Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
11.5.2011 | 16:00
Stigamót Hellis fer fram 1.-3. júní
Stigamót Taflfélagsins Hellis verður haldið í níunda sinn sinn dagana 1.-3. júní. Fyrirkomulag mótsins hefur verið mismunandi í gegnum tíðina en að þessu sinni er mótið haldið í kringum uppstigningadaginn þannig að keppendur munu eiga frí helgina á eftir. Góð verðlaun eru í boði á mótinu og mótið er opið öllum. Skráning fer fram á heimasíðu Hellis.
Þátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verðlaunasjóð mótsins.
Síðasta tækifæri fyrir marga til að tefla kappskákir innanlands í sumar.
Núverandi Stigameistari Hellis er Guðmundur Gíslason.
Umferðatafla:
- 1.-4. umferð, miðvikudaginn 1. júní (19:30-23:30)
- 5. umferð, fimmtudaginn 2. júní (11-15)
- 6. umferð, fimmtudaginn 2. júní (17-21)
- 7. umferð, föstudaginn 3. júní (19:30-23:30)
Verðlaun:
- 1. 50% af þátttökugjöldum
- 2. 30% af þátttökugjöldum
- 3. 20% af þátttökugjöldum
Skráning:
- Vefsíða: http://www.hellir.blog.is
- Sími: 866 0116 (Vigfús eða símsvari)
Tímamörk:
- •1.-4. umferð: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
- •5.-7. umferð: 1½ klst. + 30 sekúndur á leik
Spil og leikir | Breytt 10.5.2011 kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2011 | 14:59
Lokaumferð öðlingamóts fer fram í kvöld – níu geta sigrað á mótinu – 3 skákir sýndar beint
Sjöunda og síðasta umferð Skákmóts öðlinga fer fram í kvöld og hefst kl. 19:30. Mikil spenna er á mótinu enda sex skákmenn efstir með 4½ vinning og 4 hafa 4 vinninga. Átta skákmenn geta orðið öðlingameistarar. Til að létta mönnum spennuna verða 3 skákir sýndar beint á Netinu. Slóðin á beinar útsendingar (óvirk þar til rétt fyrir umferð) er hér.
Þeir sem eru efstir með 4½ vinning eru Þorsteinn Þorsteinsson (2220), Gunnar Gunnarsson (2221), Kristján Guðmundsson, Björn Þorsteinsson (2213), Jón Þorvaldsson (2045) og Gylfi Þórhallsson (2200). Gunnar teflir ekki meira á mótinu þar sem hann verður ekki kominn frá Þessalóníku þar sem hann hefur verið tefla á EM öldungaveita.
Þeir sem hafa 4 vinninga hafa einnig möguleika á sigri svo framarlega sem enginn þeirra sem hefur 4½ vinning vinni sína skák. Þeir sem hafa 4 vinninga eru þeir, Bragi Halldórsson (2194), Bjarni Hjartarson (2078), Páll Ágúst Jónsson (1895) og Hrafn Loftsson (2220).
Í lokaumferðinni mætast:
- Kristján (4½) – Björn (4½)
- Jón (4½) – Gylfi (4½)
- Páll Ágúst (4) – Þorsteinn (4½)
- Hrafn (4) – Bragi (4)
- Jóhann H. Ragnarsson (3½) – Bjarni (4)
Feitletruðu viðureignirnar verða sýndar beint.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2011 | 14:36
Landsmótið í skólaskák hefst á morgun
Landsmótið í skólaskák hefst á morgun. Teflt verður á Akureyri. Hægt verður að fylgjast með gangi mála hér á Skák.is, Chess-Results (endanleg slóð liggur ekki fyrir) og á heimasíðu heimamanna í Skákfélagi Akureyrar.
Landsmótsstjóri er Páll Sigurðsson.
Keppendalisti mótsins:
Yngri flokkur:
Reykjanes: Vignir Vatnar Stefánsson Hörðuvallaskóla
Reykjavík: Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla
Reykjavík: Leifur Þorsteinsson Melaskóla
Vesturland: Enginn. 2. Vm. Kristófer Jóel Jóhannesson Rimaskóla
Vestfirðir: Enginn: 4. Vm. Sóley Lind Pálsdóttir Hvaleyrarskóla
Norðurland Vestra: Enginn. 3 vm. Gauti Páll Jónsson
Norðurland Eystra: Jón Kristinn Þorgeirsson
Norðurland Eystra: Aðalsteinn Leifsson Brekkuskóla
Norðurland Eystra: Sævar Gylfason Valsárskóla
Austurland: Atli Geir Sverrisson 7.b Egilsstaðaskóla
Suðurland: Jan Filip Jozefik Flúðaskóli
Suðurland: Enginn. 1. vm. Veronika Steinunn Magnúsdóttir Melaskóli .
Reykjanes: Guðmundur Kristinn Lee Salaskóla
Reykjanes: Birkir Karl Sigurðsson Salaskóla
Reykjavík: Dagur Ragnarsson Rimaskóla
Reykjavík: Hrund Hauksdóttir Rimaskóla
Reykjavík: Dagur Kjartansson Hólabrekkuskóla
Vesturland: Enginn. 3. Vm. Kristinn Andri Kristinsson Rimaskóli
Vestfirðir: Enginn: 2. Vm. Hjörtur Snær Jónsson. Akureyri
Norðurland Vestra: Enginn. 1 vm. Jón Trausti Harðarsson Rimaskóla
Norðurland Eystra: Mikael Jóhann Karlsson Akureyri
Norðurland Eystra: Hersteinn Heiðarsson Akureyri
Austurland: Ásmundur Hrafn Magnússon Egilsstöðum
Suðurland: Emil Sigurðarson Laugarvatn
Dagskrá mótsins:
Fimmtudagur 12. maí:
1. umferð kl. 16.00 Skákheimilið
kvöldmatur
2. umferð kl. 19.00 Skákheimilið
keppendum ekið á náttstað í Síðuskóla
Föstudagur 13. maí:
keppendur sóttir í Síðuskóla kl. 8.15 og ekið í Íþróttahöllina þar sem morgunverður er í boði.
3. umferð kl. 9.00 Skákheimilið
4. umferð kl. 11.30 Skákheimilið
hádegismatur
5. umferð kl. 16.00 Síðuskóli
kvöldmatur
Laugardagur 14. maí:
morgunverður í Síðuskóla
6. umferð kl. 9.00 Síðuskóli
7. umferð kl. 11.30 Síðuskóli
Hádegissnarl
8. umferð kl. 15.00 Síðuskóli
9. umferð kl. 17.30 Síðuskóli
kvöldmatur í Síðuskóla ca. kl. 19.30
Sunnudagur 15. maí:
morgunverður í Síðuskóla
10. umferð kl. 8.00 Síðuskóli
11. umferð kl. 10.30 Síðuskóli
Hádegisverður og verðlaunafhending að loknu móti, ca. 13.30
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2011 | 11:38
EM öldungasveita: Jafntefli í lokaumferðinni gegn Austurríki
Íslenska sveitin, Polar Bears Iceland, gerði 2-2 jafntefli við austurrísku sveitina, Steiermark, í 9. og síðustu umferð EM öldungasveita sem fram fór í morgun í Þessalóníku í Grikklandi. Öllum skákum viðureignarinnar lauk með jafntefli. Sveitin hlaut 9 stig og 15 vinninga, endaði í 21. sæti og er árangur hennar í kringum það sem búast mátti við fyrir mót. Rússar urðu Evrópumeistarar, Þjóðverjar aðrir og Svartfellingar þriðju.
Arnþór Sævar og Gunnar Gunnarsson fengu báðir 5½ vinning í 9 skákum og hækka báðir á stigum fyrir frammistöðu sína.
Gunnar Finnlaugsson hefur enn bætt við í myndasafnið og fær þakkir fyrir.
Úrslit 9. umferðar:
Bo. | 14 | Steiermark, Austria | Rtg | - | 20 | Polar Bears Iceland | Rtg | 2 : 2 |
10.1 | FM | Watzka Horst | 2274 | - | Einarsson Arnthor | 2227 | ½ - ½ | |
10.2 | Kratschmer Heinz | 2177 | - | Gunnarsson Gunnar K | 2209 | ½ - ½ | ||
10.3 | Nickl Klaus | 2149 | - | Finnlaugsson Gunnar | 2075 | ½ - ½ | ||
10.4 | Pitzl Konstantinos | 2095 | - | Kristjansson Sigurdur | 1945 | ½ - ½ |
Íslenska sveitin:
- Arnþór Sævar Einarsson (2227) 5½ v.
- Gunnar Gunnarsson (2209) 5½ v.
- Gunnar Finnlaugsson (2075) 3½ v.
- Sigurður Kristjánsson (1945) 1½ v.
Sveitin var sú 20. sterkasta af 35 samkvæmt stigum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 23:32
Stefán Þormar bestur Ása í dag
Stefán Þormar sigraði í Stangarhylnum í dag þar sem fimmtán heiðursmenn mættu á þrítugasta skákdag vetrarins hjá Ásum. Næsta þriðjudag verður hraðskákmót með 7 mínútna umhugsunartíma. Þá verða veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur á öllum skákdögum vetrarins. Þar með líkur skákdagskránni í vetur. Síðan byrjar næsta vetrardagskrá 6 september, sem er fyrsti þriðjudagur í september. Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir á hraðskákmótið næsta þriðjudag.
Heildarúrslit dagsins:
- 1 Stefán Þormar Guðmundsson 8 vinninga af 9
- 2-3 Össur Kristinsson 6
- Valdimar Ásmundsson 6
- 4 Friðrik Sófusson 5.5
- 5-7 Þorsteinn Guðlaugsson 5
- Kristján Guðmundsson 5
- Hermann Hjartarson 5
- 8-9 Haraldur Axel Sveinbjörnsson 4.5
- Eiður Á Gunnarsson 4.5
- 10-13 Baldur Garðarsson 4
- Óli Árni Vilhjálmsson 4
- Sæmundur Kjartansson 4
- Birgir Ólafsson 4
- 14 Halldór Skaftason 3.5
- 15 Viðar Arthursson 3
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 13:00
Héðinn í Kastljósinu í gær
Viðtal við Héðin Steingrímsson, Íslandsmeistara í skák, var sýnt í Kastljósinu í gær. Þar er m.a. fjallað um feril Héðins og skemmtilegum svipmyndum frá þegar hann kom heim frá Púertó Ríkó sem heimsmeistari 12 ára og yngri og Íslandsmótinu í Höfn árið 1990 bregður fyrir.
Spil og leikir | Breytt 11.5.2011 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2011 | 11:35
EM öldungasveita: Jafntefli gegn Englendingum
Íslenska sveitin, Polar Bears Iceland, gerði 2-2 jafntefli við England 2 í 8. og næstsíðustu umferð EM öldungasveita sem fram fór í morgun í Þessalóníku í Grikklandi. Öllum skákum viðureignarinnar lauk með jafntefli. Sveitin hefur 8 stig og 13 vinninga og er í 21. sæti. Lokaumferðin fer fram í fyrramálið og þá mætir íslenska sveitin austurrískri sveit.
Rússar eru efstir með 14 stig og Danir aðrir með 12 stig.
Sterkir skákmenn taka þátt í keppninni, þar á meðal 12 stórmeistarar. Stigahæstur keppenda er Evgeni Vasjukov (2480).
Enn fleiri myndir hafa bæst við í myndaalbúm mótsins frá Gunnari Finnlaugssyni.
Úrslit 8. umferðar:
Bo. | 20 | Polar Bears Iceland | Rtg | - | 17 | England 2 | Rtg | 2 : 2 |
11.1 | Einarsson Arnthor | 2227 | - | Macdonald-Ross Michael | 2157 | ½ - ½ | ||
11.2 | Gunnarsson Gunnar K | 2209 | - | CM | Ashby Anthony C | 2151 | ½ - ½ | |
11.3 | Finnlaugsson Gunnar | 2075 | - | CM | Reuben Stewart | 2140 | ½ - ½ | |
11.4 | Kristjansson Sigurdur | 1945 | - | Scholes James E | 2110 | ½ - ½ |
Íslenska sveitin:
- Arnþór Sævar Einarsson (2227) 5 v.
- Gunnar Gunnarsson (2209) 5 v.
- Gunnar Finnlaugsson (2075) 3 v.
- Sigurður Kristjánsson (1945) 1 v.
Sveitin er sú 20. sterkasta af 35 samkvæmt stigum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 10:31
Birkir Karl sigraði á lokamóti Skákskóla Íslands/Skákakademíu Kópavogs

Lokamót Kópavogs-verkefnis Skákskóla Íslands og Skákakademíu Kópavogs fór fram í hinum glæsilega sal Stúkunnar á Kópavogsvellinum föstudaginn 6. maí. Bestu og efnilegustu skákmenn Kópavogs hafa sótt þessar æfingar sem Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands hefur haft umsjón með. Gríðarleg aukning hefur verið í skákiðkun barna og unglinga í Kópavogi á þessu starfsári og margir frábærir skákkennarar starfandi við grunnskóla Kópavogs. Má þar nefna Tómas Rasmus, Smára Rafn Teitsson, Lenku Ptacnikovu, Sigurlaugu Friðþjófsdóttur, Gunnar Finnsson og ýmsa fleiri. Skákakademía Kópavogs hefur stutt við starf þessara aðila með ýmsum hætti.
Á lokamótinu mætti 21 keppandi til leiks sem var skipt í tvo riðla þar sem allir tefldu við alla og þrír efstu úr hvorum riðli kepptu síðan um 1. - 6. sætið í mótinu sem voru vegleg bókaverðlaun frá bóksölu Sigurbjörns Björnssonar. Í úrslitum var tefld ein bráðabanaskák þar sem jafntefli dugði þeim sem hafði svart. Í A-riðli varð Birkir Karl Sigurðsson efstur með fullt hús 9 vinninga af 9 mögulegum og í 2. - 3. sæti komu Vignir Vatnar Stefánsson og Eyþór Traustason með 7 vinninga hvor. Vignir vann svo innbyrðis uppgjör og tefldi um 3. sætið.
Í B-riðli varð Dawid Kolka hlutskarpastur með‘ 10 ½ vinning af 11 mögulegum en i 2. sæti varð Hilmir Freyr Heimisson með 10 vinninga. Sóley Pálsdóttir varð í 3.- 4. sæti ásamt Pétri Olgeirsson og innbyrðis skák vann Sóley og tefldi því um 5. sætið.
Í úrlitunum vann Birkir Karl Dawid Kolka í keppni um 1. og 2. sæti, Hilmir Freyr vann Vigni Vatnar í keppni um 3. og 4. sætið og Sóley Pálsdóttir vann Eyþór Traustason í keppni um 5. og 6. sætið. Auk þessara verðlaunahafa fékk Hildur Berglind Jóhannsdóttir einnig verðlaun fyrir góða frammistöðu.
10.5.2011 | 10:15
Jón Trausti skákmeistari Rimaskóla 2011

9.5.2011 | 21:00
Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram á föstudag
Úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í atskák fer fram föstudagskvöldið, 13. maí. Stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson mætast í úrslitum. Að þessu sinni fer einvígið ekki fram í sjónvarpi. Kapparnir tefla í húsnæði Skáksambandsins, Faxafeni 12 og eru áhorfendur velkomnir. Einvígið hefst kl. 19. Einvíginu verður varpað upp á risaskjá í Billiardbarnum sem er hliðina á Skáksambandinu en verður ekki sýnt beint á netinu.
Helgi Ólafsson verður þar á staðnum og fer yfir það sem er að gerast í skákinni jafnóðum. Ingvar Þór Jóhannesson ætlar einnig að mæta með tölvuforrit og greina frá því hvað tölvuforritin segja um gang mála jafnóðum.
Sigurbjörn bóksali verður með bóksölu á staðnum.
Áhugamenn geta því ýmist fylgst með skákinni beint og fylgst með skýringum Helga og Ingvars.
Spil og leikir | Breytt 10.5.2011 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.7.): 0
- Sl. sólarhring: 18
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 101
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar