Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Hannes Íslandsmeistari í skák í tólfta sinn

 

IMG 0408

Hannes Hlífar Stefánsson varđ í kvöld Íslandsmeistari í skák eftir sigur á Birni Ţorfinnssyni í einvígi, 1,5-0,5. Ţetta er tólfti Íslandsmeistari Hannesar sem hefur unniđ titilinn langoftast allra.

 

Lokahóf var haldiđ ađ móti loknu í Turninum. Ţar voru verđlaunahafar krýndir og sérstaklega var klappađ fyrir Hemma Gunn sem hefur reynst skáklistinni dyggur ţjónn í gegnum tíđina.

Ítarlegri umfjöllun um Íslandsmótiđ er vćntanleg.



Tenglar á úrslitaeinvígiđ um Íslandsmeistaratitilinn

 

Hannes og Björn

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum í úrslitaeinvíginu beint á netinu sem hefst nú kl. 18. Í fyrstu tveimur skákunum verđur teflt međ tímamörkunum 25+10. Verđi jafnt verđur framlengt.

 


Verđlaunahafar Íslandsmótsins í skák

Verđlaunahafar Íslandsmótsins í skák eru sem hér segir. Verđlaunafjárhćđ í sviga.

Tengill vegna beinnar útsendingar er vćntanlegur.

  • 1.-2. Björn Ţorfinnsson 8 v. (220.000)
  • 1.-2. Hannes Hlífar Stefánsson 8 v. (180.000)
  • 3. Hjörvar Steinn Grétarsson 7,5 v. (70.000)
  • 4. Héđinn Steingrímsson 7,5 v. (55.000)
  • 5. Henrik Danielsen 7 v. (20.000)
  • 6. Guđmundur Gíslason 7 v. (5.000)
  • 7. Bragi Ţorfinnsson 7 v. (5.000)

Verđlaunahafinn í einvíginu fćr 80.000 kr. til viđbótar. Sigurvegarinn fćr keppnisrétt á EM einstaklinga ađ ári en sá sem tapar fćr keppnisrétt á Norđurlandamótinu í skák í haust.

Íslandsmót kvenna:
  • 1. Lenka Ptácníkóvá 6,5 v. (160.000)
  • 2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5,5 v. (45.000)
  • 3. Elsa María Kristínardóttir 5,5 v. (35.000)

Stigaverđlaun fyrir bestan árangur í samanburđi viđ eigin skákstig:

Björn og Vignir Vatnar taka hver um sig 40.000 kr. í verđlaun.

2000 stig og meira:

  • 1. Björn Ţorfinnsson 138 (2515-2377)
  • 2. Hannes Hlífar Stefánsson 69 (2576-2507)
  • 3. Oliver Aron Jóhannesson 44 (2050-2006)
  • 4. Nökkvi Sverrisson 37 (2049-2012)
  • 5. Mikael Jóhann Karlsson 35 (2057-2022)

1001-2000 skákstig

  • 1. Vignir Vatnar Stefánsson 287 (1965-1678)
  • 2. Björn Hólm Birkisson 273 (1455-1182)
  • 3. Símon Ţórhallsson 255 (1771-1516)
  • 4. Felix Steinţórsson 254 (1697-1443)
  • 5. Hilmir Freyr Heimisson 253 (1929-1676)

Lenka Íslandsmeistari kvenna

 

Lenka Íslandsmeistari kvenna 2013

Lenka Ptácníková varđ rétt í ţessu Íslandsmeistari kvenna eftir ađ hafa unniđ Jón Ţór Bergţórsson í tíundu og síđustu umferđ Opna Íslandsmótsins í skák. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Elsa María Kristínardóttir eru í skipta öđru sćti og Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir, sem situr enn ađ tafli gegn Dawid Kolka, gćti bćst viđ í ţann hóp vinni hún skákina.

 

Rafmagnađ loft er í Turninum fyrir einvígi Hannesar og Björns um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst kl. 18 í kvöld. 

Fyrirkomulag úrslitakeppninnar er sem hér segir:

Tefldar verđi tvćr atskákir (25+10). Verđi keppendur enn jafnir ţá styttist tíminn (10+10) og svo enn í (5+3). Verđi enn jafnt verđur tefld Armageddon-skák, hrein úrslitaskák (hvítur međ 5 mínútur og svartur međ 4 mínútur - ein sekúnda bćtist viđ á leik hjá báđum eftir 60 leiki).



Einvígi um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld kl. 18 - Björn međ stórmeistaraáfanga

Björn ŢorfinnssonŢađ urđu miklar sviptingar í lokaumferđ Íslandsmótsins í skák í dag. Hannes Hlífar Stefánsson, sem hafđi vinningsforskot fyrir hana, tapađi fyrir Héđni Steingrímssyni eftir ađ hafa leikiđ af sér manni. Á nánast sama augnabliki vann Björn Ţorfinnsson Braga bróđur sinn.

Hannes og Björn urđu efstir og jafnir međ 8 vinninga og munu há einvígi međ atskákfyrirkomulagi sem hefst kl. 18 í kvöld í Turninum Borgartúni. Áhorfendur velkomnir.

Ţess fyrir utan náđi Björn sínum fyrsta stórmeistaraáfanga međ sigrinum í dag!

Fyrirkomulag úrslitakeppninnar er sem hér segir:

Tefldar verđi tvćr atskákir (25+10). Verđi keppendur enn jafnir ţá styttist tíminn (10+10) og svo enn í (5+3). Verđi enn jafnt verđur tefld Armageddon-skák, hrein úrslitaskák (hvítur međ 5 mínútur og svartur međ 4 mínútur - ein sekúnda bćtist viđ á leik hjá báđum eftir 60 leiki).



Skákir níundu umferđar

Héđinn og BjörnŢórir Benediktsson hefur slegiđ inn skákir níundu og nćstsíđustu umferđar Opna Íslandsmótsins í skák. Ţćr fylgja međ sem viđhengi.

Skákir mótsins er einnig hćgt ađ nálgast á vefsíđu mótsins.

 


Lokaumferđ Íslandsmótsins hefst kl. 11

Stefán og Sigurđur Páll

Tíunda og síđasta umferđ Íslandsmótsins í skák hefst í dag kl. 11. Fjórar viđureignir ráđa mestu um lokaúrslit mótsins. Á fyrsta borđi mćtast stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Héđinn Steingrímsson. Hannesi dugar jafntefli til ađ tryggja sér sinn tólfta Íslandsmeistaratitil. Á öđru borđi mćtast svo brćđurnir Björn og Bragi Ţorfinnnsynir. Sigurvegari ţeirrar skákar eigir von um einvígi viđ Hannes - ţađ er ef hann tapar fyrir Héđni.

Á Íslandsmóti kvenna eru ţađ svo tvćr viđureignir sem Jóhanna Björgskipta meginmáli en ţar eru Lenka Ptácníková og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir međ vinningsforskot á nćstu skákkonur. Lenka mćtir Jóni Ţór Bergţórssyni en Jóhanna teflir viđ Sigurđ Pál Steindórsson.

Áhorfendur eru velkomnir á skákstađ en ţar eru afar góđar ađstćđur fyrir keppendur og áhorfendur. Teflt er á efstu hćđinni (20. hćđ) í Turninum Borgartúni (Höfđatorg).

Tíu skákir eru sýndar beint frá hverri umferđ. Eftirtaldar skákir eru sýndar beint í dag:
  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (8) - SM Héđinn Steingrímsson (6˝)
  2. AM Björn Ţorfinnsson (7) - AM Bragi Ţorfinnsson (7)
  3. AM Hjörvar Grétarsson (6˝) - FM Sigurbjörn Björnsson (6˝)
  4. SM Henrik Danielsen (6) - SM Stefán Kristjánsson (6˝)
  5. Gylfi Ţórhallsson (6) - FM Guđmundur Gíslason (6)
  6. Nökkvi Sverrisson (6) - AM Stefán Guđmundur Kjartansson (5˝)
  7. KSM Lenka Ptácníková (5˝) - Jón Ţór Bergţórsson (5˝)
  8. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (5˝) - Sigurđur Páll Steindórsson (5˝)
  9. Kristján Eđvarđsson (5˝) - Mikael Jóhann Karlsson (5˝)
  10. FM Ţorsteinn Ţorsteinsson (5) - Sverrir Sigurđsson (5)


Ef Íslandsmótiđ vćri ađeins níu umferđir?

Héđinn og BjörnNíunda og síđasta umferđ Íslandsmótsins í skák fór fram í gćr. Hér má sjá hina daglegu úttekt á mótinu. Hannes Hlífar Stefánsson ţarf ađeins hálfan vinning til ađ tryggja sér sinn tólfta Íslandsmeistaratitli og eins og stađan er í dag myndu Lenka Ptácníková og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir tefla úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitil kvenna.

Stađa efstu manna á Íslandsmótinu:
  • 1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (2507) 8 v.
  • 2.-3. AM Björn Ţorfinnsson (2377) og AM Bragi Ţorfinnsson (2478) 7 v.
  • 4.-7. SM Stefán Kristjánsson (2494), AM Hjörvar Steinn Grétarsson (2516), SM Héđinn Steingrímsson (2558) og  FM Sigurbjörn Björnsson (2397) 6˝ v.

Sjá nánar stöđuna á Chess-Results.

Ef ţetta yrđi niđurstađan hefđi Hannes tryggt sér sinn tólfta Íslandsmeistaratitil og tćki 2.000 evrurBjörgvin og Guđmundur eđa um 320.000 kr. í verđlaun fyrir ađ vera einn efstur.

Björn og Bragi myndu skipta á milli sín öđrum og ţriđju verđlaunum sem nema samtals 1.500 evrum. Björn fengi 875 evrur en Bragi 625 evrur.

Stefán, Hjörvar, Héđinn og Sigurbjörn myndu skipta á milli fjórđu og fimmtu verđlaunum samtals 500 evrum. Stefán fengi 212 evrur, Hjörvar 162 evrur en Héđinn og Sigurbjörn 62 evrur hvor.

Íslandsmót kvenna

  • 1.-2. KSM Lenka Ptácníková (2255) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1890) 5˝ v.
  • 3.-4. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1985) og Elsa María Kristínardóttir (1785) 4˝ v.
  • 5. Hrund Hauksdóttir (1680) 4 v.
Elsa og KristjánEf ţetta yrđi lokaniđurstađa mótsins myndu Lenka og Jóhanna Björg há úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn og jafnframt skipta á milli sín verđlaunum fyrir fyrsta og annađ sćtiđ. Lenka fengi 450 evrur en Jóhanna fengi fengi 350 evrur. Sigurvegari einvígisins fengi svo 500 evrur. Hallgerđur og Elsa myndu skipta á milli sín verđlaun fyrir ţriđja og fjórđa sćtiđ. Hallgerđur fengi 150 evrur en Elsa 50 evrur.

Aukaverđlaun

Og ţá er ţađ samantekt á aukaverđlaununum. Ţau eru veitt í tveimur flokkum fyrir bestan árangur í samanburđi viđ eigin skákstig. Fyrir skákmenn međ meira en 2000 skákstig og fyrir skákmenn međ minna en 2000 skákstig. Ein verđlaun eru í hvorum flokki upp á  500 evrur. Reiknađ er út frá alţjóđlegum skákstigum en innlendum stigum ef menn hafa ekki alţjóđleg skákstig.

Hannes Hlífar Stefánsson leiđir sem fyrr í flokki ţeirri stigahćrri en Felix Steinţórsson hefur tekiđ forystunna í flokki hinna stigalćgri.

Stađa efstu manna:

Yfir 2000 skákstigum

  1. Hannes Hlífar Stefánsson 155 (2662-2507)
  2. Oliver Aron Jóhannesson 128 (2134-2006)
  3. Björn Ţorfinnsson 96 (2473-2377)
  4. Mikael Jóhann Karlsson 57 (2079-2022)
  5. Michael Grove 5 (2026-2021)

Undir 2000 skákstigum

  1. Felix Steinţórsson 293 (1736-1443)
  2. Hilmir Freyr Heimisson 286 (1962-1676)
  3. Loftur Baldvinsson 269 (1975-1706)
  4. Vignir Vatnar Stefánsson 246 (1924-1678)
  5. Ţór Hjaltalín 221 (1594-1373)

Upplýsingar um verđlaun má finna hér.


Hannes međ vinningsforskot á brćđurna - Lenka og Jóhanna efstar

Hannes og HjörvarStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson gerđi jafntefli viđ alţjóđlega meistarann Hjörvar Stein Grétarsson í níundu og nćstsíđustu umferđ Íslandsmótsins í skák sem fram fór í kvöld. Hannes hefur vinningsforskot á brćđurna Björn og Braga Ţorfinnssyni fyrir lokaumferđina sem fram fer á morgun og dugar jafntefli til ađ tryggja sér sinn tólfta Íslandsmeistaratitiil.

Björn gerđi jafntefli viđ Héđin í kvöld eftir ađ hafa lent í erfiđleikum eftir glannalega taflmennsku en Bragi vann Guđmund Kjartansson.

Hannes mćtir Héđni Steingrímssyni í fyrramáliđ en lokaumferđin hefst mun fyrr en venjulega eđa 11. Brćđurnir mćtast svo í hinni toppviđureign dagsins ţar sem sigurvegarinn gćti hugsanlega náđ einvígi um Íslandsmeistaratitilinn viđ Hannes.

Á Íslandsmóti kvenna sem er hluti af Íslandsmótinu er einnig mikil spenna. Ţar eru ţćr LenkaJóhanna Björg Ptácníková, sem vann Hallgerđi Helgu Ţorsteinsdóttur, og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem lagđi alţjóđlega meistarann Sćvar Bjarnason ađ velli efstar međ 5,5 vinning. Í lokaumferđinni teflir Lenka viđ Jón Ţór Bergţórsson en Jóhanna viđ Sigurđ Pál Steindórsson.

Sem fyrr var nokkuđ um óvćnt úrslit. Ungu ljónin Hilmir Freyr Heimisson og Vignir Vatnar Stefánsson gerđu báđir jafntefli viđ mun stigahćrri andstćđinga. Baldur Teodór Petersson vann landsliđskonuna Tinnu Kristínu Finnbogadóttur og Felix Steinţórsson sigrađi Atla Jóhann Leósson en ţar er stigamunurinn um 300 skákstig.

 


Níunda og nćstsíđasta umferđ Íslandsmótsins hefst kl. 17

Kristján Eđvarđsson og Dawid Kolka

Níunda og nćstsíđasta umferđ Íslandsmótsins í skák hefst nú kl. 17. Margar spennandi viđureignir fara fram í dag. Á efsta borđi teflir forystumađurinn Hannes Hlífar Stefánsson viđ Hjörvar Stein Grétarsson  og á öđru borđi tefla Héđinn Steingrímsson og Björn Ţorfinnsson. Á ţriđja borđi er ţađ svo barátta alţjóđlegu meistaranna Braga Ţorfinnssonar og Guđmundar Kjartanssonar.

Áhorfendur eru velkomnir á skákstađ en ţar eru afar góđar ađstćđur fyrir keppendur og áhorfendur. Teflt er á efstu hćđinni (20. hćđ) í Turninum Borgartúni (Höfđatorg).

Tíu skákir eru sýndar beint frá hverri umferđ. Eftirtaldar skákir eru sýndar beint í dag:

  1. SM Hannes Hlífar Stefánsson (7˝) - AM Hjörvar Steinn Grétarsson (6)
  2. SM Héđinn Steingrímsson (6) - AM Björn Ţorfinnsson (6˝)
  3. AM Guđmundur Kjartansson (5˝) - AM Bragi Ţorfinnsson (6)
  4. Sigurđur Páll Steindórsson (5˝) - SM Stefán Kristjánsson (5˝)
  5. Mikael Jóhann Karlsson (5˝) - FM Sigurbjörn Björnsson (5˝)
  6. Oliver Aron Jóhannesson (5) SM Henrik Danielsen (5)
  7. FM Guđmundur Gíslason (5) - Björgvin S. Guđmundsson (5)
  8. Stefán Bergsson (5) - Nökkvi Sverrisson (5)
  9. Sverrir Sigurđsson (5) - Gylfi Ţórhallsson (5)
  10. Michael Grove (4˝) - FM Ţorsteinn Ţorsteinsson (4˝)
Helstu viđureignir í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna eru:
  1. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (4˝) - Lenka Ptácníkova (4˝)
  2. Elsa María Kristínardóttir (4˝) - Kristján Eđvarđsson (2220)
  3. AM Sćvar Bjarnason (2130) - Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (4˝)
  4. Jón Trausti Harđarson (1907) - Hrund Hauksdóttir (4)
  5. Baldur Teódór Petersson (1579) - Tinna Kristín Finnbogadóttir (3˝)
  6. Gauti Páll Jónsson (1546) - Sigríđur Björg Helgadóttir (3˝)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 113
  • Frá upphafi: 8780307

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband