Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2012

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Skákir síđustu umferđar

 

The Bulletin Boys

Skákir níundu og síđustu umferđar hafa skilađ sér.  Innsláttardeildin Patrekur Maron Magnússon, Guđmundur Kristinn Lee og Ţormar Leví Magnússon skiluđu af sér frábćru verki.

 

Frekari fréttir um N1 Reykjavíkurskákmótiđ munu svo detta inn síđar í dag og nćstu daga.  


Brjóstaskoran bönnuđ í skákkeppnum

Evrópska skáksambandiđ hefur sett reglur um klćđnađ á mótum Skáksambands.  Ţar eru gerđar kröfur um snyrtilegan klćđnađ karlmanna.  Reglur um klćđnađ kvenna hefur hins vegar vakiđ mun meiri athygli en búiđ er ađ setja reglur um brjótaskorur og um lengd pilsa.

Frétt um máliđ á Vísi.is

 


Firmakeppni Fjölnis frestađ til betri tíma

VERKÍS skákmótinu, firmakeppni Fjölnis, sem hefjast átti í dag 14. mars í Ráđhúsi Reykjavíkur hefur veriđ frestađ til betri tíma. Skipuleggjendum er ljóst ađ ţétt dagskrá skákviđburđa hefur tćmt orku og tíma fjölmargra skákáhugamanna sem hefđu annars viljađ vera međ eđa leggja málinu liđ.

Ađstandendur mótsins munu bráđlega koma saman og finna ţessu móti hentugari tíma. Frábćr stuđningur VERKÍS og fyrirtćkja sem leggja til vegleg verđlaun er mikil hvatning fyrir Fjölnismenn og alla skákáhugamenn ađ bćta viđ enn einni skrautfjöđrinni í mótadagskrá SÍ.


Fabiano Caruana sigurvegari N1 Reykjavíkurmótsins

1Ítalinn ungi, Fabiano Caruna, sigrađi á N1 Reykjavíkurskákmótinu sem klárađist í Hörpu í kvöld.  Caruana hlaut 7,5 vinning í 9 skákum eftir ađ hafa gert jafntefli viđ heimsmeistara kvenna, Hou Yifan í
lokaumferđinni í ćsispennandi skák eftir ađ hafa haft mjög erfitt tafl um tíma.

Í 2.-8. sćti međ 7 vinninga urđu Hou Yifan, Henrik Danielsen, sem varđ efstur Íslendinga, Bosníumađurinn Ivan Sokolov, sem hefur veriđ međal sigurvegara tvö síđustu ár, Tékkinn David Navara, Englendingurinn Gawain Jones, Frakkinn Sebastian Maze og Ísraelinn Boris Avrukh. 

Miklu ítarlegri frétt vćntanleg um mótiđ síđar.


Nansý lék fyrsta leikinn fyrir Hou Yifan: Lokaumferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins stendur yfir

DSC_0228Nansý Davíđsdóttir, 10 ára Íslandsmeistari barna lék fyrsta leikinn fyrir Hou Yifan heimsmeistara í úrslitaskák hennar viđ Fabiano Caruana í lokaumferđ N1 Reykjavíkurskákmótsins í Hörpu.

Ţóra Arnórsdóttir sjónvarpskona stjórnađi setningarathöfn lokaumferđarinnar og sagđi ađ skák Yifan og Caruana yrđi upp á ,,líf og dauđa".

DSC_0195Reikna má međ harđri baráttu á efstu borđum. Caruana er einn efstur međ 7 vinninga af 8 mögulegum, en Yifan heimsmeistari, Sokolov, Navara og Avrukh hafa 6˝.

Sokolov ćtlar sér sigur međ hvítu gegn Avrukh, en Navara hefur svart gegn Cheparinov.

Íslensku stórmeistararnir Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen eru í hópi níu skákmanna sem hafa 6 vinninga. Héđinn teflir gegn Júrí Kryvoruchko, og Henrik viđ Tyrkjann Ipatov.

Ţóra Arnórsdóttir mun í kvöld birta stórfróđlegt og skemmtilegt viđtal viđ bandaríska stórmeistarann Maurice Ashley, sem er međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu. Ashley hefur unniđ merkilegt starf viđ útbreiđslu skáklistarinnar í Bandaríkjunum, og gerđi skólaliđ frá Harlem ađ Bandaríkjameisturum.

       

N1 Reykjavíkurskákmótiđ: Caruna og Hou Yifan mćtast í úrslitaskák í Hörpu í dag kl. 13

 

The highest ranked player in tournament: Fabiano Caruana

Sjötti stigahćsti skákmađur heims, Fabiano Caruna, sem leiđir á N1 Reykjavíkurskákmótinu mćtir heimsmeistara kvenna Hou Yifan í lokaumferđinni sem hefst kl. 13.  Ţarna mćtast tveir heitustu skákmenn heims í dag og ljóst ađ allur skákheimurinn mun fylgjast vel međ.   Caruana hefur hálfs vinnings forskot á Yifan, Ivan SokolovDavid Navara og Boris Avrukh.   Sokolov mćtir Avrukh en Navara teflir viđ teflir viđ Ivan Cheparinov

 

Hou Yifan

Skákskýringar hefjast kl. 15:30 í umsjón Helga Ólafssonar.    Síđasta pallborđiđ í umsjón Simons Williams, Björns Ţorfinnssonar og Ingvars Ţórs Jóhannessonar verđur kl. 17:30.  

Tilvaliđ er fyrir áhugasama ađ hita upp fyrir umferđina međ ţví ađ fara í Ţjóđminjasafniđ og hlusta áfyrirlestur Helga Ólafssonar um einvígi aldarinnar sem hefst kl. 12:05.  Ţar mun Guđmundur G. Ţórarinsson fćru Ţjóđminjasafninu mjög merkilega gjöf.

Vefsíđur


Firmakeppni Fjölnis - Verkísmótiđ hefst á morgun - mjög góđ verđlaun

Ţađ styttist í ađ Firmakeppni Fjölnis í skák, međ stuđningi verkfrćđistofunnar Verkís, hefjist í Ráđhúsi Reykjavíkur.

Margir skákmenn og nokkur fyrirtćki hafa komiđ ađ máli viđ undirbúningsnefnd mótsins um hvort ekki vćri möguleiki á ađ rýmka til međ reglurnar og fá ţannig fleiri fyrirtćki og fleiri skákmenn til ađ koma ađ á mótinu.

Undirbúningsnefndin hefur ákveđiđ ađ verđa viđ ţessum óskum ţótt stutt sé í mótshaldiđ, enda um mikla veislu ađ rćđa ţegar horft er til verđlauna fyrir bestu skáksveitirnar og einstaklingana. Nú hvetjum viđ íslenska skákmenn til ađ bregđast fljótt og vel viđ breyttum ţátttökureglum og ţeir kanni möguleika sína á ađ mynda sveit/ir  sem fellur undir eftirfarandi skilyrđi:

Fyrirkomulag

-          Hvert fyrirtćki sendir fjögurra manna skáksveit til leiks. Leyfilegt er ađ hafa varamenn.

-          Liđsmenn skulu starfa hjá viđkomandi fyrirtćki eđa stofnun.

-          Leyfilegt er ađ tefla fram sameinuđu liđi tveggja fyrirtćkja.

-          Einn lánsmađur er leyfđur í hverju liđi.

-          Hvert liđ má tefla fram einum titilhafa ţ.e. GM eđa IM, eđa tveimur FM.

 

-          Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur, 14. og 15. mars nk. kl. 16:00 - 19:00

-          Veitingar í hléi í frá Saffran og Icelandic Glacial.

 

1.  Verđlaun:  Flug til Evrópu međ Iceland Express fyrir 4 liđsmenn og liđsstjóra - öll gjöld innifalin!

2.  Verđlaun: Glćný ljósmyndabók frá Sögum útgáfu og geisladisk frá 12 tónum.

3.  Verđlaun: Verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu.

Sérverđlaun, GSM snjallsími frá Símanum, ađ verđmćti 100.000 kr., verđa veitt fyrir bestan árangur einstaklings á mótinu. Einnig verđa vinningar dregnir af handahófi úr hópi allra ţátttakenda.

Skákdeild Fjölnis stendur ađ mótinu en verkfrćđistofan Verkís, sem fagnar 80 ára starfsafmćli í ár er ađalstyrktarađili mótsins.

Ţátttökugjald hvers fyrirtćkis/stofnunar er 50.000 kr. Tilkynniđ ţátttöku sem fyrst á firmakeppnin@gmail.com.

Međ von um jákvćđ viđbrögđ, stuđning og skemmtilegt samstarf,

Undirbúningsnefndin


Íslandsmót barnaskólasveita fer fram nćstu helgi í Rimaskóla

Íslandsmót barnaskólasveita verđur haldiđ helgina 17.-18. mars í Rimaskóla í Reykjavík.

Skákakademía Reykjavíkur er mótshaldari fyrir hönd Skáksambands Íslands.

Fyrirkomulag: Fjórir skákmenn eru í hverri sveit og 1-4 til vara. Tefldar verđa níu umferđir međ 15 mínútna umhugsunartíma á mann.

Liđsstjórar skulu mćta 12:30 á laugardag og skila inn liđum sínum á Monrad-spjöldum.

Dagskrá mótsins; Tefldar verđa fimm umferđir á laugardegi og fjórar á sunnudegi. Tafliđ hefst 13:00 á laugardag og 11:00 á sunnudag.

Skráning sveita og fyrirspurnir skulu berast á stefan@skakakademia.is eigi síđar en fimmtudaginn 15. mars. Međ skráningu skal fylgja gsm og netfang liđsstjóra.

Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu, bestu b-e sveitir og borđaárangur.

Íslandsmeistarar munu vinna sér inn rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í haust.  Viđkomandi skóli ber ábyrgđ á skipulagningu og fjármögnun ferđarinnar en Skáksamband Íslands mun ađstođa viđ ţjálfun keppenda.


Pallborđiđ: Simon og Björn í formi

Watch live streaming video from reykjavikopen at livestream.com

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 13
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 141
  • Frá upphafi: 8779691

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband