Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, mars 2010

Íslandsmót framhaldsskólasveita

Íslandsmót framhaldsskólasveita í skák 2010 hefst sunnudag 28. mars nk. kl. 14 og er fram haldiđ mánudag 29. mars kl. 18.  Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Skákhöllinni Faxafeni 12.

Keppnisfyrirkomulag er međ svipuđu sniđi og áđur, hver sveit skal skipuđ fjórum nemendum á framhaldsskólastigi (f. 1990 og síđar), auk 1- 4 til vara. Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad- kerfi, ef nćg ţátttaka fćst. Ađ öđrum kosti tefla sveitir einfalda umferđ allar viđ allar. Umhugsunartími er ˝ klukkustund á skák fyrir hvorn keppanda.

Nánar um mótsreglur sjá vef Skáksambands Íslands (Lög og Reglugerđir, Reglugerđ um Íslandsmót framhaldsskólasveita í skák). http://www.skaksamband.is

Fjöldi sveita frá hverjum skóla er ekki takmarkađur. Sendi skóli fleiri en eina sveit skal sterkasta sveitin nefnd A- sveit, nćsta B- sveit o.s.frv. Einnig skal rađađ innan hverrar sveitar eftir styrkleika ţannig ađ sterkasti skákmađurinn er á fyrsta borđi o.s.frv. - Ekkert ţátttökugjald.

Vinsamlegast tilkynniđ ţátttöku á netfang Taflfélags Reykjavíkur taflfelag@taflfelag.is  í síđasta lagi föstudag 26. mars.


Riddararnir lögđu Ása í Rammaslag

IMG 8905Árleg sveitakeppni Ása Skákklúbbs FEB (félags eldri borgara) og Riddarans (skákklúbbs eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu) fór fram í 10. sinn Miđvikudaginn 10. mars sl.  í Strandbergi, félagsheimili Hafnarfjarđarkirkju, á vegum hins síđarnefnda.  Ađ ţessu sinni var keppt á 20 borđum sem skipt var í 2 riđla eftir styrkleika.  Allir tefldu viđ alla i hvorum riđli og ţví tefldar 200 skákir.  Í tilefni ađ 10 ára afmćli keppninnar lék Bjartur Logi Guđnason, organisti,  2 stutta ţćtti úr orgel sónötu Mendelsons á  hiđ stóra, hljómmikla og rómantíska orgel Hafnarfjarđarkirkju, sem blés keppendum baráttuanda í brjóst. IMG 8901

Keppnin var afar tvísýn,  jafnt var í hálfleik, en síđan tóku Riddararnir forustuna og héldu henni allt til loka og unnu sannfćrandi sigur međ 108 vinningum gegn 92.  

 Í A-riđli urđu úrslitin : 53.5 v - 46.5 v. fyrir Riddarann og í B-riđli 54.5v. - 45.5v.

"Ćsir í Ásgarđi"  óx mjög ásmegin í fyrra er ţeir tóku upp sitt nýja heiti, og unna ţá viđureignina eftir nokkurt hlé.                            

Bestum árangri í A-riđli náđi fyrir Ćsi: Gunnar Kr. Gunnarsson, međ 8 v af 10; Jóhann Örn Sigurjónsson, 7.5 ; Björn Ţorsteinsson međ 7 og Magnús Sólmundarson 6.5 v. 

IMG 8872Fyrir Riddarann: Guđfinnur R. Kjartansson, međ 7, en hann gerđi sér lítiđ fyrir og vann ţá Magnús, Jóhann og Björn hvern á fćtur öđrum, sem segja má ađ hafi ráđiđ úrslitum í A-riđli,  Össur Kristinsson einnig međ 7, Sigurđur Herlufsen međ 6.5 og ţeir Ingimar Jónsson og Sćbjörn G. Larsen međ 6.

Í B-flokki voru ţađ ţeir: Magnús V. Pétursson og Egill Sigurđsson sem náđu flestum vinningum fyrir Ćsi, međ 7.5 og Halldór Skaftason međ 5; en fyrir Riddarann ţeir:

Björn Víkingur Ţórđarson; Leifur Eiríksson, Eiríkur Viggósson og Ársćll Júlíusson (90 ára) allir međ 6.5 v. En ţeir Bjarni Linnet og Einar S. Einarsson fylgdu kjölfariđ međ 6v.

Keppt er um veglegan farandbikar sem Magnús Pétursson, forstjóri í  Jóa Útherja, hefur gefiđ til keppninnar.    Úrslitin keppninnar frá upphafi hafa orđiđ ţessi:

  Ár          ĆSIR          Riddarinn          

2001        ??.?              -

2002        27.5 v          47.5 v

2003        47.5 v          27.5 v

2004        34.5 v          55.5 v

2005        27.5 v          47.5 v

2006        35.0 v          55.0 v

2007        48.5 v          59.5 v

2008        61.0 v          86.0 v

2009        56.0 v          52.0 v

                                2010        92.0 v         108.0 v          

Taflćfingar ţessara tveggja skáklúbba eldri borgara á höfuđborgarsvćđinu eru haldnar hjá FEB, í Ásgarđi, Stangarhyl, á ţriđjudögum kl. 13-16.30 (7 umferđir   15 mín. skákir)  og hjá Riddaranum, í Vonarhöfn, Strandbergi, félagsheimili Hafnarfjarđarkirkju,  á miđvikudögum kl. 13-17 (11 umferđir, 10 mín. skákir).    Allir velkomnir.

Myndaalbúm keppninnar

                                                                                                                                            


Ivanchuk efstur á Amber-mótinu

Úkraínski stórmeistarinn Vassily Ivanchuk er efstur međ 7,5 vinning ađ lokinni fimmtu umferđ Amber-mótsins sem fram fór í dag í Nice í Frakklandi.  Í 2.-3. sćti međ 7 vinninga eru Carlsen og Gelfand.  Ivanchuk er efstur í atskákinni en Carlsen er efstur í blindskákinni.


Úrslit 5. umferđar:

BlindDominguez-Gelfand0-1
 Gashimov-Grischuk˝-˝
 Kramnik-Ponomariov1-0
BlindKarjakin-Carlsen0-1
 Aronian-Svidler0-1
 Smeets-Ivanchuk˝-˝
AtGelfand-Dominguez1-0
 Grischuk-Gashimov0-1
 Ponomariov-Kramnik0-1
AtCarlsen-Karjakin0-1
 Svidler-Aronian1-0
 Ivanchuk-Smeets1-0


Blindskákin

1.  Carlsen    4    
2. Gelfand 3˝
Grischuk 3˝
Ivanchuk 3˝
5. Gashimov 2˝
Karjakin 2˝
Kramnik 2˝
Ponomariov 2˝
Svidler 2˝
10. Aronian 1˝
11. Smeets 1
12. Dominguez ˝

Atskákin

1.  Ivanchuk   4    
2. Gelfand 3˝
Kramnik 3˝
4. Carlsen 3
Svidler 3
6. Gashimov 2˝
7. Aronian 2
Grischuk 2
Karjakin 2
Ponomariov 2
11. Dominguez 1˝
12. Smeets 1

Samanlagt

1.  Ivanchuk   7˝
2. Carlsen 7
Gelfand 7
4. Kramnik 6
5. Grischuk 5˝
Svidler 5˝
7. Gashimov 5
8. Karjakin 4˝
Ponomariov 4˝
10. Aronian 3˝
11. Dominguez 2
Smeets 2

Heimasíđa mótsins


Morgunblađiđ: Ţá er ţađ heimsfrétt!

*Margt ber fyrir augu og eyru ţegar rölt er milli taflborđa á skákmóti *Mikiđ er spáđ og spekúlerađ og jafnvel vitnađ í vísur fyrri móta

Grein eftir Pétur Blöndal sem birtist í Morgunblađinu 3. mars og birt hér međ leyfi höfundar.  Einnig fylgja međ skákskýringar Helga Ólafssonar á skák Hjörvars Steins og Kogan sem birtist í sama tölublađi Morgunblađsins.  Pétur, Helgi og Morgunblađiđ fá ţakkir fyrir.

Skákmótiđ er hafiđ. Klukkurnar farnar ađ tifa. En efsti mađur mótsins, Ivan Sokolov, situr enn fyrir framan tölvuna í kaffistofu Ráđhússins og sýnir ekki á sér fararsniđ, ţó ađ mínúturnar fjari undan honum. „Hann gerir ţetta alltaf," segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambandsins, og kippir sér ekkert upp viđ ţessa sjón.

Irina Krush stendur enn í röđinni og bíđur eftir salatdisknum. Hún hefur blandađ sér í slag stórmeistaranna, er í sjötta til sextánda sćti fyrir daginn. Í salnum eru áhorfendur ekki síđur í djúpum ţönkum en keppendurnir. Einn situr og les The Brief Wondrous Life of Oscar Wao eftir Junot Díaz. Svo er ţarna stöđumćlavörđur - kannski til ađ fylgjast međ klukkunum. Einn er međ sexpensara í fagurgulri skyrtu. Og inni á milli áhorfenda sitja keppendur í djúpum ţönkum. Nú er ţađ Hannes Hlífar Stefánsson, sem horfir ţađan á stöđuna í skákunum, ţar á međal sinni. Hann er međ peđ upp í skiptamun. Engu ađ síđur hefur mótherji hans hugsađ í tuttugu mínútur samfleytt um nćsta leik.

„Ţetta er hnífjafnt," hvíslar Gústaf Steingrímsson, skákmađur Ufsans, ađ blađamanni.

„Viđ vorum ađ skođa ţetta í vinnunni, hentum ţessu upp í tölvu, og ţetta eru allt ţekktir leikir. Nema síđasti leikur Hannesar, kóngur á h8, venjulega er honum leikiđ á f7."

„Ţetta er á uppleiđ," hvíslar Björn Ţorfinnsson, sem mćtir blađamanni á rölti um salinn.

„Ég var miđur mín í tvćr umferđir eftir ađ hafa klúđrađ hróksendatafli á móti frönskum stórmeistara, ţar sem ég var tveim peđum yfir. Ég missti ţađ niđur í endatafl."

Hann dćsir.

„Ţetta getur veriđ erfitt fyrir sálina. En vonandi vinn ég tvćr síđustu. Ţá verđur ţetta allt í lagi."

Hann horfir yfir salinn.

„Ţađ verđur spennandi ef Nyzhnyk vinnur. Ţá er ţađ heimsfrétt! Ţađ er alltaf gott fyrir skákmót ţegar ţađ gerist."

Svo snýr hann sér viđ og tautar um leiđ: „Jćja, ég verđ ađ fara, sá enski er búinn ađ leika."

Hann hafđi sigur ţennan daginn. En ekki Nyzhnyk. Drengnum 13 ára frá Úkraínu nćgir ţó ađ vinna í dag til ađ ná ţriđja áfanganum og verđa fjórđi yngsti stórmeistari frá upphafi.

Ţađ yrđi heimsfrétt.

Róbert Lagerman blćs til sóknar eins og vant er, lćtur ţađ ekki trufla sig ađ hann er međ svart. Romanishin er í jakkafötum og virđulegur á svip ađ vanda. Jafnvel ţegar hann lendir í tímahraki á móti Braga Ţorfinnssyni í einni mest spennandi skák kvöldsins. Ţađ ţarf ekki ađ koma á óvart ađ mađur međ slíkt jafnađargeđ geri jafntefli.

Stráklingarnir Svanberg Már Pálsson og Páll Andrason eru komnir í endatafl á međan miđtafliđ stendur enn yfir á öđrum borđum. Innan skamms sitja ţeir á kaffistofunni og fara yfir af hverju skákinni lauk međ jafntefli.

Ţriđji stráklingurinn, Emil Sigurđarson, sest augnablik međ ţeim, ţó ađ skák hans standi enn yfir í salnum. Hann stingur upp á leik. „Djísús, sá ég ţetta ekki!" heyrist í öđrum hinna.

„Jafntefli," kallar hinn ţegar mamma hans gengur í hús.

Björn Ţorfinnsson slćst í hópinn: „Ţú leikur bara hérna og hérna og hérna. Hvađ ćtlar hann ţá ađ gera?" Ţeir horfa á stöđuna. Ţegja bara. „Ţetta var close!" segir Björn svo og labbar brosandi burtu. Hann hefur um annađ ađ hugsa.

„Hún er spennandi skákin hjá Hannesi," segir Gunnar Björnsson, sem mćttur er aftur í hús, eftir ađ hafa skroppiđ í vinnuna.

„Hann fann reyndar helvíti sniđuga leiđ út úr ţessu Nataf. Hann fórnađi bara skiptamuninum til baka. Ţannig ađ ţetta er jafnteflislegt, en Hannes er ţó međ íviđ betri stöđu."

Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson er mćttur.

Skákskýringar ađ hefjast.

Ađ ţví gefnu ađ borgarfulltrúarnir taki sér ekki of langt matarhlé, ţví skákskýringarnar eiga ađ fara fram í matsalnum. Ţađ hefur bćst viđ áhorfendafjöldann.

Ţetta er ţjóđaríţróttin.

Og nú fylgist Nataf međ úr salnum á međan Hannes Hlífar situr viđ skákborđiđ. „Ţetta er nú samt ekkert einfalt," segir Jóhann íhugull. Hann er ađ fara yfir skák Hannesar og Natafs. Remúlađilyktin enn í loftinu eftir borgarstjórnina.

„En óneitanlega lítur ţetta mjög vel út á svartan. Nú er Hannes međ peđi yfir og međ mátmöguleika međ hrók, riddara og peđi." Hann kemst međ sigri í efsta sćtiđ, ţar sem Ivan Sokolov tróndi áđur.

„Ţađ fór illa fyrir Sokolov eins og ţiđ sáuđ," segir Jóhann.

„Ţetta var alveg svakaleg kyrking sem hann lenti í. Enda sást undir hćlana á honum ţegar hann gekk út." Hann hlćr.

„Viđ erum ágćtir mátar, en ţađ er langt síđan ég spjallađi viđ hann. Ćtli ţađ séu ekki liđin tvö ár. Og ég náđi ekki tali af honum áđan. Ég ćtlađi bara ađ segja ađ honum hefđi ekkert fariđ fram síđan síđast!" Hann hlćr ennţá meira.

„Ţađ á alltaf ađ strá salti í sárin." Svo lítur hann út í salinn.

„Eigum viđ kannski ađ renna yfir skákina hjá Ivan Sokolov? Hvernig svona mikill meistari gat fengiđ svona vonda stöđu í byrjuninni." Ţegar líđur á skákina fer Jóhann ađ aka sér í stólnum, svo óţćgileg er stađa Sokolovs.

„Ţađ er best ađ Ivan er ekki hér. Viđ skulum ekki rekja ţetta lengur. Hvernig ćtli stađan sé hjá Hannesi. Já, já, peđiđ fer upp. Ég skil nú ekki af hverju Nataf er ekki búinn ađ gefa ţetta. Kannski viđ kíkjum á skákina hjá Ţresti [Ţórhallssyni]. Hann er svona međ heldur lakara."

Ţröstur heldur ţó út manna lengst. Enda í essinu sínu međ tvo riddara í endatafli. En verđur ađ lokum ađ játa sig sigrađan. Í horni matsalarins eru seldar skákbćkur. Ţar eru teóríurnar. Og ţađ rifjast upp fyrir Jóhanni: „Ágúst Ţór Árnason skákmeistari og hćstaréttarlögmađur sló fram fyrriparti á helgarskákmóti á Sauđárkróki í kringum 1980: Enga leiki ćskan skilur, allt af bókum lćrir hún.

Ţá svarađi Benóný á augabragđi - ég varđ vitni ađ ţessu:

Ţađ er eins og blindabylur blási fram af hćđarbrún."

 

-----------------------------------------

Herkví

Skákskýringar Helga Ólafssonar sem birtist í Morgunblađinu 3. mars sl.

Ţađ eru til nokkrar frćgar stöđur úr skáksögunni ţar sem ađstađa taflmannanna á skákborđinu hefur orđiđ svo ólánleg ađ lengi er í minnum haft. Í ţrettándu einvígisskák Spasskí og Fischer í Laugardalshöllinni '72 lenti hrókur Fischer í herkví á g8. Biskup, studdur af peđi á g7, lokađi hann inni á f8. Á hinum hluta borđsins var Spasskí umsetinn framsćkinni peđfylkingu. Önnur frípeđ átti áskorandinn á dreif en kóngur hans komst ţó hvorki lönd né strönd. En svo lagđi hann á fljótiđ og ţurfti til ţess ađ fórna ţeim fótgönguliđa sem lengst var kominn ađ uppkomureitnum. Síđar villtist Spasskí af réttri leiđ, hrókurinn slapp úr herkvínni og hinn geđţekki heimsmeistari varđ ađ fella kónginn. Í Höllinni ríkti um skeiđ ţess konar samúđ međ Spasskí ađ minnti á harmleik. Jafnvel yfirdómarinn Lothar Schmid reyndi ađ hughreysta hann og var ţađ nú kannski ekki hans hlutverk.

Ég er ekki viss um ađ áhorfendur í Ráđhúsi Reykjavíkur hafi veriđ í slíkum ţönkum ţegar Hjörvar Steinn Grétarsson króađi hrók hins öfluga ísraelska stórmeistara Arturs Kogan af í sjöttu umferđ Reykjavíkurskákmótsins. Miklu fremur ađ menn hafi brosađ í kampinn og Kogan tók ţessum neyđarlegu endalokum af karlmennsku. En sigur Hjörvars var einn margra góđra sem íslensku skákmennirnir hafa unniđ á mótinu:

24. Reykjavíkurskákmótiđ:

Artur Kogan - Hjörvar Steinn Grétarsson

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 Bb4 4. Rc3 c5 5. e3 O-O 6. Bd3 d5 7. O-O Rbd7 8. cxd5 exd5 9. Re5 He8 10. f4 Rf8 11. Df3 Re6 12. a3 Ba5 13. f5 Rg5 14. Dg3 Bxc3 15. Dxg5 Hxe5!

Lćtur skiptamun af hendi. Hvítur hefđi sennilega betur tekiđ á c3.

16. dxe5 Bxe5 17. Hb1 Dd6 18. Dh4 Bd7 19. Bd2 He8 20. Kh1 b5 21. Hf3 Bc6 22. Hh3 h6 23. b3 c4 24. Bb4 Dc7 25. Bc2 Bb7 26. Be1 Dc6 27. Df2 a6

Styrkir stöđu sína í rólegheitum, 27. ... d4 kom einnig til greina.

28. Df3 Re4 29. Bxe4 dxe4 30. Dd1 c3 31. Hc1 Hc8 32. Dc2 Dd5! 33. Bg3 Hjörvar hafđi vonast eftir 33. Bg3 sem hann hugđist svara međ 33. ... Dd3! 34. Hxd3 exd3 35. Dxd3 c2! og vinnur.

33. ... Bxg3 34. Hxg3 Dd2 35. f6 g6 36. h4 Dxc2 37. Hxc2 Bd5 38. b4 Bb3 39. Hc1 Be6!

Hrókurinn á g3 er lentur í herkví.

40. Hc2 Kf8 41. Kg1 Ke8 42. Hc1 Bf5 43. Kf2 Kd7 44. Ke1 c2 45. Kd2 Ke6 46. Hxc2 Hxc2 47. Kxc2 Kxf6 48. a4 Ke5 49. axb5 axb5 50. Kc3 f6 51. Kd2 g5 52. Kc3 g4 10-03-03.jpg

53. Kd2 Be6 54. Kc3 f5 55. Kd2 Bc4 56. Kc2 Kd5 57. Kc3 Bf1 58. Kb3 Be2 59. Kc3 Bd1 60. Kd2 Ba4 61. Kc3 h5

Leikţröng.

62. Kb2 Kc4 63. Ka3 Kc3

- Ţessa stöđu vćri hćgt ađ vinna án biskupsins. Kogan gafst upp.

helol@simnet.is


Páll sigrađi á hrađkvöldi Hellis

Páll AndrasonPáll Andrason sigrađi örugglega á hrađkvöldi sem haldiđ var 15. mars sl. Páll fékk 6,5v í sjö skákum og leyfđi ađeins eitt jafntefli viđ Örn Leó. Jöfn í öđru og ţriđja sćti voru svo Elsa María Kristínardóttir og Geir Guđbrandsson međ 5v. Páll fékk svo ađ draga í happdrćttinu og ţrátt fyrir yfirlýsingu um ađ hann ćtlađi ađ draga Birki ţá dró hann Jón Úlfljótsson. Jón hefur undanfariđ veriđ fengsćll á ţessum ćfingum og er kominn međ efniviđ í góđa pizzuveislu.

 Lokastađan á hrađkvöldinu:

  • 1.   Páll Andrason                            6,5v/7
  • 2.   Elsa María Kristínardóttir           5v
  • 3.   Geir Guđbrandsson                    5v
  • 4.   Örn Leó Jóhannsson                  4,5v
  • 5.   Jóhann Bernhard Jóhannsson    4,5v
  • 6.   Dagur Kjartansson                     4v
  • 7.   Birkir Karl Sigurđsson                 4v
  • 8.   Jón Úlfljótsson                            3,5v
  • 9.   Vigfús Ó. Vigfússon                    3,5v
  • 10.  Björgvin Kristbergsson              3,5v
  • 11.  Jón Trausti Harđarson                3v
  • 12.  Heimir Páll Ragnarsson              3v
  • 13.  Róbert Leó Jónsson                   2v
  • 14.  Dawid Kolka                               2v
  • 15.  Pétur Jóhannesson                    1v
  • 16.  Kristinn Andri Kristinsson            1v

Fimmtudagsmót hjá TR í kvöld

Ađ venju fer fram fimmtudagsmót T.R. í kvöld kl. 19.30.  Tefldar verđa 7
umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma.  Mótin
fara fram í félagsheimili T.R., skákhöllinni ađ Faxafeni 12, og opnar
húsiđ kl. 19.10.  Glćsilegur verđlaunapeningur er í bođi fyrir
sigurvegarann.Mótin
eru öllum opin og er ađgangseyrir kr. 500 fyrir 16 ára og eldri en
frítt er fyrir 15 ára og yngri.  Bođiđ er upp á kaffi ásamt léttum
veitingum án endurgjalds.


íslandsmót barnaskólamót fer fram á sunnudag - skráningarfrestur rennur út í dag

Skákakademía ReykjavíkurÍslandsmót barnaskólasveita 2010 fer fram í Vetrargarđinum, Smáralind, sunnudaginn 21.mars. Mótshaldiđ er í höndum Skákakakademíu Reykjavíkur í nánu samstarfi viđ Skáksamband Íslands.

Tefldar verđa 8 umferđir eftir Monrad-kerfi - umhugsunartími 10 mín. á skák fyrir hvern keppenda.

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-7.b ekkjar grunnskóla en ađ auki mega allt ađ tveir varamenn skipa hverja sveit. Keppendur skulu vera fćddir 1997 eđa síđar.

Mótiđ hefst kl. kl.12.30 og skulu keppendur vera mćttir í síđasta lagi kl. 12.15. Gert er ráđ fyrir ađ mótshaldiđ taki rúmlega 4 klukkustundir.

Sigurvegari mótsins hlýtur rétt til ţátttöku á Norđurlandamóti barnaskólasveita sem fram fer í september nćstkomandi. Viđkomandi skóli ber ábyrgđ á skipulagningu og fjármögnun ferđarinnar en Skáksamband Íslands mun ađstođa viđ ţjálfun keppenda.

Skráning fer fram hjá Skáksambandi Íslands í síma 568-9141, virka daga 10-13 og í tölvupósti skaksamband@skaksamband.is. Skráningu skal lokiđ í síđasta lagi fimmtudaginn 18. mars. Međ skráningu skóla skal fylgja nafn liđstjóra og netfang hans.

Ţegar nćr dregur mótinu verđur liđstjórum sendar nákvćmar upplýsingar varđandi framkvćmd mótsins.


Frábćr ţátttaka á öđlingamóti

Birgir Rafn ŢráinssonFrábćr ţátttaka er á Skákmóti öđlinga sem hófst í félagsheimili TR í kvöld en 40 öđlingar taka ţátt.  Hingađ til hafa mest 24 skákmenn tekiđ ţátt svo metiđ er slegiđ allhressilega!  Međal keppenda eru t.d. sex suđurnesjamenn og fjórir keppendur koma frá Selfossi.  Mótiđ hefur jafnframt sennilega aldrei veriđ sterkara. 

Í fyrstu umferđ urđu úrslit nokkuđ hefđbundin en ţó var eitthvađ um óvćnt úrslit.  Birgir Rafn Ţráinsson gerđi jafntefli viđ Björn Ţorsteinsson, Árni Thoroddsen gerđi jafntefli viđ Magnús Gunnarsson og Haukur Halldórsson sigrađi Sigurđ H. Jónsson. 

Einni skák var frestađ veikinda og pörun 2. umferđar mun ekki liggja fyrir fyrr en ađ henni lokinni, á laugardag.

Úrslit 1. umferđar:

 

NameResult Name
Thorsteinsson Thorsteinn 1 - 0 Gudmundsson Einar S 
Ulfljotsson Jon 0 - 1 Gudmundsson Kristjan 
Halldorsson Bragi 1 - 0 Gudmundsson Sveinbjorn G 
Thrainsson Birgir Rafn ˝ - ˝ Thorsteinsson Bjorn 
Ragnarsson Johann 1 - 0 Hreinsson Kristjan 
Thoroddsen Arni ˝ - ˝ Gunnarsson Magnus 
Hjartarson Bjarni ˝ - ˝ Jensson Johannes 
Einarsson Thorleifur 0 - 1 Bjornsson Eirikur K 
Palsson Halldor 1 - 0 Jonsson Loftur H 
Halldorsson Haukur 1 - 0 Jonsson Sigurdur H 
Isolfsson Eggert 1 - 0 Kristinsson Magnus 
Schmidhauser Ulrich 0 - 1 Matthiasson Magnus 
Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 1 - 0 Kristbergsson Bjorgvin 
Johannesson Petur 0 - 1 Sigurmundsson Ulfhedinn 
Sigurmundsson Ingimundur 1 - 0 Adalsteinsson Birgir 
Bjornsson Gudmundur 0 - 1 Breidfjord Palmar 
Thorarensen Adalsteinn 1 - 0 Ingason Gudmundur 
Vikingsson Halldor 0 - 1 Jonsson Pall G 
Eliasson Jon Steinn 0 - 1 Gardarsson Halldor 
Bergmann Haukur       Sigurdsson Pall 



Keppendalistinn:

 

No. NameRtgClub/City
1FMThorsteinsson Thorsteinn 2271TV
2 Gudmundsson Kristjan 2259TG
3 Halldorsson Bragi 2230Hellir
4 Thorsteinsson Bjorn 2226TR
5 Bergmann Haukur 2142SR
6 Ragnarsson Johann 2124TG
7 Gunnarsson Magnus 2124SSON
8 Hjartarson Bjarni 2112Fjölnir
9 Bjornsson Eirikur K 2013TR
10 Gardarsson Halldor 1978TR
11 Palsson Halldor 1947TR
12 Sigurdsson Pall 1881TG
13 Jonsson Sigurdur H 1862SR
14 Isolfsson Eggert 1845TR
15 Matthiasson Magnus 1838SSON
16 Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 1810TR
17 Sigurmundsson Ulfhedinn 1775SSON
18 Sigurmundsson Ingimundur 1760SSON
19 Breidfjord Palmar 1746SR
20 Thorarensen Adalsteinn 1741TR
21 Jonsson Pall G 1710KR
22 Gudmundsson Einar S 1705SR
23 Ulfljotsson Jon 1695Víkingaklúbburinn
24 Gudmundsson Sveinbjorn G 1665SR
25 Thrainsson Birgir Rafn 1636Hellir
26 Hreinsson Kristjan 1610KR
27 Thoroddsen Arni 1555KR
28 Jensson Johannes 1535 
29 Einarsson Thorleifur 1525SR
30 Jonsson Loftur H 1510SR
31 Halldorsson Haukur 1500Vinjar
32 Kristinsson Magnus 1415TR
33 Schmidhauser Ulrich 1375TR
34 Kristbergsson Bjorgvin 1165TR
35 Johannesson Petur 1020TR
36 Adalsteinsson Birgir 0 
37 Bjornsson Gudmundur 0 
38 Ingason Gudmundur 0KR
39 Vikingsson Halldor 0 
40 Eliasson Jon Steinn 0KR

 


EM: Hannes og Henrik enduđu međ sigri - Nepomniachtchi og Cramling Evrópumeistarar

Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson (2574) og Henrik Danielsen (2494) unnu báđir í lokaumferđ EM einstaklinga sem fram fór í Rijeka í Króatíu í dag.    Hannes sigrađi ţýska alţjóđlega meistarann Mathias Womacka (2452) en Henrik vann makedónska alţjóđlega meistarann Dusan Lekic (2396).   Ian Nepomniachtchi (2656) og Pia Cramling (2523) urđu Evrópumeistarar.   

Hannes hlaut 6,5 vinning og Henrik 6 vinninga.  Hannes hćkkar um 3 stig fyrir frammistöđu sína sem samsvarađi 2589 skákstigum en Henrik lćkkar um 2 stig fyrir frammistöđu sína sem samsvarađi 2443 skákstigum.

Hinn 19 ára, rússneski stórmeistari Ian Nepomniachtchi (2656) varđ Evrópumeistari en hann var ađeins 35. stigahćsti keppandinn.  Í 2.-3. sćti urđu stórmeistararnir Baadur Jobava (2695), sem leiddi lengst af, og Artyom Timofeev (2655), Rússlandi. Tíu skákmenn komust beint áfram á Heimsbikarmótiđ (World Cup) en 30 skákmenn ţurfa ađ tefla atskák til úrslit um 12 laus sćti og ţar á međal eru Íslandsvinirnir Movsesian og Sokolov. 

Enginn norđurlandabúi komst áfram en Emanuel Berg stóđ sig best ţeirra en hann fékk 7 vinninga.  Ţađ er athyglisvert ađ ekkert norđurlandanna sendi fleiri fulltrúa á opin flokk en litla Ísland.  Svíar áttu einnig tvo fulltrúa en Danir, Finnar og Norđmenn áttu hvern sinn fulltrúa og sumir ţeirra fóru á eigin vegum.  

Pia Cramling Evrópumeistari kvenna var eini fulltrúi norđurlandanna í kvennaflokki.   Í öđru sćti varđ litháíska skákkonan Viktorija Cmilyte (2485) en Cramling vann hana í lokaumferđinni.  



Morgunblađiđ: Undrabörnin frá Perú

Ţađ er ekki á hverjum degi sem tveir heimsmeistarar í skák koma frá sama landinu, hvađ ţá úr sömu fjölskyldunni. Enda eru Cori-systkinin, sem tefla ţessa dagana á Reykjavíkurskákmótinu, ţjóđhetjur í sínu heimalandi. Daysi er 16 ára og Jorge 14 ára, en hann er jafnframt yngsti stórmeistari í heiminum. 

Frá ritstjóra:  Á međan MP Reykjavíkurskákmótinu stóđ sinnti Morgunblađiđ mótinu afskaplega vel og birti um ţćr ţrjár ítarlegar greinar auk hefđbundinna skákţátta Helga Ólafssonar í sunnudagsmogganum.  Nćstu 3 daga verđa ţessar greinar Morgunblađsins um mótiđ birtar hér á Skák.is.  Fyrsta greinin sem birtist í dag birtist í Sunnudagsmogganum 28. febrúar og er eftir Steinunni Ţórhallsdóttur og fjallar um Perúsystkinin.  Skák.is kann viđkomandi blađamönnum og Morgunblađinu bestu ţakkir fyrir!

Ţađ er ekki á hverjum degi sem tveir heimsmeistarar í skák koma frá sama landinu, hvađ ţá úr sömu fjölskyldunni. Enda eru Cori-systkinin, sem tefla ţessa dagana á Reykjavíkurskákmótinu, ţjóđhetjur í sínu heimalandi. Daysi er 16 ára og Jorge 14 ára, en hann er jafnframt yngsti stórmeistari í heiminum. 

Tveir heimsmeistarar í skák rölta á móti mér eftir brúnni yfir í Ráđhúsiđ, á leiđ til annars mótsdags í MP Reykjavík Open. Ţetta eru Daysi og Jorge Cori, 16 og 14 ára systkini frá Perú. Fađir ţeirra, Jorge Cori eldri, er í fylgd međ börnum sínum og ţau heilsa öll blađamanni međ kossi og fađmlagi ađ suđuramerískum siđ.

„Er ísinn traustur?" er ţađ fyrsta sem Jorge Cori eldri spyr blađamann og svo lýsir hann áhyggjum sínum af velferđ fólksins sem hann sá hlaupa á honum í gćrkvöldi. Eftir ađ hafa fullvissađ hann um ađ ekki sé vitađ til ađ nokkur hafi drukknađ í Tjörninni náum viđ ljósmyndarinn ađ plata ţau út á ísinn er umlykur Ráđhúsiđ og ţau fíflast afslöppuđ í snjónum, ţótt ekki séu nema um 45 mínútur ţar til skákir dagsins hefjast.

Snjórinn frábćr

Daysi Cori er eini alţjóđlegi kvenstórmeistari í skák í Perú og yngst allra kvenna í Suđur-Ameríku til ađ bera ţann titil. Jorge Cori er hins vegar yngsti alţjóđlegi stórmeistari í heimi og var yngstur Ameríkubúa ađ ná ţeim áfanga ađeins 14 ára og tveggja mánađa. Í nóvember í fyrra náđu systkinin bćđi ţeim merka áfanga ađ vinna heimsmeistaratitla í skák í sínum aldursflokkum á heimsmeistaramóti unglinga í Tyrklandi.

„Okkur brá svolítiđ í dag ţegar viđ komum út í hríđina og allan ţennan snjó og vindurinn ýtti og togađi í okkur. En mér finnst snjórinn frábćr," segir Daysi og litli bróđir hennar samsinnir ţví.

Ţau koma frá borginni Villa Salvador, sem er viđ Lima, höfuđborg Perú, ţar sem allt annađ loftslag ríkir. „Viđ erum ađ koma frá ţví ađ keppa á skákmótum á Frakklandi og Spáni og förum svo aftur til Spánar ţegar ţessu móti lýkur. Ţađ er skólafrí í Perú núna og viđ notum ţađ til ađ keppa og safna ELO-stigum."

Ég spyr ţau hvernig líf skákmeistara sé. „Bara venjulegt, nema mađur ţarf ađ ćfa sig ađeins meira," segir Jorge og flissar.

Skákin fćrir gleđi

Börnin eru orđin ţjóđhetjur í heimalandi sínu Perú og ég spyr ţau hvort heimsmeistaratitlarnir hafi breytt lífi ţeirra. „Jú, ţetta hefur fćrt mikla gleđi og hamingju í fjölskyldu okkar og svo ţekkir fólk okkur á götum úti, vill taka ljósmyndir og fá eiginhandaráritanir. Viđ ţurfum ađ leggja tímanlega af stađ ţegar viđ förum í bíó og svoleiđis."

Jorge Cori eldri segir mér ađ ţau séu af efnalitlu fólki komin. Hann er sjálfur verkamađur og konan hans skólaliđi í grunnskóla. Ţau hafi alla tíđ ţurft ađ reiđa sig á styrki og ađstođ skáksambandsins í Perú, borgaryfirvalda í Villa Salvador og einkaađila til ađ börnin geti keppt á mótum, og ótrúlegur árangur ţeirra hefur síđan opnađ ţeim möguleika á betri menntun. Ţeim var bođiđ ađ stunda nám í einkaskóla, og nýveriđ var Daysi bođinn styrkur til náms viđ háskóla í Bandaríkjunum. Styrktarađilar ţeirra í Perú hjálpuđu fjölskyldunni einnig ađ byggja sér hús. Skáksamband Perú er ekki sterkt miđađ viđ önnur lönd og ţví ferđast fađirinn einn međ börnin á stórmót ţegar ađrar ţjóđir mćta til leiks međ liđ ţjálfara, sálfrćđinga og ađstođarmanna.

Lćra fyrst, ćfa svo

Krakkarnir eru á heimavelli ţegar ţau eru spurđ ađ ţví hvenćr ţau hafi byrjađ ađ tefla. „Ég var sex og hún var átta og pabbi kenndi okkur mannganginn. Ţá var skákin ekki svo ţekkt í Perú en hún er ţađ núna. Ţetta hefur ekki alltaf veriđ auđvelt en okkur finnst bara svo gaman ađ keppa á mótum og ferđast og hitta nýtt fólk," segir Jorge yngri.

En eru ţau ólíkir skákmenn? Daysi grípur orđiđ og segir ađ bróđir sinn sé rólegri og skipulagđari leikmađur en hún, en ţau pćli lítiđ í ţví hvernig ţau tefli. Ég spyr hvađa markmiđ ţau hafi sett sér núna eftir heimsmeistaramótiđ og segir Daysi ţađ vera ađ verđa alţjóđlegur stórmeistari, sem ađeins tíu konur eru núna. Ađ auki vilji hún ná 2.600 ELO-stigum fyrir lok ársins.

„En ţađ var mitt markmiđ," segir litli bróđir hlćjandi. „Ţú stalst ţví." Bćđi gangast ţau viđ ţví ađ vera miklir keppnismenn og fá gríđarlega mikiđ út úr ţví ađ sigra sér eldri og reyndari mótherja.

Hvađan koma ţessir miklu skákhćfileikar? Jorge eldri hlćr og svarar til: „Ég spyr sjálfan mig stundum hvernig standi á ţessu!" Hann lýsir ţví ađ ţađ hafi í raun veriđ alger tilviljun ađ skákin kom inn í líf ţeirra. „Ég kunni varla mannganginn ţegar krakkarnir fóru á sumarnámskeiđ, og viđ lćrđum ţetta saman til ađ byrja međ. Kennarar barnanna tóku strax eftir hćfileikum ţeirra og viđ leyfđum ţeim ađ tefla út í eitt. Viđ tóku sigrar á skólamótum, hérađsmótum og landsmótum og ţau fćrđust undrahratt upp styrkleikalistann. Ţetta er ţađ sem ţeim finnst skemmtilegast ađ gera í lífinu og skákin sprettur svo eđlilega og áreynslulaust fram hjá ţeim.

Ţađ hefur veriđ ţannig frá upphafi og er reyndar enn í dag," heldur Jorge eldri áfram, „ađ ţau ţurfa ađ vera búin ađ lćra heima áđur en ég hleypi ţeim ađ taflborđinu. Ég legg áherslu á ţađ ađ ţau passi upp á skólann og fái góđa menntun, en ţeim er alveg sama um ţađ eins og er, skákin er númer eitt, tvö og ţrjú. Og ţađ er međal annars lykillinn ađ ótrúlegum árangri ţeirra, ađ ţau njóta leiksins til hins ýtrasta. Ţegar ţau eru ekki ađ keppa á mótum fáum viđ einkakennara sem kemur á hverjum einasta degi, meira ađ segja á jólunum. Ţá reyndar kvörtuđu börnin og móđir ţeirra hástöfum en ég lít svo á ađ ţau fái frí frá skólabókunum ţegar viđ erum á keppnisferđalögum. Skákin er ţó ađ mínu mati góđ íţrótt, ţví hún ţjálfar hugsunina, ţú munt aldrei hitta skákmann sem er fátćkur ađ ţví leyti."

Og ţetta virđist sannarlega vera fjölskylda í fríi fremur en keppnisíţróttamenn, ţar sem ég horfi á eftir undrabörnunum tveimur trítla léttfćtt í skáksalinn, međan fađir ţeirra leggur af stađ í göngutúr í snjónum. Hann ćtlar ađ skođa sig um í miđbćnum, taka út skautasvelliđ og finna veitingastađ til ađ bjóđa krökkunum sínum á í kvöld. „Ég ţarf ekkert ađ standa yfir ţeim og greina skákirnar, ţau sjá alveg um ţetta sjálf."

Steinunn Ţórhallsdóttir, Sunnudagsmoggi 28. febrúar


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.8.): 100
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8779963

Annađ

  • Innlit í dag: 78
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 78
  • IP-tölur í dag: 76

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband