Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, október 2011

Héđinn međ jafntefli í fyrstu umferđ

Héđinn SteingrímssonStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2562) gerđi jafntefli viđ pólska stórmeistarann Mateusz Bartel (2627)  í fyrstu umferđ ţýsku deildakeppninnar (Bundesligan) sem fram fór í dag.  Fariđ er yfir skákina á Skákhorninu.   Í 2. umferđ, sem fram fer á morgun, er alţjóđlegi meistarinn Michael Richter (2484) líklegasti andstćđingur Héđins sem tefldi á ţriđja borđi í dag en Héđinn teflir fyrir Hansa Dortmund.  Umferđin hefst kl. 12 og er hćgt ađ fylgjast međ henni í beinni.

 

 


Sigurđur Arnarson sigrađi í mótaröđinni

Sigurđur ArnarsonÍ gćrkvöldi var ţriđja kvöld mótarađar SA. Níu skákmenn voru mćttir viđ rásmarkiđ ţegar flautađ var til leiks. Ţeir tefldu alls 16 skákir hver og var röđ efstu manna ţessi:

 

1Sigurđur Arnarson15
2Jón Kristinn Ţorgeirsson13
3Haki Jóhannesson9
4-6Andri Freyr Björgvinsson7,5
 Karl Egill Steingrímsson7,5
 Sveinbjörn Sigurđsson7,5

Eins og sjá má stóđ baráttan um efsta sćtiđ milli ţeirra Sigurđar og Jóns Kristins og lauk međ sigri ţess fyrrnefnda, sem ađeins tapađi einni skák. Ţeir félagar hafa líka náđ drjúgri forystu í mótaröđinni sjálfri eftir ţrjú mót. Ţar er stađ efstu manna sem hér segir:

 

Jón Kristinn Ţorgeirsson30,5
Sigurđur Arnarson30
Haki Jóhannesson22
Sveinbjörn Sigurđsson20,5
Atli Benediktsson14
Andri Freyr Björgvinsson12,5

Héđinn teflir í ţýsku deildakeppninni um helgina - beinar útsendingar

Héđinn fékk bćn sína uppfyllta - Valur vannStórmeistarinn Héđinn Steingrímsson (2562) teflir 3 skákir í Ţýsku deildakeppninni (Bundesliga) um helgina.  Héđinn teflir á 4. borđi fyrir Hansa Dortmund.  Allar skákir í 1. deild eru í beinni útsendingu og geta ţví íslenskir skákáhugamenn fylgst međ Íslandsmeistaranum ađ tafli um helgina.   

Umferđirnar eru sem hér segir (líklegir andstćđingar Héđins í sviga):

  • 1. umferđ, föstudaginn, 14. október, kl. 14 (SM Mateusz Bartel (2627))
  • 2. umferđ, laugardaginn, 15. október, kl. 12 (SM Mladen Muse (2443))
  • 3. umferđ, sunnudaginn, 16. október, kl. 8 (SM Uwe Boensch (2530))

Heimasíđa mótsins

Beinar útsendingar frá skákunum

 


Anatoly Karpov nýr félagsmađur Taflfélags Reykjavíkur og heiđursgestur félagsins dagana 6.-9. október 2011

 

Taflfélag Reykjavíkur átti 111 ára afmćli 6. október sl. Mikiđ var um dýrđir, ţví fyrrum heimsmeistari í skák Anatoly Karpov var heiđursgestur í afmćlishófinu sem jafnframt var móttaka til heiđurs honum, en hann lenti fyrr um daginn á Keflavíkurflugvelli.

Međ Karpov í för var Vasily Papin 23 ára stórmeistari frá Rússlandi. Koma Karpovs í T.R. á fimmtudaginn var sannkölluđ söguleg stund og vera hans hér í Reykjavík síđustu daga er án efa einn af merkustu viđburđum íslensks skáklífs til lengri tíma litiđ.

Karpov í afmćli TR

Dagskrá Karpovs var ţétt skipuđ og hugmyndin var ađ hann skyldi koma víđa viđ. Í stuttu máli sagt varđ heimsókn hans mjög gleđileg og heppnađist í alla stađi vel. Karpov var mjög skemmtilegur í viđmóti, áhugasamur, kíminn og međ góđa nćrveru. Hann gaf sér góđan tíma í hvern einasta dagskrárliđ og nćrstaddir gátu notiđ frásagnar hans, taflmennsku og skákskýringa viđ hin ýmsu tćkifćri. 

Karpov í Salaskóla

Dagskráin hjá Karpov hófst föstudagsmorguninn  7. október í Salaskóla í Kópavogi. Taflfélag Reykjavíkur bauđ Hafsteini Karlssyni skólastjóra ađ fá fyrrum heimsmeistarann í heimsókn og tók hann mjög vel í ţađ. Okkur ţótti vel viđ hćfi ađ Karpov hitti fulltrúa frá ţeim tveimur grunnskólum landsins sem kveđiđ hefur mest ađ í skólaskák hin síđustu ár. Nýbökuđum Norđurlandameisturum Rimaskóla ásamt skólastjóra ţeirra Helga Árnasyni var ţví einnig bođiđ ađ taka ţátt í dagskránni međ Karpov í Salaskóla. Karpov tefldi eina skák viđ nemanda úr hvoru skákliđi fyrir sig. Fyrstur til ađ tefla viđ Karpov var Hilmir Freyr Heimisson, nemandi í skákliđi Salaskóla. Ţví nćst var ţađ Hrund Hauksdóttir úr skákliđi Rimaskóla sem tefldi viđ fyrrum heimsmeistarann.

Karpov í Salaskóla

 

Bćđi tvö tefldu góđar skákir og Karpov fór nokkrum orđum um skákirnar í lokin. Öllum krökkunum úr skákliđunum tveimur gafst síđan kostur á ađ spyrja Karpov spurninga eins og á eins konar blađamannafundi. Nokkrir krakkar nýttu sér ţađ tćkifćri og Karpov svarađi ţeim međ bros og vör og hafđi gaman af. Hann spurđi síđan sjálfur nokkurra spurninga, ţannig ađ úr ţessu varđ hiđ besta samtal!

Í lokin voru svo teknar hópmyndir međ hvoru liđi fyrir sig ásamt skólastjórunum og Karpov. Ţessi heimsókn vakti mikla athygli í Salaskóla og mikla lukku međal skákkrakkanna úr Rimaskóla og Salaskóla.

Karpov í Laugardalshöll

Karpov hafđi mikinn áhuga á ađ sjá Laugardalshöll ţar sem einvígi Spasskís og Fischers fór fram og skruppum viđ í heimsókn međ meistarann ţangađ.  Ţađ kom honum á óvart hve höllin er stór og hafđi hann á orđi ađ ţađ hlyti ađ hafa veriđ magnađ ađ tefla ţar fyrir fullu húsi.  Hann kímdi ţegar honum var tjáđ ađ nćstfjölmennasti skákviđburđur íslandssögunnar á eftir einvíginu ´72 hefđi einnig fariđ fram í Höllinni, nefnilega bardaginn um íslandsmeistaratitilinn í skákhnefaleikum 2011!

Karpov í CCP

Eftir hádegi heimsótti Karpov CCP og skođađi starfsemi fyrirtćkisins. Ţótti honum mikiđ til flaggskips fyrirtćkisins koma, leiksins EVE online, og sá margt líkt međ leiknum og skákinni.  Báđir leikirnir byggjast á strategískri hugsun og hernađarkćnsku.  Í lok heimsóknar hans í fyrirtćkiđ tefldi hann viđ ríkjandi skákhnefaleikameistara Íslands, Björn Jónsson og hafđi sigur eftir mikinn barning, en í ţetta sinn fór sá barningur fram á klukkunni!

Karpov og Friđrik Ólafsson í T.R.

Kl. 16.30 settust svo Karpov og Friđrik Ólafsson stórmeistari ađ tafli í sýningarskák í T.R. Umhugsunartíminn var 15 mín. á mann. Ţeir tefldu rúmlega 20 leiki áđur en ţeir sćttust á jafntefli. Hópur fólks var á stađnum og fylgdist síđan međ skákskýringum meistaranna á gamla viđarskákskýringarborđinu, sem hafđi veriđ smíđađ fyrir einvígi Friđriks og Bent Larsens 1956.

Karpov og Friđrik

Kom í ljós ađ mikil undiralda hafđi veriđ í skákinni og stađan mjög flókin. Enda tóku ţeir sér dágóđan tíma í skákskýringarnar og sýndu áhorfendum inn í hugarheim sinn, hvađa áćtlanir höfđu veriđ í gangi og hvađa afbrigđi höfđu veriđ í bođi. Ţetta var einstakur viđburđur fyrir skákáhugamenn!

Setning Íslandsmóts skákfélaga

Síđasti dagskrárliđur Karpovs ţennan dag, var setning Íslandsmóts skákfélaga í Rimaskóla um kl. 20. Ţađ var ljóst frá upphafi ađ Karpov myndi ekki setjast ađ tafli fyrir T.R. á Íslandsmóti skákfélaga í ţetta skipti, en viđ gáfum ţađ náttúrulega ekkert upp frekar en önnur liđ sem héldu sinni liđsskipan fyrir sig! Karpov tók ţví ţátt í setningunni međ ţví ađ halda ávarp, afhenda verđlaun fyrir Landsmótiđ í skólaskák og leika fyrsta leiknum á öllum (fjórum) fyrstu borđunum í 1. deild. Ţetta gerđi hann allt saman međ bros á vör og augljóst var ađ ţeim 400 skákmönnum sem saman komnir voru í Rimaskóla ţetta kvöld ţótti mikiđ til koma ađ sjá fyrrverandi heimsmeistarann međ eigin augum.

Ferđ ađ leiđi Fischers í Laugdćlakirkjugarđi

Laugardagurinn 8. október var tekinn snemma. Í slagviđri og úrhellisrigningu var haldiđ af stađ yfir heiđina ađ Laugdćlakirkju viđ Selfoss. Ţegar í kirkjugarđinn var komiđ, birti til međ sólargeislum og regnboga. Karpov lagđi blóm á leiđi Fischers og svo var minningarstund inni í kirkjunni.

Karpov í heimsókn hjá UNICEF

Eftir ferđina austur var haldiđ tilbaka til Reykjavíkur ţar sem heimsókn hjá UNICEF á Íslandi var nćst á dagskrá. Karpov er sérlegur sendiherra samtakana í miđ og austur Evrópu. Gaf hann sér góđan tíma til ađ kynna sér starfsemi UNICEF á Íslandi og fannst mikiđ koma til ţess merka starfs sem unniđ er af samtökunum hér á landi.

Karpov á skákćfingu barna og unglinga í T.R.

Laugardagsćfingin hjá T.R. krökkunum hófst kl. 14. Sum hver komu ţangađ rakleiđis frá 2. umferđ á Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla. Torfi skákţjálfari sýndi krökkunum skák međ Karpov, en skákir Karpovs hafa einmitt veriđ til umrćđu á skákćfingum síđastliđnar vikur. Rétt fyrir kl. ţrjú var svo bođiđ upp á hressingu, Svala, snúđa og kex. Rúmlega 40 krakkar voru á ćfingunni og nokkuđ af foreldrum og mikil eftirvćnting í loftinu.

Kl. 15.20 kom svo fyrrverandi heimsmeistarinn inn í salinn og krakkarnir tóku vel á móti honum međ dynjandi lófaklappi! Ţau skoruđu síđan á meistarann í skák á sýningarborđinu. Karpov var međ hvítt en krakkarnir međ svart. Karpov lék og krakkarnir réttu upp hönd ef ţau vildu koma međ leik. Torfi benti síđan á einhverja upprétta höndina og leiknum var leikiđ. Ţegar komiđ var út í peđsendatafl og krakkarnir peđi undir gáfu ţau skákina, enda vissu ţau ađ Karpov er enginn aukvisi í endatöflum!

clipboard04.jpg

Ţví nćst fengu allir krakkarnir og ţeir foreldrar sem vildu mynd til minningar um heimsókn Karpovs í T.R. Karpov áritađi svo hverja einustu mynd og hafđi mikiđ gaman af áhuga krakkanna!

Karpov í heimsókn á Bessastöđum

Strax eftir Laugardagsćfinguna var brunađ á Bessastađi í heimsókn til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ţađ má ţví međ sanni segja ađ Karpov hafi fariđ vítt og breitt ţennan daginn!

Heimsóknin á Bessastöđum varđ einnig síđasti dagskrárliđurinn, ţví Karpov ţurfti síđan međ stuttum fyrirvara ađ hćtta viđ fjöltefliđ í Ráđhúsinu sem áćtlađ var daginn eftir. Ástćđan var sú ađ forseti Rússlands hafđi bođađ hann til sín til ađ veita honum viđurkenningu í tilefni af sextugsafmćli hans fyrr á árinu. Karpov fór ţví af landi brott á sunnudagsmorgninum 9. október en landi hans Vasily Papin tefldi fjöltefliđ í hans stađ í Ráđhúsinu  eftir síđustu umferđ Íslandsmóts skákfélaga.

Einstakur viđburđur

Ţađ má međ sanni segja ađ koma Karpovs til Íslands um síđustu helgi hafi veriđ einstakur viđburđur í íslensku skáklífi. Viđ í Taflfélagi Reykjavíkur erum mjög ánćgđ og stolt yfir ţví ađ hann hafi gengiđ í félagiđ og strax ţar á eftir komiđ í heimsókn og heiđrađ félagiđ međ nćrveru sinni á 111 ára  afmćlinu! Ţetta er draumi líkast!

Taflfélag Reykjavíkur hefur breiđa starfsemi og áherslurnar eru margvíslegar eins og umfangsmikiđ barna-og unglingastarf, umfangsmikiđ skákmótahald og metnađur í ađ T.R. sé međ keppnisliđ í fremstu röđ, eins og ţađ hefur haft í áratugi.

Síđast en ekki síst er Taflfélag Reykjavíkur eitt af elstu starfandi menningarfélögum landsins. Koma Karpovs er ţví í hćsta máta menningarlegur viđburđur fyrir utan ţađ ađ vera einn merkasti viđburđur í skáklífi landsins frá upphafi. Vera hans hér í Reykjavík vakti mikla athygli einnig fyrir utan skákheiminn. Ţannig sýndu fjölmiđlar, bćđi sjónvarp og dagblöđ, veru hans hér mikinn áhuga og greint var frá dagskrá hans og tekin greinagóđ viđtöl viđ hann.

clipboard05.jpg

 

Viđ erum ţess fullviss ađ koma Karpovs muni lengi lifa í minningu ţeirra sem hittu hann dagana 6.-9. október. Viđ erum ţess einnig fullviss ađ heimsókn hans í T.R. muni hafa áhrif um ókomin ár.

Stjórn Taflfélags Reykjavíkur ţakkar fyrirtćkjunum CCP og MP banka fyrir frábćrt samstarf og fyrir ađ leggja sitt á vogarskálarnar og gera okkur ţannig kleift ađ láta hugmyndina, um ađ fá fyrrum heimsmeistara í skák Anatoly Karpov til Íslands, verđa ađ veruleika. 

Pistlahöfundur: Sigurlaug Regína Friđţjófsdóttir, formađur T.R.

Stefán teflir á EM landsliđa

StefánNýjasti stórmeistari okkar Íslendinga, Stefán Kristjánsson (2485) tekur sćti í landsliđi Íslands sem teflir á EM landsliđa í Grikklandi 2.-12. nóvember nk.  Stefán tekur sćti Hannesar Hlífars Stefánssonar (2562) sem dregur sig út úr liđinu af persónulegum ástćđum.

Liđ Íslands skipa:

  • 1. SM Héđinn Steingrímsson (2562)
  • 2. SM Henrik Danielsen (2543)
  • 3. SM Stefán Kristjánsson (2485)
  • 4. FM Hjörvar Steinn Grétarsson (2442)
  • 5. AM Bragi Ţorfinnsson (2427)

 

Heimasíđa mótsins

Chess-Results


Jón Kristinn efstur á Haustmóti SA

Jón Kristinn ŢorgeirssonÖnnur umferđ á haustmótinu var tefld í gćr.  Úrslit urđu ţessi:

  • Jón Kristinn-Hersteinn    1-0
  • Haukur-Sveinn                0-1
  • Andri-Jakob Sćvar      1/2-1/2
  • Sigurđur-Smári            1/2-1/2

Ţá er lokiđ frestađri skák Smára og Hersteins úr 1. umferđ međ sigri Smára.

Eftir tvćr umferđir er ađeins einn keppandi međ fullt hús, Jón Kristinn Ţorgeirsson.

Ţeir Andri Freyr og Smári hafa 1,5 vinning og Sveinn Arnarsson, Sigurđur Arnarson og Jakob Sćvar hafa náđ 1 vinningi í hús.

Ţriđja umferđ verđur tefld á sunnudag.

Í kvöld verđur svo telft í hinni sívinsćlu MÓTARÖĐ og hefst tafliđ kl. 20.


Enn fleiri pistlar um Íslandsmót skákfélaga

325 (Medium)Enn fjölgar pistlum um Íslandsmót skákfélaga.  Hermann Gođi Ađalsteinsson hefur skrifađ pistil formanns ţar sem hann fjallar um b- og c-sveitir Gođans.  Áskell Örn Kárason hefur skrifađ pistil um gengi SA og Gunnar Freyr Rúnarsson hefur skrifađ pistil um gengi Víkingana.  

Nýir pistlar

Eldri pistlar


Stórmót í ţágu Vinjar fer fram í TR í kvöld

ge_heilbr_mot_8.jpgÍ tilefni Alţjóđlegs geđheilbrigđisdags verđur blásiđ til móts í sal TR viđ Faxafen klukkan 19:30, fimmtudaginn 13. okt. Skráning hefst strax uppúr klukkan 19:00.  Taflfélagiđ Hellir,  Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Vinjar sameina krafta sína, líkt og í fyrra og ţá varđ úr magnađ kvöld međ 79 ţátttakendum.  Klukkan sjö verđur stofnađ Vinafélag til styrktar Vin en um ţađ má lesa hér.

Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna gedheilbrmot_2010_4_1115631.jpgumhugsunartíma og skákstjóri er Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins međ dyggri ađstođ Sigurlaugar Regínu Friđţjófsdóttur, formanns TR.

Forlagiđ gefur glćsilega vinninga og veitt verđa níu verđlaun. Allir ţátttakendur eiga möguleika á bókaverđlaunum auk verđlaunapenings um háls en verđlaun verđa veitt fyrir:

  • 3 efstu sćtin og efsta sćtiđ  í flokkunum:
  • 60 ára og eldri
  • Kvenna
  • 13-18 ára (fćdd 1993-98)
  • 12 ára og yngri (fćdd 1999 of eftir)
  • Stigalausir
  • Auk ţess  er bókavinningur fyrir óvćntasta vinningin ađ mati skákstjóra.

ge_heilbr_mot5.jpgŢetta er í sjöunda skipti sem mót í tilefni Alţjóđlegs geđheilbrigđisdags (sem reyndar er haldinn hátíđlegur um allan heim ţann 10. okt) er haldiđ og hefur ţátttaka aukist ár frá ári og algjört met sl ár ţegar ţessi ţrjú félög sameinuđust um mótshaldiđ. En áđur hefur mótiđ fariđ fram í Ráđhúsinu, Perlunni og í Mjódd. 

Félögin hvetja allt skákáhugafólk, á öllum aldri, ađ vera međ ţví gott er ađ muna ađ ţađ er engin heilsa án geđheilsu. Og svo er ekkert ţátttökugjald.


Guđmundur efstur á Haustmóti TR

Guđmundur og HaraldurGuđmundur Kjartansson (2314) er efstur á Haustmóti TR međ 5 vinninga ađ lokinni 6. umferđ sem fram fór í kvöld.  Guđmundur vann Björn Jónsson (2045).  Davíđ Kjartanssyni (2291), sem vann Ţorvarđ F. Ólafsson (2174) er annar međ 4˝ vinning.   Sverrir Örn Björnsson (2158) og Jóhann H. Ragnarsson (2068) eru í 3.-4. sćti međ 4 vinninga en sá fyrrnefndi vann ţann síđarnefnda.  

Sjöunda umferđ fer fram föstudaginn 14. október og hefst kl. 19:30. 

A-flokkur:

Úrslit 6. umferđar:

 

1Bergsson Stefan ˝ - ˝Bjornsson Tomas 
2Bjornsson Sverrir Orn 1 - 0Ragnarsson Johann 
3Kjartansson Gudmundur 1 - 0Jonsson Bjorn 
4Baldursson Haraldur 1 - 0Valtysson Thor 
5Kjartansson David 1 - 0Olafsson Thorvardur 


Stađan:

 

Rk. NameRtgIClub/CityPts. Rprtg+/-
1IMKjartansson Gudmundur 2314TR523895,3
2FMKjartansson David 2291Víkingar4,523527,1
3 Bjornsson Sverrir Orn 2158Haukar422308,6
4 Ragnarsson Johann 2068TG4224421,1
5FMBjornsson Tomas 2162Gođinn32126-4,5
6 Olafsson Thorvardur 2174Haukar2,52110-8,3
7 Bergsson Stefan 2135SA2,52091-6
8 Valtysson Thor 2041SA1,51933-12,6
  Jonsson Bjorn 2045TR1,51953-10,8
10 Baldursson Haraldur 2010Víkingar1,51993-2,5

 

Ađrir flokkar: 

Dagur Ragnarsson (1761) er langefstur í b-flokki međ 5 vinninga.  Ingi Tandri Traustason (1823), Kristján Örn Elíasson (1906), Mikael Jóhann Karlsson, Stephen Jablon (1965) og Örn Leó Jóhannsson (1931) eru í 2.-6. sćti međ 3˝ vinning.  Sjá nánar hér.

Birkir Karl Sigurđsson (1597) og Oliver Aron Jóhannesson (1645) eru efstir í c-flokki međ 5 vinninga.   Friđgeir Hólm (1667) er í ţriđja sćti međ 4 vinninga.  Sjá nánar hér.

Vignir Vatnar Stefánsson (1444) er langefstur í d-flokki (opnum flokki) međ fullt hús.  Dawid Kolka (1366) og Sóley Lind Pálsdóttir (1345) eru í 2.-3. sćti međ 4˝ vinning.  Sjá nánar hér.



Karpov heiđrađi minningu Fischers

Karpov Fischers graveMeđan á heimsókn Anatoly Karpovs, 12. heimsmeistarans í skák, stóđ yfir um helgina gerđi hann sér leiđ ađ gröf forvera síns ađ Laugardćlum í Ölvusi, Ţar sem hann lagđi fagran blómvönd ađ leiđi hins látna.  

Međ í för var Friđrik Ólafsson, stórmeistari og ţeir Guđmundur G. Ţórarinsson og Einar S. Einarsson úr Stuđningsnefnd hins fallna meistara, auk Björns Jónssonar og Óttar Felix Haukssonar frá TR, Ívars Kristjánssonar frá CCP og Sören Bech Hansen, fyrrv. forseta Danska skáksambandsins.  

Efnt var til stuttrar minningarstundar í Laugardćlakirkju. Karpov at BF Grave 1 Sr. Kristinn Ágúst Friđfinnson, sóknarprestur bauđ gesti velkomna og rćddi m.a. um ađ líklega vćri ţessi litla sveitakirkja skyndilega orđin víđfrćgari öđrum kirkjum hérlendis. Einar S. minnist Bobby Fisches í fáeinum orđum og hingađ komu hans og kynnti dagsskrána. Síđan voru leikin tvö af uppáhaldlögum hins látna,"My Way" međ Frank Sinatra og "Green, green grass of home" sungiđ af Tom Jones,  Milli laga fór Guđmundur G. međ stuttan kafla úr sinni ágćtu minningarrćđu, "In Memory of a Master", sem hann flutti ţegar hin obinbera minningarathöfn Bobby´s fór fram 2 vikum eftir hina snöggbúnu jarđarför
hans. 

Ađ lokum gafst gestum kostur á ađ rita nöfn sín í Minningarbók um hinn látna og sjá ýmis gögn og gripi, samúđarkveđur ofl. sem bárust í sínum tíma, m.a. frá Boris Spassky, mótherja Bobby Fischers í heimsmeistaraeinvíginu 1972, á ţessa leiđ: "Consider that I am with you. We are all with Bobby and he with us for ever. Bobby was my brother" 

Karpov fór fögrum orđum um land og ţjóđ og hrósađi Íslendingum fyrir ađ hafa bjargađ Bobby Fischer og forđađ honum frá ţví ađ deyja í bandarísku fangelsi. 

Greint var frá ţessu viđburđi í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Myndaalbúm (ESE)


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 8780468

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband