Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014

Skákhöfđingi fallinn frá - Birgir Sigurđsson látinn

Birgir Sig.Birgir Sigurđsson er látinn. Hann lést  ađ morgni ţriđjudags 22. apríl. Birgir var fćddur 11. janúar 1927 hann var ţví 87 ára er hann lést. Birgir var lćrđur prentari og vann viđ ţá iđn alla sína starfsćfi. Birgir heillađist ungar af skákíţróttinni og var meistaraflokksmađur í skák. Hann tefldi á mörgum skákmótum m.a. á Skákţingi Norđurlanda međ góđum árangri. Hann hóf útgáfu á Tímaritinu Skák á eigin vegum og vann svo viđ ţađ blađ í tugi ára.

Birgir var brautryđjandi ađ skákstarfi eldri borgara og var Birgir Sigurđsson   ese 22.3.2011 16 32 38formađur skákfélagsins Ćsir alla ţessa öld. Hann lét af störfum sem formađur í nóvember sl.

Birgir var kjörinn heiđursfélagi Skáksambands Íslands á ađalfundi ţess 2013.

Í nóvember 2012 var haldiđ skákmót í Stangarhyl 4 ţar sem tuttugugátta heldri skákmenn tefldu honum til heiđurs.

Birgir var einstaklega góđur félagi og gott ađ vinna međ honum en ţađ var erfitt ađ vinna hann viđ skákborđiđ. Hann var mjög sterkur skákmađur međan ađ heilsan var í lagi en síđustu árin var hann sáttur viđ ađ skákir hans enduđu međ jafntefli.

Prúđmennska viđ skákborđiđ var hans ađalsmerki alla tíđ.

Birgir Sigurđsson 651x893Viđ skák félagar hans ţökkum honum  fyrir vináttu og  samstarf á liđnum árum og biđjum Guđ ađ blessa minningu hans og sendum eiginkonu hans og öllum afkomendum innilegar samúđar kveđjur.

Finnur Kr. Finnsson

Myndaalbúm (ESE)


Björgvin ósigrandi í gćr

Björgvin VíglundssonNokkrum mínútum áđur en fyrsta umferđ hófst í dag hjá Ásum í Stangarhyl fengum viđ ţćr fréttir ađ Birgir Sigurđsson fyrrverandi formađur okkar vćri látinn.

Viđ byrjuđum ţví skákfundinn í dag međ ţví ađ votta honum virđingu okkar.

Ţađ voru tuttugu og sex skákvíkingar mćttir til leiks.

Björgvin Víglundsson var í miklu stuđi og leifđi engin frá vik,hann vann alla sína 10  andstćđinga. Össur Kristinsson varđ í öđru sćti međ 8 ˝ vinning og Guđfinnur R Kjartansson í ţví ţriđja međ 7 ˝ vinning.

Sjá töflu og myndir frá ESE

_sir_22_april_2014_ese_22_4_2014_20-34-36.jpg


Smári sigurvegari Páskamóts GM Hellis

Smári Sigurđsson vann sigur á Páskaskámóti GM-Hellis međ 5,5 vinninga af sex mögulegum en mótiđ fór fram á Húsavík í gćr. Smári vann allar sínar skákir utan eina viđ Jakob Sćvar bróđir sinn en ţeir gerđu jafntefli. Jakob Sćvar og Hlynur Snćr Viđarsson urđu jafnir í öđru til ţriđja sćti međ 4,5 vinninga. Umhugsunartíminn var 10 mín á mann ađ viđbćttum 5 sek á hvern leik.

2010 01 22 21.59.45 

Lokastađan:

1.     Smári Sigurđsson             5,5 af 6
2-3. Hlynur Snćr Viđarsson    4,5
2-3. Jakob Sćvar Sigurđsson  4,5
4.     Hermann Ađalsteinsson   3,5
5.     Ćvar Ákason                      2
6.     Sigurbjörn Ásmundsson   1
7.     Jón A Hermannsson          0



Fréttir af barna- og unglingastarfi GM Hellis í Mjóddinni

Barna- og unglingaćfingar GM Hellis í Mjóddinni hafa veriđ afar vel sóttar í vetur og ţađ bćđi viđ um almennu ćfingarnar sem eru á mánudögum sem og stelpućfingarnar á miđvikudögum. Ţegar mest hefur veriđ hafa um 50 krakkar sótt ćfingarnar í viku hverri. 

IMG 1923 

Á stelpućfingunum sem Elsa María Kristínardóttir og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hafa umsjón međ hafa ađ jafnađi sótt 10-20 stelpur og er kominn kjarni af skákstelpum sem sćkja ćfingarnar reglulega. Ţćr hafa veriđ međ hefbundnar ćfingar ţar sem ţátttakendur tefla saman og blandađ saman viđ kennslu eins og ađstćđur hafa bođiđ upp á. Einnig hafa Lenka Ptáchníková og Hjörvar Steinn Grétarsson teflt fjöltefli á ćfingunum viđ mikla ánćgju ţátttakenda.

IMG 1912

Helstu barna- og unglingamót félagsins sem haldin verđa á suđursvćđi er lokiđ. Í október var unglingameistaramót félagsins. Rétt fyrir jól var fjölmennt jólapakkamótiđ í Ráđhúsinu og rétt fyrir páska var vel sótt páskaeggjamót. Lokaspretturinn á barna- og unglingaćfingum er framundan en almennu ćfingunum líkur mánudaginn 2. júní. Heimir Páll Ragnarsson og Óskar Víkingur Davíđsson eru efstir í stigakeppni ćfinganna međ 29 stig. Ţriđji er Dawid Kolka međ 26 stig. Stigakeppni ćfinganna hefur sjaldan veriđ jafnari og spennandi og margir sem eiga möguleika á verđlaunasćti. Ţađ hafa margir mćtt vel á ćfingarar en best allra hefur Halldór Atli Kristjánsson mćtt eđa 31 sinni en nćstir koma svo Alec Elías Sigurđarsson, Brynjar Haraldsson og Óskar Víkingur Davíđsson međ 30 mćtingar. Nćsta ćfing verđur 28. apríl nk og hefst kl. 17.15. Stefnt er ađ ţví ađ skipta ţá í tvo flokka eftir styrkleika og aldri. Tefld verđur ţemskák í eldri flokki í tveimur fyrstu umferđunum en hefđbundin ćfingin í yngri flokki. Ćfingarnar eru í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Inngangur milli Fröken Júlíu og Subway og salurinn er á 3 hćđ. Umsjón međ ţessum ćfingum í vetur hafa haft Erla Hlín Hjálmarsdóttir og Vigfús Ó. Vigfússon

feb. 2014 028[1] 

Á síđustu ćfingunni í byrjun júní verđa veitt verđlaun fyrir góđa mćtingu, framfarir á ćfingunum í vetur og til ţeirra sem sýnt hafa verulegar framfarir yfir veturinn og ţeirra sem eru efstir í stigakeppninni. Stađan í stigakeppninni og listi yfir ţá sem hafa mćtt best er hér fyrir neđan.

IMG_1927

Međ besta mćtingu eru:

Halldór Atli Kristjánsson                31 mćtingar

Alec Elías Sigurđarson                   30 ----"------

Brynjar Haraldsson                       30 ----"------

Óskar Víkingur Davíđsson             30 ----"------

Adam Omarsson                           28 ----"------

Birgir Ívarsson                              26 ----"------

Egill Úlfarsson                               26 ----"------

Ívar Andri Hannesson                   26 ----"------

Oddur Ţór Unnsteinsson              26 ----"------

Stefán Orri Davíđsson                   26 ----"------

Sindri Snćr Kristófersson             24 ----"------

Heimir Páll Ragnarsson                 24 ----"------

Róbert Luu                                    23 ----"------

Óttar Örn Bergmann                     19 ----"------

Sćvar Breki Snorrason                 18 ----"------

Aron Kristinn Jónsson                   17 ----"------

Baltasar Máni Wetholm                 17 ----"------

IMG_1921 

Efstir í stigakeppninni:

1. Óskar Víkingur Davíđsson     29 stig

2. Heimir Páll Ragnarsson         29   -

3. Dawid Kolka                          26   -

4. Brynjar Haraldsson               22   -

5. Mikhael Kravchuk                  22   -

6. Stefán Orri Davíđsson           20   -

7. Baltasar Máni Wedholm        17   -

8. Róbert Luu                            16   -

9. Felix Steinţórsson                14   -

10. Sindri Snćr Kristófersson   13   -

11. Egill Úlfarsson                     12   -

12. Alec Elías Sigurđarson        11   -


Sumarnámskeiđ í skák

Skákakademía Reykjavíkur og Skákskóli Íslands efna til tveggja skáknámskeiđa í sumar fyrir krakka fćdda 2001-2007. Hvort námskeiđ er vika í senn.

Hvenćr? Fyrra námskeiđiđ verđur kennt 23. - 27. júní.

Seinna námskeiđiđ verđur kennt 30. júní - 4. júlí.

Skipt verđur í stelpuflokk og strákaflokk. Kennt verđur alla virka daga vikunnar. Stelpuflokkur er frá 09:30 - 10:30 og strákaflokkur frá 10:40-11:40.

Fyrir hverja? Námskeiđin eru sérstaklega ćtluđ ungum skákkrökkum, fćddum 2001-2007, sem hafa ćft skák í vetur í skólanum sínum, hjá taflfélögunum eđa Skákskóla Íslands. Allir eru ţó velkomnir en ţurfa ađ kunna mannganginn og skák og mát. Hámarksţátttökufjöldi er 20 á hvert námskeiđ. Skipt verđur í nokkra hópa í hverjum tíma eftir kunnáttu og reynslu.

Hvađ verđur kennt? Áhersla verđur lögđ á áćtlanagerđ og ákvarđanatökur auk ţess sem fariđ verđur yfir skákbyrjanir. Kennt verđur 45mín. í hverjum tíma og teflt í 15mín. međ áherslu á efni tímans.

Hvar? Skákskóla Íslands Faxafeni 12.

Hverjir kenna? Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari, Stefán Bergsson skákkennari, Siguringi Sigurjónsson skákkennari, Björn Ívar Karlsson skákkennari og Ingibjörg Edda Birgisdóttir skákkennari. Ţá mun kvennalandsliđ Íslands koma ađ ćfingunum. Í hverjum tíma verđa 3-4 kennarar.

Hvađ kostar? Eitt námskeiđ er á 6.000 kr. en séu bćđi tekin kosta ţau samtals 10.000 kr. Systkinaafsláttur er 50%.

Skráning? skakakademia@skakakademia.is Fram ţarf ađ koma nafn ţátttakenda og fćđingarár. Nafn og kennitala greiđanda. Skráningarfrestur rennur út 20. maí. Sé skráđ fyrir 5. maí er veittur 10% afsláttur.


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram á sumardaginn fyrsta

Skólaskákmót Reykjavíkur 2014 fer fram í Rimaskóla fimmtudaginn 24. apríl sem er Sumardagurinn fyrsti.

Mótiđ hefst 16:30. Mćting 16:15.

Teflt verđur í yngri flokki (1. - 7. bekkur) og eldri flokkur (8.-10. bekkur).

Tefldar verđa átta umferđir međ tímamörkunum 10 03. Hvor keppandi međ tíu mínútur á klukkunni og ţrjár sekúndur til viđbótar fyrir hvern leik.

Mótiđ er ćtlađ sterkustu skákmönnum og/eđa skólameisturum hvers reykvísks skóla. Hver skóli hefur ţannig rétt á ađ senda einn keppanda í hvorn flokk. Séu margir sterkir skákmenn í sama skóla geta skákkennarar, liđsstjórar, foreldrar, skákmenn sjálfir eđa skólastjórnendur óskađ eftir fleiri sćtum.

Ţátttaka og ósk eftir fleiri sćtum berist í netfangiđ stefan@skakakademia.is fyrir mótsdag. Skráning á mótsdegi er ekki tekin gild. Skráning ţarf ađ innihalda fullt nafn, aldur og skóla.

Í eldri flokki er teflt um ţrjú sćti á Landsmótinu í skólaskák.

Í yngri flokki er teflt um tvö sćti á Landsmótinu í skólaskák.

Landsmótiđ fer fram í Reykjavík dagana 1. - 4. maí.


Meistaramót Kópavogs fer fram á morgun og á föstudag

Meistararamót Kópavogs fyrir grunnskóla miđstig (1.-7. bekk ) og unglingastig verđa haldin eftir páska.

Dagskrá:

23.04.2014  síđasta vetrardag verđur Meistaramót Kópavogs fyrir krakka úr 1.-7. bekk haldiđ í Salaskóla.

Keppnisrétt hafa öflugustu krakkarnir úr hverjum skóla á ţessu aldursbili. Ţeir ţjálfarar og kennarar sem sjá um skákstarf á hverjum stađ eiga ađ velja sína öflugustu fulltrúa. Tveir efstu fá síđan keppnisrétt á kjördćmismóti.

Keppni hefst stundvíslega kl: 13:00 og lýkur um kl: 16:00

Umhugsunartími er 2x10 mín á skák.

Keppni í unglingadeild verđur síđan föstudaginn 25.04.2014 einnig í Salaskóla.

Keppni hefst stundvíslega kl: 08:40 og lýkur um kl: 12:00

Umhugsunartími er 2x 10 mín á skák.

Tveir efstu fá síđan keppnisrétt á kjördćmismóti.

Listi yfir keppendur frá hverjum skóla sendist á tomas@rasmus.is

Vinsamlegst setjiđ inn fullt nafn og bekk (árgang).

Tilkynningar um keppendur verđa ađ berast fyrir kl 12:00 ţann 22.04.2014.

Mótsstjórar verđa Lenka Ptacniková og Tómas Rasmus


Kjördćmismót Vesturlands í skólaskák

Kjördćmismót Vesturlands í skólaskák verđur haldiđ föstudaginn 25. apríl í Grunnskólanum í Borgarnesi og hefst kl. 17:00. Keppt er í tveim flokkum. 1-7 bekk og 8-10 bekk. Sigurvegari í hvorum flokki vinnur sér inn keppnisrétt á Landsmóti í skólaskák sem fram fer á höfuđborgarsvćđinu 1.-4.. maí.


Magnus byrjar vel á minningarmóti um Gashimov

Magnus CarlsenMagnus Carlsen (2881) byrjar međ látum á minningarmótinu um Vugar Gashimov sem hófst í gćr í Shamkir í Aserbaídsjan. Í fyrstu umferđ vann Shakhriyar Mamedyarov (2760) og í ţeirra annarri lagđi hann Hikaru Nakamura (2772).  Sex skákmenn taka ţátt og tefld er tvöföld umferđ. Öllum öđrum skákum hefur lokiđ međ jafntefli og er ţví Norđmađurinn ungi ţegar kominn međ vinningsforskot.

Stigatala Carlsen eftir ţessar tvćr skákir er 2889 og ţví styttist óđum í 2900 skákstiga-múrinn.

Á morgun teflir Carlsen viđ Karjakin (2772). 

Heimasíđa mótsins (beinar útsendingar hefjast kl. 10)


Heimir Páll: Pistill frá Pardubice

Heimir PállŢá er haldiđ áfram međ birtingu pistla frá síđasta ári. Ađ ţessu sinni er ţađ pistill Heimis Páls Ragnarssonar frá Czech Open.

Haldiđ var af stađ til Tékklands ţann 19. júli til ađ taka ţátt í Czech Open. Dawid Kolka og Felix voru međ ásamt pabba Felix honum Steinţóri.  Ég hef aldrei áđur komiđ til Tékklands og fannst mér Prag mjög flott borg en viđ forum ţangađ fyrst áđur en viđ komum til Pardubice ţar sem skákmótiđ var haldiđ.  Viđ fengum fínt hótelherbergi, bara viđ strákarnir sér, Steinţór var i öđru herbergi.  Steinţór og pabbi voru samt eitthvađ ađ kvarta yfir engri loftrćstingu.

Ţegar viđ mćttum fyrsta skákdag á stađinn ţar sem mótiđ var haldiđ ţá fannst mér frekar heitt enda var  líka um 34-37 stiga hiti úti alla ferđina. Ţetta var í stórum íţróttasal, íshokkíhöll held ég. Ég verđ ađ viđurkenna ađ fyrir fyrstu skákina ţá var ég stressađur. Ég lenti á móti gömlum Tékka sem var međ 1770 elo stig.  Ég náđi góđu jafntefli sem ég var mjög sáttur viđ.  Lék ţar góđum drottningarleik sem tryggđi mér ţráskák.

Steinţór hafđi ţađ sem reglu ađ fyrir hverja umferđ ađ viđ skildum fara međ honum yfir skákina frá umferđinni áđur og reyna ađ skođa nćsta andstćđing. Eftir skákgreiningu gerđum viđ oft eitthvađ skemmtilegt áđur en nćsta umferđ byrjađi. Fyrir ađra umferđ fórum viđ t.d. í borđtennis. Í ţeirri umferđ lenti ég á móti öđrum tékkneskum manni sem var međ um 1750 stig og gerđi ég ţar einnig jafntefli í hörkuskák.

Í ţriđju umferđ vann ég rússneskan strák sem var einu ári yngri en ég en hann var međ 1755 stig. Ég var minna stressađur nú en fyrir fyrstu skákina. 

Sama dag var tefld 4. umferđ ţar sem ég tapađi fyrir öđrum Tékka en hann var međ 1823 stig. Langur dagur fengum okkur KFC og horfđum á bíómynd. Okkur strákunum gekk illa á tvöfalda deginum - töpuđum allir.

Steinţór fór međ okkur í Lazertag fyrir 5. umferđ, ţađ var mjög gaman.

Fimmta og sjötta umferđ voru ekki góđar, lék af mér illa í 19. leik og tapađi fyrir enn einum Tékkanum međ yfir 1700 stig. Hefđi vel getađ haldiđ jafntefli  á móti ţýskri stelpu í 6 umferđ en missti af ţví. Hér hafđi ég tapađ ţremur skákum í röđ og sjálfstraustiđ svoldiđ fariđ. En ég átti mjög góđan endasprett!

Pabbi kom eftir 6. umferđ og var međ okkur út ferđina.  Eftir skákgreiningu fórum viđ í mjög skemmtilegt klifur í köđlum hátt uppi og var ţađ frábćrt.

Í sjöundu umferđ náđi  ég góđum sigri á móti ţýskum manni međ 1616 stig, hefđi reyndar geta tapađ en eftir skákina sá ég ađ hann hefđi lokađ drottninguna mína inni.

Í áttundu og nćstsíđustu umferđinni var ég búinn ađ fá sjálfstraustiđ aftur eftir sigurinn í umferđinni áđur.  Ţessi skák var miklu styttri en hinar eđa ađeins 17 leikir. Ég bauđ jafntefli ţar sem mér fannst stađan vera mjög jöfn eđa jafnvel verri á mig.

Átti langa góđa skák á móti ţýskri skákkonu međ rúmlega 1700 stig í síđustu umferđ. Í lok skákar var ég međ mjög lítinn tíma en auka 30 sekúndur á leik urđu til ţess ađ ég gat klárađ ţađ sem ég ćtlađi mér.  Semsagt góđur sigur í síđustu skák. Mín besta skák á mótinu sem ég skýri hérna á eftir.

Ég lćrđi mikiđ í ţessari ferđ enda töluvert öđruvísi en ţví sem ég var vanur heima. Fyrir frammistöđuna hćkkađi ég um heil  49 skákstig.

Heimir Páll Ragnarsson.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 156
  • Frá upphafi: 8765637

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband