Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2012
7.7.2012 | 14:10
Björn Ívar Grćnmetismeistari - hver verđur blómameistarinn?
Grćnmetismótiđ 2012 var heldur betur vel mannađ - fyrrum landsliđsmenn og núverandi landsliđskonur voru mćtt til leiks í Sumarskákhöllina í gćr til ađ berjast um grćnmetiskörfur sem Sölufélag garđyrkjumanna lagđi til mótshaldsins. Fyrir mótiđ mátti telja ţá fyrrum félaga úr Ólympímeistaraliđi Íslands frá 1995, Björn Ţorfinsson og Jón Viktor Gunnarsson sigurstranglegasta.
Jóni Viktori gekk ágćtlega framan af en Björn var týndur og tröllum gefinn um miđjan hóp enda margir sterkir skákmenn međal ţátttakenda. Fór svo ađ Jón Viktor komst á fyrsta borđ fyrir fimmtu og síđustu umferđina. Ţar mćtti hann ofjarli sínum í Eyjamanninum Birni Ívari Karlssyni, sem veitti Jón ţó griđ er hann ţrálék međ unniđ tafl. Jafntefliđ dugđi Birni til sigurs og fékk hann veglega grćnmetiskörfu ađ launum.
Bestum árangri barna náđi Hilmir Freyr Heimisson sem hlaut ţrjá vinninga. Landsliđskonan Jóhanna Björg Jóhannsdóttir var svo dreginn út úr hópi keppenda ađ móti loknu og fékk einnig grćnmetiskörfu. Á međan á mótinu stóđ gćddu keppendur sér á ljúffengum og andoxandi tómötum; hvoru tveggja kirsuberja tómötum sem og hinum hefđbundnu.
Nćsta mót í Grćnu seríunni fer fram í hádeginu nćsta föstudag klukkan 12:00 og verđur ţá teflt um veglega blómvendi.
Heildarúrslit:
Rk. | Name | Pts. | TB1 |
1 | Björn Karlsson | 4,5 | 14,5 |
2 | Jón Viktor Gunnarsson | 4 | 15,5 |
3 | Elsa María Kristínardóttir | 4 | 14,5 |
4 | Stefán Már Pétursson | 4 | 13 |
5 | Stefán Bergsson | 4 | 12 |
6 | Hrafn Jökulsson | 3 | 16 |
7 | Rúnar Berg | 3 | 15,5 |
8 | Jóhanna Björg Jóhannsdóttir | 3 | 15 |
9 | Hilmir Freyr Heimisson | 3 | 13 |
10 | Vignir Vatnar Stefánsson | 3 | 12 |
11 | Björn Ţorfinnsson | 3 | 11 |
Gauti Páll Jónsson | 3 | 11 | |
13 | Svandís Rós Ríkharđsdóttir | 2 | 13 |
14 | Jakob Petersen | 2 | 12,5 |
15 | Jón Birgir Einarsson | 2 | 12 |
16 | Hjálmar Sigurvaldason | 2 | 11,5 |
17 | Gunnlaugur Karlsson | 2 | 11 |
18 | Arnar Valgeirsson | 2 | 10,5 |
19 | Bjarni Ţór Guđmundsson | 2 | 8,5 |
20 | Ţorvarđur F. Ólafsson | 1,5 | 15 |
21 | Óskar Víkingur Davíđsson | 1 | 11,5 |
22 | Hjálmar Skarphéđinsson | 1 | 10 |
23 | Númi Sigfússon | 1 | 10 |
Myndaalbúm (ÁHS)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Níu íslenskir skákmenn taka ţátt í opna skoska meistaramótinu sem hófst á hádegi í dag í Glasgow í Skotlandi. Međal ţeirra eru alţjóđlegu meistararnir Hjörvar Steinn Grétarsson (2507) og Bragi Ţorfinnsson (2465) og FIDE-meistarinn Róbert Lagerman (2315).
Skákir Hjörvars og Braga í fyrstu umferđ eru báđar sýndar beint. Hjörvar teflir viđ ungversku skákkonuna Boglarka Bea (2178), sem er FIDE-meistari kvenna en Bragi viđ Skotann Alan Grant (2155). Beinar útsendingar má nálgast hér.
Ađrir íslenskir skákmenn sem taka ţátt eru: Nökkvi Sverrisson (1973), Mikael Jóhann Karlsson (1929), Emil Sigurđarson (1808), Jón Trausti Harđarson (1774), Birkir Karl Sigurđsson (1709) og Óskar Long Einarsson (1571).
114 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af eru 10 stórmeistarar og 13 alţjóđlegir meistarar. Hjörvar er nr. 8 í stigaröđ keppenda og Bragi nr. 13.
- Heimasíđa mótsins
- Beinar útsendingar (umferđir hefjast kl. 12, nema 7. umferđ hefst kl. 11:30)
- Úrslitaţjónusta
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2012 | 10:46
"Svindlmáliđ" skekur norskt skáklíf
Á helsta skákvef Noregs, heimasíđu Bergens Schakklub, má finna ýmiss gögn um "svindlmáliđ" svokollađa sem kom upp á N1 Reykjavíkurskákmótinu.
Norska skáksambandiđ sendi frá sér yfirlýsingu 2. júli ţar sem fram kemur ađ sambandiđ hafi ákveđiđ ađ áfrýja málinu ekki til FIDE. Jafnframt eru birt úrskurđir sambandsins. Á síđunni má finna yfirlýsingu frá Řystein Brekke, skákdómara, sem gagnrýnir ađ nöfn sakborninga hafi veriđ birt.
Lokaniđurstađa málsins var sú ađ sonurinn var sýknađur en fađirinn fékk eins árs bann.
Áhugasamir geta lesiđ meira um máliđ á heimasíđu Bergens Schakklub og geta kynnt sér ýmiss gögn málsins.
4.7.2012 | 21:25
Skákhátíđ á Ströndum 2012: Frábćr veisla viđ ysta haf
Skákhátíđ á Ströndum hefur unniđ sér fastan sess í íslensku skáklífi og hefur nú veriđ haldin ţriđju vikuna í júní fimm ár í röđ. Margir hafa kynnst undraheimi Strandasýslu í fyrsta sinn, ađrir njóta ţess ađ endurnýja kynni sín af einstakri náttúru og mannlífi. Ţađ er einkenni á hátíđinni ađ ţar tefla jafnt meistarar sem byrjendur, heimamenn og gestir úr öllum landsfjórđungum.
Ađ ţessu sinni byrjađi hátíđin á Hólmavík föstudaginn 22. júní, ţegar Róbert Lagerman tefldi fjöltefli viđ 24 andstćđinga. Róbert var heiđursgestur hátíđarinnar, enda hefur hann tekiđ ţátt í skipulagningu hennar frá upphafi, og auk ţess margoft heimsótt Strandamenn og tekiđ ţátt í ótal skákviđburđum.
Óhćtt er ađ segja ađ fáir meistarar hafi mćtt jafn sterkum hópi í fjölteflinu, enda margir af gestum hátíđarinnar sem notuđu tćkifćriđ til ađ liđka fingurna í skák á móti Róbert. Fjöltefliđ var nýhafiđ ţegar Róbert fékk símtal um veikindi í nánustu fjölskyldu, en hann beit á jaxlinn og tefldi áfram einsog sannur herforingi. Hann stóđ ađ lokum uppi öruggur sigurvegari, en varđ ţó ađ játa sig sigrađan í nokkrum skákum, m.a. á móti hinum bráđefnilegu Hilmi Frey Heimissyni og Jóni Kristni Ţorgeirssyni.
Gauti Páll og Inga sigruđu í Djúpavík
Frá Hólmavík lá leiđin í Djúpavík, ţar sem Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Ţorgilsson hafa í rúmlega aldarfjórđung rekiđ eitt skemmtilegasta hótel landsins. Sú var tíđ ađ síldarverksmiđjan í Djúpavík var sú stćrsta á landinu, en nú er hún safn og minnisvarđi um veröld sem var. Eva og Ásbjörn hafa frá upphafi tekiđ virkan ţátt í Skákhátíđ á Ströndum. Árin 2008, 2009 og 2010 voru haldin stórmót í gömlu verksmiđjunni. Helgi Ólafsson sigrađi fyrstu tvö árin en Jóhann Hjartarson sigrađi 2010 á 75 ára Afmćlismóti Friđriks Ólafssonar.
Í Djúpavík hafa líka frá upphafi veriđ haldin tvískákarmót, sem tvímćlalaust verđa ađ teljast međ allra skemmtilegustu mótum ársins. Ađ ţessu sinni voru 10 liđ skráđ til leiks og var leikgleđin allsráđandi.
Ađ lokum stóđu ţau Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir uppi sigurvegarar, en ,,Forsetaliđ" Gunnars Björnssonar og félaga varđ ađ gera sér annađ sćtiđ ađ góđu. Í ţriđja sćti urđu félagarnir Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson.
Glćsileg verđlaun á Afmćlismóti Róberts
Laugardaginn 23. júní var stóra stundin runnin upp: Afmćlismót Róberts Lagerman í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Keppendur voru 44 og í ţeim hópi voru m.a. stórmeistararnir Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson, Bolvíkingurinn knái Guđmundur Gíslason, afmćlisbarniđ Róbert, Gunnar Björnsson forseti SÍ, Stefán Bergsson framkvćmdastjóri SÍ og grúi skákmanna af öllum stćrđum og gerđum, og voru í ţeim hópi sum efnilegustu börn og ungmenni landsins.
Ţar var keppt um sérlega vegleg verđlaun: Forláta sérsmíđađan hrók eftir handverksmanninn og snillinginn Valgeir Benediktsson í Árnesi. Valgeir og fjölskylda hans hafa á síđustu árum byggt upp Minja- og handverkshúsiđ Kört í Trékyllisvík, en ţar er varđveitt saga Árneshrepps og bođiđ upp á handverk eftir íbúa sveitarinnar. Óhćtt er ađ segja ađ Kört sé einstakt í íslenskri safnaflóru, og Valgeir er frćgur fyrir stórkostlega muni sem hann smíđar. Ađ auki fékk sigurvegarinn sérsmíđađan silfurhring eftir silfursmiđinn Úlfar Daníelsson. Á hringinn er letrađ, međ rúnaletri, kjörorđ skákhreyfingarinnar: Viđ erum ein fjölskylda.
Einsog viđ mátti búast stóđ keppnin um efsta sćtiđ milli stórmeistaranna, og Helgi virtist ćtla ađ sigra međ fullu húsi eftir ađ leggja Jóhann í innbyrđis viđureign. Gunnar Björnsson sýndi ţó hvađ í honum býr međ ţví ađ sigra Helga, svo stórmeistararnir sigldu ađ lokum jafnir í mark. Ţeir deildu ţví efsta sćtinu og titlinum Trékyllisvíkurmeistarinn 2012. Báđir fengu ţeir silfurhring ađ launum, en hrókurinn góđi mun hafa árleg vistaskipti hjá ţeim félögum. Hér verđur ađ koma fram ađ ţađ var Áróra Hrönn Skúladóttir, skákmamma međ meiru, sem lét gera ţrjá silfurhringa í tilefni hátíđarinnar og gaf ţá til mótshaldsins. Ţriđji hringurinn kom vitanlega í hlut afmćlisbarnsins Róberts. Hafi Áróra djúpa ţökk fyrir framlag sitt!
Međan á mótinu stóđ var Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi heiđrađur fyrir óţreytandi stuđning viđ framkvćmd Skákhátíđar á Ströndum. Hann hefur á liđnum árum veriđ bođinn og búinn viđ ađ hjálpa í smáu sem stóru, og sama er ađ segja um hans góđa heimilisfólk. Ingólfur hlaut, sem örlítinn viđurkenningarvott flugmiđa fyrir tvo međ Flugfélaginu Ernir, sem heldur uppi áćtlunarflugi á Gjögur, sem er ,,millilandaflugvöllur" Árneshrepps, en Ernismenn hafa líka frá upphafi stutt viđ bakiđ á Skákhátíđ á Ströndum međ ráđum og dáđ.
Ţá var ađ vanda valinn best klćddi keppandi mótsins, og ađ ţessu sinni kom sá heiđurstitill í hlut Hrannars Jónssonar. Í umsögn dómnefndar Hrannar hrós fyrir ađ vera í senn einsog amerísk filmstjarna og rammíslenskur töffari. Verđlaunin voru ekki af lakari endanum: silkiklútur frá Samarkand í Úsbekistan, sem Jóhanna Kristjónsdóttir ferđafrömuđur gaf af ţessu tilefni.
Háttvísasti keppandinn var valinn Gunnar Finnsson fyrrverandi skólastjóri í Trékyllisvík og víđar, en hans er minnst í Árneshreppi af miklum hlýhug enda hélt hann uppi skáklífi í sveitinni á níunda áratugnum.
Leikar fóru ţví svo ađ Jóhann og Helgi fengu 8 vinninga af 9 mögulegum, en nćstur kom Guđmundur Gíslason. Međal ţeirra sem náđu 6,5 vinningi var hinn ungi og bráđefnilegi Akureyringur, Jón Kristinn Ţorgeirsson, sem sýndi og sannađi ađ hann á framtíđina fyrir sér. Ingibjörg Edda Birgisdóttir varđ efst kvenna og feđgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson náđu bestum árangri heimamanna.
Eftir frábćrt Afmćlismót Róberts var slegiđ upp stórfenglegri grillveislu međ ţátttöku gesta og heimamanna. Ţar flutti Jóhann Hjartarson bráđskemmtilega rćđu til heiđurs afmćlisbarninu og rifjađi upp óborganlegar sögur frá skólaárum ţeirra. Róbert ţakkađi međ tölu, sem sýndi ađ hann er ekki síđri rćđumađur en skákmađur.
Um kvöldiđ var svo blásiđ til sannkallađs stórleiks á íţróttavellinum í Trékyllisvík. Ţar mćttust liđ Gesta og Ungmennafélagsins Leifs heppna, og er óhćtt ađ segja ađ áhorfendur hafi fengiđ ađ fylgjast međ mest spennandi knattspyrnuleik sumarsins. Eftir miklar sviptingar urđu lokatölur 8-8!
Jóhann Krumlumeistari í Norđurfirđi
Sunnudaginn 24. júní var komiđ ađ síđasta viđburđinum á Skákhátíđ á Ströndum 2012: Hrađskákmóti í Kaffi Norđurfirđi.
Ţar sýndi Jóhann Hjartarson mátt sinn og megin og sigrađi í öllum 6 skákum sínum, en Guđmundur Gíslason hreppti silfriđ.
Verđlaunin voru ađ sönnu stórfengleg: Skúlptúr úr rekaviđi eftir Guđjón Kristinsson frá Dröngum, en hann er einn helsti hleđslu- og útskurđarmeistari landsins.
Eftir frábćrt mót í Norđurfirđi héldu svo sumir keppendur í sundlaugina í fjörunni í Krossnesi -- og voru ađ sjálfsögđu međ sundlaugarsett međ sér, svo nú er hćgt ađ tefla í ţessari einstöku laug, viđ undirleik Norđur-Atlantshafsins.
Fjölmargir lögđu sitt af mörkum svo hćgt vćri ađ halda Skákhátíđ á Ströndum 2012, og má nefna útgerđarfélagiđ Brim, menntamálaráđuneytiđ, Skáksamband Íslands, Flugfélagiđ Erni, Hótel Djúpavík, Kaupfélag Steingrímsfjarđar, Forlagiđ, Sögur útgáfu, Henson, Securitas, Steinegg o.fl.
Ţakkir til heimamanna, sem tóku gestum tveim höndum! Sjáumst á Ströndum ađ ári: Nćsta hátíđ verđur 21. til 23. júní 2013!
MYNDAALBÚM
Tvískákmót í Djúpavík (HJ o.fl.)
Afmćlismót Róberts í Trékyllisvík (HJ o.fl.)
Krumlumótiđ í Kaffi Norđurfirđi (HJ og Elísa Ösp Valgeirsdóttir)
4.7.2012 | 12:40
Grćna serían: Ingvar Ţór Ávaxtameistarinn -- hver sigrar á Grćnmetismótinu á föstudaginn?
Ingvar Ţór Jóhannesson sigrađi međ glćsibrag á Ávaxtamótinu í Sumarskákhöllinni á föstudag. Ţetta var fyrsta mótiđ í Grćnu seríunni, sem Skákakademían heldur til ađ fagna sól og sumri. Í hádeginu nú á föstudaginn er röđin komin ađ Grćnmetismótinu og svo tekur Blómaskákmótiđ viđ í nćstu viku.
Hrađskákmótin í Grćnu seríunni eru öllum opin og á fyrsta mótinu voru á fjórđa tug keppenda á öllum aldri. Vignir Vatnar Stefánsson fékk verđlaun fyrir besta árangur barna á Ávaxtaskákmótinu, en hann hlaut 4 vinninga af 5, og tapađi ekki skák.
Ţá er Grćna sería haldin til ađ vekja athygli á Sumarskákmótum SR sem nú standa sem hćst, viđ frábćrar ađstćđur ađ Ţingholtsstrćti 47, í hátíđarsal Kvennaskólans. Gengiđ er inn beint á móti ţýska og breska sendiráđinu.
Skákáhugamenn á öllum aldri eru hvattir til ađ mćta í hádeginu á föstudaginn, taka skák og gćđa sér á hnossgćtinu frá Sölufélagi garđyrkjumanna!
Myndir frá Ávaxtamótinu 2012 (HJ)
4.7.2012 | 11:52
Grćnmetismót í sumarskákhöllinni á föstudaginn!
Í sumar mun Skákakademían standa fyrir hrađskákmótum í hádeginu á föstudögum, sem kallast Grćna serían. Ávaxtamótiđ var ţađ fyrsta í röđinni. Mótiđ var nú haldiđ í annađ sinn eftir góđa frumraun í fyrra. Rétt eins og ţá var keppendum bođiđ upp á dýrindis ávexti frá Banönum ehf. Aukin heldur kepptu ţeir 34 keppendur sem mćttir voru til leiks um ţrjár veglegar áxaxtakörfur. Tefldar voru fimm umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma.
Áđur en ađ mótiđ hófst fór Hjörvar Steinn Grétarsson yfir eina af ótal skákum sem hann hefur teflt ađ undanförnu. Hlýddu margir á fyrlesturinn sem heppnađist vel enda Hjörvar góđur skákkennari. Hjörvar var sigurstranglegastur fyrir mótiđ, en Ávaxtakóngurinn frá ţví í fyrra, Ingvar Ţór Jóhannesson, var stađráđinn í ađ verja titilinn. Fór svo ađ ţađ tókst og Ingvar Ţór ţví unniđ bćđi Ávaxtmótin sem haldin hafa veriđ. Hjörvar varđ annar og Vignir Vatnar Stefánsson ţriđji og hlaut fyrir ţađ barnaverđlaunin og stóra ávaxtakörfu rétt eins og Ingvar. Ein karfa var dregin út og hana fékk Jóhann Arnar Finnsson Fjölnispiltur.
Í hádeginu nćsta föstudag mun svo fara fram Grćnmetismótiđ 2012. Tafliđ hefst 12:00 og og eru keppendur beđnir um ađ mćta tímanlega. Tefldar verđa 5 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Dýrindis grćnmeti í bođi frá Sölufélagi garđyrkjumanna. Sumarskákhöllin er stađsett í Ţingholtsstrćtinu, beint á móti ţýska og breska sendiráđinu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 11:21
Myndasafn SÍ komiđ á nýjan stađ
Myndasafn SÍ er komiđ á nýjan stađ á Internetinu, er nú vistađ á http://www.skakmyndir.com/. Ţar má finna margar mjög skemmtilegar myndir af íslenskum og erlendum skákmönnum í gegnum tíđina. Ritstjóra finnst sérstaklega skemmtilegt ađ skođa myndir frá hinum skrautlega níunda áratug (eigtís). Lćt hér fylgja međ nokkur sýnishorn. Tengil á skákmyndirnar má jafnframt finna í tenglasafni Skák.is, undir lykilvefir, á vinstri hluta síđunnar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2012 | 11:03
Norđurlandamótunum seinkar
Eins og fram kom nýlega hér á Skák.is var fyrir skemmstu ákveđiđ ađ helstu Norđurlandamótin í skák fari fram í Karlstad í Svíţjóđ.
Dagsetningum á ţeim mótum hefur veriđ lítisháttar breytt ţar sem í ljós kom ađ upphaflegar dagsetningar rákust á sćnsku og norsku landsmótin í liđakeppni.
Mótiđ fer fram 19.-27. janúar.
Fréttatilkynning mótshaldara:
Press Release on new dates for the Nordic Championships in Karlstad, Sweden 2013th.
As the originally scheduled dates for the Nordic Championships unfortunately coincides with both the Norwegian and the Swedish national leagues, the organizer Chessclub Gustaf Fröding has, after negotiations with Best Western Hotel Gustaf Fröding and the Nordic Chess Federation, decided that the Championships will instead be played from Saturday January 19th until Sunday, January 27th.
Nánar má lesa um mótiđ og ákvörđun SN í međfylgjandi viđhengi (PDF) - ath. röng dagsetning í viđhengi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2012 | 22:31
Pistill Hilmis Freys frá Ítalíu
Hilmir Freyr Heimisson hefur skrifađ pistil um skákmót sem hann tók ţátt í Salento í maí sl
Pistill frá Ítalíu, Open Internazionale di Scacchi del Salento 2012 - Ecoresort le Sirené
19. - 26.maí 2012

Eftir flug til Amsterdam, lest til Eindhoven, rútuferđ á flugvöllinn í Eindhoven og ţađan međ flugi til Brindisi, ţar sem viđ ţurftum ađ bíđa eftir ađ vera ferjuđ yfir til Gallipoli (ferđ sem tók rúma klukkustund) vorum viđ komin á áfangastađ um miđnćtti. Ferđalagiđ tók um 18 klukkustundir.
Daginn eftir hófst svo mótiđ kl.16
B-mótiđ var 8 umferđir.
1. umferđ: Andstćđingurinn var Matteo Piccinno ungur Ítali međ 1227 stig, ég vann hann örugglega í 24 leikjum. Ég var međ svart.
2. umferđ: Andstćđingurinn var Andrea Fasiello Ítali (1934). Ég tapađi skákinni ţrátt fyrir ađ hafa teflt ágćtlega. Ég var međ hvítt. Andrea Fasiello er góđur í skák.
3. umferđ: Andstćđingurinn var sem fyrr stigahćrri en ég, Cesare Caleffi (1958) frá Ítalíu. Ég var međ svart og tapađi skákinni 1) d4 - d5 2) Rf3 - Rf6 3) Bg5 - Re4 4) Bh4 - Dd6 5) c3 - hér lék ég Bf5 en hefđi átt ađ leika Dh6 ţá hefđi ég veriđ međ betri stöđu eftir ţví sem Caleffi sagđi ţegar viđ fórum yfir skákina.
4. umferđ: Ég var stađráđinn í ađ vinna eftir tvö töp í röđ. Andstćđingurinn var Enrico Frangi (1647), ég var međ hvítt. Ég mátađi hann í 21. leik og mun sýna skákina ađ neđan.
5. umferđ: Andstćđingurinn félagi minn Vignir Vatnar (1512). Vignir Vatnar hafđi hvítt var kominn á flug í mótinu og vann mig eftir 65 leiki. Ég lék af mér biskup og tapađi ţannig. Viđ erum vanir ađ vinna hvorn annan til skiptis, hann hafđi betur í ţetta sinn.
6. umferđ: Andstćđingurinn var Bassini Massimo (1588) ég var međ hvítt og vann eftir 39 leiki. Ég lék Drottningarbragđi.
7.umferđ: Andstćđingurinn var Gaetani Quaranta Ítali (1838) sem tapađi fyrir Vigni Vatnari í fyrstu umferđ, hann ćtlađi sér ekki ađ vera ţurrkađur út af tveimur íslenskum drengjum og telfdi hratt á móti mér. Ég lenti skiptimanni undir í 6. leik. Eftir ţađ var róđurinn erfiđur og skákinni lauk međ tapi mínu eftir 59 leiki.
8.umferđ: Andstćđingurinn var Jacopo Calogiuri (1440) frá Ítalíu. Ég var ákveđinn í ađ vinna seinustu umferđ og gerđi ţađ í 26 leikjum. Ég náđi ađ drepa riddarann hans í 19. leik og vann ţannig skákina. Ég var međ hvítt.
Ég var ekki sáttur međ 4 vinninga af 8 en lćrdómurinn af fyrsta móti erlendis var ómetanlegur. Andstćđingar mínir voru langflestir til í ađ fara yfir skákirnar međ mér eftir ađ ţeim lauk og ţađ var frábćrt. Ég fékk 2.verđlaun U16 ára og var glađur međ ţađ, enda félagi minn Vignir Vatnar í ţví fyrsta.
Ég ég vil ţakka IM Birni Ţorfinnssyni fyrir frábćran stuđning á Ítalíu og GM Helga Ólafssyni fyrir ađ ćfa mig fyrir mótiđ. Stuđningsađilum ţakka ég líka.
Bestu kveđjur og takk fyrir stuđninginn.
Hilmir Freyr Heimisson.
1.7.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen vann Tal-mótiđ
Međ sigri yfir Englendingnum Luke McShane í síđustu umferđ skreiđ Magnús Carlsen fram úr helstu keppinautum sínum á minningarmótinu um Mikhail Tal sem lauk á ţriđjudaginn og varđ enn efstur. Hann er nú langstigahćsti skákmađur heims en hafđi fyrir Tal-mótiđ ekki teflt síđan í Wijk aan Zee í janúar sl. Mótiđ var geysilega spennandi en lokaniđurstađan varđ ţessi:
1. Magnús Carlsen 5 ˝ v.(af 9) 2. - 3. Caruana og Radjabov 5 v. 4. - 7. Morozevitsj, Kramnik, Aronjan og Grischuk 4 ˝ v. 8. - 9. Nakamura og McShane 4 v. 10. Tomashevsky 3 ˝ v.
Magnús var ekki einn í efsta sćti fyrr en eftir lokaumferđina og toppađi ţví á réttum tíma. Sigurskák hans yfir Radjabov í fimmtu umferđ umferđ ţótti sláandi lík frćgri sigurskák Capablanca yfir Ilja Kan frá 1936 og ţegar hann lagđi Luke McShane í lokaumferđinni voru menn fljótir ađ benda á samsvörun viđ sigur Keres yfir Max Blau áriđ 1959.
Í upphafi fór Alexander Morozevitsj mikinn en tapađi ţá skyndilega ţrem skákum. Kramnik var einnig í vćnlegri stöđu ţegar skammt var til loka en tapađi ţá fyrir McShane og Caruana. Mótiđ var hressandi tilbreyting frá heimsmeistaraeinvígi Anands og Gelfands á dögunum.
Skákhátíđin á Ströndum tileinkuđ Róbert Harđarsyni
Skákhátíđin á Ströndum sem fram fer um helgina er ađ ţessu sinni tileinkuđ Róbert Harđarsyni sem
Róbert Harđarson - Hans Ree
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Rgf3!?
Sjaldgćfur leikur sem byggist á peđsfórninni 7. ... cxd4 8. cxd4 Db6 9. O-O. Á ţessum tíma var afbrigđiđ lítt ţekkt og flestir kusu ađ leika 7. Re2 og síđan - Rf3.
7. ... Be7 8. O-O g5 9. dxc5 Rxc5 10. Bc2 g4 11. Rd4 Rxe5 12. f4 gxf3 13. R2xf3 Rg6 14. De2 b6 15. Bh6 Ba6 16. De3!
Óvćnt ákvörđun. Róbert lćtur hrókinn flakka. Búast mátti viđ 16. Rb5 ásamt - a4 eftir atvikum.
16. ... Bxf1 17. Hxf1 Dc7 18. b4 Rd7 19. Rb5 Dc6?
Ree vissi greinilega ekki sitt rjúkandi ráđ og eftir ţennan slaka leik fór hann niđur í logum, 19. .... Db7 var betra.
20. Rfd4 Db7
Ekki var um annađ ađ rćđa, 21. ... Kxf7 er svarađ međ ţrumuleiknum 22. Rd6+! og nćst kemur 23. Dxe6 mát!
22. Hxe7+! Kxe7 23. Dg5+ Rf6 24. Bxg6 exd4 25. De5+ Kd8 26. Dxf6+ De7 27. Dxh8+
- og nú var Ree búinn ađ fá nóg og gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 24. júní 2012.
Spil og leikir | Breytt 27.6.2012 kl. 16:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 110
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar