Bloggfćrslur mánađarins, desember 2016
2.12.2016 | 07:00
Ţriđja mót Bikarsyrpunnar ásamt Bikarmóti stúlkna hefst í dag
Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur hefur fest sig í sessi undanfarin misseri og fer nú af stađ ţriđja áriđ í röđ. Mót syrpunnar í vetur verđa fimm talsins og hefur umferđum hvers móts veriđ fjölgađ í sjö.
Ţriđja mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 2. desember og stendur til sunnudagsins 4. desember. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Viđ endurtökum leikinn og höldum ađ auki međfram Bikarsyrpunni Bikarmót stúlkna sem mćltist vel fyrir á síđastliđnu móti. Međ ţví gefst stelpum sem vilja prófa form Bikarsyrpunnar aukiđ tćkifćri á ađ spreyta sig áđur en ţćr taka ţátt í sjálfri Bikarsyrpunni. Tefldar verđa fimm umferđir í stúlknamótinu, ein á föstudag og tvćr hvorn daginn laugardag og sunnudag, en ađ öđru leyti verđur fyrirkomulag hiđ sama og í Bikarsyrpunni. Nánari dagskrá má sjá hér ađ neđan.
Fyrir börn sem vilja taka framförum í skák ţá er gott ađ byrja sem fyrst ađ tefla í kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim börnum sem vilja tefla á alvöru mótum einkum stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunur oft mikill og mótin taka langan tíma, auk ţess sem mörgum börnum óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví. Ţessi mótaröđ TR er ekki síđur sniđin ađ ţörfum ţeirra barna sem dreymir um ađ nćla sér í sín fyrstu skákstig.
Einungis börn á grunnskólaaldri (fćdd áriđ 2001 eđa síđar) sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta ţess betur ađ tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á hefđbundnum kappskákmótum fullorđinna. Mótin uppfylla öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og eru reiknuđ til alţjóđlegra skákstiga.
Dagskrá Bikarsyrpu III:
1. umferđ: 2. desember kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 3. desember kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 3. desember kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 3. desember kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 4. desember kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 4. desember kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 4. desember kl. 16.00 (sun)
Dagskrá Bikarmóts stúlkna:
1. umferđ: 2. desember kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 3. desember kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 3. desember kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 4. desember kl. 10.00 (sun)
5. umferđ: 4. desember kl. 13.00 (sun)
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni síđustu umferđ hvors móts fyrir sig.
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu (í stúlknamótinu er ein yfirseta leyfđ í umferđum 1-3). Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.
Sigurvegari hvors móts hlýtur ađ launum bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2.sćti og 3.sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir samanlagđan árangur í mótunum fimm, ţar á međal er veglegur farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1.sćti gefur 5 einkatíma, 2.sćti gefur 3 einkatíma og 3.sćti gefur 2 einkatíma.
Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar til viđ undirbúning mótsins. Hlökkum til ađ sjá ykkur!
Skráningarform
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2016 | 10:09
Magnus Carlsen heimsmeistari í skák!
Norđmađurinn Magnus Carlsen er heimsmeistari í skák. Ţađ er var ljóst eftir spennandi og afar skemmtilegan lokapunkt einvígisins sem fram fćr í gćrkveldi. Mikil tilhlökkun var hjá íslenskum skákmönnum sem fjölmenntu í opiđ hús í Skáksambandi Íslands. Ţar voru ţeir Björn Ţorfinnsson og Ingvar Ţór Jóhannesson međ skákskýringar sem heldur betur slógu í gegn. Nánar má lesa um opna húsiđ í frétt Mbl.is. RÚV kom á stađinn og var međ innskot í fréttatímanum sem sjá má hér.
Tefldu ţeir fjórar atskákir. Fyrstu skákinni lauk međ fremur litlausu jafntefli. Önnur skákin var hins vegar ćsispennandi og saumađi Carlsen jafnt og ţétt Karjakin sem varđist afar fimlega međ hrók á móti tveimur biskupum. Áskorandinn náđi svo upp lygilegri pattgildru sem byggir á ţví ţema og hornpeđ og biskup sem er ekki samlita hornreitnum uppí borđi dugar ekki til vinnings. .
78...h5!! 79. gxh5 (79. g5 fxg5 80. hxg5 h4 og hvítur kemst ekkert áleiđis). 79...f5!! 80. Bxf5 Hxe7+! 81. Kxe7 Kg8 82. Bd3 Kh8 83. Kf8 g5!! 84. hxg6.
Ótrúleg lokastađa
Stađan var 1-1 og ljóst ađ fjórar skákir yrđu tefldar. RÚV tók stöđuna í hálfleik í 10-fréttum og viđtal viđ Björn Ţorfinnsson sýnt (byrjar 09:25).
Carlsen sýndi á sér klćrnar í ţriđju skákinni og vann góđan sigur međ svörtu mönnunum. Ţar sýndi hann á sér sýnar allar bestu hliđar. Eftir ađ hafa veriđ í sókn á kóngsvćngnum setti hann áskorandann í aukin vandrćđi međ 22...a5! sem byggir á ţví ađ ađ veikja stöđu hvíts á svörtu reitunum.
Nokkru síđar sýndi heimsmeistarinn enn á ný á sínar bestu hliđar.
30...e4! Fórnar peđi fyrir rýmra tafl og kemst inn í herbúđir hvíts eftir 31. dxe4 Bxc3 32. Hxc3 De5.
Karjakin lék af sér ef ţunga pressu í 38. leik ţegar hann lék 38. Hxc7? 38. Hb1! heldur stöđu hvíts lifandi ţótt hans bíđi erfiđ vörn. Eftir 38...Ha1! gafst Karjakin upp. Stađan orđin 2-1 og ljóst ađ Carlsen ţyrfti ađeins jafntefli í nćstu skák til ađ tryggja sér titilinn.
Carlsen hafđi hvítt og lék 1. e4. Áskorandinn svarađi međ Sikileyjarvörn og var ţađ í fyrsta og eina skipti í einvíginu sem sú ágćta byrjun var tefld. Carlsen tefldi óhefđbundinn fjórđa leik 5. f3 og var ţađ greinilega eitthvađ sem hann hafđi undirbúiđ fyrir einvígiđ. Heimsmeistarinn fékk mun rýmra tafl og náđi frumkvćđinu. Skákin lauk međ einkar glćsilegri fórn sem hann hafđi greinilega séđ allmörgum leikjum fyrr ţví annars hefđi hann ekki gefiđ kost á sóknarfćrum svarts.
50. Dh6+!! Ţvílíkur endir á heimsmeistaraeinvíginu. Drottningu leikiđ oní tvo menn og svartur óverjandi mát í nćsta leik.
Nánar um gang gćrdagsins má lesa á Chess.com, Chess24 og Matt & Patt.
Skákin vakti athygli bćđi í Moskvu og New York!
@chess24com Red Square right now! #CarlsenKarjakin pic.twitter.com/Jxt2CuAaxy
Mikhail O. (@iMishutka) November 30, 2016
@fionchetta Times Square right now! #CarlsenKarjakin pic.twitter.com/NktuF0Ghtl
Dan (@AntonSquaredMe) November 30, 2016
Björgun Karjakin í annarri skákinni vakti ađdáun.
This is one of the most unexpected saves I have seen in my life. No time . No Position. Unbelievable. UNBELIEVABLE!!! . #CarlsenKarjakin
Paco Vallejo (@Chessidharta) November 30, 2016
If you ask me Karjakin has just become World Chess Defense Champion. #CarlsenKarjakin
Anish Giri (@anishgiri) November 30, 2016
Í ţriđju skákinni var ţađ sennilega peđsfórnin á e4 sem réđi úrslitum.
It's simply impossible to go to sleep when you see moves like 30...e4! https://t.co/YzlP4nBlaM #CarlsenKarjakin pic.twitter.com/vAGj7Tceqj
Olimpiu G. Urcan (@OlimpiuUrcan) November 30, 2016
Ironically Karjakin's 38.Rxc7?? was his second move beyond the 5th rank. You can't win the title playing like this #CarlsenKarjakin
Grzegorz Gajewski (@GajuChess) November 30, 2016
A very strong performance from Carlsen in game 3, he took the initiative and played brilliantly. Now Sergey should rely on Najdorf!
Yan Nepomniachtchi (@lachesisq) November 30, 2016
Hvort ađ Karjakin ćtlađi ađ beita Najdorf vitum viđ ekki ţar sem Carlsen lék 5. f3! Drottningarfórn Carlsen ćrđi skákheim á Twitter!
What a finish!!! đŸŽ‰đŸŽ‰ Congratulations, birthday boy!! đŸ† #CarlsenKarjakin #worldchess2016 ✨ @MagnusCarlsen pic.twitter.com/ReHIQqeDhw
Anna Rudolf (@Anna_Chess) November 30, 2016
Qh6, the guy couldn't prevent himself... Congrats @MagnusCarlsen!
MVL (@Vachier_Lagrave) November 30, 2016
OH LA LA - Qh6!!!! - Beautiful way to finish the match! a move for #history - Congrats to Carlsen,my #respect to Karjakin #CarlsenKarjakin
Paco Vallejo (@Chessidharta) November 30, 2016
Congratulations to Magnus! His lack of preparation angered the goddess Caissa, but not enough to drive her into the drab Karjakin's arms.
Garry Kasparov (@Kasparov63) December 1, 2016
50.Qh6+ is the way to wrap up the best possible birthday gift. https://t.co/FBXx8Jg2nd #CarlsenKarjakin pic.twitter.com/G0mwGeotDW
Olimpiu G. Urcan (@OlimpiuUrcan) November 30, 2016
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2016 | 08:59
Rimaskóli sigursćll á Jólaskákmóti TR og SFS
Um nýliđna helgi leiddu Taflfélag Reykjavíkur og Skóla- og frístundasviđ Reykjavíkurborgar saman riddara sína og blésu til hins árlega Jólaskákmóts grunnskóla borgarinnar. Hátt í 150 börn settust ađ tafli í 33 skáksveitum og sköpuđu börnin einstakt andrúmsloft í félagsheimili TR sem einkenndist af skemmtilegri blöndu leikgleđi og keppnishörku.
Yngri flokkur reiđ á vađiđ á sunnudagsmorgni klukkan 10:30 er Suđur-riđill 1.-7.bekkjar var tefldur. Ţar fór fremst í flokki sigursveit Ölduselsskóla frá ţví í fyrra en skáksveitin sú er bćđi reynslumikil og römm ađ afli. Einungis ein stúlknasveit var mćtt til leiks og var ţađ hin efnilega sveit Háteigsskóla, en stúlkurnar í sveitinni hafa veriđ einkar duglegar ađ sćkja skákćfingar hjá Taflfélagi Reykjavíkur undanfarin misseri. Svo fór ađ Ölduselsskóli vann öruggan sigur í Suđur-riđli og hlaut sveitin 21 vinning af 24 mögulegum. Baráttan um 2.sćtiđ var hnífjöfn allt fram í síđustu umferđ. Ađ lokum hreppti Breiđholtsskóli 2.sćtiđ međ 14,5 vinning, ađeins hálfum vinning meira en Háteigsskóli sem endađi í 3.sćti. Ţađ voru ţví Ölduselsskóli og Breiđholtsskóli sem tryggđu sér ţátttökurétt í úrslitakeppni mótsins. Stúlknasveit Háteigsskóla fékk 10,5 vinning í 6.sćti og komst áfram í úrslitakeppni stúlknasveita.
Norđur-riđill yngri flokks hófst klukkan 14 sama dag. Hvorki fleiri né fćrri en 19 skáksveitir voru mćttar til leiks og ţví var ţröngt á ţingi í félagsheimili TR ţennan seinni part sunnudags. Svo mikill var atgangurinn ţegar foreldrar og liđsstjórar streymdu ađ međ keppendur ađ um tíma leit bílastćđiđ út eins og fćreyskur harmonikusamanstoyti. En betur fór en á horfđist og komust allir bílar klakklaust í bílastćđi og keppendur á keppnisstađ. Skákrisinn úr Grafarvogi, Rimaskóli, ţótti sigurstranglegur í ţessum riđli en Ingunnarskóli kaus ţó ađ gefa ekkert eftir í toppbaráttunni og fylgdi Rimaskóla eftir sem skugginn allt mótiđ. Ađ lokum munađi ađeins einum vinning á skólunum tveimur. Rimaskóli vann riđilinn og Ingunnarskóli lenti í 2.sćti, og öđluđust skólarnir tveir ţví keppnisrétt í úrslitakeppninni. B-sveit Rimaskóla hreppti loks 3.sćtiđ. Rimaskóli lét ekki ţar viđ sitja ţví stúlknasveit skólans varđ hlutskörpust í stúlknaflokki og hlaut sveitin 11 vinninga. Stúlknasveit Landakotsskóla kom í humátt á eftir međ 10,5 vinning. Í 3.sćti varđ sveit Árbćjarskóla međ 9,5 vinning. Ţar sem ađeins ein stúlknasveit var í fyrri riđli mótsins ţá komust ţrjár efstu stúlknasveitir Norđur-riđils áfram í úrslitakeppnina.
Úrslitakeppni stúlknaflokks hjá 1.-7.bekk var ćsispennandi og réđust úrslit ekki fyrr en í síđustu skák síđustu umferđar. Rimaskóli og Háteigsskóli glímdu um efsta sćtiđ og virtist Rimaskóli hafa pálmann í höndunum eftir sigur á helsta keppinaut sínum í 4.umferđ, 3-1. Háteigsskóli lét ţó ekki deigan síga og vann síđustu tvćr viđureignir sínar 4-0. Rimaskóli lenti ţá í klóm hinnar efnilegu skáksveitar Landakotsskóla. Í stöđunni 2-1 fyrir Rimaskóla fór af stađ ćvintýralega atburđarás á 1.borđi ţar sem Rimaskóli ţurfti jafntefli til ađ tryggja sér sigur í mótinu. Eftir mikinn barning ţar sem skákin skipti um eiganda í nokkur skipti -og fjölmargir áhorfendur tóku ítrekuđ andköf- ţá ţráléku stúlkurnar og Rimaskóli hrósađi sigri í mótinu. Rimaskólastúlkur fengu 19,5 vinning í efsta sćti og Háteigsskóli hlaut 19 vinninga í 2.sćti. Landakotsstúlkur enduđu í 3.sćti og Árbćjarskóli í 4.sćti.
Eldri flokkur (1.-8.bekkur) tefldi á sama tíma og úrslitakeppni yngri flokks fór fram. Ţátttaka í eldri flokki var afar döpur ađ ţessu sinni en ađeins 6 skáksveitir tefldu. Fyrir vikiđ ţurftu mótshaldarar ađ fćkka fyrirhuguđum umferđum úr sex í fimm. Laugalćkjarskóli mćtti međ mjög sterka skáksveit líkt og áriđ á undan er skólinn vann međ fullu húsi. Laugalćkjarskóli endurtók leikinn og vann allar 20 skákir sínar. Rimaskóli hreppti 2.sćtiđ međ 14 vinninga. Stúlknasveit Hagaskóla eina stúlknasveit eldri flokks- gerđi sér svo lítiđ fyrir og fékk 8 vinninga sem dugđi í 3.sćtiđ.
Sé litiđ til mótsins í heild ţá sést ađ Rimaskóli stendur öđrum skólum Reykjavíkur framar í skólaskák. Skólinn hreppti alls fimm verđlaun; 2 gull, 2 silfur og 1 brons. Aukinheldur sendi skólinn 5 skáksveitir í mótiđ, flestar allra skóla.
Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöđu má nálgast á chess-results.
Taflfélag Reykjavíkur vill koma á framfćri ţökkum til Skóla- og frístundasviđs fyrir ánćgjulegt samstarf sem enn eitt áriđ skapar vettvang fyrir börn í grunnskólum Reykjavíkur til ţess ađ koma saman og eiga góđa taflstund saman.
Myndskreytta frásögn frá mótinu má finna á heimasíđu TR.
1.12.2016 | 08:55
Góđ frammistađa Henriks á HM öldunga
Í gćr lauk heimsmeistaramóti öldunga í Marianzske Lazne í Tékklandi. Henrik Danielsen (2477) var međal keppenda í flokki 50 ára og eldri og stóđ sig vel. Henrik hlaut 8 vinninga í 11 skákum og varđ í 4.-9. sćti. Tók fjórđa sćtiđ eftir stigaútreikning. Heimsmeistari í flokki Henriks varđ georgíski stórmeistarinn Giorgi Bagaturov (2410).
Ýmsar gamlar hetjur voru međal keppenda á HM. Anatoly Vaisser (2505) varđ heimsmeistari í flokki 65 ára og eldri. Georgíska skákkonan og fyrrverandi heimsmeistari kvenna Nona Gaprindashvili (2311) varđ heimsmeistari kvenna í flokki 65 ára og eldri.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 141
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar