Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2017

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur 2017

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur fer fram í Rimaskóla laugardaginn 16. september kl. 11.00.  Mótiđ miđast viđ skólaáriđ 2016-2017.

Teflt verđur í ţremur flokkum.

Fyrsti og annar bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017):  Fimm umferđir međ fimm mínútna umhugsunartíma.

Ţriđji til fimmti bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017):   Sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma.

Sjötti til tíundi bekkur (miđađ viđ skólaáriđ 2016-2017):   Sex umferđir međ tíu mínútna umhugsunartíma.

Umferđafjöldi getur breyst međ tilliti til fjölda ţátttökuliđa.

Keppendur geta teflst upp fyrir sig, ţ.e. međ eldri sveit síns skóla.  Í hverri sveit skulu vera fjögur borđ.  Varamenn mega vera allt ađ ţrír.

Ţátttökugjald á sveit:  5000 kr.  Hámark 10.000 kr. á skóla.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn) og ţurfa ađ berast fyrir föstudaginn 15. september.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.


Valfrjáls ađildargjöld ađ SÍ - Tímaritiđ Skák kemur aftur út!

Stjórn SÍ stefnir ađ ţví ađ taka upp valfrjáls ađildargjöld ađ Skáksambandinu frá og međ starfsárinu 2017-18.

Kynningarfundur um ţau verđur haldinn í húsnćđi SÍ, fimmtudaginn, 31. ágúst kl. 20:00.Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á ţví ađ sćkja hann. 

Nokkrir punktar um valfrjálsu ađildargjöldin: 

Gjaldiđ yrđi 5.000 kr. á ári. Helmingsafsláttur yrđi fyrir börn (u18), eldri borgara (67+) og öryrkja auk ţess sem fjölskylduafsláttur yrđi veittur (ekki útfćrđur enn). 

Innifaliđ í ađildargjöldunum yrđi: 

  • Tímaritiđ Skák – sem kćmi út 1-2 sinnum á ári – sent heim til félaga
  • Námskeiđ/skemmtikvöld sem verđi haldin ađ lágmarki tvisvar sinnum á ári fyrir félaga
  • Afsláttur af skákbókum í gegnum Skákbókasöluna.
  • Útreikningur skákstiga 

Eins og áđur hefur komiđ fram verđa gjöldin valfrjáls. Ţeir sem kjósa ađ vera utan ţessa kerfis munu ţurfa greiđa hógvćrt stigagjald fyrir ţátttöku á kappskákmótum frá og međ nćstu áramótum. 

Allir eru velkomnir á kynningarfundinn!


Kringluskákmót Víkingaklúbbsins fer fram í dag

kringlan13 (1)

Kringluskákmótiđ 2017 fer fram fimmtudaginn 24 ágúst, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn).

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

1. verđlaun 15.000 kr.
2. verđlaun 10.000 kr. 
3. verđlaun 5000 kr.

Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2017 og forlátan verđlaunagrip ađ auki. Ţrjár efstu konur og ţrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fćdd 2005 og yngri) fá sérstök verđlaun (Verđlaunagrip fyrir efsta sćtiđ og verđlaunapeningur fyrir annađ og ţriđja sćtiđ). Núverandi Kringlumeistari er Ingvar Ţór Jóhannesson, sem telfdi fyrir Verkís. Skákstjórar á mótinu verđa Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér: og hér:
Kringlumóitiđ 2015, myndaalbúm hér:
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér:


Omar sigrađi á hrađkvöldi Hugins

Omar Salama sigrađi á hrađkvöldi Hugins sem fram fór sl. mánudagskvöld 21 ágúst. Omar fékk 9v af 10 mögulegum og var hálfum vinningi á undan Vigfúsi Ó. Vigfússyni sem fékk 8,5v. Ţriđji var svo Jón Úlfljótsson međ 6v. Jón var hins vegar í forystu lengi vel eftir ađ Vigfús og Omar höfđu unniđ sína skákina hvor í viđureignum ţeirra snemma á hrađkvöldinu. Hann átti ţá eftir ađ mćta ţeim báđum og stađan breyttist í lokaumferđunum. Ţađ var svo Gunnar Nikulásson sem réđ úrslitum međ ţví ađ gera jafntefli viđ Vigfús í seinni skák ţeirra sem var skrautleg og gat fariđ alla vega en var unnin á Gunnar ţegar jafntefli var samiđ.

Í ţetta sinn var tölvan látin draga í happdrćttinu og valdi hún Sigurđ Frey Jónatansson sem fékk miđa frá American Style en Omar valdi Dominos. Ţessi skákkvöld munu svo liggja niđri međan á Meistaramóti Hugins í Mjóddinni stendur en ţađ hefst á morgun miđvikudaginn 23. ágúst.

Lokastađan á hrađkvöldinu:

  1. Omar Salama, 9v/10
  2. Vigfús Ó. Vigfússon,8,5v
  3. Jón Úlfljótsson, 6v
  4. Sigurđur Freyr Jónatansson, 3,5v
  5. Gunnar Nikulásson, 3v
  6. Pétur Jóhannesson

Úrslitin í chess-results.


Meistaramót Hugins hefst í kvöld

meistaramot_sudur_logo_stort (1)

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2017 hefst miđvikudaginn 23. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 7 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 5. október. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.- 6. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra og íslenskra skákstiga. Skráning í mótiđ er á skak.is en einnig er hćgt ađ skrá sig međ ţví ađ hringja í skákstjóra s-866-0116 (Vigfús).

Mótiđ hefst á miđvikudegi en ađrir skákdagar eru á mánudögum nema lokaumferđin sem verđur áfimmtudegi. Ađ ţessu sinni verđur ađeins ein umferđ í hverri viku. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000

Aukaverđlaun (miđađ er viđ alţjóđleg skákstig)

  • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá skákbókasölunni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá skákbókasölunni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.000; Ađrir 3.000.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

  • 1. umferđ, miđvikudaginn, 23. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, mánudaginn, 28. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, mánudaginn, 4. september, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 11. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, mánudaginn, 18. september, kl. 19:30
  • 6. umferđ, mánudaginn, 25. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, fimmtudagur, 5. október, kl. 19:30

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Afar vel heppnađ fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins

DSC02391-620x330

Fjöltefli Geđhjálpar og Vinaskákfélagsins sem fram fór í gćr tókst afar vel. Alls tóku 8 skákmenn ţátt og Tefldu Hörđur og Hjálmar frá Vinaskákfélaginu viđ ţá. Hörđur tefldi 4 skákir og Hjálmar 4 skákir.

Ţeir sem tefldu voru:

  • Búsetukjarni Flókagata 29-31: Gunnar Gestsson, Jón Gauti og Hlynur starfsmađur.
  • Búsetukjarni Bríetartúni 26: Árni J. Árnason.
  • Búsetukjarni Gunnarsbraut 51: Jóhann Bernhard Jóhannsson
  • Hlutverkasetur: Orri Hilmarsson
  • Klúbburinn Geysir: Sigurjón Egilsson
  • Vin Frćđslu og Batasetur: Jakob L Sveinsson

IMG_1758-300x225Úrslit voru ađ Hörđur fékk 1˝–2˝ vinning og Hjálmar fékk 3–1.

Anna Ólafsdóttir, framkvćmdastýra Geđhjálpar, lék fyrsta leik fjölteflisins.

Nánar á heimasíđu Vinaskákfélagsins.

 


Hlemmur Square skákmótaröđin hefst!

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda fyrsta kaffihúsahrađskákmótiđ á Hlemmur Square nćstkomandi sunnudag, 27. ágúst, klukkan átta.

Stefnt er ađ mánađarlegum mótum ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant.

Tefldar verđa 9 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.
Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann. 

  1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr.
  2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
  3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki ţrjár klukkustundir.

Skráning er í gula kassanum efst á síđunni.

Gott vćri ađ skrá sig sem fyrst, ţar sem ađeins 28 skákmenn komast ađ.

 

 

 


Skákćfingar Taflfélags Reykjavíkur – Haustönn 2017

IMG_8942

Haustönn Taflfélags Reykjavíkur hefst formlega laugardaginn 2.september en ţá byrja byrjendaćfingar, stúlknaćfing og almenna ćfingin. Framhaldsćfingar hefjast ţriđjudaginn 29.ágúst. Afreksćfingar eru hins vegar ţegar hafnar. Haustönninni lýkur međ jólahátíđ barna 9.desember.

Ćfingarnar eru fjölbreyttar sem fyrr og sérstaklega hannađar til ţess ađ mćta ţörfum sem flestra áhugasamra skákbarna. Á ćfingum félagsins fá börnin markvissa kennslu og persónulega leiđsögn sem nýtist ţeim sem grunnur ađ framförum í skáklistinni. Ćfingarnar verđa sem fyrr flokkaskiptar eftir getu og aldri.

Ćfingagjöld á haustönninni haldast óbreytt á milli ára. Gjald fyrir ćfingahópa sem hittast einu sinni í viku er 8.000kr. Gjald fyrir ćfingahópa sem hittast tvisvar í viku er 14.000kr. Líkt og áđur er veittur systkinaafsláttur í formi 50% afsláttar fyrir annađ barniđ, en ţriđja barniđ ćfir frítt. Börn geta sem fyrr tekiđ ţátt í opinni laugardagsćfingu (kl.14-16) án endurgjalds.

Mikilvćgt er ađ skrá ţátttakendur á ćfingarnar međ ţví ađ fylla út skráningarform sem finna má á vef félagsins. Öllum er ţó frjálst ađ prófa eina ćfingu án skuldbindingar. Foreldrar geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar ef börnin/unglingarnar eru međ lögheimili í Reykjavík.

Allar nánari upplýsingar sem og leiđbeiningar um hvađa ćfingar henta hverjum og einum veita skákţjálfarar félagsins.

Á haustönn 2017 er bođiđ upp á sex mismunandi skákćfingar:

Manngangskennsla: Lau kl.10:40-11:00 (frítt) – Hefst 2.september.

Á ţessari ćfingu verđur eingöngu manngangurinn kenndur. Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báđum kynjum, sem vilja lćra mannganginn frá grunni eđa vilja lćra tiltekna ţćtti manngangsins betur. Börnin munu lćra ađ hreyfa alla mennina auk ţess sem ţau lćra reglur sem gilda um hrókeringu og framhjáhlaup. Ţegar barn hefur náđ góđum tökum á mannganginum ađ mati skákţjálfara ţá er ţađ tilbúiđ ađ taka nćsta skref sem er Byrjendaćfing. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson (sími: 697 3974). 

Byrjendaćfing: Lau kl.11:15-12:15 (8.000kr) – Hefst 2.september.

Ţessi ćfing er hugsuđ fyrir börn á grunnskólaaldri og elstu börn leikskóla, af báđum kynjum, sem kunna allan mannganginn og ţyrstir í ađ lćra meira og ná betri tökum á skáklistinni. Á ćfingunni tefla börnin hvert viđ annađ í bland viđ létta kennslu. Börnin lćra almennar reglur sem gilda á skákmótum og ţau venjast ţví ađ tefla međ klukku. Auk ţess munu börnin lćra grunnatriđi á borđ viđ liđsskipan og einföld mát. Umsjón međ ćfingunum hefur Torfi Leósson (sími: 697 3974).

Stúlknaćfing: Lau kl.12:30-13:45 (8.000kr) – Hefst 2.september.

Stúlknaćfingin hefur fest sig í sessi sem ein fjölmennasta skákćfing TR. Fyrirkomulag ćfingarinnar er óbreytt frá ţví sem veriđ hefur síđustu misseri og eru allar stúlkur á grunnskólaaldri velkomnar ađ slást í hópinn. Á skákćfingunum er lögđ áhersla á ýmis taktísk atriđi og mátstöđur í miđtafli og endatafli. Lögđ er áhersla á ađ stelpurnar ţrói međ sér skilning á stöđuuppbyggingu, svo sem liđsskipan í byrjun, úrvinnslu í miđtafli og lćri ađ ljúka skákinni međ máti. Tímarnir innihalda sitthvađ af öllu ţessu: innlögn og umrćđur, skákţrautir og taflmennsku, sköpun og gleđi. Umsjón međ ćfingunum hefur Sigurlaug R. Friđţjófsdóttir (sími: 862 6290). 

Laugardagsćfing: Lau kl.14:00-16:00 (frítt) – Hefst 2.september.

Laugardagsćfingar TR hafa veriđ flaggskip félagsins undanfarna áratugi. Á ţessum ćfingum er sett upp skákmót og tefla börnin allan tímann. Ćfingin er fyrir bćđi stráka og stelpur á grunnskólaaldri, sem og elstu börn leikskóla, og eru börn frá öđrum taflfélögum hjartanlega velkomin á ţessa ćfingu. Á ćfingunni fá börnin leiđsögn og ţjálfun í ţví ađ tefla í skákmóti og lćra ţannig helstu skákreglur auk ţess sem ţau lćra smám saman ţá siđi og venjur sem ríkja í skáksal. Ţessi mót verđa reiknuđ til skákstiga. Ćfingin er án endurgjalds. Umsjón međ ćfingunum hefur Gauti Páll Jónsson (sími: 691 9937). 

Framhaldsćfing:  Ţri kl.17:00-18:30 & Sun kl.10:30-12:00 (14.000kr) – Hefst 29.ágúst.

Framhaldsćfingin verđur međ örlítiđ breyttu sniđi frá ţví sem var síđastliđiđ vor. Á haustönn verđur einn framhaldshópur sem ćfir tvisvar í viku. Ćfingunni er ćtlađ ađ koma til móts viđ ţau skákbörn TR, af báđum kynjum, sem hafa mikinn áhuga á ađ taka framförum í skáklistinni. Ţessar ćfingar eru ţví hugsađar fyrir börn sem hafa ađ lágmarki reynslu af ađ tefla međ klukku og kunna einföld mát líkt og ađ máta međ kóngi og hrók gegn stökum kóngi. Ţessar ćfingar eru einnig ćtlađar ţeim börnum sem eru lengra komin og tefla reglulega í kappskákmótum. Ćfingarnar eru á sunnudögum og ţriđjudögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Björn Ívar Karlsson (sími: 692 1655).

Afreksćfing: Lau kl.16:10-17:40 & Fim kl.17:00-18:30 (14.000kr)

Afreksćfingin verđur međ hefđbundnu sniđi frá ţví sem veriđ hefur og er ćfingin hugsuđ fyrir stigahćstu skákbörn og unglinga TR af báđum kynjum. Á ţessum ćfingum er mikil áhersla lögđ á byrjanafrćđi og krefjast ćfingarnar ţess ađ nemendur geti unniđ sjálfstćtt. Ćft er tvisvar í viku, á fimmtudögum og laugardögum. Umsjón međ ćfingunum hefur Dađi Ómarsson (sími: 615 4273).

Nánar á heimasíđu TR.


Kringluskákmót Víkingaklúbbsins fer fram á fimmtudaginn

kringlan13 (1)

Kringluskákmótiđ 2017 fer fram fimmtudaginn 24 ágúst, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni, í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn).

Hámarkfjöldi keppenda er 40 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar). Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

1. verđlaun 15.000 kr.
2. verđlaun 10.000 kr. 
3. verđlaun 5000 kr.

Sigurvegarinn mótsins hlýtur titilinn Kringuskákmeistari 2017 og forlátan verđlaunagrip ađ auki. Ţrjár efstu konur og ţrjú efstu ungmenni 12. ára og yngri (fćdd 2005 og yngri) fá sérstök verđlaun (Verđlaunagrip fyrir efsta sćtiđ og verđlaunapeningur fyrir annađ og ţriđja sćtiđ). Núverandi Kringlumeistari er Ingvar Ţór Jóhannesson, sem telfdi fyrir Verkís. Skákstjórar á mótinu verđa Haraldur Baldursson og Kristján Örn Elíasson.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

Úrslit Kringlumótsins 2015 hér: og hér:
Kringlumóitiđ 2015, myndaalbúm hér:
Úrslit Kringlumótsins 2016 hér:


Bikarsyrpa TR hefst á föstudaginn

BikarsyrpanBanner_generic (3)

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ fjórđa áriđ í röđ. Líkt og síđastliđinn vetur verđa mót syrpunnar fimm talsins og verđa tefldar sjö umferđir í hverju móti. Mótin fara fram í Skákhöll TR ađ Faxafeni 12.

Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á “alvöru mótum” einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.

Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2002 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.

Fyrsta mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 25. ágúst og stendur til sunnudagsins 27. ágúst. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 25. ágúst kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 26. ágúst kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 26. ágúst kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 26. ágúst kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 27. ágúst kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 27. ágúst kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 27. ágúst kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér ađ neđan. Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Mót Bikarsyrpunnar í vetur: 25.-27. ágúst, 29. sep-1. okt, 27.-29. okt, 16.-18. feb, 6.-8. apr


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 15
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 8764932

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 163
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband