Bloggfćrslur mánađarins, maí 2012
8.5.2012 | 09:16
Skákvakan í Skorradal 2012
SkákvökuMaraţon fór fram ađ Óđali EinarsEsss í Skorradal dagana 4.-5. maí og var ţetta í 8 sinn sem slík hátíđ er ţar haldin. Ađ ţessu sinni voru ţátttakendur 6 talsins auk húsráđanda. Matarveisla og ljúfeng drykkjarföng voru međ í farangrinum svo enginn ţyrfti ađ líđa skort, hvorki ţurran né blautan, á međan á martröđinni stóđ. Keppt var meistaratitil Skorra ţrćls Skallgríms, flottan farandgrip og jafnframt um áletrun Grćnlandssteininn gullnu letri.
Kapptefliđ hófst kl. 17 á föstudag eftir ađ allir keppendur voru búnir ađ gíra sig upp og í brók fyrir slaginn. Ţví lauk svo ekki fyrr en klukkan sex árdegis eftir ađ birta tók og morgunrođi sólar var farinn ađ lita Mófellsfjall og Kerlingarhorniđ handan vatnsins.
Ţá höfđu veriđ tefldar 28 umferđir á mann x7 eđa alls 196 skákir í striklotu, svokallađar 10 mín. hvatskákir, ţar sem vart má á milli sjá hver sé einna snjallastur eđa fari međ sigur af hólmi, fyrr en í nauđir rekur, svefnhöfgi eđa tímahrak lćtur ađ sér kveđa, svo alvarlega menn verđa ađ gefa skákina.
Ađ lokum kom ţó ađ ţví ađ ótvírćđ og skýr úrslit fengust, byggđ á samanlögđum vinningafjölda eftir 13 klukkustunda harđa baráttu og ćsilega taflmennsku og voru ţau á ţennan veg:
HellisheiđarSeníiđ (Stefán Ţormar Guđmundsson) 23 v
Viđeyjarundriđ (Guđfinnur R. Kjartansson) 21.5 v
RauđagerđisGođsögnin ( Guđm. G. Ţórarinsson) 20 v
Fléttumeistarinn ( Páll G. Jónsson) 15 v.
VonarstjarnaVandamanna (Kristján Stefánsson) 13 v.
BjartastaVonin (Kristinn Bjarnason) 11.5. v.
ErkiRiddarinn ( Einar S. Einarsson) 8 v.
Stefán Ţormar var síđan krýndur Skorradalsmeistari viđ hátíđlega athöfn viđ FischersSćti, mosavaxinn stein í brekkunni ofan viđ bústađinn ţar sem meistarinn tyllti sér niđur hér um áriđ til ađ kasta mćđinni. Guđfinnur vann hins vegar kapptefliđ um Grćnlandsteininn í fimmta sinn af sex sem um hann hefur veriđ keppt, en einungis Grćnlandsfarar geta unniđ hann og ţar međ til eignar.
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2012 | 23:30
Bragi og Ingvar međ jafntefli í lokaumferđinni
Bragi Ţorfinnsson (2421) og Ingvar Ţór Jóhannesson (2331) gerđu báđir jafntefli í lokaumferđ bresku deildakeppninnar sem fram fór í dag. Bragi, sem tefldi á fyrsta borđi fyrir Jukes of Kent, gerđi jafntefli viđ alseríska stórmeistarann Aimen Rizouk (2532) og Ingvar gerđi jafntefli viđ enska skákmanninn Alexander Longson (2272). Sveit Braga og Ingvars vann lokaumferđina 4,5-3,5 og hefur tryggt sér keppnisrétt í EM taflfélaga.
7.5.2012 | 23:20
Búdapest: Dagur međ jafntefli í 2. umferđ
Dagur Arngrímsson (2381) gerđi jafntefli viđ ítalska alţjóđlega meistarann Federico Manca (2424) í 2. umferđ First Saturday-mótsins sem fram fór í dag. Dagur hefur 1 vinning.
Í 3. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Dagur viđ austurríska alţjóđlega meistarann Walther Wittman (2276).12 skákmenn tefla í SM-flokki og eru međalstigin 2393 skákstig. Til ađ fá stórmeistaraáfanga ţarf 8,5 vinning í 11 skákum.
7.5.2012 | 23:15
Verkísmótiđ - góđ viđbót viđ skákmótaflóruna!
Ţađ stefnir í óvenju spennandi og skemmtilegt skákmót í Ráđhúsinu á miđvikudaginn kemur kl: 16. Margir stigalausir skákmenn munu ţar tefla sitt jómfrúarskákmót, en ađrir munu taka fram tafliđ eftir áratuga hlé.
Ţá mun vakningin í kringum mótiđ leiđa til ţess ađ skáksett verđa sett í kaffistofuna á mörgum fyrirtćkjum međ ţađ fyrir augum ađ byggja upp áhuga og verđa međ ađ ári.
Í ţessum pistli verđa tvćr sveitanna kynntar, sveit Símans og Morgunblađsins.
Síminn líkt og Morgunblađiđ teflir eingöngu fram eigin starfsmönnum. Sveit Símans skipa ţeir Kristján Halldórsson (1.795), Vignir Bjarnason (1.823), Brynjólfur Bragason og Sigţór Björgvinsson. Ţeir Kristján og Vignir hafa reynslu af taflmennsku í skákmótum, en Brynjólfur og Sigţór eru stigalausir. Sveit Símans er međ samtals 4.618 stig (stigalausir reiknast međ 1.000 stig), sem ađ ţýđir ađ hún er nokkuđ undir 5.500 stiga ţakinu. Ađ sögn Símamanna er ćtlunin ađ hafa gaman af taflmennsku í mótinu.
Morgunblađiđ teflir fram ţeim Jóni Árna Jónssyni (2.051), Baldri A. Kristinssyni (2.047), Pétri Blöndal (1.270) og Ómari Óskarssyni. Sveitin er samtals međ 5368 stig og ţví nćr stigaţakinu en sveit Símans.
Jón Árni er ađ norđan og teflir međ Mátum. Baldur var mjög virkur skákmađur áđur fyrr, en hefur látiđ sér nćgja ađ tefla á Íslandsmóti Skákfélaga í seinni tiđ. Baldur hefur reynst skákmönnum betur en margur veit, en hann sér um tćknimálin á blog.is vefjunum, ţar međ taliđ ţessum vef. Pétur ţekkja skákáhugamenn vel, enda er hann duglegur ađ skrifa um skák. Hann hefur ađeins einu sinni tekiđ ţátt í opinberu skákmóti. Ómar er stigalaus.
Pétur ţekkja skákáhugamenn vel, enda er hann duglegur ađ skrifa um skák. Hann hefur ađeins einu sinni tekiđ ţátt í opinberu skákmóti. Ómar er stigalaus.
Ekki eru öll liđ skipuđ svonefndum stigamönnum. Mótiđ hentar ágćtlega skákáhugamönnum og starfsmönnum, sem ađ vilja upplifa ţátttöku í skemmtilegu skákmóti saman.
Besti árangur m.v. styrkleika er m.a. verđlaunađur og er ţar hvert liđ ađ keppa viđ sjálft sig.
Mótiđ er skemmtileg viđbót viđ ţau mót sem ađ haldin eru hér á landi. Ţađ höfđar m.a.a til skákáhugamanna, sem ađ hingađ til hafa ekki fundiđ skákmót viđ sitt hćfi í mótaflórunni.
Ţađ er skođun mótshaldara ađ mikilvćgt sé ađ auka skákáhuga međal almennings. Ein leiđ til ţess er ađ efla skákáhuga innan fyrirtćkja. Segja má ađ Verkísmótiđ hafi ţegar náđ talsverđum árangri og ađ eitt lítiđ skref hafi veriđ tekiđ í ţá átt ađ efla skákáhuga í landinu!
Sjáumst sem skákmenn eđa áhorfendur í Ráđhúsinu á miđvikudaginn kl: 16.
7.5.2012 | 23:07
Ćsir og S A 60+ kepptu í Vatnsdal
Hin árlega keppni eldri skákmanna frá SA Akureyri ogvĆsir skákfélagi F E B í Reykjavík fór fram um helgina . Liđin mćttust í Flóđvangi í Vatnsdal um hádegi á laugardag. Keppt var í tveimur riđlum A og B sex í A og fimm í B međ 15 mín umhugsunartíma.
Í A riđli fóru leikar ţannig ađ Ćsir fengu 20˝ vinning en SA 15˝. Í B riđli fengu Ćsir 17˝ vinning en SA 12˝. Ţannig ađ Ćsir sigruđu međ 38 vinningum gegn 28.
Eftir veislu kvöldverđ var startađ léttu hrađskákmóti ţar sem tuttugu skákmenn tóku ţátt, tefldar voru 9 umferđir međ 7 mín. umh.
Ţar urđu efstir ţeir Jón Friđjónsson og Ólafur Kristjánsson međ 8 vinninga, nćstir komu Björn Ţorsteinsson og Jón Ţ Ţór međ 6 vinninga,hinir fengu fćrri vinninga.
Eftir morgunmat á sunnudag var síđan keppt í hrađskák liđ gegn liđi ellefu skákmenn í hvoru liđi. Ţar fóru leikar ţannig ađ Akureyringar fengu 62 vinninga gegn 59 vinningum Reykvíkinga.
Heildar úrslit:
Ćsir 97 vinninga
S A 90 ---
Ţetta var í tíunda skipti sem ţessi liđ keppa í ţriđja skipti sem ţau mćtast í veiđihúsinu í Vatnsdal.
Karl Steingrímsson og hans frú sáu um veislu mat og kaffi og kruđirí fyrir okkur og kunna sunnanmenn ţeim bestu ţakkir fyrir.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2012 | 07:58
Hrađkvöld hjá Helli í kvöld
Taflfélagiđ Hellir heldur hrađkvöld mánudaginn 7. maí nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a í Mjóddinni.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
6.5.2012 | 20:49
Bragi međ sigur í bresku - Ingvar međ jafntefli
Bragi Ţorfinnsson (2421) vann í dag enska FIDE-meistarann Jonathan Rogers (2349) í bresku deildakeppninni. Ingvar Ţór Jóhannesson (2331) gerđi hins vegar jafntefli viđ Samuel Franklin (2298). Klúbbur ţeirra, Jukes of Kent, gerđi í dag jafntefli 4-4 viđ áţekka sveit. Lokaumferđin fer fram á morgun en ţví miđur verđa ţeir félagar ţá ekki í beinni útsendingu.
6.5.2012 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Einvígi ţarf um Íslandsmeistaratitilinn

1.-2. Ţröstur Ţórhallsson og Bragi Ţorfinnsson 7 ˝ v.(af 11) 3.-4. Dagur Arngrímsson og Henrik Danielssen 7 v. 5.-7. Davíđ Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson 5 ˝ v. 8. Guđmundur Kjartansson 5 v. 9.-10. Björn Ţorfinnsson og Sigurbjörn Björnsson 11.-12. Guđmundur Gíslason og Einar Hjalti Jensson 3 ˝ v.
Fjórir efstu menn geta vel viđ unađ. Bragi hefur veriđ traustur undanfariđ og frammistađa Ţrastar ţarf ekki á koma á óvart. Henrik var međ forystu lengst en gaf eftir í lokin. Slök frammistađa Hannesar og Stefáns vekur hinsvegar athygli en sá síđarnefndi hefur veriđ alltof metnađarlaus á skáksviđinu undanfarin ár. Davíđ Kjartansson ţyrfti ađ tefla meira og taflmennska Guđmundar Kjartanssonar var of gloppótt.
Dagur Arngrímsson átti gott mót, krafturinn í taflmennsku hans á lokasprettinum bendir til ţess ađ innan skamms muni hann banka uppá hjá landsliđi Íslands. Hann var međ ˝ vinning eftir ţrjár umferđir en eftir ţađ fékk hann 6 ˝ vinning og lagđi ađ velli alla stigahćstu menn mótsins, Hannes Hlífar, Henrik Danielsen, og Stefán Kristjánsson. Skákin viđ Stefán var ein sú umtalađasta.
Dagur Arngrímsson - Stefán Kristjánsson
Nimzoindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Bg5 b6 5. e4 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. Rge2 Bb7 8. a3 Bxc3 9. Rxc3 Rc6 10. Rb5 O-O-O
Tíundi leikur hvíts var ónákvćmur og einnig 10. leikur svarts sem gat einfaldlega hrókađ stutt. Eftir 11. d5 Re5 12. Dd2 getur hvítur ţó haldiđ í horfinu.
11. d5 exd5 12. cxd5 Dxb2 13. Dc1!
Ţennan öfluga leik virtist Stefán ekki hafa séđ. Hann hefđi betur sleppt ţví ađ skipta upp á peđum í 11. leik ţar sem c-línan opnast.
13. ... Dxc1 14. Hxc1 Ra5 15. Rd6+ Kb8 16. Rxf7 Hhe8! 17. Rxd8 Hxe4+ 18. Kd2 Rb3 19. Kc3!
Dagur var vandanum vaxinn. Ţađ var alls ekki gefiđ ađ finna ţessa leiđ.
19. ... Rxc1 20. Rxb7 He8 21. Bb5?
Best var 21. Ba6 og hvítur á ađ vinna. Houdini bendir t.d. á eftirfarandi leiđ: 21. ... Re2+ 22. Kd2 Rd4 23. Kd3 Rf5 24. d6 c6 25. g4 Rh4 26. Rc5! bxc5 27. Hb1+ Ka8 28. Bb7+ Kb8 29. Bxc6+ Kc8 30. Bb7+ Kd8 31. Bd5 Kc8 32. Bc4! og mátar. Jafnvel 21. Rd8 var betri leikur.
21. ... Re2+ 22. Kd2 Rf4 23. g3 Rxd5 24. Ba6
Dagur sá ađ 24. Bxd7 gengur ekki vegna 24. ... Hf8 25. Bc6 Re7 26. Be4 c6 27. Rd6 Hd8! og riddarinn fellur. Nú er komin upp furđuleg stađa ţar sem riddarinn á b7 reynir ađ sleppa út.
24. ... c6 25. Rd6 He6 26. He1! Hxe1
Alls ekki 26. ... Hxd6 27. He8+ Kc7 28. Hc8 mát.
27. Kxe1 b5 28. Re8 Rc7 29. Rxc7 Kxc7
Biskupinn á a6 er króađur af. Spurning sem blasti viđ var ţessi: eru peđin á kóngsvćng nćgilega fljót í förum? Dagur fann lausnina.
30. f4 Kb6 31. g4 Kxa6 32. g5!
Hér rann upp fyrir mönnum ađ kóngurinn nćr ekki peđunum t.d. 32. ... Kb6 33. g6! Kc5 34. f5 Kd6 35. f6! og hvítt frípeđ brýst upp í borđ. Svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
-------------------------------------------Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 29. apríl 2012
Spil og leikir | Breytt 28.4.2012 kl. 09:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 18:38
Myndir af Landsmótsmeisturum
Landsmótiđ í skólaskák fór fram í Stórutjarnaskóla í Ţingeyjarsveit eins og fram hefur áđur komiđ. Hér eru nokkrar myndir af helstu leikendum mótsins!
6.5.2012 | 18:19
Hannes endađi í 7.-14. sćti í Köben
Hannes Hlífar Stefánsson (2516) endađi í 7.-14. sćti í Copenhagen Chess Challange sem endađi í dag í Kaupamannahöfn. Hannes hlaut 6 vinninga í 9 umferđum. Í fyrri umferđ dagsins vann Hannes finnska stórmeistarann Heikki Westerinen (2335) en í ţeirri síđari gerđi hann jafntefli viđ danska alţjóđlega meistarann Andreas Skytte Hagen (2445).
Henrik Danielsen (2498) hlaut 5,5 vinning og endađi í 15.-19. sćti. Í dag gerđi hann jafntefli viđ Rússann Vladimir Minko (2188) og tapađi fyrir danska alţjóđlega meistaranum Mads Andersen (2431).
Frammistađa Hannesar samsvarađi 2489 skákstigum og tapar hann 1 stigi. Frammistađa Henriks samsvarađi 2389 skákstigum og lćkkar hann um 12 stig.
Kjartan Maack (2133) hlaut 5 vinninga, Atli Jóhann Leósson (1715) hlaut 4 vinninga og Óskar Long Einarsson (1591) hlaut 2,5 vinning.
Sex skákmenn urđu efstir og jafnir međ 6,5 vinning. Ţađ voru sćnsku stórmeistararnir Stellan Brynell (2489) og Hans Tikkanen (2566), alţjóđlegu meistararnir Helgi Dam Ziska (2450), Fćreyjum, Mads Andersen (2431), Danmörku, og Thorstein Michael Haub (2476), Ţýskalandi, og Rússinn Vladimir Minko (2188).
66 skákmenn tóku ţátt og ţar af voru 6 stórmeistarar. Hannes og Henrik voru nr. 3 og 4 í stigaröđ keppenda.
- Heimasíđa mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (borđ 1-15)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 8780472
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 88
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar