Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2016
17.7.2016 | 17:23
MVL öruggur sigurvegari Dortmund-mótsins
Franski stórmeistarinn Maxime Vachier-Lagrave (2798) vann öruggan sigur á Dortmund-mótinu sem lauk í dag. Sá franski hlaut 5˝ vinning í 7 skákum og varđ 1˝ vinningi fyrir ofan nćstu menn sem voru Kramnik (2812), Caruana (2810) og Dominguez (2713). M
MVL hefur veriđ á mikilli siglingu undanfariđ og er nú í öđru sćti heimslistans í skák.
Frakkinn ungi er mikill knattspyrnuáhugamađur og gerđi grín ađ ritstjóra Skák.is ţegar leikur Íslands og Frakklands í stöđunni 4-0 á EM.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24) - hefjast kl. 13:15
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2016 | 13:14
Carlsen á sigurbraut - Wesley So lagđur ađ velli í gćr
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2855) heldur áfram sigurgöngu sinni á Bilbaó-ofurmótinu. Í gćr vann Wesley So (2770). Ţriđja sigurskákin í röđ. Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Reyndar er ţađ ţannig ađ öllum öđrum en skákum Carlsens hefur lokiđ međ jafntefli! Carlsen hefur 9 stig, en veitt er 3 stig fyrir sigur en 1 stig fyrir jafntefli. Nakamura er annar međ 6 stig og Giri (2785) er ţriđji međ 4 stig. Fimmta umferđ hefst kl. 14 og ţá teflir heimsmeistarinn viđ Giri.
Lesa má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ţjóđverjar unnu nauman sigur á heimsmeistaramóti skáksveita skipađra keppendum 50 ára og eldri ţeir fengu 16 stig, jafnmörg Armenum, en ađrir ţćttir sem teknir eru inn ţegar sveitir verđa jafnar voru Ţjóđverjum hagstćđari. Fyrsta borđs mađur ţeirra, Uwe Bönsch, náđi frábćrum árangri og hlaut 7˝ vinning úr níu skákum. Bronsverđlaun hlutu Englendingar, en ţeir höfđu innanborđs hina ţekktu stórmeistara John Nunn og Jonathan Speelman.
Íslensku sveitina skipuđu Jóhann Hjartarson, sem fékk fjóra vinninga af átta mögulegum á 1. borđi, greinarhöfundur hlaut fimm vinninga af átta á 2. borđi, Margeir Pétursson hlaut sex vinninga af átta og hlaut silfurverđlaun 3. borđsmanna, 4. borđsmađurinn Jón L. Árnason hlaut fimm vinninga af átta mögulegum og Friđrik Ólafsson hlaut ţrjá vinninga af fjórum mögulegum.
Fyrir fram var Íslandi rađađ í efsta sćti styrkleikalistans en alls tóku 57 liđ ţátt í 50+ flokknum. Ţess vegna er 7. sćti vonbrigđi. Ţó gerđist ţađ einn góđan veđurdag í Dresden ađ okkur leiđ öllum eins og sigurvegurum og var ţađ vegna íslenska knattspyrnulandsliđsins sem snerti einhvern streng út yfir alla Evrópu og víđar sem náđi langt út fyrir knattspyrnuna.
Skák Jóhanns viđ Vaganjan í viđureign Íslands og Armeníu er kannski lýsandi fyrir lánleysi liđsins en var ţó einn af hápunktum mótsins og gat Jóhann veriđ stoltur af taflmennsku sinni ţrátt fyrir tapiđ:
Dresden 2016 HM 50+; 6. umferđ:
Jóhann Hjartarson( Ísland) Rafael Vaganjan (Armenía)
Frönsk vörn
1. e4
Gefur kost á franskri vörn, uppáhaldsbyrjun Vaganjans.
1. ... e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. Be2 Rh6 7. Bxh6! gxh6
Jóhann vissi ađ b2-peđiđ er eitrađ; eftir 7. ... Dxb2 kemur 8. Be3! Dxa1 9. Dc2! og svarta drottningin er í vanda.
8. Dd2 Bg7 9. O-O O-O 10. Ra3 cxd4 11. cxd4 Bd7 12. Rc2 f6 13. exf6 Hxf6 14. b4 a6 15.a4 Hxf3!?
Skiptamunsfórn sem sést hefur áđur. Vandinn er sá ađ ţađ er auđveldara ađ tefla svörtu stöđuna. Og Vaganjan tefldi mjög hratt!
16. Bxf3 Rxd4 17. Rxd4 Dxd4 18. Dxd4 Bxd4 19. Ha2 Hc8 20. Hb1 Kf7 21. g3 Ke7 22. Kg2 Kd6 23. Bg4 h5!? 24. Bxh5 e5 25. b5 a5 26. Hd1 Bc3 27. Bf3 Be6 28. Hc2 b6
Hvítur er skiptamun yfir en peđastađa svarts er sterk og einnig kóngsstađan. Samt eru vinningsmöguleikarnir allir hvíts megin.
29. Be4! d4 30. f4 exf4! 31. gxf4 Kc5!
Kóngurinn heldur í tvísýnt ferđalag. Dćmigert fyrir Vaganjan.
32. He2 Kb4 33. Bc2 Bc4 34. He7 Ka3 35. Hd7 Be2 36. Hb1 Ka2 37. Bxh7 Hf8 38. Kg3 He8
39. Hg1
Jóhann taldi ađ hann hefđi leikiđ skákinni niđur međ ţessum leik rétt fyrir tímamörkin. En tapleikurinn kemur síđar ţó ađ 39. h4! eđa 39. Kf2 hefđi veriđ betra.
39. ... Kb3 40. Hb1+ Kxa4 41. Bc2+
41. h4! var best.
41. ... Ka3 42. f5?
Og nú var best ađ leika 42. Hd6 og enn á hvítur sigurmöguleika.
42. ...Ka2 43. Hg1 Kb2! 44. Ba4 d3 45. Kf2 He5
Skyndilega er svartur kominn međ unniđ tafl.
46. Hg5 Bd2 47. Hg3 Hxf5+ 48. Kg2 Hg5 49. Hxg5 Bxg5 50. Kf2 Ka3 51. Hd4 Be7 52. Hc4 Bb4 53. Bc2 dxc2
og Jóhann gafst upp.
Rússar unnu flokk keppenda 65 ára og eldri, en í sveit ţeirra voru kunnir kappar á borđ viđ Balasjov, Vasjúkov og Svesnikov. Nćsta heimsmeistaramót öldunga fer fram í strandbćnum Eretríu í Grikklandi undir lok apríl á nćsta ári.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 9. júlí 2016
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2016 | 09:00
MVL međ vinningsforskot í Dortmund - kominn í annađ sćti heimslistans
Franski skákmađurinn Maxime Vachier-Lagrave (2798) heldur áfram ađ gera góđa hluti á Dortmundar-mótinu sem nú er í gangi. Í fimmtu umferđ, sem fram fór í gćr, vann Evgeny Najer (2687). MVL hefur 4 vinninga og hefur vinningsforskot á nćstu menn sem eru Ponomarov (2706) og Dominguez (2713). Kramnik (2812) og Caruana (2810) gerđu jafntefli í gćr og eru í 2.-6. sćti međ 2˝ vinning.
Međ frammistöđu sinni í Dortmund hefur Frakkinn náđ öđru sćti á heimslistanum. Kominn upp fyrir Kramnik og Caruana.
Nánar má lesa um gang mála á Chess.com.
Sjötta umferđ byrjar kl. 13:15 í dag.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24) - hefjast kl. 13:15
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2016 | 07:46
Heimsmeistarinn vann áskorandann - kominn á toppinn í Bilbaó
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2755) lét ekki tapiđ fyrir Hikaru Nakamura (2787) í Bilbaó sitja lengi í sér og hefur unniđ tvćr skákir í röđ. Í gćr vann áskorandann Sergey Karjakin (2773). Hrein úrslit í öllum skákum heimsmeistarans á mótinu. Í Bilbaó eru veitt 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli og er Norđmađurinn kominn á toppinn en öđrum skákum í gćr lauk međ jafntefli. Nakamura er annar međ 5 stig.
Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ. Í fjórđu umferđ teflir Carlsen viđ Wesley So (2770), Nakamura viđ Anish Giri (2785) og Karjakin (2773) viđ Wei Yi (2696).
Lesa má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)
15.7.2016 | 10:44
Skáktilbođ á tónlistarviđburđ á morgun í Hörpu - skákmenn hvattir til ađ fjölmenna
Vakin er athygli á tónlistarviđburđi, sem Skáksamband Íslands stendur fyrir í Norđurljósasal Hörpu, laugardaginn 16. júlí nk., en ţar kemur fram píanistinn SoRyang Yoo, sem borin er og barnsfćdd í Seoul í S-Kóreu. Henni var á unga aldri spáđ miklum frama í tónlistinni og hafđi ţegar 11 ára ađ aldri unniđ til fjölda tónlistarverđlauna í heimalandi sínu. 16 ára gömul yfirgaf hún heimabć sinn og hélt til Evrópu til ađ afla sér frekari menntunar í tónlistinni.
Hún útskrifađist frá Folkvang-Tónlistarháskólanum í Essen međ prófgráđu sem konsert píanisti, innritađist ađ ţví loknu í Tón-og sviđslistaskólann í Vínarborg og lauk ţađan prófi sem Master of Arts. Síđan ţá hefur SoRyang haldiđ tónleika víđa um lönd, ađallega í Evrópu. Hún er vel ţekkt fyrir túlkun sína á Mozart og heldur reglulega tónleika, ţar sem verk hans eru flutt, í Mirabell-höllinni í Salzburg, Mozart-húsinu og í St. Péturskirkjunni í Vínarborg.
Líklega er SoRyang kunnust fyrir ađ hafa flutt músíkina úr tónlistarsölunum út á opin svćđi borganna og ţannig gefiđ almenningi kost ađ á njóta klassískra verka hinna miklu meistara. Hún hefur haldiđ tónleika á ýmsum sögufrćgum stöđum, m.a í Vínarborg og ýmsum öđrum borgum í Evrópu. Ţetta hefur boriđ hróđur SoRyang víđa, langt út fyrir hiđ nýja heimaland hennar, Austurríki.
Ţeim sem hafa hug á ađ vita meira um SoRuyang er hćgt ađ benda á vefsíđu hennar eđa ţá "gúgla" SoRyang Yoo, SoRyang pianiste, eđa eitthvađ í ţá veru. Ţar er ađ finna mikinn fróđleik um feril hennar auk fjölda hljóđdćma frá tónleikum hennar.
Tildrög ţessara tónleika eru í stuttu máli ţau ađ Friđrik Ólafsson, stórmeistari, kynntist SoRyang á skákhátíđ í Dresden sem hann hefur sótt undanfarin ár, en ţađ er sambýlismađur SoRyang, Dr. Rainer Maas, sem stađiđ hefur fyrir skákhátíđinni í samvinnu viđ borgaryfirvöld í Dresden og skákhreyfinguna ţar í borg. Ţess má geta ađ Dr.Maas, sem rekur öflug fyrirtćki í byggingariđnađinum í Dresden og víđar, er einlćgur ađdáandi skáklistarinnar og hefur látiđ gott af sér leiđa í hennar ţágu. Er nú Dresden talin sú borg í Ţýskalandi ţar sem skáklífiđ stendur međ hvađ mestum blóma og eru ţó margar um hituna.
Til ţess ađ gera langa sögu stutta ţá hafđi Dr. Maas samband viđ Friđrik fyrir nokkru og tjáđi honum áhuga ţeirra SoRyang á ţví ađ koma til Íslands í sumar og ferđast hér um. Hann gat ţess í leiđinni ađ SoRyang gćti vel hugsađ sér ađ halda hér einn konsert eđa svo. Brást Skáksamband Íslands vel viđ óskinni og tók ađ sér skipulagningu tónleikanna.
Meiri upplýsingar um tónleikana er ađ finna á vefsíđu Hörpu.
Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2855) lét tapiđ gegn Hikaru Nakamura (2787) ekki sitja í sér lengi og vann kínverska undradrenginn Wei Yi (2696) í annarri umferđ Bilbaó-mótsins í gćr. Öđrum skákum lauk međ jafntefli - ţar á međal hörkuskák Anish Giri (2785) og Sergey Karjakin (2773). Í dag mćtast Karjakin og Carlsen og verđur fróđlegt ađ fylgjast međ ţeirri skák - en ţeir mćtast einmitt í heimsmeistaraeinvígi í nóvember í New York.
Nakamura (2787) er efstur međ 4 stig en veitt er 3 stig fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli. Carlsen er annar međ 3 stig.
Lesa má lesa um gang mála í gćr á Chess.com.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)
14.7.2016 | 14:55
Nakamura vann Carlsen í Bilbaó - MVL efstur í Dortmund
Hikaru Nakamura (2787) vann heimsmeistarann Magnus Carlsen (2855) í fyrstu umferđ ofurmótsins í Bilbaó. Söguleg tíđindi enda hafđi Nakamura aldrei unniđ Carlsen fyrr en í gćr en tapađ fyrir honum 12 sinnum! Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Önnur umferđ er nýhafin en ţar teflir Carlsen viđ Wei Yi (2696), Nakamura viđ landa sinn Wesley So (2770) og áskorandinn Karjakin (2773) viđ Anish Giri (2785).
Lesa má um skák Carlsen og Nakamura á Chess.com.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast kl. 14)
Frídagur er í dag í Dortmund. Ţegar fjórum umferđum af sjö er lokiđ er Maxime Vachier-Lagrave (2798) efstur međ 3 vinninga. Taflmennska Kramniks (2812) gegn Buhmann (2653) hefur vakiđ mikla athygli en ţar fórnađi nćststigahćsti skákmađur heims tveimur mönnum og síđar drottningunni. Honum tókst ţó ekki ađ vinna. Hćgt er ađ lesa um skákina á Chess.com.
Mótinu er framhaldiđ á morgun. Ţá mćtast međal annars Kramnik og Caruana (2810).
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (Chess24) - hefjast kl. 13:15
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Ólympíumót 16ára og yngri fer fram síđar í mánuđinum í Slóvakíu. Skáksamband Íslands sendir liđ til keppni. Liđiđ skipa Vignir Vatnar Stefánsson, Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson, Bárđur Örn Birkisson og Svava Ţorsteinsdóttir en eitt stúlknasćti er í hverri sveit. Krakkarnir hafa veriđ dugleg viđ ćfingar undanfariđ sem hafa veriđ í umsjón og skipulagningu Skákskóla Íslands. Liđsstjóri sveitarinnar verđur Kjartan Maack varaforseti Skáksambandsins.
Á ţriđjudaginn kemur mun sveitin fá góđa upphitun. Ţá munu sjálfir Ólympíumeistararnir 16ára og yngri frá árinu 1995 etja kappi viđ sveitina. Sú sveit eins og flestir muna vann afar merkilegan sigur á ţessu móti fyrir röskum tuttugu árum og lifir setning liđsstjórans Haralds Baldurssonar góđu lífi ţegar hann sagđi; "ekki má vanmeta Rússana".
Viđureignin fer fram á ţriđjudaginn klukkan 12:00. Tefldar verđa fjórar hrađskákir allir viđ alla og fer viđureignin fram á útitaflinu viđ Lćkjargötu. Áhorfendur hvattir til ađ mćta!
Hér má lesa gamalt viđtal viđ Braga og Björn Ţorfinnssyni sem voru međal liđsmanna 1995; http://www.mbl.is/greinasafn/grein/203459/
Sveitirnar á Ól má sjá hér; http://www.chess-results.com/tnr229224.aspx?lan=1&art=32&turdet=YES&flag=30&wi=984
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2016 | 17:36
Hjörvar sigurvegari alţjóđlegs móts í Cardiff í Wales
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2550) sigrađi á alţjóđlegu móti sem lauk í dag í Cardiff í Wales. Hjörvar gerđi jafntefli viđ ensku stórmeistarana Peter Wells (2419) og Keith Arkell (2455) í lokaumferđunum tveimur. Hjörvar hlaut 8 vinninga og varđ hálfum vinningi fyrir ofan nćsta mann, búlgarska stórmeistarann, Marian Petrov (2461).
Hjörvar hćkkar um 6 stig fyrir frammistöđuna á mótinu. Birkir Karl Sigurđsson (1883) hlaut 5 vinninga. Frammistađan hans samsvarađi 1988 skákstigum og hćkkađi hann um 30 stig fyrir hana.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 169
- Frá upphafi: 8779107
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 105
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar