Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014
18.4.2014 | 09:40
Oliver Aron Jóhannesson: Pistill um Pardubice
Nú um páskana verđa nokkrir pistlar birtir sem hafa beđiđ birtingar. Í dag getum viđ lesiđ um hvernig Oliver Aron Jóhannesson upplifđi Czech Open í Pardubice í fyrra.
Ég fór ásamt nokkrum öđrum Íslendingum til Pardubice til ađ keppa á Czech open. Viđ flugum til London eldsnemma 18. júlí ţar sem viđ ţurftum ađ bíđa í sjö klukkutíma eftir fluginu til Prag. Ţegar ađ viđ komum til Prag tókum viđ lest til Pardubice. Ţegar ađ ţangađ var komiđ fórum viđ á hóteliđ sem ađ viđ höfđum bókađ en ţá hafđi orđiđ einhver misskilningur hjá ţeim og öll herbergin full. Ţá ţurftum viđ ađ leita ađ hóteli um miđja nótt og fundum eftir um klukkutíma leit Hotel Labe. Hóteliđ var nálćgt skákstađ en ţađ var engin loftrćsting og ekkert internet en viđ ţurftum ađ sćtta okkur viđ ţađ.
1. umferđ
Í fyrstu umferđ tefldi ég viđ Assad Mammyrbay 14 ára gamlan strák frá Kasakstan međ 1758 stig . Ég tefldi 1.d4 og hann svarađi ţví međ semi-slav, ég fékk ekkert út úr byrjuninni og fékk smátt og smátt verri stöđu. Hann var komiđ međ unniđ tafl á einum tímapunkti en lék ónákvćmt og ég náđi ađ bjarga skákinni í jafntefli.
2. umferđ
Í annarri umferđ tefldi ég viđ 1858 stiga mann frá ţýskalandi. Ég tefldi Najdorf afbrigđiđ í sikileyjarvörn og hann fórnađi riddara snemma fyrir ţrjú peđ. Ţessi fórn gekk ekki upp en ég tefldi illa og tapađi.
3. umferđ
Í ţriđju umferđ tefldi ég viđ 1899 stiga ţjóđverja. Hann tefldi Grunfeld-vörn á móti mér sem ég svarađi međ rússneska afbrigđinu og fékk fljótt betri stöđu sem ég náđi ađ klára.
4. umferđ
Í fjórđu umferđ tefldi ég viđ 2202 stiga mann frá króatíu. Ég tefldi aftur Najdorf-afbrigđiđ en ég lék einum ónákvćmum leik og fékk ţar af leiđandi verra endatafl sem ađ ég tapađi.
5. umferđ
Í fimmtu umferđ tefldi ég viđ 1900 stiga mann frá Lettlandi. Hann tefldi einnig grunfeld vörn á móti mér en fékk mjög passíva stöđu ţar sem hann gat lítiđ sem ekkert gert. Ţađ endađi á ţví ađ hann skipti uppá drottningum en ţá gat ég unniđ riddara í endanum á varíantinum. Eftir ţađ var skákin auđveld.
6. umferđ
Í sjöttu umferđ fékk ég tćplega 2200 stiga Rússa. Ég tefldi Najdorf afbrigđiđ aftur. Eftir mikla baráttu í miđtaflinu náđi andstćđingur ađ skipta upp í endatafl sem ađ var verra á mig. Eftir ţađ tefldi hann mjög vel og vann örugglega.
7. umferđ
Í sjöundu umferđ tefldi ég viđ 1858 stiga mann frá Írlandi. Hann tefldi hollenska vörn sem ég svarađi međ 2.Bg5. Skákin var mjög spennandi og ég fórnađi tveimur peđum en var međ mjög sterka sókn. Ţađ endađi á ţví ađ hann lék illa í tímahraki og ég mátađi hann í kjölfariđ.
8. umferđ
Í áttundu umferđ tefldi ég viđ 1876 stiga Tékka. Ég tefldi Najdorf afbrigđiđ enn og aftur og fékk fína stöđu eftir byrjunina. Skákin var jöfn mjög lengi ţangađ til ađ hann lék ónákvćmlega og fékk ađeins verra endatafl. Eftir ţađ reyndi ég ađ pressa hann lengi en hann varđist mjög vel og á endanum endađi skákin međ jafntefli.
9. umferđ
Í níundu umferđ tefldi ég viđ 13 ára gamlan strák frá Suđur-Afríku međ 1824 stig. Hann tefldi Nimzo-indverska vörn og ég fékk ađeins betri stöđu eftir byrjunina og hafđi alltaf ađeins betra. Síđan skiptist upp í endatafl sem ađ var betra á mig og á endanum náđi ég ađ vinna ţađ.
Í lokin endađi ég međ 5 vinninga og tapađi 8 stigum. Ég er ekki alveg nógu sáttur međ mína frammistöđu á mótinu en ţetta var góđ reynsla og gaman. Ađ lokum vil ég ţakka Skáksambandi Íslands fyrir stuđninginn.
Oliver Aron Jóhannesson
17.4.2014 | 14:14
Dagur Ragnarsson: Pistill um Pardubice
Hér á nćstum dögum verđa nokkrir pistlar birtir sem hafa beđiđ birtingar frá síđasta ári. Viđ byrjum á Degi Ragnarssyni sem fjallar hér um Czech Open.
Ég fór ásamt nokkrum félögum mínum til Tékklands til ađ tefla á hinu frćga móti, Czech Open sem fór fram í Pardubice, dagana 19. - 27. júlí. Viđ félagarnir hófum ferđina klukkan 4 um nótt hér í Reykjavík. Flugum til London, biđum í rúmlega 7 klukkutíma á Gatwick- airport ţar til viđ stigum um borđ í vélina sem flaug međ okkur til Prag. Ţá tók viđ tveggja tíma lestarferđ til Pardubice og um miđnćttiđ, eftir 20 tíma ferđalag, komum viđ ţreyttir á hóteliđ sem viđ höfđum pantađ. Ţar hafđi orđiđ einhver misskilningur og ekkert herbergi á lausu. Viđ héldum ţví af stađ um miđja nótt ađ leita ađ öđrum svefnstađ og fengum inni í frekar slöku hóteli, án allrar loftkćlingar og internettengingar. Hóteliđ hafđi í raun bara einn kost umfram hitt, ţađ var nćr skákstađnum svo viđ ákváđum ađ leysa loftkćlingarvandamáliđ međ ţví ađ kaupa okkur viftu og létum okkur hafa ţađ ađ vera ţarna allan tímann. En viđ vorum komnir til ađ tefla, vorum skráđir í B- flokk (ţar voru skráđir skákmenn međ 1750- 2382 ELO stig) og ţađ voru 9 krefjandi umferđir í bođi.
1. umferđ
Ég mćtti frekar ţreyttur og svangur í umferđina og fékk 1730 stiga Tékka á mínum aldri til ađ glíma viđ. Ég var međ hvítt, lék enska leiknum og andstćđingurinn svarađi međ Grunfeld afbrigđinu. Ţetta var lína sem ég ţekkti ágćtlega og eftir frekar langt endatafl vann ég skákina. Góđ byrjun á mótinu.
2. umferđ.
Ég mćtti betur sofinn og nćrđur í ţessa umferđ en ekki neitt undirbúinn gegn ţessum andstćđingi, ţar sem ekkert sem ekkert var til um hann á ChessBase. Ţetta var 2160 stiga Ţjóđverji. Ég var međ svart og fékk ađ glíma viđ enska leikinn. Ég telfdi Reverse- Dragon afbrigđiđ gegn honum og fékk betra tafl úr byrjuninni en tefldi ekki nákvćmt í miđtaflinu og lék eiginlega af mér stöđunni. En sá ţýski náđi ekki ađ innbyrđa sigurinn og ţvćldist stađan á milli okkar ţar til hann í tímahraki ţurfti nauđsynlega ađ komast á klósett og lék ţá nokkrum slćmum leikjum sem kostuđu hann skákina.
3. umferđ.
Í ţriđju umferđinni fékk ég 2125 stiga Rússa og var međ hvítt. Ég tefldi enska leikinn enn og aftur og andstćđingurinn var greinilega búinn ađ undirbúa sig vel ţví hann svarađi fyrstu fjórum leikjunum strax međ afbrigđi sem kallast Anti-Queens gambit accept og leikjaröđin var svona. 1.c4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. Rf3 dxc4 og hérna lék ég Ra3 sem er mainline og ţá hugsađi hann í fimm mínútur og hafđi greinilega ekki átt von á ţessum leik og féll í byrjunargildru. 5. Ra3 Rbd7 6. Rxc4 c5 7. o-o b5?! 8. Rce5 Bb7? 9. Rxf7! sem vinnur peđ og rústar kóngsvörninni. Eftir ţađ tefldi ég rétt og vann skákina auđveldlega.
4. umferđ.
Eftir gott gengi í ţremur fyrstu umferđunum var ljóst ađ andstćđingur minn í ţeirri fjórđu yrđi enginn byrjandi. Hann reyndist vera Rússi Gennandi Kuzminn sem var međ 2290 stig. Ég var međ svart og Kuzmin tefldi drottningarafbrigđi sem ég svarađi međ Tarrash -vörn. Ég fékk ágćta stöđu úr byrjuninni en lék einum mjög ónákvćmum leik sem kostađi mig skákina.
5. umferđ.Nćst settist ég á móti 2148 stiga Hollendingi. Ég undirbjó mig vel fyrir ţessa skák og fékk afbrigđi sem ég var búinn ađ stúdera fyrir. Mér fannst ég vera međ skákina í hendi mér en ţá ákvađ ég ađ fórna skiptamanni. Ákvörđun sem átti nćstum eftir ađ kosta mig skákina. Andstćđingurinn gat unniđ mig á einum tímapunkti í einum leik en hann sá ţađ ekki og viđ sömdum jafntefli eftir 54 leiki.
6. umferđ.
Mótherji minn í 6. umferđinni var tékknesk, WFM međ 2121 stig. Ég tefldi bara venjulega franska vörn og var reyndar í vörn allan tímann og tók ţví jafnteflisbođi hennar fegins hendi, en eftir ađ hafa fariđ međ Hannesi Stefánssyni yfir skákina seinna um daginn, hefđi ég líklega ekki átt ađ taka bođinu, heldur tefla áfram til sigurs.
7. umferđ.
Ég hélt áfram ađ tefla viđ Tékka og ađ ţessu sinni var ţađ 2119 stiga skákmađur. Ţetta er líklega slakasta skákin mín í mótinu. Ég lék illa af mér í 20. leik og náđi aldrei ađ jafna tafliđ eftir ţađ.
8. umferđ.
Í ţessari umferđ var andstćđingur minn 2143 stiga skákmađur frá Ţýskalandi. Í ţessari skák var ég međ hvítt og fékk ágćta stöđu úr byrjuninni en lenti í frekar erfiđu miđtafli og tapađi peđi ţar. Ég fórnađi skiptamuni fyrir betra spil en lék ónákvćmt og tapađi ađ lokum í hróksendatafli.
9. umferđ.
Eftir ađ hafa tapađ tveimur skákum í röđ fékk ég loksins stigalćgri mann en mig og var ţađ 1884 stiga mađur frá Lúxemborg sem var andstćđingur minn í seinustu umferđinni. Ég var stađráđinn í ađ vinna ţessa skák. Ég var međ hvítt og lék enska leikinn og andstćđingurinn svarađi međ Reverse-Dragon afbrigđinu. Ég fékk betra úr byrjuninni en fór svo allt í einu ađ tefla vörn og hélt stöđunni í jafnvćgi. Ţá ákvađ andstćđingur minn ađ skipta upp tveimur hrókum og einni drottningu fyrir tvo hróka og eina drottningu og bauđ jafntefli. Ég sá ađ stađan bauđ ekki upp á jafntefli og neitađi ţví og tefldi endatafliđ eins og vél og hafđi sigur ađ lokum í 55 leikjum.
Ég endađi ţví međ 5 vinninga af 9 og hćkkađi mig um 20 ELO stig og er bara í heildina sáttur viđ frammistöđuna í mótinu, ţó auđvitađ hefđi ég viljađ tefla sumar skákirnar betur. Ţađ var mikil og góđ reynsla ađ taka ţátt í ţessu móti og ég mćli međ ţví fyrir alla skákmenn enda margir flokkar sem hćgt er ađ keppa í. Ég vil ţakka Skáksambandinu fyrir veittan stuđning og félögum mínum fyrir samveruna í ferđinni.
Dagur Ragnarsson
17.4.2014 | 09:34
Skák á Akureyri og á Norđurlöndunum um páska
Hér fyrr á árum var mikiđ teflt um páska á klakanum en ţađ hefur breyst á síđustu árum og nú taka skákmenn sér ađ mestu frí frá skákiđkun um páska. Akureyringar eru ţar undantekning á en Bikarmót SA hefst í dag og lýkur á morgun eđa á laugardag. Á annan í páskum fer svo Páskahrađskákmót SA. Sjá nánar á vefsíđu félagsins.
Ţrátt fyrir Íslendingar hafi aflagt, a.m.k. ađ sinni Íslandsmótiđ í skák um páska, gildir ţađ ekki sama í Danmörku og Fćreyjum. Ţar eru meistaramót landanna í fullum gangi. Ţar rétt eins og Íslandi er efsti flokkurinn 10 manna.
Í danska meistaramótinu tefla fjórir stórmeistarar og ţeir rađa sér í efstu sćtin. Sune Berg Hansen (2569) og Jacob Aagard (2520) eru efstir međ 4 vinninga eftir 5 umferđir. Ţriđji er Allan Stig Rasmussen (2499) međ 3,5 vinning og fjórđi er Lars Schandorff (2531) međ 3 vinninga. Stefnir í spennandi lokaumferđir. Sjá nánar á heimasíđu mótsins.
Högni Egilstoft Nielsen (2175) er efstur međ fullt hús ađ loknum sex umferđum á fćreyska meistaramótinu, Martin Poulsen (2261) er annar međ 5 vinninga og ţriđji er Rögvi Egilstoft Nielsen (2282) er ţriđji međ 4,5 vinning. Sjá nánar á heimasíđu fćreyska skáksambandsins.
16.4.2014 | 16:30
Minningarhátíđ um Jonathan Motzfeldt í Nuuk 15.-19. maí: Örfá sćti laus á frábćru verđi

Skákfélagiđ Hrókurinn efnir til skákhátíđar í Nuuk, höfuđborg Grćnlands, dagana 15. til 19. maí. Hátíđin er tileinkuđ Íslandsvininum Jonathan Motzfeldt (1938-2010), fyrsta forsćtisráđherra Grćnlands, sem einmitt tók ţátt í fyrsta alţjóđlega mótinu sem Hrókurinn efndi til á Grćnlandi, sumariđ 2003. Skákáhugamönnum bjóđast kostakjör á flugi međ Flugfélagi Íslands og gistingu á hinu frábćra Hotel Hans Egede.

Međal ţess sem er á dagskrá hátíđarinnar í Nuuk eru atskákmót og hrađskákmót, auk ţess sem liđsmenn Hróksins bjóđa upp á fjöltefli, heimsćkja athvörf, grunnskóla og sjúkrahús. Međ í för verđa efnileg íslensk skákbörn, skákmeistarar og kempur af eldri kynslóđinni.

Auk skákviđburđa mun gestum hátíđarinnar gefast kostur á ađ kynnast undraheimi Grćnlands, okkar nćstu nágranna. Örfáir miđar eru enn lausir, og hafa Flugfélag Íslands og Hotel Hans Egede sett saman pakka sem inniheldur flug, öll gjöld og skatta og gistingu í fjórar nćtur:

Kr. 119.995 pr. mann í tveggja manna herbergi og kr. 126.925 í eins manns herbergi. Óhćtt er ađ segja ađ um sannkallađ kostabođ sé ađ rćđa, og eru áhugasamir hvattir til ađ bóka sem fyrst hjá hopadeild@flugfelag.is, međ tilvísan í Minningarhátíđ Jonathans Motzfeldt.

Minningarhátíđ Jonathans Motzfeldt er ţriđja verkefni Hróksins á Grćnlandi á ţessu ári, en skáklandnám félagsins hófst 2003. Um ţessar mundir eru tveir liđsmenn Hróksins, Róbert Lagerman og Jón Birgir Einarsson staddir í Ittoqqortoormiit, ţar sem fram fer mikil skákhátíđ nú um páskana, áttunda áriđ í röđ.
Nánari upplýsingar veitir Hrafn Jökulsson í hrafnjokuls@hotmail.com
16.4.2014 | 13:26
Wow air Vormót TR: Skákir ţriđju umferđar
Kjartan Maack hefur slegiđ inn skákir ţriđju umferđar Wow air Vormóts TR sem fram fór sl. mánudagskvöld. Pörun fjórđu umferđar sem fram fer 23. apríl liggur jafnframt fyrir en ţá mćtast međal annars tveir stigahćstu keppendur mótsins, stórmeistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson.
- Heimasíđa TR
- Chess-Results (a-flokkur)
- Chess-Results (b-flokkur)
16.4.2014 | 10:00
Skráning hafin í áskorendaflokk Íslandsmótsins í skák
Eins og fram hefur komiđ fer 100. Íslandsmótiđ í skák fram í Stúkunni viđ Kópavogsvöll, einum allra glćsilegasta skákvettvangi landsins, 23. maí - 1. júní. Landsliđsflokkurinn er ekkert venjulegur ađ ţessu sinni enda sá sterkasti í sögunni ţar sem sjö stórmeistarar eru skráđir til leiks. Íslandsmót kvenna og Áskorendaflokkur fara fram á sama tíma og ţar er skráning hafin. Í áskorendaflokki er mikiđ í húfi ţar sem tvö efstu sćtin gefa sćti í landsliđsflokki ađ ári.
Í áskorendaflokki eru tefldar 9 umferđir eftir svissneska kerfinu. Teflt er daglega af ţví undanskyldu ađ ekki er teflt ţriđjudaginn 27. maí. Taflmennskan hefst kl. 17 á virkum dögum en kl. 13 um helgar og á uppstigningardag.
Tímamörk eru 90 mínútur á skákina auk 30 viđbótarsekúnda á hvern leik. 15 mínútur bćtast viđ eftir 40 leiki í áskorendaflokki.
Leyfilegt er ađ taka eina yfirsetu (bye) í umferđum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning.
Í fyrsta skipti á Íslandi gilda takmarkanir á jafnteflisbođum. Óleyfilegt er fyrir keppendur ađ bjóđa sem og semja um jafntefli innan 30 leikja.
Verđlaun í áskorendaflokki eru sem hér segir:
- 75.000 kr.
- 45.000 kr.
- 30.000 kr.
25.000 kr. aukaverđlaun eru veitt fyrir bestan árangur miđađ viđ eigin skákstig bćđi fyrir skákmenn međ meira en 2.000 skákstig sem og ţá sem hafa minna en 2.000 skákstig.
Ţátttökugjöld eru 10.000 kr. F3-félagar, FIDE-meistarar, unglingar (1998 og síđar) og öryrkjar fá 50% afslátt. Ungmenni (1994-97) og öldungar (67+) fá 25% afslátt. Keppendur á Íslandsmóti kvenna sem er hluti af áskorendaflokknum fá svo 50% afslátt til viđbótar.
Skráning fer fram á Chess-Results en mun jafnframt flytjast á Skák.is ţegar nćr dregur móti. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst til leiks.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2014 | 09:20
Guđmundur vann tvćr síđustu skákirnar
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2440) vann sínar skákir í tveimur síđustu umferđunum. Fórnarlömbin voru FIDE-meistarinn Temor Igonin (2194) og Dinara Saduakassova (2342). Guđmundur hlaut 5,5 vinning í 9 skákum og endađi í 29.-44. sćti.
Franski stórmeistarinn Romain Eduard (2670) sigrađi á mótinu en hann hlaut 8 vinning.
Frammistađa Guđmundar samsvarađi 2375 skáktigum og lćkkar hann um 1 stig fyrir hana. Ţađ var tvöfaldi dagurinn sem fór illa međ Guđmund sem öđru leyti stóđ sig afar vel
Einstaklingsúrslit Guđmundar má finna á Chess-Results.
148 skákmenn frá 39 löndum tóku ţátt í mótinu. Ţar af voru 38 stórmeistarar og 16 alţjóđlegir meistarar. Guđmundur var nr. 44 í stigaröđ keppenda.- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13:30)
16.4.2014 | 08:36
Hjörvar Steinn efstur á Wow air mótinu
Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sigrađi Dag Ragnarsson í ţriđju umferđ Wow air mótsins-Vormóts Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í fyrradaga. Hjörvar er efstur međ fullt hús vinninga en nćstir međ 2,5 vinning eru stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson sem lagđi kollega sinn, Stefán Kristjánsson, og Fide meistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson sem knésetti Fide meistarann Guđmund Gíslason. Fjórir skákmenn fylgja á eftir međ 2 vinninga. Stórmeistarinn Friđrik Ólafsson tefldi sína fyrstu skák í mótinu og gerđi jafntefli viđ Sigurđ Pál Steindórsson.
Í B flokki fer Magnús Pálmi Örnólfsson mikinn og leiđir međ fullt hús vinninga eftir sigur á Sverri Erni Björnssyni en fimm keppendur koma nćstir međ 2 vinninga; Torfi Leósson, Kjartan Maack, Jón Trausti Harđarson og brćđurnir Arnaldur og Hrafn Loftssynir. Tveimur viđureignum var frestađ sem ţýđir ađ Mikael Jóhann Karlsson eđa Vignir Vatnar Stefánsson geta blandađ sér í hóp ţeirra sem hafa 2 vinninga sigri annar í innbyrđis viđureign ţeirra.
Páskahátíđin gengur nú senn í garđ og ţví fer fjórđa umferđin fram mánudaginn 28. apríl og hefst ađ venju kl. 19.30.
- Heimasíđa TR
- Chess-Results (a-flokkur)
- Chess-Results (b-flokkur)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2014 | 08:26
Björgvin efstur hjá Ásum í gćr
Björgvin Víglundsson og Ari Stefánsson háđu keppni um efsta sćtiđ í Stangarhylnum í gćr ţar sem tuttugu og átta skákkempur skemmtu sér viđ skákborđin. Kapparnir mćttust í fjórđu umferđ, báđir međ 3 vinninga, ţeirri viđureign lauk međ sigri Ara. Í áttundu umferđ seig Björgvin svo framúr ţegar hann vann Valdimar en Ari tapađi fyrir Guđfinni.
Björgvin endađi svo í fyrsta sćti međ 8 vinninga af 10. Ari varđ í öđru sćti međ 7˝ vinning. Ţriđja sćtinu náđi svo Valdimar Ásmundsson međ 7 vinninga.
Finnur var viđ stjórnvölinn.
Tafla og myndir frá ESE.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2014 | 08:02
Hrókurinn á ísbjarnarslóđum í afskekktasta ţorpi Grćnlands





Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 157
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 82
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar