Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Jólaskák í Vin í dag!

Rafmögnuđ spenna í VinJólaskákmót verđur haldiđ í Vin, athvarfi Rauđa krossins Hverfisgötu 47, klukkan 13 í dag, mánudag. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma og bođiđ upp á ljúffengar veitingar.

Blómlegt skáklíf er í Vin, sem er athvarf fyrir fólk međ geđraskanir. Ţar eru vikulegar skákćfingar og einu sinni í mánuđi eru haldin hrađskákmót, sem njóta mikilla vinsćlda hjá skákáhugamönnum úr öllum áttum.

Á Jólaskákmótinu í dag verđa veitt ýmis verđlaun, m.a. fyrir bestan árangur eldri borgara, kvenna og barna á grunnskólaaldri, auk ţess sem nokkrir félagsmenn úr Skákfélagi Vinjar verđa heiđrađir.

Allir eru velkomnir í Vin og eru keppendur hvattir til ađ mćta tímanlega. Ţátttaka er ókeypis. Ađ mótinu standa Skákfélag Vinjar og Skákakademían.


Bragi verđskuldađur Íslandsmeistari, Stefán sigrađi á ,,stórmeistaramótinu" en Oliver Aron var ein ađalstjarnan

IMG 4626Bragi Ţorfinnsson er sannarlega verđskuldađur Íslandsmeistari í hrađskák 2012, en hann varđ efstur á Friđriksmótinu í Landsbankanum, ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni og Jóni Viktori Gunnarssyni. Bragi sigrađi 4 stórmeistara af 5 sem hann mćtti: Jóhann Hjartarson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen og Hannes H. Stefánsson.

Hjörvar Steinn tefldi viđ 4 stórmeistara og hlaut 3 vinninga gegn ţeim. Hann sigrađi Ţröst Ţórhallsson og Stefán Kristjánsson, en gerđi jafntefli viđ Hannes Hlífar og Jóhann.

Jón Viktor mćtti 3 stórmeisturum og hlaut 2 vinninga. Hann sigrađi Helga Áss og Jón L. Árnason, en tapađi fyrir Jóhanni Hjartarsyni.

Árangur Braga á mótinu jafngildir 2538 stigum, Hjörvar tefldi upp á 2505 og Jón Viktor 2422.

IMG 4582Áhugavert er ađ skođa ,,stórmeistarakeppnina" innan mótsins en hvorki fleiri né fćrri en 8 stórmeistarar voru mćttir til leiks, og heyrir til tíđinda ađ enginn ţeirra náđi einu af efstu sćtunum ţremur.

Stefán Kristjánsson sigrađi í stórmeistarakeppninni, hlaut 3,5 vinning af 5. Hann sigrađi Helga Ólafsson, Jón L. og Hannes Hlífar, gerđi jafntefli viđ Henrik Danielsen en tapađi fyrir Jóhanni. Stefán tapađi auk ţess fyrir Braga og og Hjörvari.

Hannes Hlífar tefldi viđ 4 kollega sína. Hann sigrađi Helga og Ţröst, gerđi jafntefli viđ Henrik en tapađi fyrir Stefáni. Hannes tapađi líka fyrir Braga, sem fyrr sagđi.

Henrik Danielsen tefldi viđ 3 ađra stórmeistara og gerđi jafnmörg jafntefli, gegn Jóhanni, Stefáni og Hannesi. Hann tapađi fyrir Braga og Einari Hjalta Jenssyni.

IMG_4530Jóhann Hjartarson hlaut sömuleiđis 1,5 vinning af 3 gegn öđrum stórmeisturum. Hann tapađi fyrir Helga, sigrađi Stefán og gerđi jafntefli viđ Henrik. Ţá mátti hann einnig lúta í gras fyrir nýja Íslandsmeistaranum.

Helgi Ólafsson tapađi fyrir Stefáni og Hannesi, en sigrađi Jóhann Hjartarson. Ţriđja tapskák Helga á mótinu var gegn Birni Ţorfinnssyni.

IMG_4531Jón L. tefldi ađeins viđ tvo kollega, sigrađi Ţröst en tapađi fyrir Stefáni. Ţá tapađi hinn gamalreyndi stórmeistari einnig fyrir Stefáni Bergssyni og Jóni Viktori.

Ţröstur mátti sćtta sig viđ tap í ţeim tveimur skákum sem hann tefldi viđ ađra stórmeistara, gegn Jóni L. og Hannesi. Ţröstur tapađi líka fyrir Hjörvari Steini og Magnúsi Erni Úlfarssyni.

Helgi Áss Grétarsson var eini stórmeistarinn sem ekki tefldi viđ neinn af kollegum sínum. Hann tapađi  fjórum skákum, gegn ţeim Ţorsteini Ţorsteinssyni, Birni Ţorfinnssyni, Jóni Viktori og Oliver Aron Jóhannessyni.

IMG_4495Sá síđastnefndi var svo sannarlega ein ađalstjarna mótsins. Ţessi 14 ára Rimaskólapiltur lét sér ekki nćgja ađ leggja stórmeistara ađ velli, hann sigrađi líka FIDE-meistarana Róbert Lagerman, Guđmund Gíslason og Tómas Björnsson. Árangur Olivers Arons jafngildir 2342 skákstigum!

Hér er hćgt ađ rýna betur í úrslitin og frammistöđu einstakra manna á ţessu bráđskemmtilega og vel heppnađa móti.

Myndaalbúm (HJ)


Stórmeistararnir áttu ekki rođ í alţjóđlegu meistarana - Bragi Ţorfinnsson Íslandsmeistari í hrađskák

 

IMG 4626

 


Átta stórmeistarar voru međ á Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hrađskák, sem fram fór í dag í útibúi bankans á Austurstrćti. Ţeir áttu hins vegar ekki rođ viđ alţjóđlegu meisturunum en ţrír slíkir urđu efstir og jafnir ţeir; Bragi Ţorfinnsson (2484), Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) og Jón Viktor Gunnarsson (2413). Eftir stigaútreikning var Bragi úrskurđađur sigurvegari og varđ ţví Íslandsmeistari í hrađskák í fyrsta sinn.

 

IMG 4495

 


Áttatíu skákmenn tóku ţátt í ţessu afar vel skipađa og fjölmenna móti. Oliver Aron Jóhannesson (1998) vakti mikla athygli fyrir frábćra frammistöđu en hann lagđi međal annars stórmeistarann Helga Áss Grétarsson (2464) ađ velli. Oliver var einnig hćstur ađ vinningum ţeirra sem hafa minna en 2200 og 2000 skákstig en ţar sem hver keppandi má bara fá ein aukaverđlaun varđ hann ađ láta duga unglingaverđlaunin. Stigaverđlaunin hlutu Dagur Ragnarsson, í flokki skákmanna undir 2200 skákstigum, og Jorge Fonsesca, í flokki skákmanna undir 2000 skákstigum. Lenka Ptácníková hlaut kvennaverđlaun og Gunnar Nikulásson var útdreginn í happdrćtti mótsins og fékk vinning upp á 10.000 kr.

Í verđlaunaafhendingunni klöppuđu svo áhorfendur sérstaklega fyrir Friđriki Ólafssyni ţegar ljóst var ađ hann hefđi tryggt sigur heldri borgara á skákkonum í Tekklandi.

 

IMG 4492

Gunnar Björnsson og Ólafur S. Ásgrímsson voru skákstjórar. Ţorsteinn Ţorsteinsson, útibússtjóri í útibúinu afhendi svo verđlaunahöfunum sigurlaunin en hann lék jafnframt fyrsta leik mótsins í skák Jóhanns Hjartarson og Mikaels Jóhanns Karlssonar.

 

IMG 4513

 

Hrafn Jökulsson á heiđurinn á glćsilegu myndaalbúm mótsins.

Röđ efstu manna:

  • 1. AM Bragi Ţorfinnsson (2484) 8,5 v.
  • 2. AM Hjörvar Steinn Grétarsson (2516) 8,5 v.
  • 3. AM Jón Viktor Gunnarsson (2413) 8,5 v.
  • 4.-8. SM Jóhann Hjartarson (2592), AM Björn Ţorfinnsson (2386), SM Hannes Hlífar Stefánsson (2512), SM Helgi Ólafsson (2547) og AM Arnar Gunnarsson (2440) 8 v.
  • 9.-12. SM Henrik Danielsen (2507), SM Stefán Kristjánsson (2486), SM Jón L. Árnason (2498) og FM Einar Hjalti Jensson (2284) 7,5 v.

Heildarúrslit má finna á Chess-Results.

Aukaverđlaun hlutu:

  • Kvennaverđlaun: Lenka Ptácníková 6,5 v.
  • Unglingaverđlaun: Oliver Aron Jóhannesson 7 v.
  • Undir 2200: Dagur Ragnarsson 6 v.
  • Undir 2000: Jorge Fonsesca 6 v.
  • Útdreginn heppinn keppandi: Gunnar Nikulásson

Tenglar:


Friđrik tryggđi sigur heldri borgara gegn skákkonum

 

Friđrik í Tékklandi


Friđrik Ólafsson (2419) fór mikinn í lokaumferđum skákkeppni á milli heldri borgara og skákkvenna sem lauk í dag í Podebrady í Tékklandi. Í lokaumferđinni, sem fram fór í dag, vann Friđrik rússnesku skákkonuna Alina Kaslinskaya (2344), sem verđur međal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu, í glćsilegri skák. Heldri borgarar unnu umferđ dagsins 3-1 og keppnina samtals 17-15. Merkilegt, ekki síst í ljósi ţess ađ ţeir voru 5 vinningum undir eftir 3 umferđir. Heldri borgarinnar unnu hins vegar síđustu fimm umferđirnar! Friđrik hlaut 4 vinninga af 8 mögulegum og vakti athygli fyrir kröftuga og mjög skemmtilega taflmennsku.

Í liđi heldri skákmanna voru auk Friđriks ţeir Romanish (2530), Hort (2455) og Uhlmann (2310) en kvennaliđiđ skipupu ţćr Gunina (2514),  Sachdev (2400), Kaslinskaya (2344) og Havlikova (2310). Tefld var tvöföld umferđ, ţ.e. allir heldri skákmennirnir tefldu tvisvar viđ hverja skákkonu.


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen hefur slegiđ stigamet Kasparovs

Luke McShane og Magnus CarlsenŢegar fjórum umferđum er lokiđ af stórmótinu London Classic, ţar sem notast er viđ ţriggja stiga regluna, hefur Magnús Carlsson náđ forystu međ 3˝ vinning eđa 10 stig og hefur tekist ţađ sem fáir töldu mögulegt, ađ slá stigamet Garrí Kasparovs frá árinu 1999 uppá 2851 elo-stig. Stig Magnúsar voru á fimmtudaginn reiknuđ uppá 2857 elo.

Ýmsir fullyrđa ađ kerfislćg villa hafi hreiđrađ um sig í kerfinu, ţar sé árviss verđbólga uppá sjö elo-stig og allur samanburđur milli ţessara ađila sé ómarkviss. Ţess utan hafi Kasparov náđ óbirtum stigum uppá 2856,7 og á bak viđ árangur hans voru sjö heimsmeistaraeinvígi og nćr óslitin sigurganga í meira en 20 ár. Og tilţrif hans viđ skákborđiđ voru á flesta hátt stórfenglegri en ţau sem Norđmađurinn býđur uppá.

Magnús Carlsson sem varđ 22 ára ţann 30. nóvember sl. hefur enn ekki náđ ađ sanna sig á vettvangi heimsmeistarakeppninnar. Handhafi titilsins, Anand, kemur ţó ekki vel út úr neinum samanburđi. Hann er búinn ađ gera jafntefli í öllum skákum sínum í London og hefur ađeins unniđ tvćr kappskákir á ţessu ári og ekki unniđ skák í síđustu 17 tilraunum. Skákir hans eru einkennilega bragđdaufar og skákheimurinn saknar ađ sumu leyti ţessara stórbrotnu karaktera sem riđu um héruđ hér áđur fyrr.

Hinn dagfarsprúđi Magnús teflir af mikilli hörku og til sigurs hvort sem hann hefur hvítt eđa svart. Hann er útsjónarsamur í vörn og tekst oft ađ leggja andstćđinga sína ađ velli í tvísýnum endatöflum. Í fyrstu umferđ Lundúna-mótsins vann hann Luc McShane. Englendingurinn vann viđureign ţeirra á ţessu sama móti í fyrra og aftur náđi hann ađ byggja upp vćnlega stöđu, en gáđi ekki ađ sér á mikilvćgu augnabliki og Magnús náđi ađ losa sig út úr ţröngri stöđu og eftir ţađ saumađi hann hćgt og bítandi ađ McShane:

Luc McShane - Magnús Carlsen

Spćnskur leikur

1.e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. He1

Berlínar-afbrigđiđ sem kemur upp eftir 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 virđist henta skákstíl Norđmannsins betur.

5. ... Rd6 6. Rxe5 Be7 7. Bf1 Rf5 8. Rf3 O-O 9. d4 d5 10. g3 Bf6 11. c3 He8 12. Hxe8+ Dxe8 13. Bf4 Dd8 14. Bd3 Rfe7 15. Ra3 a6 16. Rc2 Bf5 17. Bxf5 Rxf5 18. g4 Rfe7 19. Re3 g6 20. Df1 Dd7 21. Dh3 Bg7 22. Dg3 Hc8 23. g5 Rd8 24. Be5 Re6 25. Bf6!

Eftir ţennan sterka leik á svartur erfitt međ ađ losa um sig. Hann ţolir alls ekki uppskipti á f6.

25. ... He8 26. Re5 Dd6 27. Kh1?

Ónákvćmur leikur. Sjálfsagt var 27. H4 og svartur á erfitt međ ađ losa um sig.

gs7q19oi.jpg27. ... Rxg5!

Grípur tćkifćriđ. Svartur fćr losađ um sig og hefur ađeins betri peđastöđu eftir uppskiptin.

28. Bxg5 f6 29. Bxf6 Dxf6 30. He1 c6 31. Kg2 Rc8 32. R3g4 Dd8 33. Rd3 Hxe1 34. Rxe1 Rd6 35. Rd3 Rf5

Og nú er svartur kominn međ ađeins betra tafl.

36. Dh3 Bf8 37. Re3 Dg5+ 38. Kf1 Rxe3+ 39. fxe3 Kg7 40. Rf4 Df6 41. Ke2 Bd6 42. Dg4 Kf7 43. h3 h5 44. Dc8 De7 45. Rd3 Kf6 46. b3 Kg5! 47. c4 Kh4!

Kóngurinn rćđst inn. Virđist djörf ákvörđun í endatafli međ drottningum á borđinu en peđin skýla honum vel og riddarinn er skrefstuttur.

48. c5 Bg3 49. b4 Df7 50. a4 g5 51. Kd2 Bh2 52. Re1 Kg3 53. Rc2 Bg1 54. Dd8 Kh4 55. Dc8 Bf2 56. Ke2 Kg3 57. Dd8 Df5 58. Kd2 Kxh3 59. b5 g4 60. bxc6 bxc6 61. Rb4 g3 62. Rd3 g2

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

----------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. desember

Skákţćttir Morgunblađsins


Átta stórmeistarar međ í Friđriksmóti Landsbankans sem hefst kl. 13

 

Kátir fjórmenningar

Hvorki meira né minna en átta stórmeistarar taka ţátt í Friđriksmóti Landsbankans - Íslandsmótinu í hrađskák sem fram fer í dag í útibúi bankans í Austurstrćti. Sjálfur Friđrik Ólafsson, er reyndar vant viđ látinn ţar sem hann er tefla međ úrvalsliđi heldri borgara gegn skákkonum í Tékklandi en biđur fyrir kćrri kveđju til keppenda og gesta.

Hér er um rćđa bćđi langsterka og fjölmennasta hrađskákmót ársins. Ađalskák hverrar umferđar verđur varpađ á risaskjá og veitingar eru á skákstađ bćđi fyrir keppendur og gesti. 

Stórmeistararnir átta eru: Jóhann Hjartarson (2592), Helgi Ólafsson (2547), Hannes Hlífar Stefánsson (2512), Henrik Danielsen (2507), Jón L. Árnason (2498), Stefán Kristjánsson (2486), Helgi Áss Grétarsson (2464) og, sjálfur Íslandsmeistarinn í skák, Ţröstur Ţórhallsson (2441). Sex alţjóđlegir meistarar taka ţátt og ţeirra á međal landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2516). Keppendalistann í heild sinni má finna á Chess-Results.

Mótiđ hefst kl. 13 og stendur til kl. 16.30. Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Efsti keppandi mótsins verđur Íslandsmeistari í hrađskák. Verđi tveir eđa fleiri efstir rćđur stigaútreikningur. Sigurvegari mótsins í fyrra og núverandi Íslandsmeistari í hrađskák er Henrik Danielsen.

Hćgt er ađ skrá sig á biđlista á mótiđ en upplýsingar um stöđu skráninga má finna hér. Skráđir keppendur, sem ekki geta veriđ međ eru beđnir um ađ láta vita međ tölvupósti í netfangiđ gunnar@skaksamband.is til ađ ađrir geti komist ađ.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2)   60.000 kr.
  • 3)   50.000 kr.
  • 4)   30.000 kr.
  • 5)   20.000 kr.

Ađalverđlaun skiptast séu menn jafnir ađ vinningum.  

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
  • Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig. Reiknuđ eru stig séu menn jafnir og efstir. 

Ţetta er níunda áriđ í röđ sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Fyrri sigurvegarar:

  • 2011 - Henrik Danielsen
  • 2010 - Jón Viktor Gunnarsson og Ţröstur Ţórhallsson
  • 2009 - Héđinn Steingrímsson
  • 2008 - Helgi Ólafsson
  • 2007 - Héđinn Steingrímsson
  • 2006 - Helgi Áss Grétarsson
  • 2005 - Jón Viktor Gunnarsson og Arnar E. Gunnarsson
  • 2004 - Jóhann Hjartarson og Stefán Kristjánsson

Skákgyđjan í jólaskapi: Stuđ vors lands í Vin á mánudaginn!

SOR9789935416551Ţađ er hćgt ađ bóka góđa stemmningu, gómsćtar veitingar og vegleg verđlaun á Jólaskákmóti Vinjar, Hverfisgötu 47, sem haldiđ verđur á mánudaginn klukkan 13. Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.

Sigurvegarinn fćr veglegan bikar og nafnbótina ,,Jólasveinninn 2012" og auk ţess eru veitt verđlaun í ýmsum flokkum. Sigurlaunin eru heldur ekki af lakari endanum: Stórbókin ,,Stuđ vors lands" eftir dr. Gunna, sem geymir samanlagđa poppsögu Íslands og er einn af kjörgripum jólabókaflóđsins.

Sögur útgáfa, sá holli vinur Skákfélags Vinjar, gefur fleiri vinninga, m.a. spennutryllinn ,,Una" eftir Óttar Norđfjörđ, ,,Svörtu bókina" eftir Veru Illugadóttur og Helga Hrafn Guđmundsson, ,,Gísla á Uppsölum" eftir Ingibjörgu Reynisdóttur og hinar fjörlegu fótboltabćkur Illuga Jökulssonar.

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu ţrjú sćtin, en auk ţess fyrir bestan árangur kvenna, barna á grunnskólaaldri, eldri borgara og liđsmanna Vinjar.

Ţá verđur tćkifćriđ notađ og nokkrir liđsmenn í Skákfélagi Vinjar heiđrađir fyrir framfarir og góđa ástundun á árinu.

Ađ mótinu standa Skákfélag Vinjar og Skákakademían. Allir eru velkomnir í Vin og ţátttaka er ókeypis.


Hilmir Freyr sigurvegari Jólamóts Skákakademíu Kópavogs og Skákskólans

 

069

Hilmir Freyr Heimisson sigrađi á Jólamóti Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands sem fram fór í Stúkunni á Kópavogsvelli á föstudaginn. Skákakademía Kópavogs og Skákskólinn haft međ sér samstarf undanfarin misseri og hefur Helgi Ólafsson haft yfirumsjón međ kennslu og ţjálfun á ţessum vettvangi. Viđ upphaf mótsins var hin nýstofnađa skákdeild Breiđabliks kynnt en fulltrúi  hennar, Halldór Grétar Einarsson vann viđ undirbúning mótsins og sá um skákstjórn ásamt Helga. 

 

2012 12 14 16.43.32Sigurvegarinn  Hilmir Freyr Heimisson var búinn ađ vinna allar skákir sína eftir fyrstu umferđirnar af sjö en geri síđan stutt jafntefli viđ Sóley Lind Pálsdóttur í lokaumferđinni. Sóley Lind varđ í 2. sćti. Búist var viđ barátt Hilmis Freys og Vignis Vatnars um efsta sćtiđ en í fyrstu umferđ tapađi Vignir Vatnar óvćnt fyrir Hafţóri Helgasyni. Lokamótiđ fór fram í einum flokki en jafnframt keppt var um verđlaun í flokki ţeirra sem hafa íslensk eđa alţjóđleg elo-stig og jafnframt keppt í flokki stigalausra. Veitt voru ein verđlaun fyrir bestan árangur stúlkna. Lokaniđurstađan í mótinu varđ ţessi.

Verđlaunahafar í lokamóti Skákakademíu Kópavogs og Skákskóla Íslands. Mótsstig voru látin skera úr um ef keppendur voru jafnir ađ vinningum. 

Stigamenn:

1. Hilmar Freyr Heimisson 6 ˝ v. 2. Felix Steinţórsdóttir 5 v. 3. Vignir Vatnar Stefánsson 5 v.

Bestur árangur stúlkna:2012 12 14 16.42.49

1. Sóley Lind Pálsdóttir 5 ˝   af 7.   - varđ í 2. sćti í mótinu

Stigalausir:

1. Jason Andri Gíslason 4 v. 2. Benedikt Árni Björnsson 4 v. 3. Aron Ingi Woodard 4 v.

 

2012 12 14 16.42.22 1Áđur en jólamótiđ hófst voru afhentar viđurkenningar fyrir lausnir á brons- og silfurverkefnum sem  samstarfsađilarnir hafa búiđ til og fengu ţeir sem lokiđ hafa ţessum verkefnum bćklinginn og merkin. Fjórir fengu bronsmerki ţ.á.m.sigurvegarinn í stigalausa flokknum Jason Andri en flestir voru ađ kljást viđ silfurmerkin.  Enn hefur enginn fengiđ gullmerkiđ.

Myndaalbúm (GB, HGE og Kó)


Friđrik međ jafntefli í dag

Friđrik teflir viđ HavlíkováFriđrik Ólafsson (2419) gerđi stutt jafntefli viđ tékknesku skákkonuna Kristýna  (2310) í sjöundu og nćstsíđustu umferđ í keppni heldri borgara og skákkvenna sem fram fór í Tékklandi í dag. Heldri borgararnir unnu umferđ dagsins sína fjórđu umferđ í röđ í dag og hafa nú jafnađ metin 14-14 en eftir ađ hafa veriđ 5 vinningum undir eftir 3 umferđir.  Wolfgang Uhlmann (2310) var eini sigurvegari dagsins. 

Lokaumferđin fer fram á morgun og hefst klukkustund fyrr en venjulega eđa kl. 13. Ţá teflir Friđrik viđ rússnesku skákkonuna Alina Kaslinskaya (2344).

Friđrik getur ţví ekki tekiđ ţátt í sjálfu Friđriksmótinu ađ ţessu sinni en heiđrar ţó heldur betur mótiđ og íslenska skákhreyfingu međ ţví ađ tefla á ţessu afar skemmtilega skákmóti.

Í liđi heldri skákmanna eru auk Friđriks ţeir Romanish (2530), Hort (2455) og Uhlmann (2310) en kvennaliđiđ skipa ţćr Gunina (2514),  Sachdev (2400), Kaslinskaya (2344) og Havlikova (2310). Tefld er tvöföld umferđ, ţ.e. allir heldri skákmennirnir tefla tvisvar viđ hverja skákkonu.

KR-pistill: Fimm Gunnarar einum of ?

GUNNAR X 5Ţađ ríkti hálfgert stríđástand í Kaplaskjólinu sl. mánudag ţegar 26   tafláráttupersónuleikaraskađirskákgeggjarar streymdu ţangađ til vikulegra stríđsleika á 64 reitum. Á ţeim á bć grafa menn ekki stríđsaxirnar ţó jólin séu í nánd enda allt hamhleypur á skákborđinu sem ekkert fćr stöđvađ ţegar máttćkifćri gefast.  Ćgir ţar saman hágćđa taflmennsku, farsakenndum skáktilraunum eđa hastarlegum rústabjörgunum allt eftir efnum og ástćđum.

 Til bćta gráu ofan á svart var engu líkara en forseti Skáksambandsins hefđi fengiđ "bráđaskákóţreyjupersónuleikastreituröskunnartilfelli" ţví hann birtist ţar allt í einu óvćnt. Međ ţangađkomusinni tókst honum af stakri útsjónarsemi ađ slá  ţrjár flugur í einu höggi,  ţađ ađ heiđra einn öflugasta skákklúbb landsins međ nćrveru sinni, tefla sér til óbóta og afţreyingar og ađ komast á pall (fyrir gestrisnisakir?). Fréttaritari var ekki á stađnum og ţví ekki til vitnis um nánari framgang mála.   

Ţađ vakti sértaka athygli ađ hvorki meira né minna en 5 GUNNARAR voru međ í mótinu,  nánast fimmti hver keppandi. Spurning um hvort ekki verđi ađ setja hámark á ţetta,  ţví ţađ getur reynst sumum ofraun ađ mćta svo mörgum Gunnurum í röđ.  Stundum heyrđust kvartanir yfir ţví á árum áđur ţegar keppendur mćttu of mörgum nöfnum í sama mótinu svo sem Ólafssonum i tveimur umferđum í röđ eđa nú Ţorfinnssonum.

Fimm nafnar kann ađ vera er einum of mikiđ í ljósi ţess ađ í Wikipediu alfrćđiorđabókinni er ţessi skýring gefin á heitinu Gunnar(r): "Gunnar is a male first name of Nordic origin (Gunnarr)The name Gunnar means fighter, soldier and attacker, but mostly is referred to by the Viking saying which mean Brave and Bold warrior".  Vissulega viđeigandi nafn yfir skákvígamenn eđa meistara, sem betra er ađ vera á verđi gegn.   

Gunnar Birgisson, (léttfeti) sigrađi međ 9.5 vinningi af 13 mögulegum,  Gunnar Björnsson (hellisbúi) í 2.-3. sćti á eftir Sigurđi Áss Grétarssyni (spútnik) međ 9v, en lćgri á stigum, hinn sigursćli öldungur Gunnar Gunnarsson var ekki langt undan, Gunnar Skarphéđinsson og Gunnar Finnsson í miđjum hópi ađ ţessu sinni međ 50%, sem ţykir gott í jafnmiklu hörkuhrađskákmóti sem ţessu.

Sjá međf. mótstöflu.

 

KR MÓTSTAFLA 10.12.12

 

Ţrátt fyrir ítarlega athuganir og bollaleggingar hefur lagagúrúnum KriSt formanni ekki tekist ađ finna lagatćknileg rök eđa klćki til ţess ađ aflétta helgihaldi af mánudagskvöldunum 24. desember og 31. desember og ţví falla áformađir skákleikar ţá daga niđur ađ ţessu sinni.  

JÓLAHRAĐskákmót KR fer hins vegar fram međ pomp og prakt á mánudagskvöldiđ kemur ţann 17. desember og ţá verđur eins og jafnan glatt á hjalla ef ađ líkum lćtur. Ýtt verđur á viđburđabjölluna kl. 19.30  Jólapakkar og "vinninga" happdrćtti.

ESE- skákţankar 15.12.12


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 176
  • Frá upphafi: 8780279

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 106
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband