Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012
8.4.2012 | 11:13
Rógvi skákmeistari Fćreyja
Rógvi Egilstoft Nielsen (2176) sigrađi í landsliđsbólki fćreyska meistaramótsins í skák sem fram fór um páskana. Rógvi er ţar međ Fćreyjameistari og tryggir sér jafnframt sćti í ólympíuliđi Fćreyinga í Istanbul í haust.
Lokastađa landsliđsbólks:
- 1. Rógvi Egilstoft Nielsen (2171) 4 v. af 5
- 2. Herluf Hansen (2049) 3,5 v
- 3. FM Carl Eli Nolsře Samuelsen (2260) 3,5 v.
- 4. Hřgni Egilstoft Nielsen (2014) 1,5 v.
- 5. Finnbjřrn Vang (2059) 1,5 v.
- 6. Rani Nolsoe (2052) 1 v.
Heimasíđa fćreyska skáksambandsins
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 19:25
Guđmundur međ vinningsforskot fyrir lokaumferđ áskorendaflokks
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2357) hefur vinnings forskot í áskorendaflokki Íslandsmótsins í skák eftir áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fór í dag. Í dag vann hann Patrek Maron Magnússon (1974) og hefur 7,5 vinning. Einar Hjalti Jensson (2245) er annar međ 6,5 vinning en Lenka Ptácníková (2289) og Nökkvi Sverrisson (1928) eru í 3.-4. sćti međ 6 vinninga. Lokaumferđin fer fram á morgun, páskadag, og hefst kl. 14.
Guđmundur, hefur međ frammistöđunni tryggt keppnisrétt í landsliđsflokki 2013 en áđur hafđi hann fengiđ bođ um ţátttöku í mótinu í ár en tveir efstu menn áskorendafloks geta valiđ hvort ţeir ţiggja sćti í ár í landsliđsflokki eđa á nćsta ári.
Guđmundur Gíslason (2346) fćr keppnisrétt í landsliđsflokki í ljósi árangurs nafna síns en hann var fyrsti varamađur í flokkinn. Hver verđur 12. og síđasti mađur inn í landsliđsflokkinn kemur í ljós eftir lokaumferđ áskorendaflokks á morgun.
Öll úrslit 8. umferđar má finna hér.
Pörun níundu og síđustu umferđar má finna hér.Í lokaumferđinni verđa eftirtaldar skákir sýndar beint:
- Grímur Björn Kristinsson (5,5) - Guđmundur (7,5)
- Nökkvi (6,0) - Einar Hjalti (6,5)
- Lenka (6,0) - Patrekur (5,5)
- Haraldur Baldursson (5,5) - Magnús Magnússon (5,0)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2012 | 03:16
Stúlkur í ţremur efstu sćtunum!
Stúlkur urđu í ţremur efstu sćtunum á 44 krakka Bónus-barnaskákmóti sem leiđangursmenn Hróksins og Kalak héldu í dag. Hin 16 ára Sikkerninnguaq Lorentzen sýndi gríđarlegt öryggi og sigrađi í öllum 6 skákum sínum. Í öđru sćti varđ systir hennar, Sara, og Isabella Simonsen hreppti bronsiđ.
Í flokki fullorđinna sigrađi Lars Simonsen međ 11,5 vinning af 12 mögulegum, en nćstir komu frćndurnir Emil og Esajas Arqe.
Allir keppendur dagsins voru leystir út međ páskaeggjum frá Bónus, en ađrir sem gáfu vinninga í dag voru Sögur útgáfa, Fjalliđ hvíta og Telepost. Ţá gaf Ísspor bikara og verđlaunapeninga.
Ţetta var síđasta stórmótiđ í ferđinni ađ ţessu sinni, en sú spurning sem brann á vörum krakkanna var einföld: Verđur önnur skákhátíđ á nćsta ári?
Svariđ liggur í augum uppi: Já, svo sannarlega!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 03:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2012 | 21:11
Guđmundur efstur í áskorendaflokki - Patrekur vann Einar
Alţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2357) er efstur međ 6,5 vinning ađ lokinni sjöundu umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í kvöld. Patrekur Maron Magnússon (1974) sem vann glćsisigur á Einari Hjalta Jenssyni (2245) er í 2.-3 sćti ásamt Einari međ 5,5 vinning. Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram á morgun og hefst kl. 14. Úrslit sjöundu umferđar má finna hér.
Stöđu mótsins má finna hér.
Pörun áttundu og nćstsíđustu umferđar má finna hér.Í áttundu umferđ verđa eftirtaldar skákir sýndar beint:
- Guđmundur - Patrekur
- Einar Hjalti - Dagur Ragnarsson
- Magnús Magnússon - Lenka
- Páll Sigurđsson - Nökkvi Sverrisson
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2012 | 16:40
Guđmundur og Einar Hjalti efstir í áskorendaflokki
Guđmundur Kjartansson (2357) og Einar Hjalti Jensson (2245) eru efstir og jafnir međ 5,5 vinning ađ lokinni sjöttu umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í dag. Guđmundur vann Nökkva Sverrisson í mikilli maraţonskák (168 leikir) en Einar lagđi Lenku Ptácníkovú (2289). Haraldur Baldursson (1991) sem vann Pál Sigurđsson (2003) er ţriđji međ 5 vinninga. Patrekur Maron Magnússon (1974) og Tinna Kristín Finnbogadóttir (1810) eru í 4.-5. sćti međ 4,5 vinning.
Sjöunda umferđ hefst nú kl. 17:00.
Úrslit sjöttu umferđar má finna hér. Stöđu mótsins má finna hér.Pörun sjöundu umferđar má finna hér.
Í sjöundu umferđ verđa eftirtaldar skákir sýndar beint:
- Haraldur - Guđmundur
- Patrekur Maron - Einar Hjalti
- Páll - Tinna Kristín
- Lenka - Einar Valdimarsson
6.4.2012 | 14:02
Tímaritiđ Skák til sölu á ađeins á 2.000 kr.
Tímaritiđ Skák kom út í mars í fyrsta skipti um langt árabil. Um er ađ rćđa árstímarit ţar sem fariđ vćri yfir liđiđ ár og fjallađ um helstu viđburđi eins og Reykjavíkurskákmótiđ, EM landsliđa, Skákţing Íslands, Íslandsmót skákfélaga, unglingastarf o.s.frv. Rétt er líka ađ benda á frábćra grein Braga Kristjónssonar um kynni hans viđ Bobby Fischer. Blađiđ er um 100 blađsíđur í glćsilegu broti.
Hćgt er ađ skrá sig fyrir blađinu hér. Blađiđ verđur sent í pósti um hćl og greiđsluseđill birtist í heimabanka áskrifenda.
Getraun dagsins: Hvađa ungi skákmađur er viđ vinstri öxl Fischers? Svar sendist sem athugasemd viđ fćrslu.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2012 | 18:45
EM: Loks lokapistill
Ţá er loks komiđ ađ lokapistli EM einstaklinga - eitthvađ sem ég ćtlađi ađ vera löngu búinn ađ koma frá mér. Gengi íslensku skákmannanna hefđi mátt vera betra en hvorki Hannes né Héđinn náđu sér á strik í mótinu. Mikiđ hefur veriđ rćtt um dómgćslu á mótinu ţá sérstaklega um 40 leikja regluna, Zero-tolerance og dresskóđa og sýnist sitt hverjum. Rússar gjörsamlega stálu senunni á mótinu og höfđu algjöra yfirburđi. Einnig er vert ađ benda á viđtal viđ Emil Sutovsky ţar sem hann gagnrýnir ýmislegt viđ framkvćmd mótsins.
Íslendingarnir
Hvorki Hannes Hlífar Stefánsson né Héđinn Steingrímsson náđu sér á strik á EM. Hannes hlaut 6 vinninga í 11 skákum og Héđinn 5,5 vinning. Báđir tapa ţeir stigum; Hannes tapar 2 stigum en Héđinn tapar 13 stigum. Einhvern hefur ţađ veriđ ţannig ađ Íslendingum hefur aldrei gengiđ vel á EM einstaklinga, hverju sem um sćtir. Ţađ var ađeins í fyrstu og síđustu umferđ sem ţeir báđir unnu í sömu umferđ.
Hannes varđ fyrir ţví veikjast í upphafi mótsins. Hann fékk útbrot og fór á spítala. Mótshaldarar höfđu ađ ţessu miklar áhyggjur, miklu meiri en Hannes sjálfur. Aldrei kom í ljóst af hverju ţau stöfuđu en hurfu ţegar á mótiđ leiđ.
Héđinn byrjađi ágćtlega en átti slćman miđkafla. Báđir luku ţeir ţó mótinu á góđan hátt međ góđum sigrum. Héđinn vann góđan sigur í ađeins 25 leikjum.
Umrćđa um afreksmál gýs öđru hverju upp á Íslandi, eđlilega. Bent hefur veriđ á SÍ geri lítiđ fyrir sína afreksmenn. Ţess má geta ađ SÍ sendi 2 skákmenn EM einstaklinga. Til samanburđar áttu hvorki Norđmenn né Fćreyjar ţarna fulltrúa, Finnar, Svíar og Danir einn hver og samkvćmt mínum heimildum voru Svíinn (Grandelius) og Daninn (Skytte) á eigin vegum. Í Danaveldi er ţađ meira ađ segja ţannig ađ EM rekst á Danska meistaramótiđ í skák, eitthvađ sem SÍ kom í veg fyrir međ ţví ađ flytja til Skákţingiđ.
Toppbaráttan
Rússinn Dmitry Jakovenko (2729) sigrađi á EM einstaklinga. Sigur hans ţarf ekki ađ koma á óvart enda ţriđji stigahćsti keppandi mótsins. Jakovenko var hins aldrei efstur fyrr en eftir lokaumferđina en hann vann 3 síđustu skákirnar og hlaut 8,5 vinning.
12 skákmenn hlutu 8 vinninga. Frakkinn Fressinet (2693) hlaut silfriđ og Rússinn Malakhov (2705) fékk bronsiđ. Međal ţeirra sem voru jafnir ţeim voru Bologan (2687), Kryvo (2666) og Smeets (2685). Sá síđastefndi eftir hörmulega byrjun en frábćran endasprett.
22 skákmenn hlutu 7,5 vinning og komust 9 ţeirra áfram á HM. Međal ţeirra sem komust áfram voru Jones (2635), Dreev (2698) og Jobava (2706), sem var síđastur til ađ komast áfram. Međal ţeirra 13 sem sátu eftir voru Sokolov (2653) og Georgiev (2671).
Međal ţeirra sem fengu enn fćrri vinninga voru Kuzubov (2615), Caruana (2767), Nyzhnik (2585), Navara (2700), Cheparionov (2664) og Giri (2717) en sá síđastnefndi átti hrćđilegt mót og var í gúanóinu stóran hluta mótsins.
Ég rćddi viđ Ivan Sokolov töluvert á međan mótinu stóđ og leiđinlegt ađ ţessi mikli Íslandsvinur og baráttuhundur skyldi ekki komast í gegnum nálaraugađ ađ ţessu sinni. Enda var hann ekki par sáttur viđ málalokinn.
Af 23 keppendum sem komumst áfram voru 11 Rússar! Frá öđrum löndum komust 1-2. Athyglisvert í ljósi ţess hversu illa Rússum hefur gengiđ í landskeppnum. Rússarnir ţarna komast ekki í landsliđ ţeirra ađ kannski Jakovenko undanskyldum!
Ţess má geta ađ EM 2013, sem haldiđ verđur í Legnica í Póllandi 5.-17. apríl verđur einnig undakeppni fyrir HM svo allir ţeir sem ekki komumst áfram geta fengiđ annan séns! Íslandsmeistarinn á Íslandsmótinu sem fram fer í Stúkunni síđar í mánuđnum fćr sjálfkrafa keppnisrétt á mótinu.
Reglur og dómgćsla
Mikiđ hefur rćtt um mikiđ um dómgćslu og reglur í keppninni. Bendi aftur á athyglisvert viđtal viđ Emil Sutovsky ţegar sem hann gagnrýnir ýmislegt sem hann telur betur megi fara. Međal annars hversu lág verđlaunin voru, 90.000 evrur en ţau voru 150.000 fyrir nokkrum árum síđan.
Á mótinu áttu reglur um dresskóđa ađ gilda. Ég gat engan veginn séđ ađ fariđ fćriđ eftir ţeim og litlar kröfur um klćđaburđ gerđar. Klćđaburđur á N1 Reykjavíkurskákmótinu var mun betri en ţar voru einföld tilmćli gefin til keppenda.
Zero-tolerance reglunni var beitt í nokkrum tilfellum. Sú regla hefur einnig veriđ gagnrýnd. Rökin á bakviđ regluna byggjast ađ mér skilst á áhuga manna ađ komast međ skákina á Ólympíuleikina. Ţar eiga menn erfitt međ ađ skilja ađ hćgt sé ađ mćta of seint í íţróttaviđburđ. Ef til vill mćtti leysa ţetta á sama hátt, ţ.e. međ tilmćlum. Ţarna sér mađur einnig ákveđna hćttu, ţ.e. ađ skákmenn freisti ţess ađ mćta of seint í skákir, t.d. međ svörtu í skák gegn skákmanni sem gengur mjög vel, eigi menn ekki séns á verđlaunum. Einföld tilmćli gćtu einnig lagađ ţetta, já eđa e.t.v. hógvćr sekt (t.d. 100 evrur).
40 leikja reglan var hins vegar reglan sem stal athyglinni. 40 leikja reglan er allrar athygli verđ og verđur til ţess ađ skákir eru mikla frekar tefldar í botn. Ivan kvartađi yfir ţví ađ mótiđ vćri erfiđara í stađinn, ekki hćgt ađ semja nein stutt jafntefli! Taktísk jafntefli eru líka úr sögunni.
Hins vegar sú ákvörđun ađ dćma tap á báđa í skák Baron og Safari ţegar ţeir ţrátefldu, var of stór ađ mínu mati. Reglan verđur ađ vera ţannig ađ menn geti ţráteflt, annađ gengur gegn FIDE-lögunum. Vona ađ ECU lćri af ţeim mistökum.
Ađ öđru leyti gekk mótshaldiđ vel. Mótshaldarar kunnu sitt fag, en ég set samt mótiđ einni kategoríu neđar en mótiđ í Porto Carras ţar sem fagmennskan var enn meiri. Í samanburđi viđ N1 Reykjavíkurskákmótiđ getum viđ boriđ höfuđiđ hátt ađ öđru leyti en hávađamálum. Betri taflmenn, en á neđri borđum voru plastmenn ţarna, borđin ekki dúkuđ ţarna úti, betri stólar hér o.s.frv.
Ţađ var líka mikill lúxus fyrir skákmenn ađ búa á hótelinu ţar sem teflt var á. Og Plovdid er fínn stađur.
Á heimleiđinni var mér ţađ á ađ fara í gegnum París. Hélt ađ ég hefđi nćgjan tíma 2,5 klst. En ţađ var áđur en ég áttađi mig ađ ţađ var ekki mikiđ styttra ferđalag ađ ferđast á milli terminala" í París heldur en ađ ferđast til Keflavíkur frá Reykjavík! Millilending í París er ekki máliđ!
Vona ađ menn hafi haft eitthvađ gaman af ţessum pistlum. Nćst er ţađ Íslandsmótiđ í Stúkunni 13.-23. apríl.
Gunnar Björnsson
4.4.2012 | 23:44
Guđmundur og Einar Hjalti efstir í áskorendaflokki
Guđmundur Kjartansson (2357) og Einar Hjalti Jensson (2245) eru efstir og jafnir međ 4,5 vinning ađ lokinni fimmtu umferđ áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák sem fram fór í kvöld. Guđmundur vann Lenku Ptácníková (2289) en Einar Hjalti lagđi Magnús Magnússon (1982). Fimm skákmenn eru jafnir í 3.-7. sćti međ 4 vinninga. Frídagur er á morgun, skírdag, en föstudagurinn langi stendur aldeilis undir nafni en ţá verđa tefldar tvćr umferđir. Sú fyrri kl. 11.
Pörun sjöttu umferđar má finna hér.
Í sjöttu umferđ verđa eftirtaldar skákir sýndar beint:
- Guđmundur - Nökkvi
- Einar Hjalti - Lenka
- Haraldur - Páll
- Patrekur - Dagur
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2012 | 23:34
Riddarinn - Páskamót: Ingimar Jónsson efstur
Skákfundur Riddarans í gćr var tileinkađur Páskunum og keppt um páskaegg frá Nóa-Síríus og önnur dregin út. Tefldar voru 11 umferđir ađ vanda og mátti vart lengi milli sjá hver vćri einna snjallastur. Ţó fór svo ađ lokum ađ skýr úrslit fengust ţrátt fyrir óvćnt jafntefli hjá efstu mönnum í síđustu umferđ gegn stigalćgri andstćđingum.
Fór svo ađ lokum Ingimar Jónsson stóđ uppi sem sigurvegari međ 9 vinninga, Ţór Valtýsson varđ í öđru sćti međ 8.5 og Jóhann Örn Sigurjónsson ţriđji međ 8. Allir eru ţeir ţessir garpar ţrautreyndir kappskákmenn og ţví einkar vel ađ ţeim gómsćtu páskaeggjum komnir sem ţeir fengu í sigurlaun.
Jón Ţ. Ţór og Sigurđur Herlufsen sem veriđ hafa sigursćlir ađ undanförnu voru fjarri góđu gamni en ađrir keppendur veittu efstu mönnum harđa keppni í ţeirra stađ eins og sjá má á međf. mótstöflu og á www.riddarinn.net
Miđvikudagar er tafldagar hjá Riddurum reitađa borđsins sem hittast til tafls allan ársins hring í Vonarhöfn - í von um vinning, ef ekki á borđinu ţá í vinningahappdrćtti endrum og eins.
Myndaalbúm (ESE)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2012 | 11:22
Ađalfundur SÍ fer fram 19. maí
Á fundi stjórnar SÍ í gćr var ákveđiđ ađ ađalfundur Skáksambandsins 2012 muni fara fram 19. maí nk. Formlegt bréf varđandi fundinn mun fara út 18. apríl og ţurfa lagabreytingatillögur ađ hafa borist skrifstofu SÍ fyrir ţann tíma.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 163
- Frá upphafi: 8779785
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar