Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

Ítalskur ćskumađur og bosnískur reynslubolti: Caruana mćtir Sokolov

8Ivan Sokolov ţarf ađ leggja allt undir í skák sinni viđ Fabiano Caruana í 8. umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins sem hefst klukkan 16.30 í Hörpu. Caruana er nú einn í efsta sćti međ 6,5 af 7 mögulegum, en Sokolov hefur hálfum vinningi minna.

Sokolov er sá erlendur skákmeistari sem unniđ hefur flesta sigra á Íslandi. Hann sigrađi á Reykjavíkurmótunum 2010 og 2011, en hafđi áđur unniđ alţjóđlegt skákmót á Akureyri 1994, Minningarmót Jóhanns Ţóris Jónssonar í Ráđhúsinu 2001 og hin sterku Mjólkurskákmót á Hótel Selfossi 2002 og 2003. Ţá leiddi Sokolov Hrókinn í ţrígang til sigurs á Íslandsmóti skákfélaga. Alls hefur bosníski meistarinn, sem býr í Hollandi, unniđ 9 gull á Íslandi.

Fabiano Caruana er langstigahćsti skákmađur heims undir tvítugu. Hann hefur ţotiđ upp heimslistann og hefur međ frábćrri frammistöđu á N1 Reykjavíkurskákmótinu náđ 6. sćti á heildarlistanum. Caruana er 19 ára, alinn upp í Bandaríkjunum, en býr á Ítalíu og teflir undir ítölskum fána. Árangur Caruana í fyrstu 7 umferđunum í Hörpu jafngildir 2885 skákstigum.

Sokolov er 43 ára og hefur veriđ atvinnumađur í skák í 25 ár. Hann hefur sigrađ á stórmótum, er eftirsóttur ráđgjafi og skipuleggjandi, auk ţess ađ ţjálfa efnilega meistara.

Augu skákheimsins beinast ađ Caruana og Sokolov í Hörpu -- en alls ganga 200 skákmenn til leiks, svo hundrađ spennandi skákir eru í uppsiglingu!

(Myndin er af Ivan Sokolov leggja Ţresti Ţórhallssyni lífsreglurnar í Hörpu.)


Umfjöllun um N1 Reykjavíkurskákmótđ á Chessbase

Alina L´amiAlina L´ami hefur skrifađ ađra grein um N1 Reykjavíkurskakmótiđ á Chessbase.  Ţar hćlir hún mótshaldinu mjög sem og landi og ţjóđ.  

Umfjöllunina má lesa á Chessbase.  


Hádegisfyrirlestur á morgun - Einvígi aldarinnar

EinvígisborđiđŢriđjudaginn 13. mars kl. 12:05 mun Helgi Ólafsson stórmeistari í skák segja frá „einvígi aldarinnar" í hádegisfyrirlestri í Ţjóđminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröđinni Frćđslufyrirlestrar Ţjóđminjasafns Íslands. Ađgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Skákeinvígiđ var háđ í Reykjavík sumariđ 1972. Ţar tókust á fulltrúar risaveldanna á tímum „Kalda stríđsins", Bandaríkjamađurinn Bobby Fischer og sovéski heimsmeistarinn Boris Spassky. Í tilefni ţess ađ í ár eru liđin 40 ár frá einvíginu stendur nú í Ţjóđminjasafni Íslands sýningin Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky - 40 ár.  Á sýningunni eru munir og myndir sem tengjast skákeinvíginu 1972 en sýningin er unnin í samvinnu Skáksambands Íslands og Ţjóđminjasafns Íslands.


N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Myndband 6. og 7. umferđar

Vijay Kumar

Indverjinn viđkunnalegi, Vijay Kumar, hefur sent frá sér myndband sjöttu og sjöundu umferđar. Kumar var ţreyttur eftir erfiđan dag eins og margir í dag og sofnađi víst viđ skákstjóraborđiđ!

Međal efnis í myndbandi dagsins er viđtal viđ Caruana.

 

 


N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Skákir sjöundu umferđar

The Bulletin Boys

Strákarnir sem sjá um innsláttur skáka hafa skilađ af sjöundu umferđinni sem fylgir hér međ. 

Pallborđiđ: Simon og Ingvar

Simon Williams og Ingvar Ţór Jóhannesson voru međ pallborđiđ í kvöld og fjölluđu um 6. og 7. umferđ á fjörlegan hátt.  


Caruana efstur á N1 Reykjavíkurskákmótinu

 

Hermann Guđmundsson playing 1. d4 for Cheparinov

Ítalinn ungi, Fabiano Caruana er efstur međ 6,5 vinning ađ lokinni sjöundu umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins sem fram fór í kvöld í Hörpu.  Caruana vann Búlgarann Ivan Cheparinov.   Ekki dugđi Búlgarnum ađstođ Hermanns Guđmundssonar, forstjóra N1, sem lék fyrsta leik umferđarinnar.

 

 

Ivan Sokolov

 

Ivan Sokolov og Ísraelinn Boris Avrukh eru í 2.-3. sćti međ 6 vinninga.   Međal ţeirra sem hafa 5,5 vinning má nefna heimsmeistara kvenna Hou Yifan sem vann Hannes Hlífar Stefánsson.  

 

Hannes Hlífar Stefánsson and Hou Yifan

 

Bragi Ţorfinnsson, sem gerđi jafntefli viđ Úkraínumanninn sterka Yuriy Kryvoruchko, Henrik Danielsen, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Guđmundur Kjartansson eru efstir Íslendinga í 10.-31. sćti međ 5 vinninga.    

Međal athyglisverđra úrslita má nefna ađ Guđmundur Gíslason gerđi jafntefli viđ hollenska stórmeistarann Erwin L´ami, Kristján Eđvarđsson vann alţjóđlega meistarann Björn Ţorfinnsson, Einar Hjalti Jensson gerđi enn jafntefli viđ töluvert stigahćrri andstćđing, ađ ţessu sinni spćnskan FIDE-meistara.  Ingvar Örn Birgisson og Dagur Kjartansson unnu mun stigahćrri andstćđinga og hafa báđir átt mjög gott mót.  

 

Donika Kolica, Hrund Hauksdóttir, Össur Skarphéđinsson and Gunnar Björnsson

 

Öll úrslit 7. umferđar má finna hér.   

Stöđu mótsins má finna hér.

Áttunda og nćstsíđasta umferđ hefst á mánudag kl. 16:30.  Skákskýringar hefjast kl. 19 í umsjón Jóhanns Hjartarsonar.  Ţá mćtast međal annars:
  • Caruana - Sokolov
  • Avrukh - Cheparinov
  • Hjörvar - Papin
  • Ipatov - Bragi
  • Kristiansen - Héđinn
  • Guđmundur - Williams
  • Perez - Henrik

Pörun áttundu umferđar í heild sinni má finna hér.


Vefsíđur

Skákţáttur Morgunblađsins: Heimsmeistari kvenna teflir í Hörpu

DSC 1535Ţátttaka heimsmeistara kvenna, Hou Yifan, á Reykjavíkurskákmótinu sem hefst í Hörpu á ţriđjudaginn er sérstakt ánćgjuefni. Á fyrsta Reykjavíkurmótinu sem fram fór áriđ 1964 var Nona Gaprindhasvili, ţá nýbakađur heimsmeistari, međal ţátttakenda og á heimaslóđ hennar í Georgíu byggđist upp í kringum hana hópur skák-valkyrja. Hou Yifan, sem er nýorđin 18 ára, kemur fram eftir áratuga sigurgöngu stallsystra sinna frá Kína en sá er munur á henni og Nonu, ađ á sjöunda áratugnum var gríđarlegur styrkleikamunur á konum og körlum og Nona var sjaldnast í fćrum međ ađ vinna ţá bestu. Á mótinu í Gíbraltar í janúar, ţar sem Hou Yifan varđ í efsta sćti ásamt Nigel Short og náđi árangri sem metinn er uppá 2872 elo-stig, voru helstu fórnarlömb hennar margir af bestu skákmönnum heims: Alexei Shirov, Le Queang, Zoltan Almasi og síđast en ekki síst Judit Polgar en uppgjör ţeirra vakti feiknarlega athygli og sigur Hou Yifan markađi ákveđin ţáttaskil í skáksögunni. Hún hefur léttan og frísklegan stíl og mikinn sigurvilja til ađ bera, eins og kom fram í viđreigninni viđ besta skákmann Vietnam:

Hou Yifan - Le Queang Liem

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 e6 7. Be2 Dc7 8. O-O Be7 9. Kh1 O-O 10. a4 Rc6 11. Be3 He8 12. Bf3

Ţekkt byrjun úr einvígjum Karpovs og Kasparovs sem alltaf lék 12. .... Hb8.

12. ... Ra5 13. Bf2 Rd7 14. De1 b6 15. e5 Bb7 16. Bg3 dxe5 17. fxe5 Hac8 18. Hd1 Bb4 19. Df2 Hf8 20. Re4! Rxe5 21. Bf4 Bxe4 22. Bxe4 Bd6 23. Rf3?

Peđsfórnin var ágćt en hér var best ađ leika 23. De2 eđa 23. b3.

23. ... f5! 24. Bxe5 Bxe5 25. Bd3 Bxb2 26. Hb1 Bc3 27. Rg5 De7 28. De3 Rc4 29. Bxc4 Hxc4 30. Hxb6 Bd4 31. Dd3 Hxa4 32. Hxe6!

Ţó sanna megi ađ svarta stađan sé betri tekst Hou Yifan alltaf ađ skapa vandamál í stöđu svarts, 32. ... Dxg5 er nú svarađ međ 33. Db3! sem hótar hróknum og 34. He8+.

32. .. Da3 33. De2 h6

ghtooicm.jpg- sjá stöđumynd 1 -

34. Hxh6! gxh6 35. De6 Kg7 36. Dd7 Kg6 37. Re6 Bc5?

37. ... Hf7 hélt jafntefli. „Houdini" tilkynnir: ţvingađ mát í 10 leikjum!

38. Dg7+ Kh5 39. Rxf8 Bxf8 40. Df7

- og svartur gafst upp.

Hver er besti leikurinn?

Ţessi stađa - sjá stöđumynd - kom upp á Norđurlandamóti ghtooich.jpgungmenna í Finnlandi á dögunum. Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir var međ svart gegn Finnanum Henri Torrkola og var í miklu tímahraki , lék 44. .... H6h3+ og tapađi eftir45. Kg4. Ţetta er mögnuđ stađa. Hver er besti leikur svarts? „Houdini" bendir á ađ Hallgerđur gat leikiđ 44. ... Kf7!sem er afar útsmoginn leikur. Eftir 45. a8(D) kemur 45. ... g4+! 46. Kxg4 Hg6+ 46. Kf3 Hxg1! og engin vörn finnst viđ hótuninni 46. ... Hg3mát. 45. Kg4 lítur betur út en eftir 45. ... H6h4+ 46. Kf5 g4! 47. Haa1 Hf2!! vinnur svartur, t.d. 48. Haf1 Hh5+ 49. Kxg4 Hg5+ og 50. ... Hh2 mát!

Ţađ er ađeins ein vörn í stöđunni eftir 44. ... Kf7, „tölvuleikur" af bestu gerđ, 45. Haa1! - til ađ hafa g1-hrókinn valdađan. Svartur verđur ţá ađ ţvinga fram jafntefli međ 45. ... g4+! 46. Kxg4 H6h4+ o.s.frv.

Ţetta er gott dćmi um yfirburđi tölvuforrita í flóknum stöđum og skýrir vel ţá miklu tortryggni sem ríkir stundum á skákmótum nú til dags.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 4. mars 2012

Skákţćttir Morgunblađsins


N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Skákir 6. umferđar

 

Kuzubov and Henrik Danielsen

Skákir sjöttu umferđar eru komnar í hús.  Innsláttardrengirnir, Patrekur Maron, Ţormar Leví, Guđmundur Kristinn og Birkir Karl ađ vinna vel!

 

 


Bein útsending úr Hörpu

Sjöunda umferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins hefst nú kl. 16:30.  Hér má finna beina vefútsendingu frá umferđinni.   Skákskýringar Jóns L. Árnasonar hefjast kl. 19.

 

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 8779837

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband