Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2013

Nakamura einn efstur eftir sigur á Anand

NakamuraBandaríkjamađurinn Hikaru Nakamura (2784) fer mjög mikinn á Tal Memorial sem fram fer ţessa dagana í Moskvu. Í sjöttu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann Anand (2786) mjög örugglega. Nakamura er nú efstur međ 4,5 vinning. Öđrum skákum lauk međ jafntefli ţar međ taliđ skák Gelfand (2755) og Carlsen (2868). Gelfand er annar međ 4 vinninga en Carlsen og Mamedyarov (2753) eru í 3.-4. sćti međ 3,5 vinning.

Frídagur er á morgun. Í sjöundu umferđ, sem fram fer á föstudag og hefst kl. 11 mćtast međal annars Carlsen og Morozevich sem og Nakamura og Gelfand.



Mika Karttunen skákmeistari Finnlands

Mika KarttunenAlţjóđlegi meistarinn Mika Karttunen (2441) varđ í dag skákmeistari Finnlands. Í öđru leyti varđ alţjóđlegi meistarinn Vilka Sipila (2411) og í ţriđja sćti varđ hinn ungi FIDE-meistari Daniel Ebeling (2368).


Fjölmenni í fjötefli

IMG 0522Fjölmenni mćtti í fjöltefli á sautjánda júní. Ţrátt fyrir leiđinlegt veđur var ágćtis skjól viđ útitafliđ ţar sem Hjörvar Steinn og Hannes Hlífar tefldu viđ tugi gesta. Hjörvar hóf tafliđ en Hannes kom inn í miđju fjöltefli og léku ţeir félagar sitthvorn leikinn dágóđa stund. Hannes klárađi svo fjöltefliđ sem Hjörvar hóf.IMG 0524

Tveir skákmenn lögđu Hjörvar ađ velli; gamall félagi hans úr skáksveit Rimaskóla Hörđur Aron Hauksson, og  Pétur Pétursson kennari.

Myndaalbúm (HJ)


Tal Memorial: Carlsen vann Anand - Gelfand og Nakamura efstir

Carlsen og AnandÁskorandinn Magnus Carlsen (2868) vann heimseistarann Vishy Anand (2786) í fimmtu umferđ Tal Memorial sem fram fer í dag. Sennilega er ţetta síđasta skák ţeirra fyrir heimsmeistaraeinvígi ţeirra á milli sem fram fer í Chennai í Inlandi í nóvember nk. Gelfand (2755) vann Morozevich og er efstur ásamt Nakamura (2784). Öđrum skákum lauk međ jafntefli. Carlsen er ţriđji ásamt Mamedyarov (2753.

Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun og hefst kl. 11. mćtast Gelfand og Carlsen. Nakamura mćtir Anand.

 



Dagur endađi međ 5 vinninga - Grandelius sigurvegari mótsins

Dagur ArngrímssonAlţjóđlegi meistarinn Dagur Arngrímsson (2396) tapađi sínum skákum í 8. og 9. umferđ Gullna sands mótsins í Albena í Búlgaríu. Dagur hlaut 5 vinninga og endađi í 65.-98. sćti.

Sćnski Eyjamađurinn Nils Grandelius (2544) sigrađi á mótinu en hann hlaut 7˝ vinning. Nils Grandelius

Frammistađa Dags samsvarađi 2396 skákstigum og hćkkar hann um 3 stig fyrir hana.

Upplýsingar um einstök úrslit hjá Degi má nálgast hér.

222 skákmenn tóku ţátt frá 31 landi. Ţar af voru 38 stórmeistarar og 46 alţjóđlegir meistarar. Dagur var nr. 65 á stigum.

Rúnar gengur í Skákfélag Íslands

Áhorfandinn: Rúnar BergŢrenn félagaskipti hafa átt sér stađ síđustu daga og öll tengjast ţau Skákfélagi Íslands. Rúnar Berg (2126) hefur gengiđ til viđ félagiđ en hann var síđast í Taflfélaginu Helli.

Páll Andrason (1775) og Eiríkur Örn Brynjarsson (1629) hafa hins vegar sagt sig úr félaginu. Ţeir hafa gengiđ til liđs viđ Kórdrengina.

 


Ađalfundur SSON

Bođađ er til ađalfundar SSON miđvikudaginn 26. júní, fundurinn fer fram í Selinu á Selfossi og hefst kl. 19:30.

Dagskrá ađalfundar

1. Skýrsla stjórnar (formađur og gjaldkeri)
2. Fischersetur
3. Landsmót UMFÍ á Selfossi
2. Kosning stjórnar
3. Mótahald 2013-2014
4. Önnur mál

Fyrir liggur ađ formađur mun ekki gefa kost á sér til embćttis áfram og mögulega verđa einhverjar ađrar breytingar á stjórn.  Eitt frambođ til formanns hefur ţegar borist.

Heimasíđa SSON


Lýđveldisskákmót í Vin, ţriđjudag klukkan 13!

5 Ţórir í Rauđa krossinum međ skákmeisturunum Nikolic, Sokolov, Pokorna, McShane og deFirmian, ásamt ritstjóra New in Chess.

Skákfélag Vinjar býđur til hrađskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, ţriđjudaginn 18. júní klukkan 13 í tilefni af 69 ára afmćli lýđveldisins. Tefldar verđa 6 umferđir og ađ hćtti hússins verđur bođiđ upp á gómsćtar veitingar í leikhléi.

Lýđveldisskákmótiđ markar jafnframt upphaf hátíđahalda vegna 10 ára afmćlis skákstarfs í Vin. Í júní 2003 mćtti Hrókurinn á Hverfisgötuna, međ í för voru meistarar á borđ viđ Ivan Sokolov, Luke McShane, Predrag Nikolic, Nick de Firmian og Reginu Pokorna. Í kjölfariđ var stofnađ skákfélag sem hefur blómstrađ allar götur síđan, og er stór hluti af samfélaginu í Vin.

Allir eru velkomnir á lýđveldisskákmótiđ í Vin og ţátttaka er ókeypis. 


Tal Memorial: Nakamura efstur eftir sigur á Caruana

NakamuraNakmura (2784) er í miklu stuđi á Tal Memorial. Hann tapađi glćsilega í fyrstu umferđ en hefur nú unniđ ţrjár skákir í röđ og er einn efstur. Fórnarlamb dagsins var Caruana (2774). Öđrum skákum lauk međ jafntefli og ţar međ taliđ skák Carlsen (2868) og Andreikin (2713). Mamedyarov (2753) og Gelfand (2755) eru í 2.-3. sćti međ 2,5 vinning.

Fimmta umferđ verđur tefld á morgun og hefst kl. 11. Ţá mćtast međal annars Carlsen og Anand sem mćtast munu í heimsmeistaraeinvígi í nóvember. Nakamura mćtir Andreikin.

 

Fjöltefli í dag á Útitaflinu

Eins og undanfarin ár mun Skákakademían standa fyrir fjöltefli á 17. júní. Fjöltefliđ fer fram viđ útitafliđ í Lćkjargötu. Dagskráin hefst klukkan tvö og stendur til fimm. Nokkrir skákmeistarar munu tefla viđ gesti og gangandi. Helst bera ađ nefna ţá Hjörvar Stein Grétarsson sem mun hefja fjöltefliđ og nýbakađan Íslandsmeistara Hannes Hlífar Stefánsson. Ţeir félagar munu einnig taka léttar hrađskákir viđ gesti og hćgt er ađ óska eftir skákum á netfangiđ stefan@skakakademia.is.

Björn og Björgvin
Félagarnir Björn og Björgvin

 
Davíđ Kjartansson og dóttir
Davíđ Kjartansson fékk smá hjálp frá dóttur sinni í fyrra.

 
Hjörvar međ fjöltefli 17. júní 2012
Hjörvar tefldi einnig á fjölteflinu í fyrra.

 

 
Birgir Berndsen og feđgarnir Stefán Már og Vignir Vatnar
Birgir Berndsen og feđgarnir Vignir Vatnar og Stefán Már.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 8780277

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 104
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband