM öldunga í gćr en Ţorsteinn teflir í flokki 50+. Ţorsteinn hefur 4 vinninga eftir ţrjár vinningsskákir í röđ og er í öđru sćti hálfum vinningi á efstir forystusauđnum, armenska stórmeistaranum Karen Movsziszian (2502).

Ţorsteinn lýsir skákinni svo:

Ég var međ hvítt og upp kom enski leikurinn. Tafliđ var í jafnvćgi fram eftir en ég skapađi mér ákveđin sóknarfćri á kóngsvćng ţegar ég lék af mér skiptamuni. Ég var ţá međ betra tafl fannst mér. Ég var međ tvö peđ upp í skiptamuninn en erfiđa stöđu. Ég náđi samt sem áđur ađ halda í horfinu og skapa ný vandamál fyrir hann sem gerđi ţađ ađ verkum ađ hann notađi mikinn tíma ţar til hann lék sjálfur af sér skiptamuni. Ég hafđi tćplega efni á ađ leika af mér skiptamuninum en hafđi ţađ alls ekki sem ţýddi ađ hann gafst upp skömmu síđar međ tveimur peđum undir.

Skákina má nálgast hér.

Bragi hinn

Bragi Halldórsson (2116), sem teflir í flokki 65+, vann öruggan sigur á ísraelska skákmanninum Edward Gorzeltsen (1885) í gćr. Skákina má finna hér. Bragi hefur 3,5 vinninga og er í 6.-16. sćti. Bragi mćtir Svíanum Magnus Wahlbom (2194) í dag. 

Báđir verđa ţeir í beinni í dag. Útsending hefst kl. 14.

BragiH+ŢŢ

51 skákmađur teflir í flokki Ţorsteins og ţar af eru sjö stórmeistarar. Ţorsteinn er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 66 tefla í flokki Braga og ţar af eru ţrír stórmeistarar. Bragi er nr. 24 í stigaröđ keppenda. 


Stórmót Árbćjarsafns og TR fer fram á sunnudaginn

Stórmót Árbćjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 20. ágúst.

Ţetta skemmtilega mót í sögulegu umhverfi er fyrir löngu orđinn fastur viđburđur í skákdagatalinu.

Teflt verđur í Árbćjarsafni og hefst tafliđ kl. 14. Tefldar verđa 8 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mín á  skák auk 2 sek á hvern leik (4+2).

Veitt verđa verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr.

Ţátttökugjald er 1500 kr. fyrir 18 ára og eldri, en ókeypis er fyrir yngri en 18 ára og er ţátttökugjald jafnframt ađgangseyrir í  safniđ. Ţeir sem fá ókeypis ađgang í safniđ, t.d. eldri borgarar og öryrkjar, borga ekkert ţátttökugjald.

Ţátttökugjald er greitt viđ inngang Árbćjarsafns.

Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra (Fide) hrađskákstiga. Skráning fer fram í gegnum hlekkinn hér ađ neđan.

Skráningarform

Skráđir keppendur


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 144
  • Frá upphafi: 8765550

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband