Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2015

Atkvöld hjá Hugin í kvöld

Fyrsta skákkvöld í Mjóddinni hjá Skákfélaginu Huginn verđur atkvöld mánudaginn  5. janúar 2014. og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ fimmtán mínútna umhugsun. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á atkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Jólahrađskákmót Ása á ţrettándann

Ćsir urđu ađ fresta jólahrađskákmóti sínu sem átti ađ fara fram 16. desember sl. vegna kolbrjálađs veđurs sem geisađi ţann dag. Nú er meiningin ađ halda ţetta mót á nćsta ţriđjudag ţ.e. a s á ţrettándanum. Ţađ eru síđustu forvöđ ţví eftir ţađ vćri ekki hćgt ađ kalla ţađ jólahrađskákmót,

Ţađ verđa tefldar 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ byrjar á mínútunni kl.13.00

Ţess vegna er gott ađ mćta tímanlega eins og ţiđ geriđ alla jafna. Allir skákmenn velkomnir sem náđ hafa virđulegum aldri. Karlar 60+ og konur 50+

Skákstađur er Stangarhylur 4, félagsheimili F E B

Veriđ velkomin.

 


Guđmundur međ gott jafntefli í gćr - er í hópi efstu manna

Gummi KjaAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2451) heldur áfram ađ gera góđa hluti í Hastings Í gćr gerđi hann gott jafntefli viđ brasíliska stórmeistarann Alexandr Fier (2592). Guđmundur hefur 4,5 vinning eftir 6 umferđir og er í 3.-15. sćti.

Í sjöundu umferđ, sem fram fer í dag og hefst kl. 14:15, teflir Guđmundur viđ pólska stórmeistarann Aleksander Mista (2614).

Hćgt verđur ađ fylgjast međ Gumma beint á vefnum.

Einstök úrslit Gumma má nálgast hér.

Alls taka 110 skákmenn ţátt frá 29 löndum ţátt í ţessu fornfrćga móti. Ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 15 í stigaröđ keppenda.


Tómas, Rúnar og Ármann efstir á janúarmóti Hugins

Janúarmót Hugins á norđursvćđi hófst í gćr. Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendum var skipt í tvo riđla, austur- og vesturriđil og var ađ mestu miđađ viđ búsetu félagsmanna. Tefldar eru sjö umferđir, allir viđ alla í hvorum riđli og svo mćtast ađ lokum efstu tveir, ţeir sem voru í öđru sćti o.s.frv, í allsherjar skákveislu.

Keppendur koma af gervöllu norđurlandi, allt frá Siglufirđi austur á Raufarhöfn! geri ađrir betur :)

Fyrstu tvćr umferđirnar fóru fram í dag í hvorum riđli. Óvćnt úrslit léku hlutverk í gćr í vesturriđli ţegar leiđtogi vor og lćrimeistari Hermann Ađalsteinsson (1342) gerđi sér lítiđ fyrir og gerđi jafntefli viđ Hjörleif Halldórsson (1920) frá Akureyri. Vel gert hjá Hermanni! Sjóarinn síkáti, Heimir Bessason (1478) átti einnig góđan dag í austur ţegar honum tókst ađ halda jöfnu gegn hrađskákmeistaranum Smára Sigurđssyni (1905).

Önnur úrslit voru ađ mestu eftir bókinni.

Sighvatur Karlsson og Sigurđur Daníelsson eiga inni frestađar skákir í austur sem geta haft áhrif á stöđu efstu manna.

Eftir umferđirnar tvćr eru Rúnar Ísleifsson og Ármann Olgeirsson efstir međ fullt hús í vesturriđli og Tómas Veigar Sigurđarson einn efstur í austurriđli međ fullt hús.


Ţorsteinn vann Kristján í ţemaeinvígi í tilefni afmćlis Eyjólfs

Ţorsteinn og KristjánFIDE-meistarinn Ţorsteinn Ţorsteinsson (2255) vann öruggan sigur 6-2 í bráđskemmtilegu ţemaeinvígi gegn Kristjáni Eđvarđssyni (2178) sem skákfrömuđurinn Eyjólfur Ármannsson stóđ ađ en hann hélt upp á fimmtugsafmćli í gćr. Teflt var í húsnćđi Hjálprćđishersins í Mjódd.

Einvígiđ var mun jafnara en tölurnar gefa til kynna. Tefldar voru hrađskákir 5 mínútur 2 sekúndur á hvern leik og Ţorsteinn nýtti tímann á mun skynsamari hátt en Kristján.

Í ţriđju skákinni tefldi Kristján mjög vel og var mjög nállćgt sigri en varđ á smá ónákvćmni í endatafli sem varđ til ţess ađ hann var međ riddara og biskup. Ţađ er auđvitađ unnin stađa en međ nokkrar sekúndur á klukkunni er ansi erfitt ađ vinna og svo fór ađ Kristján féll á tíma. 

  1. Skák Kristján – Ţorsteinn 0-1 Drottningarbragđ
  2. Skák Ţorsteinn – Kristján 1-0 Drottningarbragđ
  3. Skák Ţorsteinn – Kristján ˝-˝ Pirc vörn
  4. Skák Kristján – Ţorsteinn 1-0 Pirc vörn
  5. Skák Ţorsteinn – Kristján 1-0 Drottningarbragđ
  6. Skák Kristján – Ţorsteinn ˝-˝ Drottningarbragđ
  7. Skák Kristján – Ţorsteinn 0-1 Pirc vörn
  8. Skák Ţorsteinn – Kristján 1-0 Pirc vörn

Skákirnar má nálgast hér.

Nćstu helgi verđur annađ ţemaeinvíg á vegum Eyjólfs en ţá mćtast Dagur Arngrímsson og Guđmundur Gíslason. 

 


Skákţing Reykjavíkur hefst í dag - enn hćgt ađ skrá sig

skakthingreykjavikurlogo15
Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 4. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bćtast viđ eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram tvisvar í viku, á miđvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Mótiđ í ár er haldiđ sérstaklega til heiđurs fyrsta stórmeistara ţjóđarinnar, eđal TR-ingnum Friđriki Ólafssyni, sem verđur áttrćđur međan mótiđ stendur stendur yfir. Skákmenn eru hvattir til ađ heiđra meistarann međ ţátttöku sinni í ađalmóti vetrarins sem nú fer fram í 84. sinn!

Bođiđ er upp á tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiđni um yfirsetu til skákstjóra í síđasta lagi viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Dagskrá:

1. umferđ sunnudag 4. janúar kl. 14
2. umferđ miđvikudag 7. janúar kl. 19.30
3. umferđ sunnudag 11. janúar kl. 14.00
4. umferđ miđvikudag 14. janúar kl. 19.30
5. umferđ sunnudag 18. janúar kl. 14.00
6. umferđ miđvikudag 21. janúar kl. 19.30
7. umferđ sunnudag 25. janúar kl. 14
8. umferđ miđvikudag 28. janúar kl. 19.30
9. umferđ sunnudag 1. febrúar kl. 14

Verđlaun:

1. sćti kr. 120.000
2. sćti kr. 60.000
3. sćti kr. 30.000

Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000

Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000

Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur undir 1400 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur undir 1200 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur stigalausra - bókaverđlaun

 

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna - annars íslensk stig.


Ţátttökugjöld:

kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri
kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri

Keppt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2015" og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.


Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort útreikningur), en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti. Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


Skákţáttur Morgunblađsins: Skákblinda og snilldarleikir

Magnús Carlsen er skákmađur ársins 2014. Á ţví er ekki hinn minnsti vafi. Hann varđi heimsmeistaratitil sinn viđ erfiđar ađstćđur í Sochi viđ Svartahaf og heldur titlinum nćstu tvö árin. Um ţessar mundir er enginn skákmađur kominn fram á sjónarsviđiđ sem virđist geta ógnađ honum. Ţessum stćrsta skákviđburđi ársins sem er ađ líđa verđur ađ einhverju leyti minnst fyrir skákblindu beggja í 6. skák einvígisins ţegar Anand missti af tćkifćri til ađ ná fram vinningsstöđu og tapađi ađ lokum. En ţrátt fyrir allt eru ţessir snillingar mannlegir og ţađ er alls ekki óţekkt í öđrum greinum ađ menn sjái alls ekki ţađ sem blasir viđ öllum öđrum. Hliđstćtt dćmi má finna úr frćgu einvígi millistríđsáranna:

Euwe – Aljekín

16. einvígissskák, 1937:

GLVTELSJAljekín lék síđast 25. ... Dd5-e5 og nú gat Euwe leikiđ 26. Dh8+! Kxh8 27. Rxf7+ og 28. Rxe5 og endatafliđ er afar vćnlegt. En hann kaus ađ leika 26. Bb2? sem Aljekín svarađi međ 26. ... Bc6?? og enn gat Euwe leikiđ 27. Dh8+! og fengiđ auđunniđ endatafl tveim peđum yfir. En hann valdi 27. a3??, fékk ekki annađ tćkifćri og skákinni lauk međ jafntefli.

 

 

Saga heimsmeistaraeinvígjanna frá ţví fyrsta opinbera sem háđ var áriđ 1886 sýnir hinsvegar fram á svo ekki verđur um villst ađ afleikjum var yfirleitt refsađ grimmilega:

Karpov – Kortsnoj

17. einvígisskák, 1978:

GLVTELSRKortsnoj var í miklu tímahraki, sá ađ hann yrđi ađ hindra mát í borđi og lék 39. Ha1?? og Karpov svarađi ađ bragđi: 39. ... Rf3+! Eftir 40. gxf3 kemur 40. ... Hg6+ 41. Kh1 Rf2 mát! Kortsnoj gafst ţví upp.

 

 

 

 

Greinarhöfundur telur sig hafa nokkuđ góđa yfirsýn yfir opinberu heimsmeistaraeinvígin frá 1886-2014. Ţau eru 40 talsins ef tímabilinu 1993-2005 er sleppt. Öll viđleitni til ađ velja besta leik ţessara einvígja snýst auđvitađ um persónulegan smekk. Ţar sem einvígiđ 1972 stendur Íslendingum nálćgt er ekki úr vegi ađ velja besta leik sigurvegarans í öllum 20 skákunum:

Fischer – Spasskí,

10. einvígisskák, 1972

GLVTELSNFischer lék nú 26. Bb3! Eftir 26. ... axb5 27. Df4! sáu menn ađ 27. ... c4 er svarađ međ 28. Bxc4! Eftir 27. ... Hd7 28. Re5! Dc7 29. Hbd1! átti Spasskí í vök ađ verjast og tapađi eftir 56. leiki.

 

 

 

 

Besti biđleikur heimsmeistaraeinvígjanna kom ađ mati greinarhöfundar í ţessari stöđu:

Kasparov – Karpov

21. skák, 1986

GKVTELT0Í stađ ţess ađ valda d4-peđiđ stakk Kasparov 41. Rd7! í umslagiđ. Í ljós kom ađ stađa svarts var algerlega vonlaus eftir ţennan óvćnta leik og skákinni lauk snarlega: 41. ... Hxd4 42. Rf8+! Kh6 43. Hb4! Hc4 44. Hxc4 dxc4 45. Dd6! c3 46. Dd4 – og Karpov gafst upp.

 

 

 

Ég hallast ađ ţví ađ Armeninn Tigran Petrosjan hafi leikiđ besta leik allra heimsmeistaraeinvígjanna í ţessari stöđu:

Petrosjan – Spasskí

12. einvígisskák, 1966:

GLVTELSFPetrosjan lék nú 31. Rf3!! en eftir 31. ... exd3 (ekki 31. ... exf3 32. Bd2! og 33. Bc3) missti hann af 32. Dxd3! Bf5 33. Rxe5 Bxd3 34. Bd4! sem leiđir til vinningsstöđu međ „svikamylluţema“ eftir 34. ... dxe5 35. Bxe5+ Kh7 36. Hg7+ Kh8 37. Hxc7+ Kg8 38. Hg7+ Kh8 39. Hxa7+ Kg8 40. Hg7+ Kh8 41. Hg3+ Kh7 42. Hxd3 Hxa2 43. Kg2! og vinnur. Síđar brast Petrosjan kjark til ađ tefla vćnlega stöđu til vinnings og sćtti sig viđ jafntefli.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 27. desember 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Bolvískir frćndur sterkir á fjölskyldumóti TR

Bolvískir frćndurSkemmtileg frétt kom á vef Víkara fyrir skemmstu.
 
Ţar segir:

 

Á hverju ári heldur Taflfélag Reykjavíkur fjölskyldujólaskákmót ţar sem keppt er í tveggja manna liđum sem skipuđ eru annars vegar félagsmönnum, ţ.e. krökkum, og hinsvegar öđrum ađila úr fjölskyldunni sem má vera foreldri, systkini eđa annar ćttingi. 

Fyrr í desember fór fjölskyldujólaskákmót ţessa árs fram og tóku hvorki alls 32 liđ ţátt en tefldar voru 5 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Skemmst er frá ţví ađ segja ađ bolvískir skákmenn tefldu til sigurs í mótinu en tvö liđ urđu efst og jöfn međ 8 vinninga en bćđi liđin voru rammbolvísk og auk ţess sem allir fjórir keppendurnir eru náskyldir. 

Ţetta voru liđin "Kóngarnir" sem skipađ var brćđrunum Birni Hólm og Bárđi Erni Birkissonum en fađir ţeirra er Birkir Bárđarson, sonur Bárđar Guđmundssonar frá Hóli, og liđiđ "Balotelli" sem skipađ var feđgunum Benedikt Erni Magnússyni og Magnúsi Pálma Örnólfssyni en Magnús Pálmi er einmitt sonur Örnólfs Guđmundssonar frá Hóli.


Guđmundur vann í gćr - hefur 4 vinninga eftir 5 umferđir

Gummi KjaAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2451) vann í gćr bandaríska alţjóđlega meistaranum Vladimir Prosviriakov (2271) í mjög vel tefldri skák í fimmtu umferđ Hastings-mótsins sem fram fór í gćr. Guđmundur hefur 4 vinninga og er í 3.-12. sćti.

Í sjöttu umferđ, sem hefst kl. 14:15, teflir hann viđ brasíliska stórmeistarann Alexandr Fier (2592), sem verđur međal keppenda á Reykjavíkurskákmótinu.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ Gumma beint á vefnum.

Einstök úrslit Gumma má nálgast hér.

Alls taka 110 skákmenn ţátt frá 29 löndum ţátt í ţessu fornfrćga móti. Ţar af eru 14 stórmeistarar og 9 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur er nr. 15 í stigaröđ keppenda.


Skákţing Reykjavíkur hefst á morgun

skakthingreykjavikurlogo15
Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 4. janúar kl. 14. Tefldar verđa níu umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á 40 leiki auk 30 sek. á leik. 15 mínútur bćtast viđ eftir 40 leiki auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram tvisvar í viku, á miđvikudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14. Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.

Mótiđ í ár er haldiđ sérstaklega til heiđurs fyrsta stórmeistara ţjóđarinnar, eđal TR-ingnum Friđriki Ólafssyni, sem verđur áttrćđur međan mótiđ stendur stendur yfir. Skákmenn eru hvattir til ađ heiđra meistarann međ ţátttöku sinni í ađalmóti vetrarins sem nú fer fram í 84. sinn!

Bođiđ er upp á tvćr yfirsetur (bye) í umferđum 2-6. Keppandi skal leggja inn skriflega beiđni um yfirsetu til skákstjóra í síđasta lagi viđ upphaf umferđarinnar á undan. Hálfur vinningur fćst fyrir yfirsetu.

Dagskrá:

1. umferđ sunnudag 4. janúar kl. 14
2. umferđ miđvikudag 7. janúar kl. 19.30
3. umferđ sunnudag 11. janúar kl. 14.00
4. umferđ miđvikudag 14. janúar kl. 19.30
5. umferđ sunnudag 18. janúar kl. 14.00
6. umferđ miđvikudag 21. janúar kl. 19.30
7. umferđ sunnudag 25. janúar kl. 14
8. umferđ miđvikudag 28. janúar kl. 19.30
9. umferđ sunnudag 1. febrúar kl. 14

Verđlaun:

1. sćti kr. 120.000
2. sćti kr. 60.000
3. sćti kr. 30.000

Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 10.000

Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 10.000

Besti árangur undir 1600 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur undir 1400 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur undir 1200 skákstigum - bókaverđlaun

Besti árangur stigalausra - bókaverđlaun

 

Fide stig gilda viđ úthlutun stigaverđlauna - annars íslensk stig.


Ţátttökugjöld:

kr. 5.000 fyrir 16 ára og eldri
kr. 2.500 fyrir 15 ára og yngri

Keppt er um titilinn "Skákmeistari Reykjavíkur 2015" og hlýtur sá keppandi sem verđur efstur ţeirra sem eiga lögheimili í Reykjavík, eđa eru félagsmenn í reykvísku skákfélagi, titilinn og farandbikar til varđveislu í eitt ár. Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er alţjóđlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson.


Verđi keppendur jafnir ađ vinningum í ţremur efstu sćtunum, verđur verđlaunum skipt (Hort útreikningur), en stigaútreikningur látinn skera úr um verđlaunasćti. Í aukaverđlaunaflokkum ganga verđlaun óskipt til ţess, sem hefur flest stig eftir stigaútreikning.

Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Skráning fer fram á heimasíđu Taflfélags Reykjavíkur. Hćgt er ađ fylgjast međ skráningu hér.

Vinsamlegast mćtiđ tímanlega á skákstađ til ađ stađfesta skráningu og greiđa ţátttökugjald. Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 121
  • Frá upphafi: 8780572

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 96
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband