Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2016

Skákţáttur Morgunblađsins: Skyldleikinn viđ skákina í óperunni

Wesley So and Garry KasparovWesley So er án efa besti skákmađur sem komiđ hefur fram á Filippseyjum. Fjölskyldumál hans voru dálítiđ í fréttum í fyrra, um ţađ leyti sem hann fékk bandarískt ríkisfang. Ţegar hann lagđi Kasparov ađ velli í ađeins 25 leikjum á hrađskákmótinu í St. Louis fyrir viku ţóttust fróđir menn og langminnugir, ţar á međal Garrí sjálfur í „tísti“ á Twitter, finna skyldleika viđ skák sem Paul Morphy tefldi viđ tvo áhugamenn í hléi á flutningi óperu Rossini, Rakaranum í Sevilla, í ítalska óperuhúsinu í París ţann 2. nóvember áriđ 1858. Ađ vísu hefur sagnfrćđingurinn Edward Winter haft uppi efasemdir um ţessa dagsetningu í veftímaritinu Chess Notes en viđ látum ţađ liggja milli hluta. Hinn liđlega tvítugi piltur fá New Orleans, sonur háyfirdómarans, hafđi lokiđ lagaprófi 19 ára og kunni lagabálk Louisana-ríkis utan ađ. Ţar sem hann var of ungur til ađ geta praktíserađ og engan verđugan andstćđing ađ finna viđ skákborđiđ í Bandaríkjunum tók hann áskorun sem var borin var fram í stórblađinu The Illustrated London Times og sigldi yfir hafiđ til Evrópu í ţeirri von ađ mćta fremsta skákmeistara Breta, Howard Staunton. Hann dvaldi ţó lengstum í París og á Café de la Régence gersigrađi hann helstu skákmeistara ţess tíma, ţar á međal Ţjóđverjann Adolf Andersen, sem er frćgur í skáksögunni fyrir Ódauđlegu skákina, sem tefld var viđ upphaf heimssýningarinnar í London áriđ 1851. Morphy heillađi menn međ fágađri framkomu sinni, flosamjúkri Suđurríkjaensku og snilldartaflmennsku. Fregnir af sigrum hans, m.a. í blindfjölteflum, bárust um álfuna og víđar. Viktoría Bretadrottning veitti honum áheyrn og ađallinn bar hann á höndum sér. Skákunnendurnir tveir sem áđur voru nefndir, Ísidor greifi og Karl hertogi af Brunswick, sem auđvitađ var međ einkastúku í ítalska óperuhúsinu, tefldu ţessa frćgu skák:

Paul Morphy

París 1858:

Paul Morphy – Samráđamenn

Philidor vörn

1. e4 e5 2. Rf3 d6 3. d4 Bg4 4. dxe5 Bxf3 5. Dxf3 dxe5 6. Bc4 Rf6 7. Db3 De7 8. Rc3 c6 9. Bg5 b5 10. Rxb5 cxb5 11. Bxb5+ Rbd7 12. O-O-O Hd8 13. Hxd7 Hxd7 14. Hd1 De6 15. Bxd7+ Rxd7

GB2VLOF716. Db8+ Rxb8 17. Hd8 mát.

Í St. Louis varđ Kasparov ađ láta sér lynda 3. sćtiđ, hlaut 9˝ v. af 18 mögulegum, Nakamura varđ efstur međ 11 vinninga, So fékk 10 vinninga og Caruana rak lestina međ 5˝ v. Kasparov átti í mesta basli međ So en skákin sem stendur upp úr er ţessi sigur úr 10. umferđ:

St. Louis 2016

Wesley So – Garrí Kasparov

Kóngsindversk vörn

1. Rf3 g6 2. e4 Bg7 3. d4 d6 4. c4 Bg4 5. Be2 Rc6 6. Rbd2 e5 7. d5 Rce7 8. h3

Stađan kom upp aftur í 16. umferđ og ţá hrókerađi hvítur.

Bd7 9. c5

Ţađ hefur stundum dugađ gegn Kasparov „ađ taka hann međ áhlaupi“; varnartaflmennska hefur aldrei veriđ hans sterkasta hliđ.

dxc5 10. Rc4 f6 11. d6 Rc8 12. Be3 b6 13. O-O Bc6 14. dxc7 Dxc7 15. b4 cxb4 16. Hc1 Rge7 17. Db3!

Hindrar stutta hrókun. Af svipbrigđum Kasparovs ađ dćma var honum alls ekki skemmt.

17. ... h6?

Furđulegur varnarleikur en ţađ var fátt um fína drćtti.

18. Hfd1 b5

GB2VLOFC19. Rcxe5! fxe5 20. Bxb5

Nú er svipuđ leppun komin fram og í Morphy-skákinni.

20. ... Hb8 21. Ba4! Db7 22. Hxc6! Rxc6 23. De6+ R8e7 24. Bc5!

Hótar 24. ... Bxc6+. Svartur er varnarlaus.

24. ... Hc8 25. Bxe7

– og Kasparov gafst upp.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 30. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


EM pistill nr. 2

P1030956Ţađ gekk vel í fyrstu umferđ EM einstaklinga en jafn illa í annarri umferđ. 3˝ í hús í fyrstu umferđ en ađeins ˝ í hús í ţeirri annarri. Björn međ virkilega gott jafntefli gegn Kryvo..... sem tók jafnteflinu ekki sérstaklega vel og tók „strunsiđ út“ eftir ţó ađ hafa tekiđ í hönd Björns.  

Eins og fram kom í fyrri pistli hafa veriđ uppi ánćgjuraddir međ hótelmál. Til stóđ ađ endurhanna keppnishóteliđ fyrir mótsbyrjun og átti ţađ vera tilbúiđ í mótsbyrjun. Ţađ gekk ekki eftir og ţurfti ađ fćra einhverja keppendur á önnur hótel sem sum hver eru ekki víst ekki mjög góđ. 

Ekki vćsir um okkur Íslendinganna sem erum á besta hóteli bćjarins ađ mér skilst og matsölustađurinn á hótelinu er nr. 1 á TripAdvisor. Í gćr borđuđum viđ á Vínbarnum sem er hluti af hótelinu og var okkur strax öllum hugsađ til Ţrastar Ţórhallssonar sem hefđi heldur betur fílađ sig ţar! Međ okkur á hótelinu eru t.d. Jones, Grandelius, Pólverjarnir og Tékkarnir.

Ţriđja umferđ er í gangi. Gummi vann en ađrir ađ sitja ađ tafli. Hvorki Ísland né Kósovó međ á Eurovision međ svo ekki verđur kveikt á sjónvarpinu í kvöld.

Bendi á eftirfarandi sjónvarpsfrétt frá Kósovó. Skrolliđ á 3.55.

 

Kveđja frá Gjakova,
Gunnar Björnsson

 


Stefán Arnalds skákmeistari öđlinga

Stefán Arnalds
Bolvíkingurinn knái, Stefán Arnalds (2007), sigrađi á ćsispennandi Skákmóti öđlinga sem lauk síđastliđiđ miđvikudagskvöld. Í lokaumferđinni gerđi Stefán jafntefli viđ hinn margreynda norđlending, Ţór Valtýsson (1946), í rafmagnađri skák ţar sem sá fyrrnefndi hafđi vćnlega stöđu í lokin. Tími beggja var ţó farinn ađ telja í sekúndum og varđ ţví skiptur hlutur niđurstađan enda höfđu önnur úrslit gert ţađ ađ verkum ađ jafntefli dugđi Stefáni til sigurs í mótinu.

Viđ upphaf síđustu umferđar var sú athyglisverđa stađa uppi ađ sex keppendur hefđu getađ endađ efstir og jafnir međ 5 vinninga hver. Raunin varđ hinsvegar önnur en úrslit urđu ţó ekki ljós fyrr en síđla kvölds enda breyttist stađan á toppnum nánast í hvert sinn sem úrslit duttu inn.

Sem fyrr segir var baráttan afar jöfn og ljóst ađ úrslit viđureigna fjögurra efstu borđanna myndu ráđa mestu um lokaröđ efstu manna. Fyrst til ađ klárast var orrusta Inga Tandra Traustasonar (1916) og Sigurđar Dađa Sigfússonar (2299) ţar sem sá síđarnefndi stýrđi svörtu mönnunum nokkuđ örugglega til sigurs. Ţar međ var Sigurđur Dađi orđinn jafn Stefáni međ 5 vinninga en röđ ţeirra breyttist reglulega samtímis ţví sem önnur úrslit urđu ljós.

Síđla kvölds fór öđrum lykilviđureignum ađ ljúka, fyrst ţegar Ţorvarđur F. Ólafsson (2195) og Siguringi Sigurjónsson (1971) slíđruđu sverđin og sömdu um skiptan hlut ţar sem Ţorvarđi tókst ekki ađ kreista fram sigur peđi yfir og međ biskup mót sterkum riddara Siguringa. Á ţessum tímapunkti voru Stefán, Ţorvarđur, Sigurđur Dađi og Siguringi allir međ 5 vinninga og ómögulegt ađ segja til um hver yrđi efstur ađ loknum stigaútreikningi.

Frekari útreikningar fyrir efsta sćtiđ reyndust ţó óţarfir ţar sem Stefán og Ţór gerđu ađ lokum jafntefli eins og segir ađ ofan. Enginn sem eftir var gat ţarna náđ Stefáni ađ vinningum og titillinn ţví í höfn. Síđastur til ađ klárast var bardagi varaformanns TR, Kjartans Maack (2110), og barnalćknisins Ólafs Gísla Jónssonar (1904) ţar sem niđurstađan var einnig jafntefli eftir venjubundinn klukkubarning ţess fyrrnefnda. Tveimur peđum undir varđist Ólafur fimlega ţar sem hvor hafđi hrók og riddara og ţráskák varđ ađ lokum lendingin. Ólafi tókst ţví ekki ađ komast í hóp ţeirra sem höfđu 5 vinninga en hann var á međal efstu manna um tíma eftir góđa sigra gegn Sigurđi Dađa og Ţorvarđi, stigahćstu keppendum mótsins.

Lokastađan er ţví ţannig ađ Stefán sigrar međ 5,5 vinning, en nćstir međ 5 vinninga koma Ţorvarđur, Siguringi og Sigurđur Dađi ţar sem tveir fyrstnefndu hljóta 2. og 3. sćtiđ eftir stigaútreikning. Ólafur Gísli, Árni H. Kristjánsson (1894) og Ţór fylgja fast á eftir međ 4,5 vinning.

Skemmtilegu, vel heppnuđu og mjög svo spennandi Öđlingamóti er ţví lokiđ ţar sem keppendafjöldi var svipađur og í fyrra og styrkleiki keppenda spannađi allan skalann upp ađ 2300 Elo-stigum. Mest allra hćkkađi Kristján Geirsson (1492) eđa um 93 stig. Ţá tóku ţeir félagar úr Skákfélagi Vinjar, Hjálmar Sigurvaldason (1426) og Hörđur Jónasson (1536), inn 30 stiga hćkkun hvor líkt og Óskar Long Einarsson (1691).

Viđ í TR ţökkum keppendum öllum fyrir ţátttökuna og óskum Stefáni Arnalds til hamingju međ sigurinn. Viđ vonumst til ađ sjá ykkur aftur, og fleiri til, ađ ári. Viđ minnum jafnframt á Hrađskákmót öđlinga sem fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld 18. maí og hefst kl. 19.30. Ađ ţví móti loknu fer fram verđlaunaafhending fyrir Skákmót öđlinga.

Myndskreytta frásögn má finna á Skák.is.


Vond önnur umferđ á EM - Héđinn međ jafntefli viđ Nisipeanu

P1030911

Ţađ gekk ekki jafnvel í annarri umferđ á EM einstaklinga og í ţeirri fyrstu. Héđinn Steingrímsson (2574) gerđi öruggt jafntefli viđ ţýska stórmeistarann međ tagliđ, Liviu-Dieter Nisipeanu (2669), en ađrar skákir töpuđust. 

Hannes Hlífar Stefásson (2581) lék ónákvćmt í byrjuninni gegn Laurent Fressient (2692) og átti sér ekki viđreisnarvon eftir ţađ. Guđmundur Kjartansson (2457) tapađi fyrir úkraínska stórmeistaranum Alexander Zubov (2612). Björn Ţorfinnsson (2410) fórnađi manni full bjartsýnislega gegn kósovóska landsliđsmanninum Nderim Saraci (2275).

Ţriđja umferđ fer fram í dag og hefst kl. 13:45. Ţá teflir Héđinn viđ úkraínska stórmeistaranum međ krullurnar, Anton Korobov (2674), Hannes teflir viđ mónakóska FIDE-meistarinn Patrick Van Hoolandt (2209) en Guđmundur og Björn tefla viđ heimamenn.

Héđinn verđur í beinni í dag gegn Úkraínuskákmanninum sterka. Útsending hefst kl. 13:45.

 


Aron Ţór sigurvegari Votmóts Víkingaklúbbsins

Vormót Víkingaklúbbsins

Aron Ţór Mai sigrađi á Vormóti Víkingaklúbbsins sem haldiđ var í Víkinni miđvikudaginn 11. mai. Aron vann allar sex skákir sínar.  Í 2-3 sćti komu ţeir Magnús Hjaltason og Alexander Mai.  Magnús sigrađi eftir stigaútreikning.  Efst stúlkna varđ Batel međ 4. vinninga,  Skákstjóri á mótinu var Stefán Bergsson, en telfdar voru 6. umferđir međ 7. mínútna umhugsunartíma.  Ţátttakendur á mótinu voru 29.

Vormeistari:  Aron Ţór Mai
Stúlknameistari:  Batel

Árgangaverđlaun:

2000:  Kypler
2001:  Aron Ţór Mai
2003:  Alexander Mai
2004:  Einar Egilsson
2005:  Magnús Hjaltason
2006:  Benedikt Ţórsson
2007:  Batel
2008:  Jökull Ómarsson
2009:  Bjartur Ţórsson
2011:  Josef Omarsson
Besti Víkingurinn:  Bergţóra Helga Gunnarsdóttir

Nánari úrslit á Chess-Results hér:  


Skákhátíđ í Sardiníu

baia_pm

Dagana 4.-11. júní nk. fer fram Portu Mannu-skákmótiđ í Sardiníu. Óhćtt er ađ mćla međ mótinu fyrir áhugasama. Ađstćđur á skákstađ eru ađ öllu leiti til fyrirmyndar.  Góđ skáksett, loftrćsting o.ţ.h. eins og ţađ gerist best. Í Portu Mannu gista keppendur í húsum ţar sem allt er stađar.

Í fyrra tóku 17 íslenskir skákmenn og röđuđu inn hinum ýmsu verđlaunum. Í ár verđa fulltrúa Íslands eitthvađ fćrri en enn er hćgt ađ skrá sig til leiks.

Hćgt er ađ kaupa flug á tiltölulega lágu fargjaldi t.d. međ AirBerlin.  Flug lćkkar töluvert ef flugiđ út ţann 2. júní en ekki ţann 3. júní. Hćgt er ađ skođa flug o.ţ.h. á DoHop. Gisting međ fullu úrvalsfćđi, sem áhćtt er ađ mćla međ, kostar svo €63 eđa um 9.000 kr. á dag.

Mótiđ hentar vel í senn fyrir áfanga- og stigaveiđurum. Rétt er ađ benda á ađ ađstćđur á skákstađ eru allar hinar fjölskylduvćnustu.

Pistil um mótiđ í fyrra má finna hér.

Ritstjóri hefur sótt mótiđ tvö síđustu ár og verđur ekki breyting á í ár!  Ekki skemmir svo fyrir ađ einn skákstjóranna verđur íslenskur í ár!

Ef áhugi er fyrir hendi er hćgt ađ hafa samband viđ undirritađan sem er tilbúinn ađ veita allar upplýsingar!

Gunnar Björnsson
gunnar@skaksamband.is

 


Góđ byrjun Íslendinga í Gjakova - Hannes og Héđinn í beinni í dag

Kryvo-Björn

Íslensku keppendurnir byrjuđu vel á EM einstaklinga sem hófst í Gjakova í Kósovó í gćr. Björn Ţorfinnsson (2410) gerđi jafntefli viđ hinn brosmilda úkraínska stórmeistara Yuri Kryvoruchko (2691) í skemmtilegri skák á níunda borđi. Hannes Hlífar Stefánsson (2581), Héđinn Steingrímsson (2574) og Guđmundur Kjartansson (2457) unnu allir auđvelda sigra gegn mun stigalćgri andstćđingum.

Ţađ voru ađeins ţrír úr stiglćgri hópnum sem náu jafntefli í fyrstu umferđ. Afar góđ byrjun á Birni. 

Á heimusíđu ECU segir: 

GM Yuriy Kryvoruchko (UKR 2691) drew his game with IM Bjorn Thorfinnsson (ISL 2410) who can be more than happy for snatching half a point from the 9th seed.

Íslensku skákmennirnir fá óárennilega andstćđinga í dag. Hannes teflir viđ franska stórmeistarann Laurent Fressinet (2692), Héđinn viđ ţýska stórmeistarann Liviu-Dieter Nisipeanu (2669), Guđmundur viđ úkraínska stórmeistarann Alexander Zubov (2612) og Björn viđ heimamanninn unga Nderim Saraci (2275) en sá gerđi jafntefli viđ David Howell (2671) í fyrstu umferđ.

Hannes og Héđinn verđa í beinni á vefsíđu mótsins. Útsending hefst kl. 13:45.

 


Jón Kristinn sigurvegari TM-mótarađarinnar

Í gćrkvöldi var tefld áttunda og síđasta umferđ hinnar vinsćlu TM-mótarađar. Sjö keppendur mćttu til leiks og tefldu tvöfalda umferđ, allir viđ alla. Er skemmst frá ţví ađ segja ađ Jón Kristinn Ţorgeirsson varđ langefstur og tryggđi sér sigurinn í heildarkeppninni. 

Röđ keppenda í gćrkvöldi varđ sem hér segir:

Jón Kristinn Ţorgeirsson 10,5 vinningar

Sigurđur Arnarson, Smári Ólafsson og Ólafur Kristjánsson 6,5 vinninga

Haraldur Haraldsson og Andri Freyr Björgvinsson 5 vinningar

Einar Garđar Hjaltason 2 vinningar.

Til ađ reikna út árangurinn í heildarkeppni ársins er lagđur saman vinningafjöldi í 6 bestu umferđunum af ţeim 8 sem tefldar voru á árinu. Jón Kristinn varđ langt fyrir ofan nćstu menn. Meiri spenna var um 2. og 3. sćtiđ og nýttu Sigurđur og Haraldur sér ţađ ađ Áskell mćtti ekki til leiks í gćrkvöldi og komust báđir upp fyrir hann.

19 keppendur tóku ţátt í mótaröđinni í vetur.

Niđurstađan varđ sem hér segir:

Jón Kristinn Ţorgeirsson         69,5 vinningar

Sigurđur Arnarson                48,5 vinningar

Haraldur Haraldsson              47 vinningar

Áskell Örn Kárason               45,5 vinningar

Sigurđur Eiríksson               33,5 vinningar

Símon Ţórhallsson                26 vinningar

Smári Ólafsson                   21 vinningur

Karl Egill Steingrímsson         15 vinningar

Haki Jóhannesson                 14 vinningar

Sveinbjörn Sigurđsson            13 vinningar

Ólafur Kristjánsson              11 vinningar

Andri Freyr Björgvinsson         10 vinningar

Mikael Jóhann Karlsson           6 vinningar

Hreinn Hrafnsson                 3,5 vinningar

Gabríel Freyr Björnsson          3,5 vinningar

Fannar Breki Kárason             3 vinningar

Einar Garđar Hjaltason           2 vinningar

Benedikt Sigurđarson             0,5 vinningar

Arngrímur F. Alfređsson          0 vinningar


Sjö knáir kappar úr Kópavogi tryggđu sér rétt til ađ glíma viđ Short í MótX-fjölteflinu í Smáralind

3Sjö knáir keppendur á firmamóti Breiđabliks tryggđu sér rétt til ađ mćta enska snillingnum Nigel Short í MótX-fjölteflinu, sem fram fer í Smáralind föstudaginn 20. maí. Bárđur Örn Birkisson sigrađi á mótinu, hlaut 6,5 vinning af sjö mögulegum, Vignir Vatnar Stefánsson varđ í 2. sćti međ 6 og Björn Hólm Birkisson varđ ţriđji međ 5,5 vinning.
 
Ađrir sem tryggđu sér rétt til tefla viđ Short voru Stephan Briem, Robert Luu, Örn Alexandersson og Arnar Milutin Heiđarsson.
1
 
Keppendur voru alls 30 og fór mótiđ afar vel fram undir styrkri stjórn Halldórs Grétars Einarssonar og Birkis Karls Sigurđssonar, sem nutu liđsinnis Hróksmanna viđ undirbúning og framkvćmd mótsins. Hrókurinn stendur fyrir MótX-einvígi Shorts og Hjörvars Steins Grétarssonar í Salnum í Kópavogi, helgina 21.-22. maí, en daginn áđur en einvígiđ hefst mun Short tefla fjöltefli viđ 14 áskorendur í Smáralind.
2
 
Bárđur Örn var vel ađ sigrinum kominn, enda tapađi hann ekki skák og lagđi Vigni Vatnar í spennandi viđureign. Allir keppendur stóđu sig međ sóma, og var taflmennskan í heild ljós vottur ţess ađ skáklífiđ í Kópavogi er međ miklum blóma; ţökk sé kraftmiklu starfi skákdeildar Breiđabliks og markvissri ţjálfun í mörgum grunnskólum bćjarins.
4
 
Ţrír efstu á mótinu voru leystir út međ 10 ţúsund króna gjafabréfum frá Tölvulistanum / Heimilistćkjum, og ađrir keppendur fengu Syrpur og Andrésblöđ frá Eddu útgáfu, auk ţess sem allir fengu buff frá MótX.
DSC_5464
 
Tíu fyrirtćki tóku ţátt í firmakeppninni og tefldi sigurvegarinn Báđur Örn undir merki MótX, Vignir Vatnar var fulltrúi Góu Lindu og Björn Hólm tefldi fyrir BYKO. Önnur fyrirtćki sem lögđu skákdeild Breiđabliks liđ voru Arion banki (Benedikt Briem), ÁF Hús (Freyja Birkisdóttir), GA Smíđajárn (Gunnar Erik Guđmundsson), GT Óskarsson (Róbert Luu), HS Orka (Ólafur Örn Olavsson), Suzuki bílar (Halldór Atli Kristjánsson) og Heimilistćki (Arnar Milutin Heiđarsson).
 
Lokastöđuna á mótinu má sjá hér.

EM einstaklinga: Pistill frá upphafsdegi

EM einstaklinga hófst fyrr í dag. Teflt er ţorpinu Gjakova sem er í 90 km. frá Pristina höfuđborg Kósovó. Fjórir Íslendinga taka ţátt er ţađ fjölmennasta sendinefndin frá Norđurlöndunum. 

239 keppendur eru skráđir til leiks. Einhverjir mćttu ekki til leiks svo sjálfsagt er ţeir eitthvađ fćrri sem taka ţátt. Kósovóbúar eru langflestir eđa 82. Rússar eru 18, Úkraínumenn 15 og Tyrkir 14.  Ađeins einn Serbi tekur ţátt en ţeir eru afar ósáttir viđ ađ Kósovó hafi veriđ tekiđ inn í ECU og FIDE og eru auđvitađ almennt ósáttir viđ Kósovó sem viđurkennt land.

Íslensku keppendurnir komu snemma til leiks. Hannes og Gummi komu beint frá Stokkhólmi ţann níunda og Héđinn kom sama dag. Björn mćtti til leiks ţann tíunda. Ég mćtti svo í gćr eftir 5 tíma ferđalag frá Skopje ţrátt fyrir ađeins um 180 km. ferđlag. Vegir eru ţröngir og umferđ hćg og svo var stöđvađ og borđađ á leiđinni.  Sá sem sótti mig, og reyndar Nils Grandelius einnig, heitir Gzim og er hreint frábćr náungi. Vill allt fyrir okkur gera. Á leiđinni fékk mađur sögur um eyđilegginguna sem átti sér stađ í stríđinu sem eru hreint ótrúlegar og hefur t.d. bođist til ađ keyra okkur yfir til Albaníu á frídeginum sem er hér rétt hjá.  Mađur getur ekki annađ en dáđst ađ heimamönnum fyrir alla ţessu uppbyggingu sem hefur átt sér stađ eftir stríđ.

Kósovó-menn taka ákaflega vel á móti okkur. Ţeir eru hins vegar ekki mjög reyndir í slíku mótahaldi og töluverđ vandamál hafa veriđ til stađar. Viđ erum á ákaflegu góđu en litlu hóteli í 400 metra fjarlćgđ ţar sem vel fer um okkur. Kósý og flott hótel. Reyndar hafa veriđ til stađar internetvandamál hjá okkur sem eru ađ mér sýnist ţó á minnka. Vegna ţeirra nć ég ekki setja inn myndir ađ ţessu sinni. Sjálfur ćtla ég mér ađ kaupa kósovóskt símkort til ađ tryggja mig betur fyrir internetvandmálum.

Á ađalhótelinu, sem er á keppnisstađnum og flestir keppendur búa, mun internetiđ hins vegar vera í miklu messi. Ađ vera í internet-vandrćđum er eitthvađ sem skákmenn eiga mjög erfitt međ ađ höndla. Ég hitti áđan forseta Skáksambands Kósovó og var hann gjörsamlega úrvinda og mjög um laga ţau vandamál sem eru til stađar sem fyrst.

Tomek Delega, yfirdómari mótsins, sem var annar yfirdómara EM landsliđa, var ekki ánćgđur međ internetiđ á keppnishótelinu. Ţađ virkar ekki á herberginu hans né á skrifstofu yfirdómara. Í gćr ţegar ţeir voru ađ para ţurftu ţeir ađ fćra til tölvuna í ýmsar áttir til ađ geta komiđ frá sér pöruninni! Ég hef fulla trú á heimamönnum sem munu örugglega komu ţessum málum í betra lag.

Verđlag í Kósovó er ótrúlega lágt. Kaffi á veitingastöđum kostar ađeins hálfa evru og annađ eftir ţví.

Opnunarhátíđ mótsins fór fram í gćr og var virkilega flott. Borgarstjórinn var ţar í ađalhlutverki auk ţess sem íţróttamálaráđherra ţeirra var viđstaddur. Sérstakur heiđursgestur var Boris Kudin, einn varaforseta FIDE og fyrrverandi forseti ECU. Hann virđist vera hér hálfgerđ ţjóđhetja en ECU voru fyrstu íţróttasamtökin til ađ viđurkenna Kósovó inn í sín samtök og ţar keyrđi hann máliđ í gegn. Mér skilstađ ađ nýlega hafa alţjóđa knattspyrnusambandiđ svo samţykkt Kósovó. Ţađ fór ekki framhjá manni hversu heimamenn eru stoltir ađ halda mótiđ hér og stoltir af sínu landi. Strákarnir Hannes, Héđinn, Björn og Gummi voru allir teknir í sjónvarpsviđtal í gćr. Treysti ţví ađ Donika finni út međ birtingu og komi ţví á internetiđ!

Lćt ţetta duga í bili. Stefni á  pistla a.m.k. annan hvern dag.

Kveđja frá Gjakova,
Gunnar Björnsson


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 10
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 8778610

Annađ

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 102
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband