Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2014
1.4.2014 | 16:08
Wow air stórmótiđ hófst í gćr
Wow air mótiđ - Vormót Taflfélags Reykjavíkur hófst í gćrkvöldi í skákhöll félagsins ađ Faxafeni 12. Mótiđ er nú haldiđ í fyrsta sinn og keppt er í tveimur stigaflokkum, A flokki fyrir skákmenn yfir 2200 elo skákstig og B flokki fyrir skákmenn á bilinu 2000-2199 elo. Ţađ má međ sanni segja ađ mótinu hafi veriđ tekiđ opnum örmum ţví margir af okkar sterkustu skákmönnum taka ţátt og gera Wow air mótiđ ađ einu sterkasta skákmóti hér innanlands í háa herrans tíđ.
Alls taka 22 skákmenn ţátt í A flokknum en međal ţátttakenda ţar eru sex stórmeistarar, ţeirra á međal fyrsti stórmeistari Íslands Friđrik Ólafsson, margfaldur Íslandmeistari í skák Hannes Hlífar Stefánsson og nýjasti stórmeistarinn okkar, Hjörvar Steinn Grétarsson. Ţrír alţjóđlegir og fjórir Fide meistarar eru einnig međal ţátttakenda ásamt tveimur af okkar efnilegustu skákmönnum sem var bođiđ ađ taka ţátt í flokknum, en ţađ eru ţeir Oliver Aron Jóhannesson og Dagur Ragnarsson. Ţeir fá hér frábćrt tćkifćri til ađ spreyta sig gegn sterkustu skákmönnum landsins.
Í B flokknum tefla 16 skákmenn. Stigahćstur er Hrafn Loftsson en međal annarra keppenda má nefna skákmeistara Taflfélags Reykjavíkur Kjartan Maack og ungstirniđ Vignir Vatnar Stefánsson. Flokkurinn er góđ blanda af "gömlum refum" og ungum og upprennandi skákmönnum sem fá nú dýrmćta reynslu, og vćntanlega helling af stigum í sarpinn.
Eftir ađ Björn Jónsson formađur Taflfélags Reykjavíkur hafđi sett mótiđ og leikiđ fyrsta leiknum í skák stórmeistarans Hannesar Hlífars Stefánssonar og Ţorvarđar Ólafssonar hófst taflmennskan og var hart barist. Í A flokki var mikiđ um óvćnt úrslit, og fóru ungu bođsgestirnir ţar hamförum. Tveir Fide meistarar lágu ţá í valnum en Oliver Aron (2115) sigrađi ţá óvćnt Sigurbjörn Björnsson (2360) međan Dagur Ragnarsson (2105) vann Guđmund Gíslason (2314). Ţá náđi Sigurđur Páll Steindórsson (2215) góđu jafntefli gegn stórmeistaranum Ţresti Ţórhallssyni (2435). Ţá má nefna ađ alţjóđlegi meistarinn Sćvar Bjarnarson (2101) sem lćtur sig aldrei vanta á skákmót sigrađi Jónas Ţorvaldsson (2286). Önnur úrslit voru nokkuđ eftir bókinni, en töluvert var um yfirsetur í fyrstu umferđ, en tvćr slíkar eru leyfđar í ţessu sjö umferđa móti.
Í B flokki voru úrslitin nokkuđ eftir bókinni, en ţó má nefna góđ jafntefli hjá Jóhanni Helga Sigurđssyni (2029) gegn Hrafni Loftssyni (2184) og Birki Karli Sigurđssyni (1738) gegn Arnaldi Loftssyni (2078). Ungstirniđ Vignir Vatnar Stefánsson (1844) gerđi jafntefli viđ Kjartan Maack (2121) en ţađ er löngu hćtt ađ koma mönnum á óvart ţótt ţessi ellefu ára drengur nái góđum úrslitum gegn sér miklu stigahćrri andstćđingum.
Önnur umferđ Wow air mótsins fer fram nćstkomandi mánudagskvöld, en ţá munu mćtast međal annarra Fidemeistarinn Ingvar Ţór Jóhannesson og stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Oliver Aron Jóhannesson og Ţröstur Ţórhallsson mun tefla viđ Lenku Ptacnikovu.
Gestir eru velkomnir á ţetta stórmót í Faxafeni 12 og viđ hlökkum til ađ sjá ykkur!
1.4.2014 | 13:36
Hjörvar Steinn vann Bođsmót Árnamessu í Stykkishólmi. Dagur, Jón Trausti og Mikael Jóhann unnu flugfarseđla
Hjörvar Steinn vann Bođsmót Árnamessu í Stykkishólmi. Dagur, Jón Trausti og Mikael Jóhann unnu flugfarseđla
Fyrsta bođsmót Árnamessu heppnađist afskaplega vel enda teflt viđ frábćrar ađstćđur í Lionshúsinu Stykkishólmi og um eftirsótta vinninga. Tíu efnilegum unglingum var bođin ţátttaka á mótinu og ţáđu allir bođiđ međ ţökkum og áttu saman ánćgjulega helgi í Hólminum.
Hjörvar Steinn Grétarsson tefldi sem gestur en ađrir ţátttakendur voru ţau Dagur Ragnarsson, Dagur Andri Friđgeirsson, Hrund Hauksdóttir, Jón Trausti Harđarson og Oliver Aron Jóhannesson Fjölni, Mikael Jóhann Karlsson SA, Nökkvi Sverrisson TV, Veronika Steinunn Magnúsdóttir TR og Birkir Karl Sigurđsson SFÍ.
Allir tefldu viđ alla og fóru 5 umferđir fram á laugardegi og fjórar á sunnudegi. Mótiđ var mjög spennandi frá fyrstu umferđ til ţeirrar síđustu og baráttunni um flugfarseđla međ Icelandair lauk ekki fyrr en međ síđustu skákinni ţegar Jón Trausti vann Mikael Jóhann.
Eins og reikna mátti međ ţá sigrađi Hjörvar Steinn alla sína andstćđinga. Öruggur í 2. sćti varđ Dagur Ragnarsson međ 7,5 vinninga úr 9 skákum. í 3. - 4. sćti lentu jafnir Jón Trausti Harđarson og Mikael Jóhann Karlsson međ 5,5 vinninga og Oliver Aron Jóhannesson varđ fimmti međ 5 vinninga. Krakkarnir gistu saman á hóteli og fengu veitingar í bođi Sćfells ehf í Stykkishólmi.
Icelandair gaf glćsilega vinninga og til minningar um ţátttökuna fengu allir keppendur viđurkenningargrip ađ launum. Veđriđ lék viđ Hólmara og fjölda ferđamanna sem dvöldu í Hólminum og nýttu keppendur bođsmótsins sér ţađ međ skođunarferđum og fótboltaleikjum. Helgi Árnason og Donika Kolica voru skákstjórnendur og áttu ţau náđugan dag viđ verkefniđ enda ţaulvanir ţátttakendur og frábćrir keppnismenn í hópnum.
Myndaalbúm (HÁ)
1.4.2014 | 00:03
Viltu hćkka á skákstigum og styrkja um leiđ viđ skákhreyfinguna?

Flestum ćtti ađ vera ljóst ađ nýveriđ fengu allir íslendingar úthlutađ svonefndum Aurora-krónum. Fyrir flesta eru ţessar krónur verđlausar eđa svo gott sem, en ţó er mögulegt ađ umbreyta ţeim í verđmćti ef um er ađ rćđa talsvert magn. Er ţađ mat Skáksambandsins ađ góđur möguleiki sé á ađ fjármagna tíđari utanferđir okkar yngstu manna međ ţessum fjármunum. Margt smátt gerir eitt stórt!
Söfnunin fer ţannig fram ađ skákmenn geta ánafnađ Skáksambandinu Aurora-krónunum sínum í skiptum fyrir íslensk skákstig! Ţannig mun sá sem gefur skammtinn sinn, ţ.e. 31,8 krónur, fá jafnmörg skákstig sem bćtast viđ í nćsta útreikningi. Viđ ţađ bćtist ađ tíu gefendur verđa dregnir út nk. sunnudag og munu ţeir hljóta 100 skákstig til viđbótar! Sú regla gildir ekki fyrir stórmeistara og ađeins ađ hálfu fyrir alţjóđlega meistara.
Skáksambandiđ hefur jafnframt ákveđiđ ađ íbúar landsbyggđarinnar munu fá heldur fleiri skákstig en ađrir, en ţađ er gert í viđleitni til ţess ađ ýta upp hinu svonefnda skákstigaţaki sem víđa hrjáir fámenn skákfélög á landsbyggđinni. Verđur reglan útfćrđ ţannig ađ landsbyggđarmenn fá t.d. 31,8 skákstig x2 eđa 63,6 stig. Landsbyggđ er í ţessu tilfelli skilgreind byggđ utan 100 km. radíus frá Reykjavík.
Hvernig á ađ taka ţátt?
Skáksambandiđ gerir sér grein fyrir ţví ađ ekki allir kunna eđa treysta sér til ţess ađ sćkja eđa millifćra Aurora-krónurnar sínar, mćtti segja ađ ţađ sé tćknilega flókiđ. Til ţess ađ einfalda mönnum tćknina ţurfa ţeir einfaldlega ađ fylla út skráningareyđublađ sem er hér ađ neđan og merkja ţar viđ hvort ţeir óski eftir ađstođ viđ millifćrsluna. Sjálfbođaliđar á vegum Skáksambandsins mun svo hringja í menn eđa eftir atvikum heimsćkja og framkvćma ţannig millifćrsluna fyrir ţeirra hönd.
Skáksamband Íslands vonast eftir góđri ţátttöku í söfnuninni og hvetur menn jafnframt til ţess ađ deila átakinu á Facebook og segja vinum og vandamönnum frá ţví. Mögulegt er ađ vinir og ćttingjar sem ekki tefla geti ánafnađ skákstigunum til skákmanns sem ţeir ţekkja. Takmörk eru ţó sett viđ ţađ ađ hámarkshćkkun hvers skákmanna eru 100 skákstig. Upplýsingar um slíkt er hćgt ađ koma á framfćri í skráningareyđublađinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 3
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 155
- Frá upphafi: 8780480
Annađ
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar