Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2017

Pistill Óskars Víkings frá Benidorm

Ég fór á skákmót á Benidorm í byrjun desember, sem var eiginlega skákhátíđ. Ţađ er hćgt ađ sjá hana hér: http://www.ajedrezenelbali.com/ en ţađ er mikiđ á spćnsku svo ađ ţađ tekur smá tíma ađ skilja síđuna. Ţađ var fullt í gangi, skákmót á kvöldin og liđakeppni ungmenna fyrir spćnsk skákfélög, en ţađ var líka mót fyrir A flokk undir 2300 Elo stigum og annar B flokkur undir 2000 Elo stigum.

Ég tók ţátt í tveimur mótum og tefldi átta skákir af tíu í B flokki og fimm skákir af sjö í ungmennamóti undir 12 ára. Ţar fékk ég fjóra vinninga af fimm, en ég ćtla ađ segja ykkur af B flokknum frekar. Ţađ voru 414 keppendur í flokknum frá 30 löndum en ţađ voru langflestir frá Spáni og margir gamlir karlar. Einn keppandinn var tvífari Lofts Baldvins, og var meira ađ segja í köflóttri skyrtu líka.

Fyrsta skákin var á móti  Carmelo Jose  Navarro Molina (1943) og ég tefldi Alapain varíant í sikileyjarvörn og gerđi jafntefli viđ hann. Ţessir Spánverjar tefla flestir drottningarpeđsopnun svo ađ ţetta mót var fín ćfing í ađ tefla á móti henni. Nćsta skák var á móti Ramon Nogues Fernandez (1925) en ég stóđ mig hörmulega í nimso indverskri vörn og tapađi verđskuldađ. Eftir ţađ ţá fór ég á ágćts skriđ og vann ţrjár skákir í röđ, fyrst á móti frekar slökum gaur, Carlos Gines Perez Dominguez (1447). Síđan var ég frekar heppinn á móti Arturo Lopez Heras (1846) ţar sem ég var međ eiginlega tapađ og svo jafntefli og svo náđi ég ađ vinna. Ţriđja vinningsskákin í röđ var á móti Luis Iglesias Fernandez (1849) ţar sem ég vann í drottningarendatafli.

Óskar1

Skákin á móti Luis Iglesias, ekki Enrique Iglesias samt. Hann var bara hress ţarna áđur en skákin byrjađi, en ekki alveg eins hress ţegar hún var búin.

Ţá tapađi ég skák númer sex á móti Bruno Palomo Ruiperez (1942). Ég tefldi Ruy Lopez og var undir snemma í skákinni. Ţá var ég bara búinn ađ tefla á móti Spánverjum en fór ađ tefla á móti Skota, Alastair Dawson (1853). Hann tefldi Reti og klúđrađi skákinni niđur og ég endađi međ vinning. Svo tefldi ég aftur á móti 16 ára Spánverja í áttundu og síđustu umferđinni minni í B-flokknum, sem var Lluis Navarro Rico (1880). Hér er sú skák: 

(4) Davidsson,Oskar Vikingur (1707) - Navarro Rico,Lluis (1880) [C07]

Bali (8), 08.12.2016 

1.e4 e6 2.d4 d5 3.Nd2 c5 4.Ngf3 cxd4 5.Nxd4 a6 6.Bd3 Nc6 7.Nxc6 bxc6 8.0–0 Bc5 9.Nb3 Bb6 10.e5 Ne7 11.Be3 Bc7 12.f4 Bb6 13.Qf3 g6 14.Qf2 Rb8 15.Rad1 Bxe3 16.Qxe3 Qb6 17.Rf3 Qxe3+ 18.Rxe3 Rg8 19.Rf1 h6 20.Rh3 h5 21.Rf2 Kf8 22.c3 Kg7 23.Re3 Rb6 24.h3 h4 25.g4 hxg3 26.Rxg3 Rh8 27.Rh2 Rh4 28.Rg4 Rh6 29.h4 Rh5 30.Rg5 Rxg5+ 31.hxg5 Rb8 32.Nc5 a5 33.a4 d4 34.c4 Rb4 35.b3 Rb8 36.Bc2 Nf5 37.Bxf5 exf5 38.Rd2 Kf8 39.Rxd4 Ke7 40.Rd6 Rb6 41.Kf2 Be6 42.Ke3 Bc8 43.Kd3 Be6 44.Kd4 Bc8 45.Kc3 Ke8 46.Rf6 Ke7 47.Kc2 Ke8 48.e6 fxe6 49.Nxe6 Bxe6 50.Rxe6+ Kf7 51.Rd6 Rb8 52.Rxc6 Re8 53.Rf6+ Kg7 54.c5 Re4 55.c6 Re2+ 56.Kd3 Re1 57.Kd2 Re7 58.Kd3 Re1 59.Kc4 Rf1 60.Kb5 Rb1 61.Kb6 Rxb3+ 62.Kc7 Rb4 63.Kd7 Rxf4 64.c7 Rd4+ 65.Rd6 

1–0

óskar2

Útsýniđ af svölunum, stutt á ströndina

Ég mćli alveg međ ţessu móti fyrir Íslendinga, ţví ađ ţađ eru svo mörg mót í gangi ađ ţađ er auđvelt ađ finna eitthvađ sem passar fyrir mann, bćđi krakka og fullorđna. Hóteliđ er mjög gott og íslenski fáninn var fyrir utan ţađ á međan viđ vorum á hótelinu. Viđ bjuggum á 26. hćđ og veđriđ var gott, svona um 18 stig á hverjum degi og hćgt ađ fara niđur á strönd líka í labbitúr eđa í sjóinn. Ţađ var líka hćgt ađ kaupa sér gistingu međ fullu fćđi, og ţađ voru rosa hlađborđ á hverjum degi og síđan er líka ódýrt ađ ferđast ţangađ.

óskar3

Keppnisađstađa í A flokki, undir 2300 stigum

Keppnisađstađan er fín hjá B flokknum, en samt er eiginlega flottari ađstađa ţar sem A flokkurinn teflir. Á báđum stöđum voru ţeir međ heilan her af dómurum sem voru allir rosalega nćs, en eiginlega enginn talar ensku nema yfirdómarinn sem var smá feitur, međ fína slaufu og svitnađi mörgum lítrum í hverri umferđ.

Ţađ var keppt klukkan hálf fimm um eftirmiđdaginn, sem var mjög ţćgilegt. Ţá er mađur ekki ađ tefla mikiđ lengur en til klukkan átta en ég tefldi nokkuđ margar langar skákir. Svo er hćgt ađ undirbúa sig um morguninn. Ég var mjög ánćgđur međ ferđina, ég byrjađi í sćti númer 251 og endađi í sćti nr. 74 ţrátt fyrir ađ sleppa síđustu tveimur umferđunum og hćkkađi mig um 133 Elo stig eftir mótin tvö. Ég ţakka Skáksambandi Íslands fyrir stuđninginn.

Óskar Víkingur Davíđsson


Íslandsmótiđ í netskák fer fram 15. janúar

islm_netskak_stort2XXI. Íslandsmótiđ í netskák fer fram sunnudaginn 15. janúar Mótiđ fer fram á vefsíđunni Chess.com og hefst kl. 20:00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.

 

Mótiđ var áđur á dagskrá ţann 30. desember s.l., en ţví miđur ţurfti ađ aflýsa mótinu vegna óviđráđanlegra ađstćđna.

Í fyrstu var taliđ ađ tćknibilun hefđi orđiđ til ţess ađ fjöldi ţátttakenda gat ekki opnađ mótiđ. Nú liggur fyrir ađ svo var ekki. Orsökin reyndist vera allt önnur og mannlegri, en í ljós kom ađ fjöldi keppenda misskildi kerfiđ og tókst ekki ađ opna mótiđ međ réttum hćtti.

Ţađ er ţví afar mikilvćgt ađ allir, sérstaklega ţeir sem gátu ekki tekiđ ţátt síđast, kynni sér vel leiđbeiningar sem bćđi má finna hér og verđa sendar í tölvupósti á skráđ netfang ţátttakenda.

Athugiđ ađ ţeir sem eru međ ókeypis ađgang ađ Chess.com geta ađeins teflt í ţremur mótum í hverri viku. Gćta verđur ađ ţví ađ sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótiđ.

 

Davíđ Kjartansson er núverandi Íslandsmeistari í netskák, en hann hefur unniđ mótiđ oftast allra eđa sex sinnum!

Ţađ er Skákfélagiđ Huginn sem stendur fyrir mótinu.

Spurningar eđa athugasemdir er hćgt ađ senda á netfangiđ eggid77@gmail.com

 

ATHUGIĐ

  • ATH. Nauđsynlegt er ađ keppendur séu fyrirfram skráđir og búnir ađ opna mótiđ áđur en ţađ hefst. Beinn tengill á mótiđ verđur auglýstur (hér) sólarhring fyrir mót.
  • Mótiđ er tímastillt og fer sjálfkrafa af stađ kl. 20, sunnudaginn 15. janúar. Ekki verđur hćgt ađ bćta keppendum í mótiđ eftir ađ ţađ hefst, ekki einu sinni skráđum keppendum.
  • Lokađ verđur fyrir skráningu kl. 18:00, sunnudaginn 15. desember – Ekki verđur tekiđ viđ skráningum eftir ţann tíma.
  • Athugiđ ađ ţeir sem eru međ ókeypis ađgang ađ Chess.com geta ađeins teflt í ţremur mótum í hverri viku. Gćta verđur ađ ţví ađ sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótiđ.

 

1. Skráning. Athugiđ ađ ljúka verđur báđum skrefum til ađ vera skráđur í mótiđ.

Allir verđa ađ fara á síđu mótsins á Chess.com og smella á „Join“ ţar. Athugiđ ađ síđa mótsins er EKKI mótiđ sjálft.

Vinsamlegast athugiđ ađ ljúka ţarf báđum skrefum hér ađ neđan til ađ vera fullskráđur í mótiđ.

1.1. Annars vegar er nauđsynlegt ađ fylla út skráningarformiđ, en öđruvísi er ekki hćgt ađ bera kennsl á keppendur vegna verđlauna.

1.2. Hins vegar ţurfa keppendur ađ skrá sig í hóp mótsins á Chess.com, en öđruvísi sjá ţeir ekki mótiđ á vefnum. Athugiđ ađ hópur mótsins á Chess.com er ekki mótiđ sjálft.

 

Ţeir sem skráđu sig til leiks fyrir mótiđ ţann 30. desember, ţurfa ekki ađ skrá sig aftur. Hćgt er ađ skođa keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litađ grćnt, ţá er skráningin í gildi og í lagi.

Ţeir sem ekki ljúka báđum skrefunum, eru ekki skráđir í mótiđ og geta ekki tekiđ ţátt. Hćgt er ađ skođa keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litađ grćnt, ţá er skráningin í lagi.

 

2. Tímamörk og leiđbeiningar til ađ opna mótiđ

Svona lítur mótsglugginn út – Nauđsynlegt er ađ smella á „Join“ ţarna og ţađ verđur ađ gerast FYRIR upphaf móts.

Tímamörk eru 3 + 2 (3 mínútur + 2 viđbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferđir.

2.1. Einfaldast er ađ nota beinan tengil á mótiđ (verđur auglýstur sólarhring fyrir mót) og smella á „Join“ takkann (eins og á myndinni hér til hliđar). Join takkinn birtist kl. 19, sunnudaginn 15. janúar.

2.2. Mikilvćgt er ađ ţađ sé gert áđur en mótiđ hefst, en ekki verđur hćgt ađ bćta viđ keppendum eftir ađ mótiđ er hafiđ, ekki einu sinni skráđum keppendum.

 

Öruggast er ađ opna mótiđ međ beina tenglinum (auglýstur sólarhring fyrir mót) strax kl. 19, sunnudaginn 15. janúar og smella á „join“.

Athugiđ ađ ţeir sem eru međ ókeypis ađgang ađ Chess.com geta ađeins teflt í ţremur mótum í hverri viku. Gćta verđur ađ ţví ađ sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótiđ.

Lendi keppendur í vandrćđum međ ađ opna mótiđ, er nauđsynlegt ađ láta vita af ţví strax (kl. 19) svo mögulegt sé ađ leysa úr ţví. Senda skal póst á netfangiđ eggid77@gmail.com.

Vefstjóri Chess.com verđur á svćđinu til ađ fylgjast međ, og leđibeina, ef eitthvađ er ađ.

 

Ókeypis ađ skrá notanda

Ţeir sem ekki eru skráđir á Chess.com geta skráđ sig á vef ţeirra en ţađ er ókeypis.

Bent er á ađ einfalt er ađ endurnýja lykilorđ, hafi ţađ tapast, međ ţví ađ fara á ţessa slóđ – https://www.chess.com/forgot – og skrá ţar inn netfang.

Athugiđ ađ ţeir sem eru međ ókeypis ađgang ađ Chess.com geta ađeins teflt í ţremur mótum í hverri viku. Gćta verđur ađ ţví ađ sá kvóti hafi ekki klárast fyrir mótiđ.


Ćfingamót fyrir Íslandsmótiđ í netskák í kvöld, mánudag

Í kvöld (mánudag) kl. 20 fer fram ćfingamót á skákţjóninum Chess.com. Mótiđ er hugsađ fyrir ţá sem lentu í vandrćđum međ ađ opna mótiđ ţann 30. desember s.l. eđa eru ekki vissir um hvernig kerfiđ virkar.

Ţeir sem eru skráđir í Íslandsmótiđ í netskák – hér – ţurfa ekki ađ skrá sig sérstaklega í ćfingamótiđ.

Ađrir skrá sig sbr. leiđbeiningarnar hér ađ neđan.

Skráđir keppendur geta opnađ ćfingamótiđ međ beina tenglinum á mótiđ. -. Ágćtt er ađ fara ţar inn kl. 19 og smella á „join“ í glugganum sem opnast.

Mótiđ er tímasett og fer sjálfkrafa af stađ kl. 20. Ekki er hćgt ađ bćta viđ keppendum eftir ađ mótiđ hefst, ekki einu sinni skráđum keppendum.

Tefldar verđa sjö umferđir međ umhugsunartímanum 3+2.

 

Spurningar eđa athugasemdir er hćgt ađ senda á netfangiđ eggid77@gmail.com

 

1. Skráning. Athugiđ ađ ljúka verđur báđum skrefum til ađ vera skráđur í mótiđ.

Allir verđa ađ fara á síđu mótsins á Chess.com og smella á „Join“ ţar. Athugiđ ađ síđa mótsins er EKKI mótiđ sjálft.

Vinsamlegast athugiđ ađ ljúka ţarf báđum skrefum hér ađ neđan til ađ vera fullskráđur í mótiđ.

1.1. Annars vegar er nauđsynlegt ađ fylla út skráningarformiđ, en öđruvísi er ekki hćgt ađ bera kennsl á keppendur vegna verđlauna.

1.2. Hins vegar ţurfa keppendur ađ skrá sig í hóp mótsins á Chess.com, en öđruvísi sjá ţeir ekki mótiđ á vefnum. Athugiđ ađ hópur mótsins á Chess.com er ekki mótiđ sjálft.

 

Ţeir sem skráđu sig til leiks fyrir mótiđ ţann 30. desember, ţurfa ekki ađ skrá sig aftur. Hćgt er ađ skođa keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litađ grćnt, ţá er skráningin í gildi og í lagi.

Ţeir sem ekki ljúka báđum skrefunum, eru ekki skráđir í mótiđ og geta ekki tekiđ ţátt. Hćgt er ađ skođa keppendalistann hér og athuga hvort notandanafn sé ekki örugglega litađ grćnt, ţá er skráningin í lagi.

Nánar á Skákhuganum.


"Bókin" hafđi betur í fyrstu umferđ Skákţings Akureyrar

Skákţing Akureyrar, hiđ 79. í röđinni, hófst í gćr í Skákheimilinu. Ţrettán keppendur mćttu til leiks. Eins og fyrirsögnin ber međ sér fór allt eftir bókinni, ţ.e. í öllu skákum dagsins varđ sá stigahćrri ofan á. Ţetta gerist víst nokkuđ oft, en vonandi ekki alltaf. Viđ bíđum komandi umferđa og sjáum til. En í dag lauk ţessu sem hér segir:

  • Ulker Gasanova-Jón Kristinn Ţorgeirsson       0-1
  • Haraldur Haraldsson-Fannar Breki Kárason      1-0
  • Alex C. Orrason-Andri Freyr Björgvinsson      0-1
  • Tómas V. Sigurđarson-Gabríel F. Björnsson     1-0
  • Ágúst Ívar Árnason-Sveinbjörn Sigurđsson      0-1
  • Karl Egill Steingrímsson-Heiđar Ólafsson      1-0

Hreinn Hrafnsson sat hjá.

Nćsta umferđ verđur tefld eftir viku og ţá eigast ţessi viđ:

  • Jón Kristinn og Tómas Veigar
  • Sveinbjörn og Haraldur
  • Andri Freyr og Hreinn
  • Fannar Breki og Karl Egill
  • Garbíel Freyr og Ulker
  • Heiđar og Alex Cambray
  • Ágúst Ívar situr hjá

Heimasíđa SA


Fréttir af barna- og unglingastarfi Hugins - hefst eftir hlé í dag

IMG_2768
Skákfélagiđ Huginn er međ barna- og unglingaćfingar í Mjóddinni á mánudögum fyrir krakka á grunnskólaaldri. Svo hafa einnig veriđ sérćfingar fyrir félagsmenn í Mjóddinni á ţriđjudögum og laugardögum eftir ţví sem til hefur falliđ. Á ćfingunum eru tefldar 5-6 umferđir međ umhugsunartímanum 7 eđa 10 mínútum.Ţátttakendur leysa dćmi og fariđ er í grunnatriđi međ byrjendum eftir ţví sem tími vinnst til. U.ţ.b einu sinni í mánuđi er félagsćfing ţar sem er ţemaskák og um miđbik ćfingarinnar er gert hlé ţegar pizzzurnar koma. Í öđrum tímum er kennsla ţar sem fariđ er í byrjanir, dćmi og endtöfl allt eftir ţörfum ţeirra sem taka ţátt.. 

Óskar Víkingur Davíđsson er efstur í stigakeppni Huginsćfinganna í Mjóddinni međ 34 stig. Ţrátt fyrir fjarveru í lok nóvember og desember vegna ţátttöku í öđrum mótum er forysta hans örugg ţví annar er Stefán Orri Davíđsson međ 20 stig. Jöfn í ţriđja og fjórđa sćti koma Batel Goitom Haile og Einar Dagur Brynjarsson međ 19 stig. Ţađ hefur veriđ góđ mćting á haustmisseri en ţađ hafa 14 ţátttakendur mćtt á 12 eđa fleiri ćfingar af 17 mögulegum. Ţar af hafa ţrír mćtt á ţćr allar en ţađ eru Einar Dagur Brynjarsson, Óttar Örn Bergmann Sigfússon og Rayan Sharifa. Nćsta ćfing sem er fyrsta ćfing eftir jólafrí verđur  mánudaginn 9. janúar 2017 og hefst kl. 17.15. Ţar er um ađ rćđa félagsćfingu ţar sem skipt er í tvo flokka eftir styrkleika og aldri og höfđ ţemaskák í 2. og 3. umferđ í eldri flokki. Ađ ţessu sinni verđur stađa úr Skoska leikum tekin fyrir en ţađ hefur ekki veriđ gert áđur, ţrátt fyrir dálćti umsjónarmanns ćfinganna á ţeirri byrjun. Skákir, stöđumyndir og upplýsingar um upphafsstöđu hafa veriđ sendar til félagsmanna. Nćsta almenna ćfing verđur mánudaginn 16. janúar. Ćfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hćđ.

Í lok vetrar verđa veitt bókarverđlaun handa ţeim sem mćtt hafa best yfir veturinn og til ţeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og ţeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Stađan í stigakeppninni og listi yfir ţá sem hafa mćtt best er hér fyrir neđan.

Međ besta mćtingu eru:

  • Einar Dagur Brynjarsson, 17 mćtingar
  • Óttar Örn Bergmann Sigfússon, 17 mćtingar
  • Rayan Sharifa, 17 mćtingar
  • Brynjar Haraldsson, 16 mćtingar—-„——
  • Óskar Víkingur Davíđsson, 16 mćtingar
  • Stefán Orri Davíđsson, 15 mćtingar
  • Andri Hrannar Elvarsson, 14 mćtingar
  • Batel Goitom Haile, 14 mćtingar
  • Gunnar Freyr Valsson, 14 mćtingar
  • Zofia Momuntjuk, 14 mćtingar
  • Bjartur Freir Heide Jörgensen, 13 mćtingar
  • Brynjólfur Yan Brynjólfsson, 13 mćtingar
  • Wiktoria Momuntjuk, 13 mćtingar
  • Einar Tryggvi Petersen, 12 mćtingar
  •  

Efstir í stigakeppninni:

  1. Óskar Víkingur Davíđsson 34 stig
  2. Stefán Orri Davíđsson 20 stig
  3. Batel Goitom Haile 19 stig
  4. Einar Dagur Brynjarsson 19 stig
  5. Ţórdís Agla Jóhannsdóttir 13 stig
  6. Andri Hrannar Elvarsson 12 stig
  7. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 11 stig
  8. Einar Tryggvi Petersen 10 stig
  9. Rayan Sharifa   7 stig

Atkvöld hjá Hugin í kvöld

Atkvöld verđur hjá Huginn mánudaginn 9. janúar 2017 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 3 mínútur + 2 sekúndur á hvern leik. Síđan verđa  ţrjár atskákir međ umhugsunartímanum tíu mínútur + 5 sekúndur á hvern leik.. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskák- og atskákstiga.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţing Reykjavíkur hefst í dag kl. 13 - enn hćgt ađ skrá sig

SkakthingReykjavikurLogo17

Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 8. janúar kl. 13. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 90 mínútur og bćtast viđ 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik alla skákina. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 1-6. Leggja skal inn ósk um yfirsetu til skákstjóra áđur en parađ er í viđkomandi umferđ. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Athygli er vakin á ţví ađ umferđir á sunnudögum hefjast kl. 13:00.

Dagskrá

1. umferđ sunnudag 8. janúar kl. 13.00
2. umferđ miđvikudag 11. janúar kl. 19.30
3. umferđ sunnudag 15. janúar kl. 13.00
4. umferđ miđvikudag 18. janúar kl. 19.30
5. umferđ sunnudag 22. janúar kl. 13.00
6. umferđ miđvikudag 25. janúar kl. 19.30
7. umferđ sunnudag 29. janúar kl. 13
8. umferđ miđvikudag 01. febrúar kl. 19.30
9. umferđ föstudag 03. febrúar kl. 19.30

Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 5. febrúar kl. 13 og verđur ţá jafnframt verđlaunaafhending fyrir Skákţingiđ.

Tímamörk

90 mín á 40 leiki, síđan 15 mín, auk 30 sek eftir hvern leik alla skákina.

Skákstjórn

Yfirdómari mótsins verđur Ríkharđur Sveinsson (rz@itn.is / s.772 2990).

Ađalverđlaun

  • 1. sćti kr. 120.000
  • 2. sćti kr. 60.000
  • 3. sćti kr. 30.000

Stigaverđlaun

  • Besta frammistađa miđađ viđ eigin stig (rating performance – eigin stig) – kr. 10.000.
  • U2000 og U1800 – kr. 10.000.
  • U1600, U1400, U1200, stigalausir – bókaverđlaun.

Ćskulýđsverđlaun

  • Bókaverđlaun fyrir efstu stúlkuna og efsta piltinn í árgangaflokkum 2001-2003, 2004-2007, 2008 og yngri.

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna (íslensk stig til vara). Hver keppandi getur ađeins hlotiđ ein aukaverđlaun (ofangreind röđ verđlauna gildir).

Ţátttökugjöld (greiđist međ reiđufé viđ upphaf móts).

kr. 5.000 fyrir 18 ára og eldri.
kr. 2.500 fyrir 17 ára og yngri.

Skráningarform

Skráđir keppendur

Keppt er um titilinn “Skákmeistari Reykjavíkur 2017” og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.

Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort útreikningur), en stigaútreikningur (tiebreaks) látinn skera úr um verđlaunasćti. Í öđrum verđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess sem hefur flest stig eftir stigaútreikning. Stigaútreikningur verđur eftirfarandi: 1. Sonneborn-Berger 2. Innbyrđis úrslit 3. Fjöldi sigra 4. Median Buchholz.

Skákţing Reykjavíkur er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. Skákir mótsins verđa slegnar inn og birtar á pgn formi.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 12.45.


Skákţáttur Morgunblađsins: Ívantsjúk og Karjakin unnu

G2P10MI30Úkraínumađurinn Vasilí Ívantsjúk varđ heimsmeistari í atskák á miđvikudaginn og í gćr varđ Rússinn Sergei Karjakin heimsmeistari í hrađskák. Teflt var í opnum flokki og kvennaflokki í Doha, höfuđborg Katar, dagana 26.-30. desember. 

Carlsen međ jafntefli viđ Leko

Magnús Carlsen sem varđi heimsmeistaratitil sinn gegn Karjakin í New York á dögunum, varđ efstur ásamt öđrum í báđum mótunum en mátti bíta í ţađ súra epli ađ missa af titlunum sem keppt var um eftir stigaútreikning. Hann hafđi hálfs vinnings forystu á Karjakin fyrir lokaumferđina í hrađskákinni en í lokaumferđinni varđ hann ađ sćtta sig viđ jafntefli gegn Ungverjanum Peter Leko. Viđ ţađ komst Karjakin upp ađ hliđ Carlsens og vann á stigum, en ţeir hlutu báđir 16˝ vinning af 21 mögulegum. Í 3. sćti varđ Rússinn Daniil Dubov međ 14˝ vinning. 

Í kvennaflokki vann Anna Muzychuk frá Úkraínu heimsmeistaratitla í báđum greinum. Hlaut hún 9˝ vinning af 12 mögulegum í atskákhlutanum og í hrađskákinni fékk hún 13 vinninga af 17 mögulegum. Systir Önnu, Maria Muzychuk, er fyrrverandi heimsmeistari í skák en tapađi titlinum í hendur kínversku skákkonunnar Hou Yifan fyrr á ţessu ári. 

Magnús var sigurstranglegur

Í atskákhluta opna flokksins voru keppendur 106 talsins en tímamörkin voru 15 5, ţ.e. 15 mínútur á alla skákina ađ viđbćttum 5 sekúndum eftir hvern leik. Í atskákhluta kvennamótsins, ţar sem keppendur voru 34 talsins, voru tefldar 12 umferđir međ sömu tímamörkum. Magnús Carlsen, sem vann atskákmótiđ í Berlín í fyrra, var fyrir fram álitinn sigurstranglegur en í Doha byrjađi hann illa alla ţrjá keppnisdagana. Međ ţví ađ vinna fjórar síđustu skákirnar náđi hann samt efsta sćtinu ásamt Ívantsjúk og Rússanum Alexander Grischuk. Ţeir hlutu 11 vinninga af 15 mögulegum. Eftir stigaútreikning var Ívantsjúk úrskurđađur sigurvegari og heimsmeistari í atskák, Grischuk fékk silfriđ og Magnús varđ ađ gera sér bronsiđ ađ góđu. 

Hrađskákkeppnin, sem hófst á fimmtudaginn og lauk um miđjan dag í gćr, dró til sín 108 keppendur í opna flokknum en snerist fljótt upp í keppni Karjakins og Magnúsar Carlsen um heimsmeistaratitilinn. Tímamörk voru 3 2 og tefld var 21 umferđ. Karjakin og Magnús mćttust í 16. umferđ og lagđi Karjakin Magnús ađ velli.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. desember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Lausnir á jólaskákţrautum

M. Lipton 1965 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik

GIS10LMMV

Lausn: 1. Bf5

a) 1. ... Kxb5 2. Rc3 mát; b) 1. ... axb5 2. Rxc5 mát. c) 1. ... Kxb3 2. Rxc5 mát.

H.D.O. Bernand 1903 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik.

GIS10LMMN

Lausn: 1. Ha1

a) 1. ... Kf5 2. Db1 mát; b) 1. ... d5 2. Bd3 mát. c) 1. ... e6 2. Rxd6 mát. d) 1. ... e5 2. Rxd6 mát.

W. Shinkman 1877 

Hvítur leikur og mátar í 2. leik

GIS10LMME

Lausn: 1. Ba4

a) 1. ... Kxd5 2. Bb3 mát; b) 1. ... d6 2. Rbc7 mát; c) 1. ... f6 2. Rdc7 mát; d) 1. ... f5 2. Dg8 mát.

1. O. Würzburg 1896 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik

GIS10LMN3

Lausn: 1. Bh3

a) 1. ... a5 2. Da6+ Kxa6 3. Bc8 mát; b) 1. ... e4 2. Dg4 og 3. Dc8 mát;; c) 1. ... Ka8 2. Dg4 og 3. Dc8 mát; d) 1. ... Kb8 2. Dg4 og 3. Dc8 mát; e) 1. ... Kc7 2. Dg4 e1) 2. ... Kd8 3. Dd7 mát; e2) 2. ... Kb8 3. Dc8 mát.

A. Kraemer 1936 

Hvítur leikur og mátar í 3. leik

GIS10LMMA

Lausn: 1. Hb1 Kg7 2. Db7+

a) 2. ... Kh8 3. Db2 mát; b) 2. ... Kh6 3. h8(D) mát; c) 2. ... Kf6 3. Hb6 mát; d) 2. ... Kf8 3. h8(D) mát.

E. Pogosjants 1964 

Hvítur leikur og vinnur.

GIS10LMMR

Lausn: 1. Kf6 Kh6 2. d6 Re8+!

Góđ vörn. Eftir 2. ... e3 3. d7 e2 4. Bxe2 Re8+ 5. Ke7 vinnur hvítur auđveldlega.

3. Bxe8 e3 4. d7 e2 5. d8(R)! e1(R)

Ekki 5. ... e1(D) 6. Rf7+ Kh5 7. Re5+ og svartur verđur mát eđa drottningin fellur; 7. ... Kh6 8. Rg4 mát eđa 7. ... Kh4 8. Rf3+ og síđan 9. Rxe1. Endatafliđ međ kóng, biskup og riddara gegn kóngi er frćđilega unniđ ţó ađ góđa tćkni ţurfi til.

6. Rc6 riddaraleikur 7. Re7 riddaraleikur 8. Rg8 mát.

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 31. desember 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


Skákţing Akureyrar hefst á morgun

Sunnudaginn 8. janúar hefst Skákţing Akureyrar. Tefldar verđa 7 eđa 9 umferđir og fer ţađ eftir ţátttöku. Teflt verđur á sunnudögum og fćr hver keppandi  90 mínútur á hverja skák. Ađ auki bćtast viđ 30 sek. fyrir hvern leik.

Verđlaunagripir verđa fyrir ţrjú efst sćtin en ađ auki verđa veitt sérstök fegurđarverđlaun og verđlaun fyrir mestu stigahćkkunina í mótinu. Allir geta ţví unniđ til verđlauna!
Hćgt er ađ skrá sig á netfangiđ sigarn@akmennt.is ,á Facbooksíđu félagsins eđa međ SMS í síma 892 1105.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 136
  • Frá upphafi: 8780613

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband