Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2013

Skemmtikvöld ungmenna á laugardaginn

Skákskólinn og Skákakademían standa fyrir skemmtikvöldi ungmenna fćdd 1990-1999 á laugardagskvöldiđ kemur. Kvöldiđ fer fram á sal Skákskólans.

Á kvöldinu verđa tveir merkilegir fyrirlestrar ásamt hrađskákmóti í Heilinn og höndin ţar sem tveir stórmeistarar munu tefla!

Sjónvarpsstjarnan og skemmtikrafturinn Björn Ţorfinnsson hefur einna mestu reynslu Íslendinga af taflmennsku á opnum erlendum mótum síđustu tvo áratugina. Björn hefur teflt ansi víđa og hefur veriđ lúnkinn viđ ađ finna skemmtileg erlend mót ţar sem  hćgt er ađ hćkka á stigum og njóta taflmennskunnar í botn.

Ađ mörgu ţarf ađ hlúa ţegar fariđ er á erlend mót; gisting, flug, ađstćđur á mótsstađ, möguleikar á ađ hćkka á stigum, veđurfar og fleira.

Frá öllu ţessu og ferđum sínum mun Björn segja frá á léttan og ljúfan hátt.

Árangur Hjörvars Steins ţarf lítiđ ađ kynna, en hvađ nákvćmlega liggur ađ baki? Hversu marga klukkutíma stúderađi hann sjálfur ţegar hann var fimtán ára, hafđi hann kvóta á ţeim hrađskákum sem hann tefldi, hvađ fór hann oft erlendis ađ tefla á hverju ári, hefur hann haldiđ sig viđ sömu byrjanir síđan hann var lítill, leggur hann áherslu á hreyfingu og hollt líferni?

Hjörvar mun í snaggaralegum fyrirlestri fara yfir stađreyndir frá sínum ferli allt til ţess ađ efnileg ungmenni viti hvađ ţarf til ađ bćta sig í skák og á hvađ skal leggja áherslu.

Ađ loknum fyrirlestrum verđa veitingar og svo hrađskákmót í Heilinn og höndin.

Húsiđ opnar  19:30 og fyrirlestrar hefjast 20:00.

Ađgangseyrir 1000kr. Skráning á FB-síđu kvöldsins eđa á stefan@skakakademia.is

Öll međferđ áfengis bönnuđ.


Stefán sigrađi á ţriđjudagsćfingu Breiđabliks

Stefán BergssonStefán Bergsson (2093) sigrađi á ţriđjudagsćfingu Breiđabliks sem fram fór í gćr. Hann hlaut 8 vinninga í 9 skákum. Örn Leó Jóhannsson (2005) og Magnús K. Sigurjónsson (1815) urđu í 2.-3. sćti međ 7 vinninga

Allar Breiđabliksćfingar eru reiknađar til alţjóđlegra hrađskákstiga sem koma út mánađarlega.

Lokastađa mótsins á Chess-Results.


Valdimar sigrađi hjá Ásum í dag

Valdimar Ásmundsson vann mótiđ á stigum 26.11.2013 16 29 28.2013 16 29 28Sjaldan hefur veriđ barist af meiri einurđ hjá Ásum í Stangarhyl en í dag enda bikar og verđlaunapeningar í húfi ţar sem Ćsir héldu haustmót sitt. Ţegar upp var stađi var ţađ kempan Valdimar Ásmundsson sem hreppti efsta sćtiđ međ 7 vinninga, jafn honum ađ vinningum var svo Ari Stefánsson en Ţorsteinn K Guđlaugsson endađi í 3 sćti međ  6,5 vinninga. Tefldar voru 9 umferđir og ekki gefiđ eftir fyrr en fullreynt var, ekki munađi nema 1,5 vinning á efsta manni og ţeim sjötta.

Myndaalbúm (ESE)

Mótstaflan

 

ĆSIR  Haustmótiđ 2013  mótstafla 26.11.2013 22 46 42

 

 


Íslandsmótiđ í Víkingaskák 2013

Minningarmótiđ um Magnús Ólafsson - Íslandsmótiđ í Víkingaskák 2013 fer fram í húsnćđi knattspyrnufélagsins Víkings í Víkinni miđvikudaginn 27. nóvember kl. 19.30. Tefldar verđa 7 umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma. Mótiđ eru öllum opiđ og ţađ kostar ekkert ađ vera međ. Bođiđ verđur upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.

Nauđsynlegt er ađ skrá sig til leiks til ađ tryggja ţátttöku. Ţátttakendur eru hvattir til ađ skrá sig í tölvupósti á netfangiđ Víkingaklubburinn(hjá)gmail.com, eđa senda sms á Gunnari Fr. gsm; 8629744. Veitt verđa sérstök veđlaun fyrir efstu sćtin, auk ţess sem sérstök veđlaun fyrir besta árangur kvenna, unglinga og öldunga. 

Ţegar hafa ţrjár konur skráđ sig til leiks á mótiđ og í fyrsta skipti er keppt í B-flokki (Áskorendaflokki), fyrir ţá keppendur sem eru stigalausir eđa eru ađ tefla Víkingaskák í fyrsta skipti.

Núverandi Íslandsmeistari er Tómas Björnsson og skákstjóri á mótinu verđur Haraldur Baldursson.

Reglurnar í Víkingaskák má nálgast hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2012 má sjá hér:
Úrslit á Íslandsmótinu í Víkingaskák 2011 má sjá hér:
Úrslit 2010 hér:
Úrslit 2009 hér:

Nökkvi efstur á Skákţingi Vestmannaeyja

Nú er öllum frestuđum skákum lokiđ í Skákţinginu og á miđvikudagskvöld verđur tefld lokaumferđ mótsins og hefst hún stundvíslega kl. 19:30. Ljóst er ađ fresta verđur skák Einars og Ćgi Páls og verđur hún líklega tefld á fimmtudag eđa föstudag. 

Ef tveir verđa efstir og jafnir verđur telft til úrslita međ sömu tímamörkum og eru í mótinu. Ef ţrír verđa jafnir verđur teflt mót og rćđur dregin töfluröđ litum. Um önnur verđlaunasćti gilda SB stig en ef ţau nćgja ekki verđur teflt um röđina 15 mínútur međ skiptum litum.

7. umferđ

Sigurjón - Stefán 
Sverrir - Nökkvi
Einar - Ćgir Páll
Karl Gauti situr yfir

stađan

1. Nökkvi 4,5 af 5
2. Ćgir Páll 3,5 af 5
3. Sverrir 3,5 af 5
4. Sigurjón 3 af 5
5. Stefán 1,5 af 5
6. Einar 1 af 5
7. Gauti 1 af 6


Skákćfing hjá Breiđabliki í kvöld

BreiđabliksćfingSkákćfing hjá Skákdeild Breiđabliks í kvöld Mćting  kl 19:45 og hrađskákmótiđ byrjar stundvíslega kl 20:00 !

Átta umferđa hrađskákmótiđ (5mín + 2sek) verđur reiknađ til FIDE hrađskákstiga eins og öll ţriđjudagsmótin í vetur!

Allir velkomnir ókeypis í einn glćsilegasta skáksal landsins óháđ ţví í hvađa taflfélagi ţeir eru.

Ćfingin er í Stúkunni viđ Kópavogsvöll (3ju hćđ). Gengiđ inn um kjallarahćđ bakatil. Húsiđ opnar kl 19:30.


Kastljósiđ: "Stórkostlegasti svíđari skáksögunnar"

Björn og Jóhanna í KastljósiMagnus Carlsen, nýbakađur heimsmeistari í skák verđur tuttugu og ţriggja ára á laugardaginn. Hann tapađi ekki skák í heimsmeistaraeinvíginu og hafđi ekki einu sinni međ sér ađstođarmenn.

Norđmenn eru allt í einu búnir ađ uppgötva hann, töfl eru uppseld í Osló og Carlsen farinn ađ sinna fyrirsćtustörfum. Tími undrabarna í skáklistinni er sem sagt ekki liđinn eins og Björn Ţorfinnsson og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir fóru yfir í Kastljósi kvöldsins.

Kastljós-ţáttinn má nálgast hér.


Jón Kristinn sigrađi á Skylduleikjamóti

Í gćr fór fram skylduleikjamót hjá SA međ umhugsunartímanum 5 mínútur á leik +3 sekúndur. Á slaginu eitt voru 8 keppendur mćttir og tefldu ţeir allir viđ alla. 

Tefldir voru 7 mismunandi gambítar, einn í hverri umferđ og ţökkum viđ Símoni Ţórhallssyni fyrir gott val á gambítum. Eftir harđa baráttu, endađi eins og svo oft áđur, Jón Kristinn efstur og fékk hann 6 vinninga. Í öđru sćti varđ Hjörleifur Halldórsson međ 5 1/2 vinning. Í ţriđja sćti varđ svo Sigurđur Eiríksson međ 4 vinninga.

 

jkr_og_smari.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Lokastađa mótsins:

 • Jón Kristinn Ţorgeirsson 6
 • Hjörleifur Halldórsson 5 1/2
 • Sigurđur Eiríksson 4
 • Símon Ţórhallsson 3 1/2
 • Andri Freyr Björgvinsson og Sveinbjörn Sigurđsson 3
 • Karl Egill Steingrímsson 2
 • Logi Rúnar Jónsson 1

Hrađkvöld GM Hellis i kvöld

Skákfélagiđ GM Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 25. nóvember nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili GM Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr máltíđ fyrir einn á Saffran. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Skákţáttur Morgunblađsins: Spennan magnast í heimsmeistaraeinvíginu

Anand og Carlsen„Er ţetta kannski einn af ţessum stórkostlegu leikjum danska stórmeistarans? hugsađi ég," skrifađi gamli heimsmeistarinn Botvinnik örlítiđ háđskur í skýringum viđ skák sem hann tefldi viđ Bent Larsen áriđ 1967 í Palma á Mallorca. Á einum punkti hafđi hann úr ađ velja fleiri en eina vinningsleiđ. Ţetta var mjög gott ár hjá Larsen og hann var ţá helsta von Vesturlanda og Norđurlanda eins eins og Magnús Carlsen í dag. Heimsmeistarinn Anand gćti hafa spurt sig ţessarar sömu spurningar á međan ţriđja einvígisskák hans viđ Magnús stóđ yfir. Ónákvćmni og linkulega tefld byrjun héldust í hendur og ýmsir spámenn voru farnir ađ efast um ađ Norđmađurinn ungi hefđi yfirleitt nokkuđ fram ađ fćra međ hvítu sem hefur hingađ til veriđ taliđ nauđsynlegt á ţessum vettvangi. Hann náđi ţó jafntefli eftir talsverđa erfiđleika. Kannski er hann hćttulegri međ svörtu ţví ađ í fjórđu skákinni sló hann Anand út af laginu međ bírćfnu peđsráni sem minnti á hinn frćga leik Fischers í 1. skákinni viđ Spasskí, 29. ... Bxh2.

„Forskot Magnúsar Carlsen liggur ekki á sviđi byrjana," sagđi Garrí Kasparov, nýkominn til Chennai. Anand sá hinsvegar til ţess ađ Garrí karlinn fengi ekki ađ sitja á fremsta bekk og vangaveltur voru uppi ađ ţessi FIDE-forsetaframbjóđandi hefđi orđiđ ađ kaupa sér ađgöngumiđa ţegar hann mćtti á keppnisstađ í Chennai sl. miđvikudag.

4. einvígisskák:

Wiswanathan Anand - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8

Berlínar-vörnin er í vopnabúri Magnúsar. Svartur hefur ýmsar leiđir til ađ skipa liđi sínu fram. Ýmsir hafa haldiđ ţví fram ađ ţessi byrjun hafi velt Kasparov úr sessi sem heimsmeistara í HM-einvíginu viđ Kramnik áriđ 2000.

9. h3 Bd7 10. Hd1 Be7 11. Rc3 Kc8 12. Bg5 h6 13. Bxe7 Rxe7 14. Hd2 c5 15. Had1 Be6 16. Re1 Rg6 17. Rd3 b6 18. Re2?

Ónákvćmni. Magnús hafđi teflt byrjunina hratt og Anand á ţađ enn til ađ tefla of hratt!

- Sjá stöđumynd -

gmfrjh5j.jpg18. ...Bxa2!

Minnir óneitanlega á hinn frćga leik Fischers. Munurinn er sá ađ biskupinn sleppur út.

19. b3 c4! 20. Rdc1 cxb3 21. cxb3 Bb1 22. f4 Kb7 23. Rc3 Bf5 24. g4 Bc8

Aftur á heimareit eftir „peđsrániđ". Svartur á góđa möguleika ađ ţróa ţessa stöđu til vinnings en Anand hefur meira rými.

25. Rd3 h5 26. f5 Re7 27. Rb5 hxg4 28. hxg4 Hh4 29. Rf2 Rc6 30. Hc2 a5 31. Hc4 g6 32. Hdc1 Bd7 33. e6 fxe6 34. fxe6 Be8 35. Re4! Hxg4+ 36. Kf2 Hf4+ 37. Ke3 Hf8

37. ... g5 var betra og svartur á nokkra vinningsmöguleika.

38. Rd4 Rxd4 39. Hxc7+ Ka6 40. Kxd4 Hd8+ 41. Kc3

Betra var 41. Ke3 og stađan má heita í jafnvćgi.

41. ... Hf3+ 42. Kb2 He3 43. Hc8 Hdd3 44. Ha8+ Kb7 45. Hxe8 Hxe4 46. e7 Hg3 47. Hc3 He2+ 48. Hc2 Hee3 49. Ka2 g5 50. Hd2 He5 51. Hd7+ Kc6 52. Hed8 Hge3 53. Hd6+ Kb7 54. H8d7 Ka6 55. Hd5 He2+ 56. Ka3 He6!

Jafntefliđ er auđfengiđ nái hvítur ađ skipta upp á hrókum en Magnús hefur náđ ađ magna flćkjustigiđ. Hér leggur hann lćvísa gildru fyrir Anand, 57. Hxg5 er svarađ međ 57. ... b5! og vinnur vegna hótunarinnar 58. ... b4+.

57. Hd8 g4 58. Hg5 Hxe7 59. Ha8+ Kb7 60. Hag8 a4 61. Hxg4 axb3 62. H8g7! Ka6 63. Hxe7 Hxe7 64. Kxb3

Jafntefli! B-peđ svarts er hćttulaust. Stađan 2:2. Frábćr barátta.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 17. nóvember 2013

Skákţćttir Morgunblađsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.7.): 42
 • Sl. sólarhring: 44
 • Sl. viku: 263
 • Frá upphafi: 8704959

Annađ

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 182
 • Gestir í dag: 18
 • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband