Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013
26.1.2013 | 07:30
Gunnar Gunnarsson teflir fjöltefli í KR í dag
Á laugardaginn, 26. janúar, verđur Skákdagurinn haldinn hátíđlegur víđa um land. Skákdagurinn er til heiđurs Friđrik Ólafssyni sem á afmćli ţennan dag.
Börnum og ungmennum býđst ađ tefla í fjöltefli viđ Gunnar Gunnarsson fyrrum Íslandsmeistara í bćđi skák og knattspyrnu.
Fjöltefliđ fer fram í skákherberginu í Frostaskjóli á 2. hćđ og hefst 11:00 og er mćting 10:50.
Skráning fer fram á stefan@skakakademia.is
Veitt verđa verđlaun fyrir hvern ţann sem nćr ađ leggja Gunnar ađ velli.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2013 | 07:00
Bíó - skákćfing Fjölnis hefst kl. 11
Í tilefni af Íslenska skákdeginum 26. janúar, afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, heldur Skákdeild Fjölnis Bíó - skákćfingu í Rimaskóla og hefst hún kl. 11:00 í Rimaskóla. Gengiđ inn um íţróttahús. Öll verđlaun fyrir frammistöđu á skákmóti og skákkennslu verđa í formi bíómiđa. Fjöldi vinninga verđur 10+
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2013 | 00:28
Davíđ Kjartansson skákmeistari Reykjavíkur
Davíđ Kjartansson (2323) varđ í kvöld skákmeistari Reykjavíkur eftir hörkubaráttu viđ Omar Samla (2265). Fyrir umferđ kvöldsins höfđu ţeir unnu alla nema í innbyrđis skák ţegar ţeir gerđu jafntefli. Ţađ átti eftir ađ breytast í lokaumferđinni ţegar ţeir mćttu Akureyringunum Mikaeli Jóhanni Karlssyni (1960) og Ţór Má Valtýssyni (2023). Davíđ gerđi jafntefli viđ Ţór en Mikael gerđi sér lítiđ fyrir og vann Omar. Mikael reyndist ţar međ ţeim hjónum heldur betur erfiđum en hann vann Lenku í nćstsíđustu umferđ.
Davíđ varđ ţví efstur međ 8 vinninga og Omar annar međ 7,5 vinning. Mikael náđi svo ţriđja sćtinu međ frábćrum endaspretti en hann hlaut 7 vinninga.
Gerđ verđur betur grein fyrir mótinu á nćstunni og ţar međ taliđ hverjir hlutu aukaverđlaun mótsins.
Úrslit níundu og síđustu umferđar má finna hér.
Röđ efstu manna:
- 1. Davíđ Kjartansson (2323) 8 v.
- 2. Omar Salama (2265) 7,5 v.
- 3. Mikael Jóhann Kjartansson (1960) 7 v.
- 4.-5. Einar Hjalti Jensson (2301) og Halldór Pálsson (2074) 6,5 v.
- 6.-10. Lenka Ptácníková (2281), Dađi Ómarsson (2218), Ţór Már Valtýsson (2023), Jóhann H. Ragnarsson (2043) og Júlíus Friđjónsson (21859
25.1.2013 | 22:50
Bragi vann Stórskákmót Toyota í dag
Í dag héldu heldri skákmenn á Stór Reykjavíkursvćđinu sitt Toyota skákmót. Mótiđ fór fram í höfuđstöđvum Toyota í Garđabć. Ţetta var í fimmta sinn sem Toyota á Íslandi býđur okkur eldri skákmönnum til skákveislu í höfuđstöđvum sínum.Teflt er um svo kallađan Toyota farandbikar og mörg önnur verđlaun, sem öll eru gefin af Toyota á Íslandi.
Í upphafi móts fengu allir ţátttakendur afhenta gjöf frá fyrirtćkinu. Úlfar Steindórsson setti mótiđ og bauđ keppendur velkomna til leiks. Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins var mćttur á skákstađ og lék fyrsta leikinn hjá Magnúsi V Péturssyni.
Ţrjá tíu og sex skákmenn mćttu til leiks, margir mjög sterkir vígamenn, međ margra ártuga reynslu af manndrápum á hvítum reitum og svörtum og strax var ljóst ađ ţađ yrđi hart barist um efstu sćtin.
Ađ sjálfsögđu tefldu allir til heiđurs Friđriki Ólafssyni okkar fyrsta stórmeistara,sem á afmćli á morgun. Öll ţessi vika er helguđ honum. Menn fóru samt rólega af stađ í fyrstu umferđum.
Bragi Halldórsson vann ţetta mót međ 8˝ vinning af 9 mögulegum. Jóhann Örn Sigurjónsson varđ í öđru sćti međ 7˝ vinning. Jón Ţ. Ţór varđ síđan í ţriđja sćti međ 7 vinninga. Bragi leyfđi ađeins eitt jafntefli, ţađ var í fyrstu umferđ viđ Jón Ţ Ţór.
Í mótslok afhenti Úlfar forstjóri síđan öll verđlaun. Alls fengu nítján efstu menn verđlaun.
Ćsir skáfélag F E B í Reykjavík sáu um framkvćmd mótsins og ţeir ţakka Toyota mönnum kćrlega fyrir móttökurnar í dag og velvild í garđ eldri skákmanna undanfarin ár.
Finnur Kr Finnsson og Ţorsteinn Guđlaugsson sáu um mótsstjórn.
Myndaalbúm (ESE ađ mestu)
Úrslit dagsins má sjá í međfylgjandi töflu:
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2013 | 22:22
Gíbraltar: Guđmundur međ 3 vinninga eftir 4 umferđir
Alţjóđlegi meistarinn, Guđmundur Kjartansson (2408) hefur unniđ tvćr skákir í röđ á alţjóđlega Gíbraltar-skákmótinu. Í gćr vann ţýska skákmanninn Claus Seyfried (2077) en í dag sigrađi hann norsku skákkonuna Olga Dolzhikova (2239), sem er stórmeistari kvenna.
Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ ađra skákkonu. Ađ ţessu sinni Nana Dzagnidze (2555) frá Georgíu, sem er fimmta stigahćsta skákkona heims.
246 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 48 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 66 í stigaröđ keppenda.25.1.2013 | 22:16
Hjörvar vann í dag
Alţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) vann ísraelska stórmeistarann Igor Bitensky (2400) í 11. umferđ c-flokks Tata Steel-mótsins sem fram fór í dag. Annar sigur Hjörvars í röđ. Hjörvar hefur 6 vinninga og er í 5.-7. sćti.
Í 12. og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hjörvar viđ brasilíska stórmeistarann Krikor Mekhitarian (2543).
Stórmeistararnir Sabino Brunello (2572), Ítalíu, og Fernardo Peralto (2617) eru efstir međ 9,5 vinning.
Myndir af vettvangi af Hjörvari eru frá Calle Erlandsson.
Í c-flokki eru međalstigin 2476 skákstig en 14 skákmenn tefla ţar allir viđ alla. Hjörvar er nr. 6 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
25.1.2013 | 22:09
Carlsen međ vinnings forskot í Wijk aan Zee
Magnus Carlsen (2861) gerđi jafntefli viđ Wang Hao (2752) í 11. umferđ Tata Steel-mótsins sem fram fór í kvöld. Aronain (2802), sem vann Nakamura (2769), er annar vinningi á eftir Carlsen. Anand (2802) er ţriđji.
Tólfta og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun.
Úrslit 11. umferđar:
Leko, P. - van Wely, L. | 1-0 |
Karjakin, S. - Sokolov, I. | 1-0 |
Hou, Y. - Anand, V. | ˝-˝ |
L'Ami, E. - Harikrishna, P. | ˝-˝ |
Wang, H. - Carlsen, M. | ˝-˝ |
Nakamura, H. - Aronian, L. | 0-1 |
Giri, A. - Caruana, F. | 1-0 |
Stađa efstu manna:
- 1. Carlsen (2861) 8˝ v.
- 2. Aronian (2802) 7˝ v.
- 3. Anand (2772) 7 v.
- 4.-6. Nakamura, Karjakin (2780) og Leko (2735) 6˝
- 7. Harikrishna (2698) 5˝
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (hefjast almennt kl. 12:30)
25.1.2013 | 18:28
KORNAX-mótiđ: Bein útsending frá lokaumferđinni
Níunda og síđasta umferđ KORNAX-mótsins - Skákţings Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 19:30. Venju samkvćmt eru 6 skákir sýndar beint frá umferđinni. Davíđ Kjartansson og Omar Salama berjast um titilinn og eru efstir og jafnir fyrir lokaumferđina.
Útsendingu frá umferđinni má nálgast hér.
Skákirnar sem sýndar eru beint eru:
- Omar Salama (7,5) - Mikael Jóhann Karlsson (6)
- Ţór Már Valtýsson (5,5) - Davíđ Kjartansson (7,5)
- Dađi Ómarsson (5,5) - Einar Hjalti Jensson (6)
- Vigfús Óđinn Vigfússon (5,5) - Halldór Pálsson (5,5)
- Lenka Ptacnikova (5) - Haraldur Baldursson (5,5)
- Júlíus Friđjónsson (5) - Sigríđur Björg Helgadóttir (5)
25.1.2013 | 18:23
Haraldur međ fullt hús á Skákţingi Akureyrar
Ţađ er ekkert lát á sigurgöngu Haraldar Haraldssonará Skákţingi Akureyrar og stefnir ađ óbreyttu í ađ hann landi sínum fyrsta Akureyrarmeistaratitli.
Úrslit í fjórđu umferđ sem fram fór í gćrkveldi urđu úrslit ţessi:
- Karl Egill-Haraldur 0-1
- Símon-Hjörleifur 1/2
- Jón Kristinn-Hreinn 1-0
- Jakob-Sigurđur 1-0
- Rúnar-Andri Freyr 0-1
Ţetta var fjórđa sigurskák Haraldar í röđ og jók hann á forskot sitt ţar sem helsti keppinautur hans, Sigurđur Arnarson, tapađi sinni skák. Andri Freyr Björgvinsson, sem er nćst stigalćgstur keppenda hefur nú skotist upp í annađ sćtiđ međ 3 vinninga, en Sigurđur en ţriđji međ 2,5.
Mótinu verđur fram haldiđ á sunnudaginn, ţegar 5. umferđ verđur tefld.
25.1.2013 | 18:16
Skákdagsmótiđ - skemmtilegt unglingamót á Akureyri
Í tilefni af Skákdeginum 26. janúar verđur haldiđ skákmót fyrir börn í félagsheimili Skákfélags Akureyrar. Mótiđ er öllum opiđ sem kunna mannganginn og eru yngri en 18 ára. Teflt verđur í tveimur flokkum, 12 ára og yngri (fćdd 2000 og fyrr) og 13 ára og eldri. Ţátttaka er ókeypis.
Mótiđ hefst kl. 13.00 á laugardaginn og stendur í u.ţ.b. tvo tíma. Félagsheimili Skákfélagsins er í Íţróttahöllinni - gengiđ inn ađ vestan.
Fjölmörg verđlaun í bođi. Engin ţörf ađ skrá sig - bara mćta á stađinn!
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 15
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 233
- Frá upphafi: 8779637
Annađ
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 165
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar