Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2014

Allt eftir bókinni í fyrstu umferđ Meistaramóts Hugins

Fyrsta umferđ Meistaramóts Hugins fór fram í kvöld. Alls tóku 32 skákmenn ţátt í mótinu sem tekst prýđileg ţátttaka ţótt mótiđ hafi oft veriđ sterkara. Styrkleikamunur var mikill í kvöld og fór ţađ svo ađ hinir stigahćrri unnu ávallt hina stigalćgri. Sumir ţurftu ţó ađ hafa verulega fyrir sínum skákum og má ţar nefna Loft Baldvinsson (1986) gegn Guđmundi Agnari Bragasyni (1352) og Vigfús Óđin Vigfússon (1962) á móti Halldóri Atla Kristjánssyni (1307).

Úrslit fyrstu umferđar sem og pörun annarrar umferđar sem fram fer annađ kvöld má finna á Chess-Results. 


Héđinn teflir á Ítalíu

HéđinnStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2536) situr um ţessar mundir ađ tafli á alţjóđlegu móti í Bratto á Ítalíu. Héđinn hefur 3 vinninga ađ loknum fjórum umferđum og er í 5.-10. sćti. Í dag vann króatíska stórmeistarann Miso Cebalo (2401).

Á morgun teflir hann viđ lettneska alţjóđlega meistarann Vladimir Sveshnikov (2380).

Alls taka 48 skákmenn ţátt í mótinu. Ţar af eru átta stórmeistarar og er Héđinn ţriđji í stigaröđ keppenda.


Skákkennsla í reykvískum grunnskólum ađ hefjast

Í ţessari viku snúa nemendur aftur til starfa í grunnskólum landsins. Ţađ ţýđir ađ skákkennsla í skólum Reykjavíkur fer nú aftur á fullt. Vikuleg kennsla verđur í 28 skólum. Fyrirkomulagiđ er mismunandi milli skóla, ţó víđast hvar sé skákkennslan á stundatöflu og kennt í 3. og/eđa 4. bekk.

Skákakademían hefur yfirumsjón međ skipulagningunni í flestum skólanna en nokkrir skólar eru ţađ sem kallast mega sjálfstćđir skákskólar ţar sem kennari innan skólans sinnir kennslunni, t.d. Laugalćkjarskóli.  Í ellefu skólum er stefnt á skáknámskeiđ eđa skákkennslu í lotum/hringekjukerfi  hluta af skólaárinu. Enn á eftir ađ skipuleggja skákstarf í ţremur skólum og ekki víst ađ skákkennsla verđi í ţeim, en skólar borgarinnar eru alls 42.

Eins og í fyrra munu Björn Ívar Karlsson og Siguringi Sigurjónsson kenna í flestum skólanna, en alls telja skákkennarar í borginni eitthvađ yfir tíu. Skemmtilegt viđtal viđ Siguringa má lesa á heimasíđu Hróksins: http://hrokurinn.is/dreymir-um-ad-fleiri-skolar-taki-upp-skakkennslu-vidtal-vid-siguringa-sigurjonsson/

 Í upphafi hverrar viku í vetur mun Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíunnar kynna einn skóla í Reykjavík.  Hann ríđur á vađiđ međ umfjöllun um skákstarf í Breiđagerđisskóla.

Fyrirspurnir um kennsluna í einstökum skólum má senda á stefan@skakakademia.is

Skóli vikunnar: Breiđagerđisskóli

Gamlir nemendur: Fjölmargir skákmenn eru međal gamalla nemenda viđ skólanum. Viđ gagnaöflun greinarinnar var haft samband viđ Jón Úlfljótsson, Einar Má Sigurđsson og Ţröst Ţórhallsson. Allt eru ţetta gamlir nemendur og kom upp ár krafsinu ađ auk ţeirra stunduđu nám viđ skólann ţeir Júlíus Friđjónsson, Kristján Guđmundsson, Sćvar Bjarnason, Ögmundur Kristinsson og fleiri af sterkri kynslóđ skákmanna. Fyrir sterku liđi skólans um miđjan tíunda áratuginn fór svo FIDE-meistarinn Davíđ Kjartansson.

Íslandsmót barnaskólasveita: Skólinn var međal ţátttakenda á fyrsta Íslandsmóti barnaskólasveita sem fór fram áriđ 1990. Sveit Ćfingaskóla KHÍ sigrađi á mótinu en í henni voru brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnssynir, Arnar Gunnarsson, Freyr Karlsson og Oddur Ingimarsson. Sveit Breiđagerđisskóla lenti í 21. sćti af 28. mögulegum. Fall er fararheill stendur einhvers stađar og á nćstu mótum náđist betri árangur. 1992 náđi sveit skólans fjórđa sćti, 1993 sjötta sćti og 1994 tók skólinn bronziđ. Ţá sveit skipuđu Davíđ Kjartansson, Ţórir Júlíusson, Hlynur Hafliđason, Jóhannes I. Árnason og bróđir hans Einar Árnason. Áriđ eftir var ţessi sveit óbreytt og sigrađi ţá örugglega á mótinu međ 28v. af 36 mögulegum, fjórum vinningum á undan Lundarskóla Akureyri.  Nćstu árin eftir varđ skólinn ávallt á top10 en í kringum aldamótin minnkađi skákstarf viđ skólann og sveit hans hćtti ţátttöku á Íslandsmótinu í nokkur ár.

Síđustu ár: Skákakademía Reykjavíkur hefur nú umsjón međ kennslu í skólanum fjórđa áriđ í röđ. Björn Ívar Karlsson sér um kennsluna rétt eins og í fyrra. Björn kenndi einnig viđ skólann 2011-12 en 2012-13 sinntu Róbert Lagerman, Stefán Bergsson og Inga Birgisdóttir kennslunni. Sú venja hefur myndast ađ kennsla fer fram í ţriđja bekk. Ţannig fá allir nemendur skólans í ţriđja bekk einn skáktíma á viku en ţrjár bekkjareiningar eru í ţriđja bekk.

Verkefni vetursins: Skólinn mun eins og síđustu ár taka ţátt í sveitakeppnum á vegum Taflfélags Reykjavíkur og Skáksambands Íslands. Ţá mun skólinn taka virkan ţátt í Skákdeginum ţann 26. janúar nćstkomandi. Áhugasömustu nemendur skólans hafa veriđ duglegir viđ ađ sćkja ćfingar Taflfélags Reykjavíkur og Víkingaklúbbsins.

Sérstađa skólans: Ţađ eru eflaust ekki margir skólar á landinu ţar sem tveir kennarar viđ skólann eru systur stórmeistara! Ţađ skemmir ekki fyrir ţá miklu velvild í garđ skákarinnar ađ međal kennaraliđsins eru sumsé tvćr systur Helga Ólafssonar.

 


Meistaramót Hugins hefst í kvöld

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2014 hefst mánudaginn 25. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 8 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 9. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-6. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Skráning fer fram á Skák.is.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Teflt er á mánudögumţriđjudögum og miđvikudögum.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000

Aukaverđlaun

  • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.500; Ađrir 3.500.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

  • 1. umferđ, mánudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 1. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 2. september, ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, miđvikudaginn, 3. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudaginn, 8. september, kl. 19:30
  • 8. umferđ ţriđjudaginn, 9. september, kl. 19:30

Skákţáttur Morgunblađsins: Kínverjar ólympíumeistarar í fyrsta sinn

Kínverjar eru Ólympíumeistarar í opnum flokki í Tromsö eftir afar sannfćrandi frammistöđu frá byrjun til enda. Sigur ţeirra kemur ekki á óvart en ýmis gömul vígi voru á fallanda fćti. Ţar beinast sjónir manna ađ Rússum sem ekki hafa unniđ gull síđan í Bled 2002 og hefđu kannski mátt koma fram af meiri virđingu viđ Garrí Kasparov en hann leiddi liđiđ til sigurs fjórum sinnum frá ţví í Manila 1992.

Kínverjar hlutu 19 stig og 31˝ vinning. Í 2. sćti komu Ungverjar og Indverjar náđu 3. sćti. Bćđi liđin hlut 17 stig. Íslenska liđiđ í opna flokknum hafnađi í 39. sćti en stórt tap í síđustu umferđ fyrir Egyptum setti okkur niđur um 12 sćti. Frammistađa liđsins var ţrátt fyrir allt nokkuđ góđ en lokaúrslitin vissulega vonbrigđi.

Íslenska kvennaliđiđ hafnađi í 55. sćti í sínum flokki og er sveitin á svipuđum slóđum og í Istanbul fyrir tveimur árum. Í kvennaflokknum sigruđu Rússar örugglega.

Ţađ bar til tíđinda rétt áđur en lokaumferđin hófst ađ Judit Polgar lýsti ţví yfir ađ hún vćri hćtt taflmennsku. Ţá féll ţađ í grýttan jarđveg hjá mörgum er heimsmeistarinn Magnús Carlsen yfirgaf Tromsö og hélt heim á leiđ eftir tap í 10. umferđ.

Viđ höfum náđ ađ rifja ţađ upp hérna í Tromsö, greinarhöfundur og Jón L. Árnason, liđsstjóri Íslands í opna flokknum, ađ nú eru 36 ár síđan viđ tefldum fyrst saman á Ólympíumóti - í Argentínu 1978. Ţeir eru teljandi á fingrum annarrar handar skákmennirnir hér sem sátu ađ tafli í stúkunni á „Leikvangi minnisvarđanna" í Buenos Aires ţá en ţar hafđi fyrr um áriđ fariđ fram úrslitaleikur HM í knattspyrnu. Sumir ţessara eru liđsstjórar nú, t.d. Zoltan Ribli og Ulf Anderson og svo auđvitađ Jón L. Manngangurinn hefur svo sem ekkert breyst en samt finnst okkur eins og skáklistin nái alltaf ađ endurnýja sig. Ţađ sem breytist hinsvegar ekki er ađ menn eru alltaf ađ leika af sér. Hér hafa gengiđ um gólf nćr allir bestu skákmenn og hrist fram úr erminni afleiki eins og enginn vćri morgundagurinn. Dćmi:

Ol, Tromsö, 5. umferđ:

Perunovic - Radjabov

Radjabov er einn besti skákmađur Azera. Á ferlinum hefur hann unniđ Kasparov og hefur lengi veriđ talinn heimsmeistaraefni. En í ţessari stöđu lék hann ...

g35sqdhs.jpg22. ... dxe5 ??

( Ţessi leikur er svo slakur ađ undrum sćtir. Hvítur getur leikiđ 23. Dxf7+ Kxf7 24. Rxe5 og 25. Rxc6 međ auđunninni stöđu. Annar sterkur leikur er 23. Rxe5 og jafnvel 23. Rh8. Serbinn Perunovic valdi hinsvegar öruggasta leikinn

23. Rxe7+ Hexe7 24. Dxc5

Og međ manni yfir vann hann létt í 32. leikjum.

Íslenska liđiđ í opna flokknum hefur ekki alltaf veriđ ađ finna bestu leikina eins og dćmin sann. Viđ hefđum unniđ Tyrki í nćstsíđustu umferđ ef Hjörvar Steinn hefđi hitt á rétta leikinn í ţessari stöđu:

10. umferđ:

Esen - Hjörvar

Hjörvar hafi réttilega fórnađ skiptamun og sá fram á ađ fá tvö peđ og gott spil. Esen lék síđast 24. Hc1-c2 en 24. h3 var nauđsynlegt. Hjörvar lék lék nú...

g35sqdi0.jpg24. ... Dxh2+??

„Sjáir ţú góđan leik sittu ţá ađeins lengur á höndunum. Ţađ er kannski einhver betri í bođi," sagđi Ingvar Ásmundsson stundum. Svartur átti 24. ... Dxe5! Og hvítur gćti gefist upp, t.d. 25. Hec1 Dxh2+ 26. Kf1 Dh1+ 27. Ke2 He8+ 28. Kd3 Re5+29. Kd2 Dh4 og vinnur létt.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Laugardagsmogganum, 16. ágúst 2014

Skákţćttir Morgunblađsins


Meistaramót Hugins hefst á morgun

Meistaramót Hugins (suđursvćđi) 2014 hefst mánudaginn 25. ágúst klukkan 19:30. Mótiđ er 8 umferđa opiđ kappskákmót sem lýkur 9. september. Leyft verđur ađ taka 2 yfirsetur í 1.-6. umferđ sem tilkynna ţarf um fyrir lok nćstu umferđar á undan. Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi. Umhugsunartíminn verđur 1˝ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.

Mótiđ er öllum opiđ og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Teflt er á mánudögumţriđjudögum og miđvikudögum.

Ađalverđlaun:

  1. 50.000
  2. 40.000
  3. 30.000

Aukaverđlaun

  • Skákmeistari Hugins (suđursvćđi): Kr. 10.000.
  • Besti árangur undir  2000 skákstigum:  Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum:  Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur undir 1600 skákstigum: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Besti árangur stigalausra: Skákbók hjá Sigurbirni ađ verđmćti kr. 5.000.
  • Unglingaverđlaun (15 ára og yngri), skákbćkur hjá Sigurbirni ađ verđmćti: 1.vl. kr. 5.000, 2. og 3.vl. kr. 4000.

Ţátttökugjöld:

Félagsmenn kr. 3.500; ađrir 4.500-
Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 2.500; Ađrir 3.500.
Allir titilhafar fá frítt í mótiđ

Umferđartafla:

  • 1. umferđ, mánudaginn, 25. ágúst, kl. 19:30
  • 2. umferđ, ţriđjudaginn, 26. ágúst, kl. 19:30
  • 3. umferđ, miđvikudaginn, 27. ágúst, kl. 19:30
  • 4. umferđ, mánudaginn, 1. september, kl. 19:30
  • 5. umferđ, ţriđjudaginn, 2. september, ágúst, kl. 19:30
  • 6. umferđ, miđvikudaginn, 3. september, kl. 19:30
  • 7. umferđ, mánudaginn, 8. september, kl. 19:30
  • 8. umferđ ţriđjudaginn, 9. september, kl. 19:30

Íslandsmót skákfélaga í Fischer Random hrađskák

Ţá er komiđ ađ ţví sem allir skákmenn hafa veriđ ađ bíđa eftir, fyrsta skemmtikvöldi starfsársins hjá T.R. Ýmsar skemmtilegar tillögur hafa komiđ um móthald fyrir skemmtikvöldin í vetur og ţađ verđur byrjađ međ trukki. Fyrsta Íslandsmót taflfélaga í Fischer random hrađskák mun fara fram nćstkomandi föstudagskvöld!

Öll taflfélög eru hvött til ađ taka ţátt og er frjálst ađ senda eins margar sveitir til leiks og ţau kjósa. Samkvćmt venju verđur reglulega gert hlé á taflmennskunni til hćgt sé ađ bregđa sér á Billjardbarinn og vćta kverkarnar.

Fyrirkomulagiđ verđur eftirfarandi:

  1. Tímamörk eru 3 mínútur auk 2 sekúndna viđbótartíma á hvern keppanda.
  2. Fjöldi skákmanna í hverri sveit eru fjórir og skal styrkleikarađađ eftir bestu samvisku. Sveitir skulu merktar A, B etc eftir styrkleika. Leyfilegt er ađ vera međ tvo varamenn fyrir hverja sveit, sem koma ţá inn á borđ samkvćmt styrkleika.
  3. Swiss, round robin eđa double round robin eftir fjölda sveita. Stefnt ađ ţví ađ tefla allavegana 12 umferđir.
  4. Leyfilegt er ađ fá einn lánsmann úr öđru félagi í sína sveit. Ţađ hefur ţó afleiđingar. Lán á stórmeistara kostar 3 vinninga, alţjóđlegur meistari kostar 2 vinninga, Fide meistari kostar 1 vinning og ađrir skákmenn kosta 1/2 vinning. Ţessir vinningar verđa dregnir frá í lok móts. Samţykki viđkomandi félags ţarf ađ liggja fyrir til ađ lániđ teljist löglegt.
  5. Sú sveit sem hlítur flesta vinninga sigrar og fćr nafnbótina Íslandsmeistari taflfélaga í Fischer Random. Séu tvćr eđa fleiri sveitir jafnar ađ vinningum ber sú sveit sigur úr býtum sem hefur flesta "matchpoints". Séu sveitir enn jafnar verđur gripiđ til stigaútreiknings.
  6. Gerđ verđa tvö hlé til Billjardbarsferđa međan á mótinu stendur. Verđlaunaafhending mun fara fram á Billjardbarnum.
  7. Líkt og í íslandsmótinu í Fischer Random síđastliđiđ vor verđa fjórar fyrstu stöđurnar gerđar opinberar degi fyrir mót.
  8. Verđlaun:
    1.sćti Bikar og 8000 króna úttekt á billjardbarnum í formi veitinga.
    2.sćti Bikar og 5000 króna úttekt á Billjardbarnum í formi veitinga.
    3.sćti Bikar og 2000 króna úttekt á Billiardbarnum í formi veitinga.
  9. Ţátttökugjöld eru 500kr fyrir hvern skákmann.
  10. Aldurstakmark er 20 ár og rétt er ađ geta ţess ađ áfengisbann ríkir í húsakynnum Taflfélagsins.

    Skráningu lýkur á miđnćtti kvöldiđ fyrir keppni!
     
    Bjór á stórlćkkuđu verđi allt kvöldiđ! Hlökkum til ađ sjá ykkur!


Framsýnarmótiđ fer fram um nćstu helgi!

Framsýnarmótiđ 2014 verđur haldiđ í Dvergasteini á Laugum í Reykjadal Ţingeyjarsveit helgina 29-31 ágúst nk. Tefldar verđa 7 umferđir alls, fyrstu fjórar međ atksákartímamörkum (25 mín) en ţrjár međ 90 mín + 30 sek/leik.

Ţátttökugjald 2000 kr en 1000 kr fyrir 16 ára og yngri.

Dagskrá:

Föstudagur 29 ágúst kl 20:00 1. umferđ
Föstudagur 29 ágúst kl 21:00 2. umferđ
Föstudagur 29 ágúst kl 22:00 3. umferđ
Föstudagur 29 ágúst kl 23:00 4. umferđ

Laugardagur 30 ágúst kl 11:00 5. umferđ
Laugardagur 30 ágúst kl 17:00 7. umferđ

Sunnudagur 31 ágúst kl 11:00 7. umferđ

  • Skráning í mótiđ er hér.
  • Nánari upplýsingar hjá Hermanni Ađalsteinssyni í síma 821-3187

Hallgerđur Hrađskákmeistari Hugins (suđursvćđi) - Guđmundur sigrađi á mótinu

img_2126.jpgGuđmundur Gíslason sigrađi örugglega međ 12,5 af 14 mögulegum á Hrađskákmóti Hugins í Mjóddinni sem fram fór fimmtudaginn 21. ágúst sl. Ţađ voru Stefán Bergsson og Oliver Aron sem náđu ađ vinningum af Guđmundi. Oliver Aron Jóhannesson var jafn öruggur í öđru sćti međ 11v. Síđan komu ţrír skákmenn jafnir međ 9v en ţađ voru Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, Vigfús Ó. Vigfússon og Dagur Ragnarsson í ţessari röđ á stigum. Hallgerđur var jafnframt efst Huginsmanna og er ţví Hrađskákmeistari Hugins hér fyrir sunnan.

27 keppendur tóku ţátt sem er ţokkaleg ţátttaka. Skákstjórar voru Steinţór Baldursson og Vigfús Ó. Vigfússon.

Lokstöđuna má finna á Chess-Results.

Skákhátíđ á Menningarnótt hefst á Vitatorgi kl. 14:30

mynd_fyrir_menningarnott.jpgRétt eins og síđustu ár stendur Skákakademían fyrir skemmtilegum skákdegi á Menningarnótt. Nú verđur ađaláherslan á Alheimsmótiđ í leifturskák. Keppendur munu ađeins hafa eina mínútu á klukkunni og tefla tvćr skákir sín á milli. Ţegar hafa nokkrir af bestu leifturskákmönnum borgarinnar stađfest ţátttöku sína. Má ţar á međal nefna stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson og Íslandsmeistarann Guđmund Kjartansson. Ţá eru ónefndir landsliđsţjálfari kvenna Ingvar Ţór Jóhannesson, formađur TR Björn Jónsson, formađur SFÍ Kristján Örn Elíasson og kantmađurinn knái Halldór Brynjar Halldórsson sem fór mikinn í viđureign SA og Skákfélag Reykjanesbćjar sem háđur var nýveriđ en ţar krćkti hann í ellefu vinninga af tólf sem dugđu ţó skammt fyrir Norđanmenn. Keppendur verđa alls um 12-14.

Samhliđa taflmennskunni verđa spilađir skemmtilegir tónar á torginu góđa ţar sem Alheimsmótiđ fer fram. Herlegheitin fara fram á Vitatorgi sem er nýtt torg viđ Hverfisgötu, rétt neđan Vitastígs. Sjálft mótiđ hefst um 14:30. Ađ loknu móti munu meistararnir taka skákir viđ gesti og gangandi auk ţess sem allir geta gripiđ í tafl sín á milli frá ţví tvö um daginn.

http://menningarnott.is/skakstud-skakakademiunnar

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 243
  • Frá upphafi: 8765195

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband