Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016

Íslandsmót grunnskólasveita hefst á morgun - skráningarfrestur rennur út í dag

Íslandsmót grunnskóla 8.–10. bekkur 2016 fer fram í Rimaskóla dagana 16. og 17. apríl. Tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verður 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8. – 10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1. – 7. bekk er þeim leyfilegt að tefla með sínum skóla en þá aðeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Þó ekki hærri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í september næstkomandi í Noregi.

Skráning fer fram á Skák.is

Skráningu skal lokið í í síðasta lagi 15. apríl

Ath. Áríðandi er að sveitirnar séu skráðar fyrirfram.

Upplýsingar um þegar skráðar sveitir má finna hér.

 


Íslandsmót skákfélaga: Skákir 1. og 2. deilda

Svanberg Már Pálsson hefur slegið inn skákir síðari hlutar 1. og 2. deildar Íslandsmóts skákfélaga. Skákirnar fylgja með sem viðhengi.

 


Magnús efstur á Öðlingamóti TR

Magnús Kristinsson (1822) er í miklu stuði á Skákmóti öðlinga sem nú er í gangi í TR. Magnús hefur fullt hús eftir þrjár umferðir. Í gær vann hann Inga Tandra Traustason (1960). 

Sigurður Daði Sigfússon (2299) og Siguringi Sigurjónsson (1971) eru í 2.-3. sæti með 2½ vinning eftir jafntefli í gær.

Óvænt úrslit urðu í gær þegar Sigurjón Haraldsson (1782) stórmeistarabanann og núvernai öðlingameistara Einar Valdimarsson (2029). 

Tveimur skákum var frestað fram á laugardag. Af þeim loknum verður parað í fjórðu umferð sem fram fer á miðvikudag.

 


Skáknámskeið fyrir fullorðna númer tvö

Skákakademían í samstarfi við Laugalækjarskóla stendur fyrir skáknámskeiði fyrir skákmenn 16 ára og eldri dagana 30. apríl (laugardagur) og 8. maí (sunnudagur). Námskeiðið fer fram í Laugalækjarskóla. Fyrirlesarar verða FM Ingvar Þór Jóhannesson og FM Björn Ívar Karlsson. Ingvar Þór er landsliðseinvaldur karla fyrir Ólympíuskákmótið í Bakú 2016 og Björn Ívar landsliðseinvaldur kvenna.

Landsliðseinvaldurinn Ingvar Þór mun reyna að dýpka skilning manna á miðtaflinu. „Miðtaflið er sá hluti skákarinnar þar sem skákmenn lenda oft í vandræðum og er það yfirleitt tengt því að finna réttu plönin. Ég mun miðla til þátttakenda ýmsum hugmyndir sem koma að miðtöflum með ríka áherslu á peð, „peðabreak“ og týpísk plön eins og minnihlutaárás. Einnig mun ég fjalla um skiptamunsfórnir og mismunandi tilgang þeirra.“ – Ingvar Þór Jóhannesson

Landsliðseinvaldurinn Björn Ívar hefur hækkað mikið á stigum síðustu árin og tryggði sér fyrr á árinu sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Björn hefur mikið stúderað endatöfl síðustu misserin sem hann telur lykilatriði í nýlegum árangri sínum.  „Ég mun fara í hvernig á að sjá fyrir sér endataflið í byrjun og miðtafli. Þetta mun bæta skákstyrk manna þannig að þeir munu öðlast aukið sjálfstraust við borðið og vita hvenær þeir eiga að skipta upp í endatafl (sem þeir vita að er unnið) menn læra að haga peðastöðunni sinni eftir því hvaða menn eru eftir á borðinu. Ég mun einnig fara í mikilvæg atriði í helstu hróksendatöflum, lykilatriði í biskupaendatöflum og peðsendatöflum, drottning gegn hrók, mát með tveimur biskupum, mát með biskup og riddara. Þá mun ég taka fyrir dæmi úr endatöflum þekktra meistara skáksögunnar. Get sannarlega lofað því að menn bæta sig um hið minnsta 50-100 stig ef þeir læra efnið.“ – Björn Ívar Karlsson.

Kennt er báða dagana frá 12:00 – 16:00, með kaffihléum. Kennslan verður í formi fyrirlestra og fá þátttakendur efni fyrirlestrana að námskeiði loknu.

Liðsmenn stórefnilegrar unglingasveitasveitar Laugalækjarskóla munu einnig sitja námskeiðið.

Skráning á stefan@skakakademia.is

Námskeiðsgjald: Kr. 13.900. Kaffi og með því innifalið. Greiða skal í síðasta lagi 2. maí.

Sé greitt fyrir 28. apríl kostar námskeiðið kr. 9.900.

Leggist inn á reikning Skákakademíunnar: 0101-26-083280, kt. 700608-3280.

ATH: Hámarksþátttökufjöldi miðast við átján.


Hraðskákmót Víkings fer fram í kvöld

Hraðskákmót Víkings verður haldið 14. april (fimmtudagur) kl 19.30 í Víkinni. Tefldar verða 9. umferðir með 5. mínútna umhugsunartíma. Allir skákmenn velkomnir og þátttaka er ókeypis. Boðið verður upp á léttar veitingar. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Skákstjóri er hin geysivinsæli Kristján Örn Elíasson.


Meistaramót Kópavogs í skólaskák (1.-4. bekkur) fer fram á morgun - skráningarfrestur rennur út í dag

Meistaramót Kópavogs fer fram föstudaginn 15.apríl í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll í aðstöðu Skákdeildar Breiðabliks. Þetta er einstaklingsmót og er keppt í eftirfarandi aldurshólfum :

  • 1.bekk 
  • 2.bekk
  • 3.-4.bekk

Dagskrá:

  • Kópavogsmeistaramót 3.-4.bekkur kl: 8.30-11.30
  • Kópavogsmeistaramót 2. bekkur 12.00- 13.45
  • Kópavogsmeistaramót 1. bekkur 14.00- 15.45

Allir nemendur Kópavogs í 1.-4.bekk sem kunna skákreglur og mannganginn geta skráð sig til leiks.  Mikilvægt að skólar sendi fullorðinn ábyrgðarmann með sínum krökkum til að hjálpa til við eftirlit og til að halda uppi aga.

Veitt verða verðlaun bæði í drengja og stúlknaflokki þó að keppnin verði ekki kynskipt að öðru leiti. 

Tímamörk:

  • 3. og 4. bekkur: 7 min 7 umferðir. 
  • 1.-2. bekkur: 5 mín á mann 5 umferðir. 

Skráning

Skráning á Skák.is (guli kassinn efst) fyrir kl. 12.00 á fimmtudegi 14. apríl 2016. Mikilvægt að umsjónarmenn með skákstarfi skrái sína nemendur til að tryggja að þeir sterkustu mæti til leiks. Skráning á yngstu flokkana er hins vegar opin og ætlast til að foreldrar skrái í þá hópa sjálf, því viðbúið er að þeir mun raska ýmsu félags og íþróttastarfi sem er í gangi eftir hádegi á föstudögum. 

Mótsstjóri verður Gunnar Björnsson. Honum til aðstoðar verða skákkennarar í Kópavogi.

Þátttökugjald er 10.000 kr. á hvern skóla.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér.


Landsmótið í skólaskák verður í Kópavogi 6. - 8. maí

Landsmótið í skólaskák verður haldið í Smáraskóla Kópavogi dagana 6.- 8. maí. Kjördæmismótin eru í fullum gangi um þessar mundir og fer Kjördæmismót norðurlands eystra fram um helgina á Akureyri. Þá er Kjördæmismóti Reykjaness nýlokið og má sjá úrslitin hér að neðan.

http://chess-results.com/tnr215851.aspx?lan=1&art=4&wi=821

http://chess-results.com/tnr215848.aspx?lan=1&art=1&wi=821

Landsmótsstjóri er Stefán Bergsson.

 

 


Pistill frá Jóni Trausta: Capablanca Memorial 2015

Jón Trausti í lok skákarSíðastliðið sumar fór ég til Kúbú ásamt mjög góðum félögum mínum. Þeir Aron Ingi, Guðmundi Kjartanssyni, Hjörvari Steini og Herði Aroni. Flugið var langt og strangt eins og við mátti búast en við flugum fyrst til Þýskalands og þaðan tók við 9 tíma flug til Kúbú. Sem betur fer komum við 3 dögum fyrir mót þannig við gátum jafnað okkur á þessari blessaðri flugþreytu og fengum tækifæri til að skoða okkur um þetta undurfagra land. Fyrsta sem við tókum eftir var hvað allt var gamalt og leið okkur smá eins og við höfðum verið að stíga úr tímavél og ferðast aftur í tímann því að allt þarna var miklu eldra en við Evrópubúarnir erum vanir.

Mótið sjálft var virkilega skemmtilegt sem betur fer enda var árangurinn hjá flestum okkar ekkert til að monta sig af. Hörður Aron hins vegar var eini sem stóð sig með einhverju viti og gjörsamlega brilleraði á mótinu og nældi sér í indæl 50 stig en við hinir þurftum að sætti okkur við smá stigatap.

Ég lenti í frekar undarlegu atviki í byrjun móts þar sem ég átti að mæta Íslendingi sem ferðaðist ekki með okkur en man ekki alveg hvað hann heitir. Því miður mætti hann ekki á mótið og þegar ég var búinn að bíða í sirka 1 klst eftir honum þá kemur skákdómarinn til mín og spyr mig hvort ég vilji fá annan andstæðing sem væri þá frá Kúbu. Ég auðvitað samþykki það enda þyrstur í að fá að tefla. Andstæðingur minn var með 2180 stig, sirka 100 stigum hærri en ég og var ég með svart. Áður en við tókumst í hendur og hefjum skákinn þá kemur aðal skákdómari mótsins til mín og biður mig að tefla svona 15 leiki og semja svo bara jafntefli vegna þess að það var svo langt liðið síðan allar hinar skákirnar byrjuðu. Ég auðvitað var fremur skelkaður enda ekki vanur svona vinnubrögðum en féllst svo á þetta og samdi eftir ekki meira en korter.

Eftir þessa svaka reynslu þá fórum við Hjörvar Steinn til Benasque á Spáni. Við Hjörvar Steinn vorum dauðþreyttir eftir Kúbu ferðina þannig við eyddum mest öllum tíma okkar bara inn á hóteli að undirbúa okkur fyrir skákirnar í stað þess að eyða meiri tíma út í sólinni. Ekki er mikið hægt að segja um þetta mót en það sem stóð helst upp úr fyrir mig var að næla mig í jafntefli við Ulf Andersson og mun ég skýra þá skák hér að neðan.

Jón Trausti Harðarson


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Nýtt fréttabréf SÍ komið út

Nýtt fréttabréf SÍ kom út í gær. Meðal efnis í Fréttabréfinu var:

  • Feðgar og bræður tefla á Íslandsmótinu í skák
  • Jóhann Ingvason sigurvegari áskorendaflokks
  • Ingvar Þór og Björn Ívar ráðnir landsliðsþjálfarar fyrir Ólympíuskákmótið í Bakú
  • Aðalfundur SÍ 2016 - fundarboð
  • Ný reglugerð um val keppenda á HM og EM ungmenna
  • Nýir íslenskir skákdómarar 
  • Þorsteinn sigurvegari Bikarsyrpu TR
  • GAMMA Reykjavíkurskákmótið 2017 - niðurtalning
  • Mót á döfinni

Hægt er að skrá sig fyrir fréttabréfinu á Skák.is (ofarlega til hægri). 

Fréttabréfið er hægt að skoða í heild sinni hér.

Eldri fréttabréf má nálgast hér.


Íslandsmót grunnskólasveita fer fram næstu helgi

Íslandsmót grunnskóla 8.–10. bekkur 2016 fer fram í Rimaskóla dagana 16. og 17. apríl. Tefldar verða níu umferðir eftir svissneska kerfinu. Fimm á laugardegi og fjórar á sunnudegi Umhugsunartími verður 15 mínútur á skák fyrir hvern keppenda. Taflið hefst kl. 13 á laugardeginum en kl. 11 á sunnudeginum.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit. Í hverri sveit eru fjórir skákmenn. Keppendur skulu vera í 8. – 10. bekk. Ef sérstaklega efnilegir skákmenn finnast í 1. – 7. bekk er þeim leyfilegt að tefla með sínum skóla en þá aðeins í a-sveit hans! Í hverri sveit mega vera allt að þrír varamenn.

Þátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit.  Þó ekki hærri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla.

Veitt verða verðlaun fyrir efstu b-e sveitir ásamt verðunum fyrir efstu sveitir af landsbyggðinni.

Veitt verða borðaverðlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borði. 

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til þátttöku á Norðurlandamóti grunnskólasveita sem fram fer í september næstkomandi í Noregi.

Skráning fer fram á Skák.is

Skráningu skal lokið í í síðasta lagi 15. apríl

Ath. Áríðandi er að sveitirnar séu skráðar fyrirfram.

Upplýsingar um þegar skráðar sveitir má finna hér.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8780610

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 110
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband