Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Aðalfundur SÍ fer fram á laugardag

Aðalfundur Skáksambands Íslands 2010 fer fram 29. maí nk. í Faxafeni 12.  Fundurinn hefst kl. 10.    Forseti SÍ, Gunnar Björnsson, gefur kost á sér til endurkjörs.  Tveir stjórnarmenn, Magnús Matthíasson, núverandi varaforseti, og Stefán Freyr Guðmundsson, varastjórnarmaður, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarmennsku.

Fjölda lagabreytingatillaga liggur fyrir og má fá kynningu á þeim á Skákhorninu.  Þar má einnig finna umræður um tillögurnar.


Fimmtudagsmót í kvöld - það síðasta fyrir sumarfrí

Síðasta fimmtudagsmótið fyrir sumarfrí fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni að Faxafeni 12, og opnar húsið kl. 19.10.  Glæsilegur verðlaunapeningur er í boði fyrir sigurvegarann.

Mótin eru öllum opin og er aðgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Boðið er upp á kaffi ásamt léttum veitingum án endurgjalds.


Stigamót Hellis hefst 4. júní

Stigamót Taflfélagsins Hellis verður haldið í áttunda sinn sinn dagana 4.-6. júní.   Fyrirkomulagi mótsins hefur verið mismunandi í gegnum tíðina en að þessu sinni er mótið helgarskákmót og er öllum opið.  Góð verðlaun eru í boði á mótinu.  Skráningarform vegna mótsins er komið á heimasíðu Hellis.

Hægt er fylgjast með skráningu á slóðinni: http://spreadsheets.google.com/ccc?key=0Arg3nCphWhFydGFLLWJPNlVxUTB3RGFFOVVPcVJmcWc&hl#gid=0 og á Chess-Results.

Þátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorðna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verðlaunasjóð mótsins.  

Síðasta tækifæri fyrir marga til að tefla kappskákir innanlands í sumar.   

Núverandi Stigameistari Hellis er Bragi Þorfinnsson

Umferðatafla:

  • 1.-4. umferð, föstudaginn 4. júní (19:30-23:30) 5. umferð, laugardaginn 5. júní (11-15) 6. umferð, laugardaginn 5. júní (17-21) 7. umferð, sunnudaginn 6. júní (11-15)

Verðlaun:
  • 1. 50% af þátttökugjöldum
  • 2. 30% af þátttökugjöldum
  • 3. 20% af þátttökugjöldum

Skráning:

Tímamörk:

  • •1.-4. umferð: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
  • •5.-7. umferð: 1½ klst. + 30 sekúndur á leik

Minningarmót um Margeir Steingrímsson

Skákfélag Akureyrar heldur minningarmót um Margeir Steingrímsson sem lést á sl. ári. Mótið fer fram dagana 4. - 6. júní í Íþróttahöllinni.

Margeir Steingrímsson var fæddur 4. október 1921, d. 9. maí 2009.   Margeir var skákmeistari Akureyrar 1952, skákmeist Akureyrar 1949, 1953 og 1959.

Margeir var fyrst kosinn í stjórn Skákfélags Akureyrar 1952 og hefur unnið mikið starf fyrir félagið m.a. við Skákfélagsblaðið í rúm fjörutíu ár.   Margeir var gerður að heiðursfélaga Skákfélags Akureyrar árið 1989.

Á mótinu verða tefldar sjö umferðir eftir monrad kerfi. Fyrstu fjórar umferðirnar  eru tefldar föstudagskvöldið 4. júní og hefst taflið kl. 20.00 og verða tefldar atskákir, 25 mínútur á keppenda.

Tímamörkin í síðustu þrem umferðunum verða 90 mínútur + 30 sekúndur við hvern leik.

Dagskrá:

  • 1.- 4. umferð  föstudagur     4. júní kl. 20.00
  •      5. umferð  laugardagur   5. júní kl. 13.00
  •      6. umferð  laugardagur   5. júní kl. 19.30
  •      7. umferð   sunnudagur   6. júní kl. 13.00

              

Verðlaun:

Vegleg verðlaun verða veitt á mótinu og verða peningaverðlaun eigi minna en kr. 50.000

Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 1 verðlaun kr. 25.000

Auk þess verða veitt aukaverðlaun  í:

  •  Öldungaflokki 60 ára og eldri.
  •  Í stigaflokki 1701 til  2000      og  í 1700 stig og minna
  •  Í unglingaflokki 15 ára og yngri verða veitt þrenn verðlaun.

Keppnisgjald kr. 2500 og fyrir 15 ára og yngri kr. 1500.

Skráning send í netfangið skakfelag@gmail.com   og í síma 862 3820 (Gylfi).


Framboðssíða Kirsan Ilyumzhinov

Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE, hefur sett upp vefsíðu tileinkaða forsetaframboði sínu.  Þar kemur m.a. fram að allir svæðisforsetar FIDE (Asíu, Ameríku, Evrópu og Afríku) styðja framboð Kirsan en lítið þar um beinan stuðning aðildarlanda nema þá Tyrklands.

Vefsíða Ilyumzhinov


Aðalsteinn og Steingrímur skipta um félög

Aðalsteinn Thorarensen (1751) er genginn til liðs við Skákfélag Vinjar en Aðalsteinn hefur lengi verið í Skákdeild Hauka.  Steingrímur Steinþórsson (1730) er genginn til liðs við Skákfélag Siglufjarðar en Steingrímur hefur verið óvirkur um nokkuð árabil en tefldi síðast með Hróknum á Íslandsmóti skákfélaga. 

Kamsky bandarískur meistari

Kamsky og ShulmanGaty Kamsky (2702) varð í dag bandarískur meistari í skák í fyrsta skipti síðan 1991.  Kamsky, Hikaru Nakamura (2733), Yuri Shulman (2613) og Alexander Onichuk (2699) komu efstir í mark í sjö umferða móti og tefldu til úrslita.  Þar urðu Kamsky og Shulman efstir og jafnir með 2 vinninga og tefldu í dag Armageddon-skák þar sem Kamsky hafði 25 mínútur og svart gegn 40 mínútum Shulman.  Jafntefli dugði Kamsky til sigurs.  

Skákin var spennandi og einkar skemmtileg útsending á vefsíðu mótsins með Maurice Ashley í aðalhlutverki gerði skákina æsispennandi.  Það kunnar engir betur en kanar að djúsa upp skákviðburði.


Meistaramót Skákskóla Íslands fer fram næstu helgi

Skákskóli ÍslandsMeistaramót Skákskóla Íslands fyrir starfsárið 2009/2010 hefst föstudaginn 28. maí. Tefldar verða sjö umferðir eftir svissneska kerfinu. Þátttökurétt hafa allir nemendur skólans og allir þeir sem tekið hafa þátt í námskeiðum á vegum  skólans eða hlotið þjálfun á vegum skólans.  

Núverandi meistari Skákskólans er Sverrir Þorgeirsson. 

Þátttökuréttur:

  • Allir nemendur skólans og þeir sem tekið hafa þátt í námskeiðum á vegum skólans.
  • Að öðru leyti áskilur skólastjóri/mótsnefnd sér rétt til að bjóða völdum einstaklingum til þátttöku.

Dagskrá mótsins verður með eftirfarandi hætti:

Umferðafjöldi: Sjö umferðir. Í þrem fyrstu umferðunum verða tefldar atskákir en fjórar lokaumferðirnar eru kappskákir.

 

Tímamörk: Atskákir 25 10  þ.e 25 mínútur að viðættum 10 sekúndum fyrir hvern leik. 

Kappskákir: 1 ½ klst. á 30 leiki fyrir hvorn keppenda og síðan 15 10 til að ljúka skákinni þ.e. 15 mínútur og 10 sekúndur í viðbót á hvorn leik

Fyrirkomulag: Svissneska kerfið.

Skákstig: Mótið verður reiknað til skákstiga, en þrjár fyrstu umferðirnar til At-skákstiga.

Verðlaun:

A:

1. verðlaun:

Meistaratitill Skákskóla Íslands 2009/2010 og farandbikar. Einnig  flugfar m/Flugleiðum á Evrópuleið* og uppihalds kostnaði kr. 30 þús.

2. verðlaun: Flugfarmiði á leiðum Flugfélags Íslands innanlands.  

3. - 5. verðlaun: Vandaðar skákbækur.

Sérstök stúlknaverðlaun:

Farmiði á leiðum Flugfélags Íslands innanlands.

 

Aldursflokkaverðlaun. 

1. Tvenn verðlaun fyrir þá keppendur sem ná

bestum árangri í hópi 14 ára og yngri

2. Tvenn verðlaun fyrir þær

stúlkur sem bestum árangri ná í mótinu.

Verðlaun fyrir keppendur 12 ára og yngri.

1. - 3. verðlaun: Vandaðar skákbækur.

 

* Mótshaldarinn áskilur sér rétt til að finna hagstæðasta fargjald sem hægt er að fá enda verði tilkynnt um ferðir með góðum fyrirvara. 

 

B:

 

Dagskrá:

  • 1. umferð: Föstudagurinn 28.maí kl. 18  
  • 2. umferð: Föstudagurinn 28.maí kl. 19
  • 3. umferð. Föstudagurinn 28.maí kl. 20.
  •  
  • 4. umferð: Laugardagurinn 29. maí kl. 10-14  
  • 5. umferð: Laugardagurinn 29. maí 15 - 19
  •  
  • 6. umferð: Sunnudagurinn 30. maí kl. 10.-14.
  • 7. umferð: Sunnudagurinn 30. maí kl. 15-19.

 

* Hljóti einhver stúlka 1. eða 2. verðlaun mun 2. sæti meðal stúlkna gilda til sérstakra stúlknaverðlauna.

 

Verðlaunaafhending fer fram strax að móti loknu.

Þátttöku skal tilkynna í síma SÍ 5689141 eða á netfangið siks@simnet.is eða helol@simnet.is

Mótsnefnd áskilur rétt til að gera breytingar á fyrirfram boðaðri dagskrá.


Sverrir tapaði í lokaumferðinni

Sverrir Þorgeirsson

Sverrir Þorgeirsson (2218) tapaði fyrir Roman Jiganchine (2254) í 6. og síðustu umferð 35. minningarmótsins um Paul Keres sem lauk í nótt í Vancouver í Kanada.   Sverrir hlaut 3,5 vinning og endaði í 8.-15. sæti.  Sigur í lokaumfeðrinni hafði tryggt Sverri 400 kanada dollara.

Frammistaða Sverris var góð á mótinu en hann tefldi við flesta sterkestu keppendur mótsins og samsvaraði hún 2291 skákstigi.  Sverrir hækkar um 14 stig fyrir frammistöðuna.

Alls tefldu 33 skákmenn í efsta flokki og þar á meðal einn stórmeistari, einn alþjóðlegur meistari og einn stórmeistari kvenna.  Sverrir var áttundi stigahæsti keppandinn.

Heimasíða mótsins


Sverrir vann í fimmtu umferð

Sverrir ÞorgeirssonSverrir Þorgeirsson (2218) vann Norman Verdon (2032) í fimmtu og næstsíðustu umferð 35. minningarmótsins um Paul Keres sem nú er í gangi í Vancouver í Kanada.  Sverir hefur 3,5 vinning.  Mótinu lýkur í kvöld/nótt með lokaumferðinni.  

Alls tefla 33 skákmenn í efsta flokki og þar á meðal einn stórmeistari, einn alþjóðlegur meistari og einn stórmeistari kvenna.  Sverrir er áttundi stigahæsti keppandinn.

Heimasíða mótsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband