Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Fjórða mót Bikarsyrpu TR hefst í dag

BikarsyrpanBanner_4_2015_16

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau.

Við minnum á að mótið er hluti af stigakeppni félagsins sem er í gangi út febrúar þar sem litið er til ástundunar og árangurs. Hér má rifja upp fyrirkomulag stigakeppninnar.

Tefldar eru 5 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo við leggjum ætíð áherslu á að krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótið er sérstaklega hugsað fyrir krakka sem hafa sótt skákæfingar TR (og/eða annarra taflfélaga) reglulega síðastliðinn vetur eða lengur. Það er gott að byrja sem fyrst að keppa á kappskákmótum, en hingað til hefur þeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis staðið til boða að taka þátt í opnum mótum. Þar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk þess sem marga krakka óar við tilhugsuninni um að tefla við fullorðna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svarið við því.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náð 1600 alþjóðlegum skákstigum geta tekið þátt í mótum Bikarsyrpunnar. Þannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta þess betur að tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíðkast á venjulegum kappskákmótum. Mótið uppfyllir öll skilyrði Alþjóða skáksambandsins FIDE og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga sem gott er að byrja að safna snemma. Frítt er í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur en fyrir krakka í öðrum taflfélögum er þátttökugjaldið 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferð 17.30 á föstudegi (12. febrúar)
2. umferð 10.30 á laugardegi (13. febrúar)
3. umferð 14.00 á laugardegi (13. febrúar)
4. umferð 10.30 á sunnudegi (14. febrúar)
5. umferð 14.00 á sunnudegi (14. febrúar). (Lokaumferð + verðlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfð í umferðum 1-3 og fæst fyrir hana 1/2 vinningur. Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan. Hafa má samband við skákstjóra með tölvupósti taflfelag@taflfelag.is eða í síma 899 9268 (Björn) og 867 3109 (Þórir).

Vinsamlegast skráið þátttakendur sem fyrst, það hjálpar við undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráðir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verðlaun fyrir efstu sætin í
hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eða Chesskid.com. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum þar sem í boði verða 5 einkatímar hjá alþjóðlegum meistara fyrir fyrsta sætið, 3 tímar fyrir annað sætið og 2 tímar fyrir þriðja sætið.

Róbert Luu sigraði á fyrsta og þriðja móti syrpunnar en Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru mótinu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Næstu mót syrpunnar:

  • Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Skákkeppni vinnustaða fer fram í kvöld

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða.

Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30

Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12

Keppnisfyrirkomulag

Þriggja manna lið með 1-2 varamönnum
Vinnustaður getur sent nokkur lið til keppni sem verða þá auðkennd sem A-lið, B-lið o.s.frv.
Svissneskt pörunarkerfi og flestir vinningar gilda
7-11 umferðir (bundið þátttöku)
Umhugsunartími er 10 mínútur á mann

Verðlaun

1. Eignabikar fyrir vinnustaðinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

2. Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

3. Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

Þátttökugjald: 15.000 kr fyrir hvert lið

Nánari upplýsingar: Ríkharður Sveinsson, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.

Skráning og staðfesting þátttöku

Skráningu skal senda á netfang félagsins taflfelag@taflfelag.is þar sem fram kemur vinnustaður, fjöldi liða og nafn tengiliðs ásamt símanúmeri.

Þátttökugjaldið greiðist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjið í skýringu: VINNUST

Verið velkomin að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 – hlökkum til að sjá ykkur!


Laugalækjarskóli Reykjavíkurmeistari grunnskólasveita

LaugarlækjaÁ annan tug grunnskóla með 33 sveitir tók þátt í gríðarlega fjölmennu Reykjavíkurmóti grunnskólasveita sem fór fram í Skákhöll Taflfélags Reykjavíkur í gær mánudag. Ætla má að á milli 150-200 börn og fullorðnir hafi verið samankomin í salarkynnum TR þar sem mótahald fór afskaplega vel fram og létu viðstaddir óvirkt loftræstikerfi ekki koma í veg fyrir að gleðin væri við völd.

Venju samkvæmt voru krakkar á öllum aldri og af öllum getustigum á meðal þátttakenda og börðust þau öll af miklum drengskap á borðunum köflóttu. Ánægjulegt var að sjá þátttöku sjö stúlknasveita sem allar stóðu sig með miklum sóma og er það von mótshaldara að gróska sé í skákástundun stúlkna.

Fyrirfram mátti búast við að baráttan um sigur myndi standa á milli Laugalækjarskóla, Ölduselsskóla og Rimaskóla sem allir hafa á að skipa öflugum skákmönnum. Svo fór að Laugalækjarskóli sigldi sigrinum nokkuð örugglega í höfn og eftir góða sigra á fyrrnefndum skólum í fjórðu og fimmtu umferð var í raun ljóst hvar gullið myndi hafna.

Rimaskóli-stúlkna

Að loknum umferðunum sjö höfðu liðsmenn Laugalækjarskóla halað inn 25 vinningum af 28 mögulegum, fjórum vinningum meira en kapparnir úr Ölduselsskóla sem komu næstir með 21 vinning. A-sveit Rimaskóla fékk 20 vinninga í þriðja sæti, hálfum vinningi meira en C-sveit sama skóla. Það er til marks um öflugt skáklíf í Rimaskóla að sveitir skólans skipuðu sæti 3-6, þeirra á meðal A-sveit stúlkna sem hafnaði í 5. sæti með 17 vinninga og eru þær stöllur því Reykjavíkurmeistari stúlknasveita. Meistarar síðasta árs, stúlknasveita Melaskóla, var önnur með 15,5 vinninga og þriðju með 14 vinninga var stúlknasveit Foldaskóla.

Taflfélag Reykjavíkur þakkar Skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar fyrir stuðning og samstarf við mótahald.

Myndskreytta frásögn má finna á heimasíðu TR


Róbert Hraðskákmeistari Reykjavíkur – Örn Leó sigurvegari mótsins

Örn, Róbert og Gummi

Jafnt og spennandi Hraðskákmót Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag þar sem Örn Leó Jóhannsson hafði að lokum sigur eftir harða baráttu við efstu menn. Hlaut Örn 9 vinninga úr skákunum ellefu, í öðru sæti var Guðmundur Gíslason með 8,5 vinning og þriðji með 8 vinninga var Róbert Lagerman.  Hinn ungi og efnilegi Dawid Kolka stóð sig mjög vel og hafnaði í 4.-5. sæti með 7,5 vinning ásamt Jóhanni Ingvasyni.

Þar sem hvorki Örn Leó né Guðmundur hafa lögheimili í Reykjavík eða eru í reykvísku taflfélagi telst Róbert því Hraðskákmeistari Reykjavíkur 2016. Að loknu Hraðskákmótinu fór einnig fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur og má finna myndir frá henni hér að neðan en verðlaunahafar sáu sér ekki allir fært um að mæta.

Hér að neðan má sjá heildarúrslit úr mótunum tveimur sem og áður birta umfjöllun um Skákþingið ásamt myndaalbúmi.


Fjórða mót Bikarsyrpu TR fer fram næstu helgi

BikarsyrpanBanner_4_2015_16

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram þegar fjórða mót syrpunnar fer fram helgina 12.-14. febrúar og hefst fyrsta umferð föstudaginn 12. febrúar kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur verið fjölgað og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ætluð börnum á grunnskólaaldri (fædd 2000 og síðar) sem ekki hafa náð 1600 skákstigum. Þar með gefst þeim tækifæri til að næla sér í alþjóðleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuð eru fyrir þau.

Við minnum á að mótið er hluti af stigakeppni félagsins sem er í gangi út febrúar þar sem litið er til ástundunar og árangurs. Hér má rifja upp fyrirkomulag stigakeppninnar.

Tefldar eru 5 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo við leggjum ætíð áherslu á að krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótið er sérstaklega hugsað fyrir krakka sem hafa sótt skákæfingar TR (og/eða annarra taflfélaga) reglulega síðastliðinn vetur eða lengur. Það er gott að byrja sem fyrst að keppa á kappskákmótum, en hingað til hefur þeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis staðið til boða að taka þátt í opnum mótum. Þar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk þess sem marga krakka óar við tilhugsuninni um að tefla við fullorðna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svarið við því.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náð 1600 alþjóðlegum skákstigum geta tekið þátt í mótum Bikarsyrpunnar. Þannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta þess betur að tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíðkast á venjulegum kappskákmótum. Mótið uppfyllir öll skilyrði Alþjóða skáksambandsins FIDE og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga sem gott er að byrja að safna snemma. Frítt er í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur en fyrir krakka í öðrum taflfélögum er þátttökugjaldið 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferð 17.30 á föstudegi (12. febrúar)
2. umferð 10.30 á laugardegi (13. febrúar)
3. umferð 14.00 á laugardegi (13. febrúar)
4. umferð 10.30 á sunnudegi (14. febrúar)
5. umferð 14.00 á sunnudegi (14. febrúar). (Lokaumferð + verðlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfð í umferðum 1-3 og fæst fyrir hana 1/2 vinningur. Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan. Hafa má samband við skákstjóra með tölvupósti taflfelag@taflfelag.is eða í síma 899 9268 (Björn) og 867 3109 (Þórir).

Vinsamlegast skráið þátttakendur sem fyrst, það hjálpar við undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráðir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verðlaun fyrir efstu sætin í
hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eða Chesskid.com. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir samanlagðan árangur á mótunum þar sem í boði verða 5 einkatímar hjá alþjóðlegum meistara fyrir fyrsta sætið, 3 tímar fyrir annað sætið og 2 tímar fyrir þriðja sætið.

Róbert Luu sigraði á fyrsta og þriðja móti syrpunnar en Halldór Atli Kristjánsson sigraði á öðru mótinu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Næstu mót syrpunnar:

  • Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Skákkeppni vinnustaða fer fram á miðvikudagskvöld

Taflfélag Reykjavíkur býður öllum vinnustöðum að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 sem fram fer í félagsheimili T.R., Skákhöllinni Faxafeni 12, miðvikudaginn 10. febrúar og hefst kl. 19.30. Mótið, sem er styrktarmót Taflfélags Reykjavíkur, er kjörið fyrir hinn almenna skákáhugamann þar sem vinnufélagar geta myndað lið og spreytt sig gegn skákmönnum annarra vinnustaða.

Dagsetning: Miðvikudagur 10. febrúar kl. 19.30

Staður: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12

Keppnisfyrirkomulag

Þriggja manna lið með 1-2 varamönnum
Vinnustaður getur sent nokkur lið til keppni sem verða þá auðkennd sem A-lið, B-lið o.s.frv.
Svissneskt pörunarkerfi og flestir vinningar gilda
7-11 umferðir (bundið þátttöku)
Umhugsunartími er 10 mínútur á mann

Verðlaun

1. Eignabikar fyrir vinnustaðinn og farandbikar til vörslu í 1 ár auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

2. Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

3. Eignabikar fyrir vinnustaðinn auk verðlaunapeninga fyrir keppendur

Þátttökugjald: 15.000 kr fyrir hvert lið

Nánari upplýsingar: Ríkharður Sveinsson, stjórnarmaður í Taflfélagi Reykjavíkur. Netfang: rz@itn.is gsm: 7722990.

Skráning og staðfesting þátttöku

Skráningu skal senda á netfang félagsins taflfelag@taflfelag.is þar sem fram kemur vinnustaður, fjöldi liða og nafn tengiliðs ásamt símanúmeri.

Þátttökugjaldið greiðist inn á reikning Taflfélags Reykjavíkur. Reikningsnúmer: 0101-26-640269. Kennitala: 640269-7669. Vinsamlegast setjið í skýringu: VINNUST

Verið velkomin að taka þátt í Skákkeppni vinnustaða 2016 – hlökkum til að sjá ykkur!


Hraðskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Hraðskákmót Reykjavíkur verður haldið í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 sunnudaginn 7. febrúar kl. 14.

Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2 (3 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik).

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Þátttökugjald er kr 500 fyrir 18 ára og eldri en frítt fyrir 17 ára og yngri. Skráning fer fram á skákstað.

Þrenn verðlaun í boði.

Eftir Hraðskákmótið fer fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavíkur.

Núverandi hraðskákmeistari er Dagur Ragnarsson.


Skákþáttur Morgunblaðsins: Alltaf bestur á nýbyrjuðu ári

DAgur RagnarssonJón Viktor Gunnarsson, Dagur Ragnarsson, Stefán Kristjánsson og Björn Þorfinnsson eru jafnir í efsta sæti fyrir lokaumferð Skákþings Reykjavíkur með 6½ vinning úr átta skákum en lokaumferðin sem fram fer á morgun, sunnudag. Guðmundur Gíslason er einn í 5. sæti eð 6 vinninga en í 6.-11. sæti eru Vignir Vatnar Stefánsson, Mikhael Jóhann Karlsson, Guðmundur Kjartansson, Einar Valdimarsson, Örn Leó Jóhannsson og Björgvin Víglundsson. allir með 5½ vinning. Í lokaumferðinni teflir Björn við Jón Viktor, Dagur við Guðmund Gíslason og Guðmundur Kjartansson við Stefán Kristjánsson.

Af efstu mönnum er Dagur Ragnarssonar að bæta sig mest en árangurinn kemur honum sjálfum ekki á óvart; hann kveðst alltaf vera bestur á nýbyrjuðu ári! Eftir fyrstu mánuði síðasta árs var hann kominn í hóp stigahæstu skákmanna heims í sínum aldursflokki, lækkaði eitthvað seinni partinn en teflir betur nú en nokkru sinni fyrr. Vignir Vatnar tapaði fyrir Degi í 7. umferð en sér samt fram á hækkun um 100 elo-stig svipað og hinn ungi Mikhael Kravchuk. 

Gestamót Hugins og Breiðabliks

Á Gestamóti Hugins og Breiðabliks er teflt á fimmtudagskvöldum í Stúkunni á Breiðabliksvelli, sjö umferðir alls. Samsetning keppendahópsins er frábær og má nefna að meðal þátttakenda eru fyrrverandi landsliðsmenn á borð við Þröst Þórhallsson, Karl Þorsteins, Björgvin Jónsson og Jón Kristinsson. Skipt er í tvo stigaflokka, 2.000 elo-stig og yfir og undir 2.000 elo-stigum. Efstir í A-flokki eru Guðmundur Gíslason, Stefán Kristjánsson, Guðmundur Kjartansson og Þorsteinn Þorsteinsson með 2½ vinning en í B-flokki eru í efstu sætum Dagur Andri Friðgeirsson, Dawid Kolka, Bárður Örn Birkisson, Guðmundur Lee, Snorri Þór Sigurðsson og Hrund Hauksdóttir með 2½ vinning. 

„Auðvitað mundi ég ekki neitt“

Giri og Carlsen...sagði Magnús Carlsen þegar hann skýrði skák sína við Anish Giri á járnbrautarsafninu í Utrecht þar sem 10. umferð fór fram en þó að mótið eigi aðsetur í Wijk aan Zee „skreppur“ það stundum í heimsókn annað; á söfn eða aðra fræga staði úr sögu Hollands. En orð Magnús eru athyglisverð því æ oftar leggur hann leið sína út frá alfaraleiðum og gefur hugmyndafluginu lausan tauminn sbr. eftirfarandi skák sem hann tefldi í 9. umferð: 

Pavel Eljanov – Magnús Carlsen

Katalónsk byrjun

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. g3 Bb4 5. Bd2 Be7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 Rbd7 8. Dc2 Re4 9. Bf4 c6 10. Rc3 g5 11. Be3 Rd6!

Spasskí lék 10.... g5 fyrir meira en 25 árum en þetta er nýr snúningur.

12. b3 Rf5 13. g4?

Óþarfi. betra var 13. cxd5.

13.... Rxe3 14. fxe3 b5! 15. e4?! b4 16. exd5?!

Eljanov bregst hart við. Öruggara var að leika 16. Ra4.

16.... bxc3 17. dxc6 Rb8 18. De4 f5 19. gxf5 exf5 20. Dd5 Dxd5 21. cxd5 Ra6!

Skorðar peðin á drottningarvæng. Atlaga hvíts hefur geigað.

22. Hac1 Rc7 23. Re5 f4 24. Rc4 Hd8 25. Hxc3 Rxd5 26. c7 Rxc7 27. Bxa8 Rxa8 28. e3 Bb4 29. Hc2 Bb7 30. h4 Be4 31. Hh2 Rb6!

Hvítur þolir alls ekki uppskipti á riddurum, 32. Rxb6 axb6 33. exf4 g4! o.s.frv.

32. Re5 fxe3 33. hxg5 Hxd4 34. Rg4 Rd5

– og Eljanov gafst upp.

Fyrir lokaumferðirnar þrjár er Magnús Carlsen efstur með 7 vinninga af 10, Cariana kemur næstur með 6½ og síðan Giri, So, Ding og Eljanov með 5½ vinning hver.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 30. janúar 2016.

Skákþættir Morgunblaðsins


Jón Kristinn efstur á Skákþingi Akureyrar

Skákþing Akureyrar úrslit í 5. umferð

  • Símon þórhallson -Sigurður Eiríksson         1-0
  • Haraldur Haraldsson-Andri Freyr Björgvinsson 1-0
  • Gabríel Freyr Björnsson - jón kristinn Þorgeirsson  0-1
  • Hreinn sat yfir .

Jón Kristinn hefur tekið toppsætið með 4.vinninga af 5

Sigurður Eiríksson í öðru sæti með 3 vinninga af 4

Símon og Haraldur 2 vinninga af 4

Hreinn og Andri 1 1/2 vinning af 4

En Gabríel hefur enn ekki komist á blað enda við mun eldri og reynslumeiri andstæðinga að etja en hann er vanur. En hann á framtíðina fyrir sér,og verður farinn að máta okkur eftir nokkur ár .

Heimasíða SA

 


Guðmundur, Halldór og Magnús efstir á Nóa Síríus mótinu

Stjörnulögfræðingurinn vann stjörnublaðamanninn

Það var hart barist í fimmtu og næstsíðustu umferð Nóa Síríus-mótsins – Gestamóts Hugins og Breiðabliks –  í gærkvöld og fjórar skákir tefldar fram yfir miðnættið. Fyrir lokaumferðina er staðan þannig að sjö keppendur hafa tækifæri á að hampa sigri á mótinu.

Guðmundur Kjartansson (2456), Halldór Brynjar Halldórsson (2209) og Magnús Örn Úlfarsson (2375) eru efstir og jafnir með 4 vinninga.

Halldór Brynjar þurfti minnst að hafa fyrir hlutunum í gær. Stjörnulögfræðingurinn vann Björn Þorfinnsson (2418) fremur áreynslulaust en stjörnublaðamaðurinn tefldi byrjunina óvenju ráðleysislega og mátti sætta sig við tap í aðeins 24 leikjum. Talið er að stigvaxandi væringar milli stétta lögfræðinga og blaðamanna á Íslandi hafi sett sitt mark á viðureign þessara heiðursmanna. Að sögn vitna sló í brýnu með þeim á skákstað rétt áður en sest var að tafli. Þar vændi Björn Halldór um tilgerð í klæðaburði og óhóflega notkun á langdrægum rakspíra til að fipa andstæðinginn við skákborðið og kallaði löðurmannlega atrennu að sterkari andstæðingi. Klækjarefurinn Halldór sér hins vegar leik á borði með gagnárás. Hann yggldi sig framan í Björn með þessari skírskotun í orð Skarphéðins í Njálu: „Hefir þú, Björn, lítt fylgst með tískustraumum eða sótt mannamót og mun þér kringra að hafa ljósaverk að búi þínu í Garðabæ í fásinninu. Sæmra væri þér að stanga úr tönnum þér rassgarnarendann merarinnar, er þú ást, áður þú reiðst til þessarar viðureignar en að rífa hér kjaft við þér virðulegri mann.“ Setti Björn fölan við þessa ósvífni og fór því sem fór. Fróðlegt verður að fylgjast með næstu viðureignum snillinganna.

Magnús Örn atti kappi við Dag Ragnarsson (2219), skákin leystist upp í miðtafl þar sem hvor keppandi hafði hrók og drottingu, auk slatta af peðum, en með betur stæða menn landaði Magnús sigri upp úr miðnætti. Enginn teflir lengri skákir á mótinu en prófessorinn sem virðist vera í býsna góðu formi þrátt fyrir litla taflmennsku síðustu misseri. Líkamsþol Magnúsar er öflugt vopn en þeir kollegar hjá HÍ, Magnús Örn, Helgi Áss og Snorri Þór, hafa vakið athygli langt út fyrir háskólalóðina fyrir framúrskarandi líkamlegt atgervi og meðvitaða reisn í framgöngu.

Lengsta skák kvöldsins var hins vegar á milli Guðmundar Kjartanssonar og Stefáns Kristjánssonar. Þar vann Guðmundur peð en öll peðin voru á sama kanti. Guðmundur reyndi allt hvað af tók að vinna með hróki + riddara gegn hróki en stórmeistarinn hélt því auðveldlega.

Stefán er í 4.-7. sæti með 3½ vinning ásamt Guðmundi Gíslason (2307), sem notfærði sér byrjunarmistök Hrafns Loftssonar (2164) til sigurs, Þorsteini Þorsteinssyni (2253) og Halldóri Grétari Einarssyni (2205) sem vann Sigurbjörn Björnsson (2300) í mjög æsilegri og spennandi skák eftir skiptamunarfórn. Allir þessir sjö skákmenn geta sigrað á mótinu.

Örn Leó Jóhannsson (2157) hefur bætt sig jafnt og þétt sem skákmann síðustu misseri og vann Karl Þorsteins (2449) í gær, sem verður að teljast mikið afrek enda er Karl afrenndur að skákafli þó að nokkuð skorti á leikæfinguna. Þá bar það einnig til tíðinda að Þorvarður Ólafsson hrifsaði sigurinn af Guðlaugu Þorsteinsdóttur í blálokin eftir að hafa verið þremur peðum undir. Þótti Þorvarði leitt að svona fór enda annálað prúðmenni og drengur góður.

Í lokaumferðinni, sem fram fer nk. fimmtudagskvöld, mætast: Guðmundur Kjartansson (4) – Halldór Brynjar (4), Guðmundur Gíslason (3½) – Magnús Örn (4), Halldór Grétar (3½) – Þorsteinn (3½) og Björn (3) – Stefán (3½).

Mótstafla á Chess-Results

B-flokkur

Í B-flokki er Dawid Kolka (1897), sem vann Dag Andra Friðgeirsson (1858), efstur með 4½ vinning. Bárður Örn Birkisson (1954), sem vann tvíburabróður sinn, Björn Hólm (1962) og Snorri Þór Sigurðsson (1845) sem knésetti Hrund Hauksdóttur (1777) eru í 2.-3. sæti með 4 vinninga. Dawid teflir við við Bárð Örn í lokaumferðinni en Snorri Þór mætir Degi Andra.

Mótstafla á Chess-Results.

Nánar á heimasíðu Hugins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.6.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband