Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2013

Jón Arnljótsson efstur á Atskákmóti Skákfélagi Sauđárkróks

Jón ArnljótssonEftir 5 umferđir af 7 er Jón Arnljótsson efstur á Atskákmóti Skákfélags Sauđárkróks, sem haldiđ er í tilefni af Skákdeginum. Jón hefur 4 vinninga, en Unnar Ingvarsson er nćstur međ 3,5, ţrír skákmenn koma síđan međ 3 vinninga. Alls taka 8 skákmenn ţátt í mótinu, en fyrir hugađ er ađ ţví ljúki á ţriđjudagskvöldiđ. 

Heimasíđa Skákfélags Sauđárkróks


Skákţing Gođans fer fram 8.-10. febrúar

Skákţing Gođans Máta 2013 verđur haldiđ í 10. sinn, helgina 8-10 febrúar nk. í sal Framsýnar-stéttarfélags ađ Garđarsbraut 26 á Húsavík. Mótiđ er öllum opiđ.

Tefldar verđa 7 umferđir eftir swissneska-kerfinu,(swiss-manager) 4 atskákir og 3 kappskákir. Mótiđ verđur reiknađ til Íslenskra og fideskákstiga.  

Dagskrá:

Föstudagur   8. febrúar  kl 19:30  1-4 umferđ.   (atskák 25 mín )
Laugardagur  9. febrúar  kl 11:00  5. umferđ.     (90 mín +30 sek á leik)
Laugardagur  9. febrúar  kl 19:30  6. umferđ.       -------------------
Sunnudagur  10. febrúar  kl 11:00  7. umferđ.       -------------------

Verđlaun verđa međ hefđbundnu sniđi. 3 efstu í fullorđins flokki og 3 efstu í 16 ára og yngri.Farandbikar fyrir sigurvegarann í báđum flokkum. Ađeins félagsmenn í Gođanum-Mátum geta unniđ til verđlauna.  

Ţátttökugjald er 2000 krónur fyrir fullorna og 1000 krónur fyrir 16 ára og yngri. 

Skráning í mótiđ fer fram hér alveg efst á síđunni á sérstöku skráningarformi

Skákmeistarar Gođans-Máta frá upphafi:

2004    Baldur Daníelsson.
2005    Ármann Olgeirsson
2006    Ármann Olgeirsson       
2007    Smári Sigurđsson         
2008    Smári Sigurđsson 
2009    Benedikt Ţorri Sigurjónsson
2010    Rúnar Ísleifsson
2011    Jakob Sćvar Sigurđsson
2012    Rúnar Ísleifsson
2013     ?   

ATH. Mögulegt verđur ađ flýta einhverjum skákum í 6. umferđ og eins verđur mögulegt ađ flýta skákum í 7. umferđ henti ţađ einhverjum

Hrađskákmót Reykjavíkur fer fram í dag

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12 sunnudaginn 27. janúar kl. 14.

Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Sviss Perfect kerfi. Umhugsunartími verđur 5 mínútur á skák.

Ţátttökugjald er kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt fyrir 15 ára og yngri.

Ţrenn verđlaun í bođi.  

Eftir Hrađskákmótiđ fer fram verđlaunaafhending fyrir  KORNAX mótiđ 2013 - Skákţing Reykjavíkur.

Núverandi hrađskákmeistari er Davíđ Kjartansson.


Friđrik heimsótti Morgunblađiđ í gćr - blađinu ţakkađ fyrir skákumfjöllun í heila öld

Morgunblađiđ fjallar ítarlega um Skákdaginn í umfjöllun í laugardagsblađinu. Hluti ţeirrar umfjöllunar má finna á heimsíđu blađsins. Ţar segir:

Skákdagur Íslands er haldinn í dag á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta alţjóđaskáksambandsins FIDE. Af ţví tilefni verđur efnt til fjölda skákviđburđa víđa um land frá ţví í byrjun ţessarar viku og standa hátíđarhöldin fram á mánudag.

Morgunblađiđ fékk í gćr viđurkenningu fyrir skákumfjöllun, en fyrsta skákfréttin birtist í blađinu fyrir 100 árum, ţann 9. nóvember 1913 réttri viku eftir ađ blađiđ hóf göngu sína. Síđan hefur mikiđ veriđ fjallađ um skák í Morgunblađinu. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, ţakkađi Morgunblađinu, fyrir hönd skákhreyfingarinnar, fyrir ađ hafa fjallađ um skák í heila öld og fćrđi blađinu sem ţakklćtisvott tölvudiska međ 1.411 skákum Friđriks Ólafsson sem tefldar voru á árunum 1950-2012.

Skákiđkun barna fer vaxandi

Gunnar kvađst bjartsýnn á framtíđ skákarinnar og sagđi ađ áhugi barna hefđi veriđ ađ aukast. Mikiđ skákstarf er nú í grunnskólum, t.d. í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Vestmannaeyjum. Hann nefndi einnig skákstarf á međal barna á Hellu, Hvolsvelli og Sauđárkróki og eru skákhátíđir á öllum ţessum stöđum í tengslum viđ skákdaginn. Nýlega var skipađur starfshópur, undir forystu Guđfríđar Lilju Grétarsdóttur, um eflingu skákkennslu í öllum grunnskólum landsins.

„Skákin er fyrir alla aldurshópa. Ţeir tefldu nýlega á sama móti Vignir Vatnar, níu ára, og Magnús Pétursson sem er áttrćđur. Svona ţekkist nánast ekki í öđrum íţróttagreinum," sagđi Gunnar. 

Teflt hefur veriđ í grunnskólum, sundlaugum, fyrirtćkjum og á netinu. Friđrik Ólafsson stórmeistari heimsótti Morgunblađiđ í gćr og tefldi ţar fjöltefli viđ tíu starfsmen blađsins og ţrjú börn sem unnu til verđlauna á Íslandsmóti barna í skák 12. janúar síđastliđinn. Friđrik sigrađi í 8 skákum og gerđi 5.  

Á heimasíđu Mbl.is má einnig finna myndband frá fjölteflinu.

Í sjálfu Morgunblađinu má svo finna heilsíđuumfjöllun um Skákdaginn. 


Íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram í kvöld

Lokaviđburđur skákdagsins til heiđurs Friđriki Ólafssyni verđur íslandsmótiđ í ofurhrađskák fer fram, laugardaginn 26. janúar á ICC og hefst kl. 21.00. Mótiđ er öllum opiđ og er teflt er einum flokki.  Skráning fer fram á Heimasíđu Hellis.

Allt skráningarferliđ er sjálfkrafa og eina sem ţátttakendur ţurfa ađ hafa í huga er ađ vera mćttir tímanlega á ICC eđa eigi síđar en kl. 20:50.   Tímamörk eru 2 mínútur á skák og tefldar verđa 15 umferđir.     

Ţeir sem ekki eru skráđir á ICC geta skráđ sig á vef ICC en ekki ţarf ađ greiđa fyrir fyrstu vikuna. Ađ ţví loknu er hćgt ađ skrá sig á heimasíđu Hellis.  Ţeir sem ekki hafa hugbúnađ til ađ tefla geta halađ niđur ţar til gerđu forriti (mćlt er međ Blitzin eđa Dasher).   Einnig er hćgt ađ tefla í gegnum java-forrit.  Ţar sem allir keppendur ţurfa ađ vera á svokallađri Íslands-rás er ćskilegt ađ menn slái inn "g-join Iceland" viđ nćstu/fyrstu innskráningu á ICC.

Fyrirspurnir sendist til Omars Salama, umsjónarmanns mótsins í netfangiđ omariscof@yahoo.com.

Verđlaun:


1. kr. 5.000 
2. kr. 3.000 
3. kr. 2.000


Síđasta sýningarhelgi sýningarinnar Einvígi aldarinnar - Fischer og Spassky - 40 ár

Fischer SpasskyUm helgina lýkur sýningunni  Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky-40 ár sem stađiđ hefur frá ţví

3. mars 2012 í Ţjóđminjasafni Íslands. Skákeinvígiđ sem kallađ hefur veriđ „einvígi aldarinnar" var háđ í Reykjavík sumariđ 1972. Ţar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum „Kalda stríđsins", Bandaríkjamađurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky.

Sýningin var unnin í samvinnu viđ Skáksamband Íslands í tilefni af ţví ađ liđin voru 40 ár frá einvíginu. Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972.

Fyrsta skák einvígisins var tefld í Laugardalshöll ţann 11. júlí 1972,  en 1. september gaf Spassky 21. skák einvígisins og Fischer var nokkrum dögum síđar krýndur heimsmeistari. Lokatölur urđu 12˝ vinningur á móti 8˝ vinningi. Ţar međ lauk einvígi sem vakti meiri athygli en nokkur annar skákviđburđur fyrr og síđar. Atburđarás einvígisins var fréttaefni sjónvarpsstöđva og dagblađa um allan heim.

Um einvígiđ hafa veriđ skrifađar fleiri en 140 bćkur og gerđir ótal sjónvarpsţćttir.


Friđrik heimsćkir unglingaćfingu TR í dag á afmćlis(skák)daginn sinn

Friđrik ÓlafssonAfmćlisbarniđ, TR-ingurinn, stórmeistarinn og fyrrverandi forseti FIDE Friđrik Ólafsson kemur á Laugardagsćfingu í Taflfélagi Reykjavíkur í dag.

Skákćfingin er frá 14-16 í TR, Faxafeni 12.


Hérađsmót UMSB fer fram í dag

UMSBÁ skákdegi Íslands, ţann 26. janúar stendur Ungmennasamband Borgarfjarđar fyrir hérađsmóti í hrađskák. Mótiđ hefst kl. 14.00 í félagsheimilinu Óđali í Borgarnesi.  

Keppt verđur í ţremur flokkum; unglingaflokki (16 ára og yngri), karla og kvennaflokki. Sá einstaklingur sem hlýtur flesta vinninga verđur krýndur Hérađsmeistari í skák en sá titill er ţó einskorđađur viđ félagsmenn í UMSB eđa íbúa á félagssvćđi sambandsins. Öllum er ţó velkomiđ ađ taka ţátt, óháđ búsetu. Ađgangur er ókeypis og bođiđ verđur upp á kaffi.

Gott vćri ađ fá skráningar á netfangiđ umsb@umsb.is en einnig verđur hćgt ađ skrá sig á stađnum.

Skákdagur Íslands var haldinn í fyrsta sinn áriđ 2012 og er ţví haldinn í annađ sinn núna í ár en hann er haldinn á afmćlisdegi stórmeistarans Friđriks Ólafssonar. Friđrik er talinn vera brautryđjandi í íslensku skáklífi og ţví viđeigandi ađ helga honum og framlagi hans til íslenskrar skáklistar ţennan dag.


Á 100 ára afmćli Ungmennasambands Borgarfjarđar í apríl 2012 kom Ófeigur Gestsson fyrrum sambandsstjóri UMSB í pontu. Var erindi hans ţađ ađ vekja athygli á ágćti skáklistarinnar, hvernig skák getur eflt andann og styrkt. Hvatti hann Ungmennasambandiđ til ađ blása lífi í iđkun skákíţróttarinnar og gaf sambandinu í ţeim tilgangi farandbikar handa hérađsmeistara í Hrađskák. Skömmu eftir afmćlishátíđina var ţví skipuđ skáknefnd UMSB og er Hérađsmót UMSB í hrađskák undirbúiđ og skipulagt af ţeirri nefnd.


Skákdagsmótiđ fer fram á Akureyri í dag

Í tilefni af Skákdeginum 26. janúar verđur haldiđ skákmót fyrir börn í félagsheimili Skákfélags Akureyrar. Mótiđ er öllum opiđ sem kunna mannganginn og eru yngri en 18 ára. Teflt verđur í tveimur flokkum, 12 ára og yngri (fćdd 2000 og fyrr) og 13 ára og eldri.  Ţátttaka er ókeypis.

Mótiđ hefst kl. 13.00 á laugardaginn og stendur í u.ţ.b. tvo tíma. Félagsheimili Skákfélagsins er í Íţróttahöllinni - gengiđ inn ađ vestan.

Fjölmörg verđlaun í bođi.  Engin ţörf ađ skrá sig  - bara mćta á stađinn!


Atskákmót Sauđárkróks fer fram í dag

Í tilefni af íslenska skákdeginum verđur Atskákmót Sauđárkróks haldiđ
laugardaginn 26. janúar. Teflt verđur í Safnahúsinu á Sauđárkróki og
hefst mótiđ klukkan 13:00. Umhugsunartími er 25 mínútur pr mann á skák.
Teflt verđur til klukkan 18:00 á laugardaginn og fer eftir ţátttöku
hvort mótinu verđur lokiđ síđar. Skráning á stađnum


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.6.): 30
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 219
  • Frá upphafi: 8766221

Annađ

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 182
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband