Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
21.8.2011 | 17:30
Málþing og skák í Skálholti

Síðar hélt málþingið áfram í fyrirlestrasal Skálholtsskóla þar sem innlendir og erlendir fræðimenn og kenningasmiðir fluttu erindi sín
og tókust á um líklegan uppruna þeirra.
Það sem mikla athygli vakti í hádegishléi var kapptefli þeirra Friðriks

Ólafssonar, stórmeistara, fyrrv. forseta FIDE og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, alþingismanns og fyrrv. forseta SÍ. Þau telfdu eina 7 mínútna hraðskák með afsteypum (replikum) af hinum fornu sögualdarskákmönnum sem málþingsgestir og aðrir fylgdust með af miklum áhuga. Skákinni lauk með sigri Friðríks eftir að Lilja hafði misgripið sig á mönnum, berserk (hrók) og biskup, sem leiddi til lakara talfs.
Keppt var um "Cup" frá Breska Þjóðminjasafninu, með eftirmyndum af hinum sögufrægu og leyndardómsfullu taflmönnum, en upprunni þeirra er mönnum enn hulin ráðgáta og engu hægt að slá föstu um hann að öðru leyti en því að þeir eru örugglega norrænir og gerðir annað hvort í Noregi eða á Íslandi, sem fræðimennirnir voru sammála um.
Myndaalbúm: http://www.skak.blog.is/album/malting_og_skak_2011/
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2011 | 14:57
Skákhátíð á Menningarnótt
Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við fjölmarga gesti og þátttakendur á Skákhátíð Skákakademíunnar á Menningarnótt. Sólin skein svo glatt að dagskráin var færð út á stéttina við Tjarnargötuna.
Stefán leifturfljótur

Gleðin hófst svo með Reykjavíkurmótinu í Leifturskák 2011. Átta grjótharðir keppendur tefldu tvöfalda umferð allir við alla. Lætin voru mikil enda keppendur bara með eina mínúta á klukkuna fyrir alla skákina. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með miklum klukkubarningi og fljúgandi taflköllum í allar áttir. Fyrir síðustu umferðina voru Stefán Kristjánsson og Björn Þorfinnsson efstir með 10 vinninga og mættust í lokaumferðinni. Aðrar skákir umferðarinnar voru kláraðar fyrst og svo tefldu þeir félagar. Fór svo að Stefán lagði Björn tvíveigis og telst því hraðasti skákmaður Reykjavíkur. Gaman hefði verið að sjá Arnar Gunnarsson meðal keppenda en hann átti ekki heimangengt. Aðrir keppendur voru: Hjörvar Steinn, Halldór Brynjar, Jón Viktor, Vignir Vatnar, Oliver Aron og Ingvar Þór.
Myndbandið frá skák Stefáns og Björns er tekið af Jóni Viktori Gunnarssyni
Hrafn og Guðlaug einvígismeistarar
Í næsta viðburði var Hrafn Jökulsson í fríðum hópi kvenna: Guðlaug Þorsteinsdóttir og Inga Birgisdóttir eru báðar fyrrverandi Íslandsmeistarar kvenna og tefldu þær hraðskákeinvígi; Guðlaug við Doniku Kolica og Inga við Hrafn. Hinn mikli sóknarskákmaður Hrafn Jökulsson lagði Ingu Birgis 3-1 og hin reynda Guðlaug sigraði hina efnilegu Doniku örugglega.
Dráttur á Menningarnótt
Fyrri hluti Íslandsmótsins í skák fer fram eftir nokkrar vikur. Því var kominn tími á að draga í töfluröð í 1. og 2. deild. Fjölmargir forsvarsmenn félaganna voru mættir í dráttinn sem forseti SÍ Gunnar Björnsson stjórnaði. Á meðan á drættinum stóð var sýnd upptaka af síðustu skák Jóhanns Hjartarsonar gegn Viktori Kortsnoj í St.John í Kanada 1988. Það var skemmtileg stund enda Jóhann sjálfur á staðnum.
Hrund náði jafntefli gegn stórmeistaranum
Næsti viðburður var einmitt fjöltefli Jóhanns gegn Rimskælingum og Vigni Vatnari Stefánssyni. Rimaskóli teflir senn á NM barna- og grunnskólasveita og Vignir fer á Evrópumót barna í Búlgaríu í september. Mikill fjöldi fylgdist með fjölteflinu enda Jóhann enn landsþekktur fyrir skákafrek sín á fyrri árum. Hrund Hauksdóttir tefldi einna best krakkanna og náði jafntefli en Jóhann vann allar hinar sex skákirnar.
Nansý sigraði í Stelpuskák
Það voru nokkrar kynslóðir skákkvenna sem sameinuðust í Stelpuskákinni sem var næst á dagskrá. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir komst fyrst í kvennalandslið íslands fyrir rúmum þremur áratugum - áður en allir hinir keppendurnir fæddust. Inga Birgisdóttir varð Íslandsmeistari kvenna 1999 og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir tók titilinn um áratug síðar. En sú sem stóð uppi sem sigurvegari í Stelpuskákinni er víst ekki fædd fyrren 2002! Nansý Davíðsdóttir varð hálfum vinningi á undan Ingu, Hallgerði og Tinnu Kristínu; fékk 6.5 vinning úr átta skákum. Aðrir keppendur voru: Donika Kolica, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Elín Nhung og Hrund Hauksdóttir.
Víkingar tefla
Víkingaskák hefur náð nokkrum vinsældum á síðustu árum og hefur Víkingaklúbburinn styrkst töluvert fyrir baráttuna í 2. deild á komandi vetri. Nokkrir félagar í klúbbnum mættu til leiks og sýndu Víkingaskák og hennar helstu brellur og brögð.
Ugla mátaði Máta
Hinir vösku Mátar ráku svo lokahöggið á þennan skemmtilega dag í Skákakademíunni. Blésu þeir félagar til hraðskákmóts með nokkrum gestum. Hart var barist að hætti Máta en fór svo að lokum að gestrisnin hafði yfirhöndina þar sem Jón Viktor Gunnarsson hafði tryggt sér sigur í mótinu fyrir síðustu umferð. Bestur Máta var eins og oft áður einn besti Drekaskákmaður landsins Arnar Þorsteinsson.
Bjössi bóksali mætti

Fyrir utan alla þessa viðburði var Sigurbjörn bóksali með sölu á skákbókum og einvígisborðið frá Fischer - Spassky vakti athygli og raunar tilfinningauppnámi nokkurra útlendinga! Fjölmargir skákforeldrar litu svo við og kynntu sér starfssemi Skákakademíunnar sem senn hefur skákkennslu sína í skólum Reykjavíkur enda nýtt skólár að ganga í garð.
Dagurinn heppnaðist í alla staði vel og skákdagskrá á menningarnótt er komin til að vera.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2011 | 16:09
Íslandsmót skákfélaga: Töfluröð
Dregið var um töfluröð Íslandsmóts skákfélaga í dag í Skákakademíunni. Drátturinn var hluti af dagskrá Akademíunnar í tilefni menningarnætur. Töfluröðin er sem hér segir:
1. deild:
- Taflfélag Bolungarvíkur a-sveit
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélagið Mátar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Skákdeild Fjölnis
- Taflfélagið Hellir
- Taflfélag Reykjavíkur
- Taflfélag Bolungarvíkur b-sveit
- Skákfélagið Goðinn
- Taflfélag Akraness
- Skákfélag Reykjanesbæjar
- Víkingaklúbburinn
- Taflfélag Reykjavíkur b-sveit
- Skákdeild Hauka
- Skákdeild KR
- Taflfélagið Hellir b-sveit
Umferð |
|
|
|
|
1 | 1:8 | 2:7 | 3:6 | 4:5 |
2 | 8:5 | 6:4 | 7:3 | 1:2 |
3 | 2:8 | 3:1 | 4:7 | 5:6 |
4 | 8:6 | 7:5 | 1:4 | 2:3 |
5 | 3:8 | 4:2 | 5:1 | 6:7 |
6 | 8:7 | 1:6 | 2:5 | 3:4 |
7 | 4:8 | 5:3 | 6:2 | 7:1 |
20.8.2011 | 07:00
Skákhátíð fjölskyldunnar - opið hús hjá Akademíunni á menningarmót
Skákakademía Reykjavíkur, Tjarnagötu 10a, býður gestum Menningarnætur upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 13-20. Hver atburðurinn rekur annan og milli þeirra geta gestir leyst skákþrautir, gripið í tafl og margt fleira. Einvígisborð frá einvígi Fischers og Spassky 1972 verður til sýnis ásamt öðrum munum frá einvíginu. Hljóðupptökur frá útvarpsþáttum Guðmundar Arnlaugssonar og sjónvarpsupptökur frá einvígi Jóhanns og Kortsnojs 1988. Skákbækur og skákborð til sölu.
13:30 Reykjavíkurmótið í Leifturskák
15:00 Þrjú hraðskákeinvígi
Donika Kolica - Guðlaug Þorsteinsdóttir
Hrafn Jökulsson - Inga Birgisdóttir
Stefán Kristjánsson - Nansý Davíðsdóttir
15:30 Dregið í töfluröð í 1. og 2. deild á Íslandsmótinu í skák
16:00 Klukkufjöltefli Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara gegn grunnskólasveit Rimaskóla
17:00 Stelpumót í hraðskák
19:00 Kynning á Víkingaskák
20:00 Mátar tefla
Spil og leikir | Breytt 18.8.2011 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2011 | 06:30
Dregið um töfluröð Íslansmóts skákfélaga í dag
Dregið verður um töfluröð í 1. og 2. deild Íslandsmóts skákfélaga á laugardag. Drátturinn verður hluti af opnu húsi í Skákakademíunni á menningarmót. Drátturinn hefst kl. 15:30 og eru forsvarsmenn liða í 1. og 2. deild hvattir til að fjölmenna eða senda fulltrúa fyrir sig.
Spil og leikir | Breytt 18.8.2011 kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2011 | 20:00
„Okkar efnilegasta skákkona“
Nansý Davíðsdóttir, sem er aðeins níu ára og stundar nám við Rimaskóla í Reykjavík, þykir ein efnilegasta skákkona landsins. Reyndir menn segja að enginn geti gengið út frá því sem vísu að vinna Nansý, á hvaða aldri sem hann er.
„Ég byrjaði að tefla í skólanum þegar ég var sjö og hálfs árs. Mamma mín vildi að ég lærði skák því það væri gott fyrir heilann. Mér finnst gaman að tefla af því ég fæ alltaf verðlaun," segir Nansý. Stærðfræði er uppáhaldsfagið hennar í skólanum en hún stundar líka dans. Nansý er Íslandsmeistari með Rimaskóla, Íslandsmeistari stúlkna 2011 og hefur verið virk í þjálfun hjá Skákakademíu Reykjavíkur og Skákskóla Íslands.
Ætlar að kenna bróður sínum
„Ég ætla að kenna bróður mínum skák þegar hann verður átta ára," segir Nansý en bróðir hennar er fimm ára. „Ég ætla að vera skákkennari þegar ég er orðin stór... nei, skákmeistari!" segir Nansý stolt, en hún stendur sig afburðavel í skólanum og er mjög fljót að klára námsefnið að sögn skólastjóra Rimaskóla, Helga Árnasonar. Foreldrar Nansýar eru kínversk og hún talar líka kínversku en finnst svolítið erfitt að skrifa málið. Skemmtilegast finnst henni að tefla. „Ég er búin að tefla og fara á æfingar í allt sumar," segir Nansý.Á heimsmælikvarða
„Hún er efnilegasta skákkonan í dag, það er ekki spurning, þetta er alveg stórmerkileg stelpa, rosalega öguð og einbeitt, alveg einstök," segir Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands.„Hún hefur gott auga fyrir taktík og getur náð mikilli einbeitingu við borðið," segir Stefán Bergsson, æskulýðsfulltrúi hjá Skáksambandi Íslands. Hún er komin í skáksveit Rimaskóla og mun taka þátt í Norðurlandamóti barnaskólasveita. Helgi segir að henni hafi einnig verið boðið að taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í haust. „Hún virðist vera með miklu meiri færni en gengur og gerist og er greinilega svakalega gáfuð, hefur gott skap og metnað. Við getum mátað hana við bestu skákmenn heims á hennar aldri," segir Helgi.
Markmið Skáksambands Íslands er að fylgja henni vel eftir," segir Helgi. Norðurlandamót barnaskólasveita verður haldið í Danmörku 8. til 11. september næstkomandi.
-------------------------------------
Grein þessi birtist á baksíðu Morgunblaðsins, föstudaginn, 12. ágúst. Maríu Elísabetu Pallé, sem skrifaði greinina, Árna Sæberg, og sjálfu Morgunblaðinu er þakkað kærlega fyrir að leyfa birtingu hér á Skák.is.
Spil og leikir | Breytt 13.8.2011 kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2011 | 07:00
Meistaramót Hellis hefst á mánudagskvöld
Meistaramót Hellis 2010 hefst mánudaginn 22. ágúst klukkan 19:30. Mótið er 7 umferða opið kappskákmót sem lýkur 8. september. Vegleg og fjölbreytt verðlaun eru í boði. Þar sem Hellir á 20 ára afmæli á árinu eru aðalverðlaun höfð hærri en venja hefur verið. Umhugsunartíminn verður 1½ klst. á skákina auk hálfrar mínútu á hvern leik.
Mótið er öllum opið og er reiknað til alþjóðlegra skákstiga. Skráning er hafin á heimasíðu Hellis. Upplýsingar um þegar skráða keppendur má nálgast hér.
Teflt er á mánudögum og miðvikudögum og svo er tekin ein þriðjudagsumferð í byrjun móts. Umferðir hefjast kl. 19:30. Hlé verður á mótinu þegar Norðurlandamótið grunnskólasveita fer fram í Reykjavík.
Aðalverðlaun:
- 50.000
- 25.000
- 15.000
Upplýsingar um aukaverðlaun koma síðar.
Þátttökugjöld:
- Félagsmenn kr. 2.000; aðrir 3.000-
- Unglingar 15 ára og yngri: Félagsmenn: 1.500; Aðrir 2.000.
- Allir titilhafar fá frítt í mótið
Umferðartafla:
- 1. umferð, mánudaginn, 22. ágúst, kl. 19:30
- 2. umferð, þriðjudaginn, 23. ágúst, kl. 19:30
- 3. umferð, miðvikudaginn, 24. ágúst, kl. 19:30
- 4. umferð, mánudaginn, 29. ágúst, kl. 19:30
- 5. umferð, miðvikudaginn, 31. ágúst, kl. 19:30
- 6. umferð, mánudaginn, 5. september, kl. 19:30
- 7. umferð, miðvikudaginn, 7. september, kl. 19:30
Spil og leikir | Breytt 29.7.2011 kl. 10:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2011 | 07:00
Skákhátíð fjölskyldunnar - opið hús hjá Akademíunni á menningarmót
Skákakademía Reykjavíkur, Tjarnagötu 10a, býður gestum Menningarnætur upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 13-20. Hver atburðurinn rekur annan og milli þeirra geta gestir leyst skákþrautir, gripið í tafl og margt fleira. Einvígisborð frá einvígi Fischers og Spassky 1972 verður til sýnis ásamt öðrum munum frá einvíginu. Hljóðupptökur frá útvarpsþáttum Guðmundar Arnlaugssonar og sjónvarpsupptökur frá einvígi Jóhanns og Kortsnojs 1988. Skákbækur og skákborð til sölu.
13:30 Reykjavíkurmótið í Leifturskák
15:00 Þrjú hraðskákeinvígi
Donika Kolica - Guðlaug Þorsteinsdóttir
Hrafn Jökulsson - Inga Birgisdóttir
Stefán Kristjánsson - Nansý Davíðsdóttir
15:30 Dregið í töfluröð í 1. og 2. deild á Íslandsmótinu í skák
16:00 Klukkufjöltefli Jóhanns Hjartarsonar stórmeistara gegn grunnskólasveit Rimaskóla
17:00 Stelpumót í hraðskák
19:00 Kynning á Víkingaskák
20:00 Mátar tefla
Spil og leikir | Breytt 18.8.2011 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2011 | 23:58
Perlan - Arnar Gunnarsson sigraði á afar vel sóttu Borgarskákmóti
Alþjóðlegi meistarinn Arnar Gunnarsson, sem tefldi fyrir Perluna sigraði á mjög vel sóttu Borgarskákmóti, sem fram fór á 224 ára afmælisdegi borgarinnar í Ráðhúsinu í dag. Arnar hlaut 6,5 vinningí 7 skákum, leyfði aðeins jafntefli gegn Birni Ívari Karlssyni. Matsölustaðir voru einnig í 2.-3. sæti en Tómas Björnsson, sem tefldi fyrir Tapas barinn, og Davíð Kjartansson, sem tefldi fyrir Hamborgabúllu Tómasar, urðu í 2.-3. sæti. Óttarr Ólafur Proppé, borgarfulltrúi, og
formaður stjórnar Skákakademíu Reykjavíkur, setti mótið og lék fyrsta leikinn fyrir landsliðsmanninn, Hjörvar Stein Grétarsson.
91 skákmaður tók í mótinu sem tekst afar góð þátttaka.
Skákstjórn var í öruggum höndum Vigfúsar Ó. Vigfússonar, formanns Hellis, og Sigurlaugar R. Friðþjófsdóttur, formanns TR, en félögin stóðu fyrir mótinu í sameiningu.
Myndaalbúm mótsins (VÓV)
Place | Name Feder | Rtg | Score |
1 | Perlan hf, Arnar Gunnarsson | 2420 | 6,5 |
2-3 | Tapas barinn, Tómas Björnsson | 2150 | 6 |
Hamborgarabúlla Tómasar, Davíð Kjartansson | 2150 | 6 | |
4-6 | Slökkvilið höfuðborgarsvæ, Björn Ívar Karlsson | 2231 | 5,5 |
Guðmundur Arason ehf, Ólafur B Þórsson | 2200 | 5,5 | |
Faxaflóahafnir, Stefán Kristjánsson | 2400 | 5,5 | |
7-9 | MP Banki, Björn Þorfinnsson | 2420 | 5 |
Olís, Hjörvar Steinn Grétarsson | 2440 | 5 | |
Suzuki bílar, Magnús Örn Úlfarsson | 2384 | 5 | |
Nasa, Sigurður Daði Sigfússon | 2330 | 5 | |
Vínbarinn, Arnar Þorsteinsson | 2250 | 5 | |
Verkís, Erlingur Þorsteinsson | 2130 | 5 | |
Pósturinn, Guðmundur Kjartansson | 2310 | 5 | |
Jómfrúin, Sverrir Þorgeirsson | 2260 | 5 | |
Samiðn, Bragi Halldórsson | 2250 | 5 | |
Gámaþjónustan hf, Hallgerður Helga Þorstein | 2030 | 5 | |
Jón Gunnar Jónsson, | 1600 | 5 | |
Arion Banki, Rúnar Berg | 2134 | 5 | |
N1, Sverrir Örn Björnsson | 2100 | 5 | |
20-23 | Mannvit, Gunnar Björnsson | 2120 | 4,5 |
Grand Hótel Reykjavík, Ögmundur Kristjinsson | 2050 | 4,5 | |
Hlöllabátar, Sigurður Ingason | 1950 | 4,5 | |
Einar Ben, Atli Freyr Kristjánsson | 2050 | 4,5 | |
24-41 | Ingi Tandri Traustason, | 1790 | 4 |
Mjólkusamsalan, Gunnar Freyr Rúnarsson | 1970 | 4 | |
Ölstofan, Stefán Bergsson | 2050 | 4 | |
Eimskipafélag Íslands, Stefán Þór Sigurjónsson | 2020 | 4 | |
Félag Bókagerðarmanna, Kristján Örn Elíasson | 1906 | 4 | |
Góa Linda, Helgi Brynjarsson | 1980 | 4 | |
Forsætisráðuneytið, Hilmar Þorsteinsson | 1780 | 4 | |
Jóhann Björg Jóhannsdótti, | 1820 | 4 | |
Hótel Borg, Sæbjörn Guðfinnson | 1950 | 4 | |
Reykjavíkurborg, Bjarni Sæmundsson | 1900 | 4 | |
Magnús Jónsson, | 4 | ||
Karl Thoroddsen, | 4 | ||
Örn Stefánsson, | 1670 | 4 | |
Íslensk erfðagreining, Bjarni Hjartarson | 2150 | 4 | |
Palsson, Halldór | 4 | ||
Íslandsbanki, Örn Leó Jóhannsson | 1889 | 4 | |
Dagur Ragnarsson, | 1966 | 4 | |
Dawid Kolka, | 1200 | 4 | |
42-51 | Oliver Aron Jóhannesson, | 1540 | 3,5 |
Tinna Kristín Finnbogadót, | 1800 | 3,5 | |
Árni Thoroddsen, | 3,5 | ||
Sigurðsson, Birgir | 3,5 | ||
Guðmundur Gunnlaugsson, | 3,5 | ||
Hilmir Freyr Heimisson, | 3,5 | ||
Stefán Pétursson, | 1400 | 3,5 | |
Efling stétarfélag, Pálmi Pétursson | 2100 | 3,5 | |
Símon Þórhallsson, | 3,5 | ||
Jón Víglundsson, | 2150 | 3,5 | |
52-70 | Arnljótur Sigurðsson, | 1500 | 3 |
Hrund Hauksdóttir, | 1560 | 3 | |
Birkir Karl Sigurðsson, | 1550 | 3 | |
Hrafn Jökulsson, | 3 | ||
Ingibjörg Edda Birgisdótt, | 1500 | 3 | |
Unnar Þór Bachman, | 1960 | 3 | |
Sigurlaug Friðþjófsdóttir, | 1796 | 3 | |
Hjörtur Jóhannsson, | 1400 | 3 | |
Finnur Kr, Finnsson, | 1200 | 3 | |
Carlsson, Carl Johan | 3 | ||
Gunnar Nikulásson, | 1540 | 3 | |
Elsa María Kristínardótti, | 1690 | 3 | |
Csaba Daday, | 1500 | 3 | |
Nancy Davíðsdóttir, | 3 | ||
Vignir Vatnar Stefánsson, | 1250 | 3 | |
Bjarki Arnaldarson, | 3 | ||
Gunnar Örn Haraldsson, | 3 | ||
Ásgeir Sigurðsson, | 3 | ||
Páll Þórhallsson, | 3 | ||
71-74 | Svandís Rós Ríkharðsdótti, | 2,5 | |
Heimir Páll Ragnarsson, | 1120 | 2,5 | |
Óskar Long Einarsson, | 1450 | 2,5 | |
Nhung, Elín | 2,5 | ||
75-85 | Sorpa, Aron Ingi Óskarsson | 1800 | 2 |
Kristófer Jóel Jóhannesso, | 2 | ||
Guðmundur G, Guðmundsson, | 1500 | 2 | |
Jón Trausti Harðarson, | 2 | ||
Hildur Berglind Jóhannsdó, | 1120 | 2 | |
Þorvaldur Kári Inveldarso, | 2 | ||
Landsbanki Íslands, Halldór Garðarson | 1850 | 2 | |
Þorsteinn Guðlaugsson, | 2 | ||
Guðmundur Agnar Bragason, | 2 | ||
Björgvin Kristbergsson, | 1200 | 2 | |
Pétur Jóhannesson, | 1100 | 2 | |
86-88 | Estanislao Plantada Siura, | 1420 | 1,5 |
Sigurður Kjartansson, | 1,5 | ||
Fannar Ingi Grétarsson, | 1,5 | ||
89-90 | Veronika Steinunn magnúsd, | 1400 | 1 |
Donika Kolica, | 1 | ||
91 | Alísa Helga Svansdóttir, | 0,5 |
Spil og leikir | Breytt 19.8.2011 kl. 08:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2011 | 19:14
Íslandsmót skákfélaga: Dregið um töfluröð á laugardag
Dregið verður um töfluröð í 1. og 2. deild Íslandsmóts skákfélaga á laugardag. Drátturinn verður hluti af opnu húsi í Skákakademíunni á menningarmót. Drátturinn hefst kl. 15:30 og eru forsvarsmenn liða í 1. og 2. deild hvattir til að fjölmenna.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 10
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 178
- Frá upphafi: 8779116
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar