Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Jólaskákmót Bjargarinnar

Föstudaginn 26. nóvember fer fram Jólaskákmót Bjargarinnar 2010. Ţetta er innanfélagsmót Bjargarinnar sem ţýđir ađ ţađ eru einungis félagar Bjargarinnar sem hafa ţátttökurétt.

Ţađ verđa glćsilegir bókavinningar fyrir alla sem taka ţátt og verđlaunapeningar fyrir efstu ţrjú sćtin. Umhugsunartími er 10 mínútur á hvorn keppanda og keppa allir viđ alla.

Ţátttökugjald er 250 krónur til ţess ađ standa straum af kostnađi viđ verđlaunapeninganna. Skákstjóri verđur hinn vinsćli og málglađi formađur Hressra Hróka Emil Ólafsson.

 


TORG-skákmót Fjölnis

Foreldrar fylgdust af stolti međ börnunum sínum viđ taflborđiđTORG - skákmót Fjölnis verđur haldiđ laugardaginn 27. nóvember í verslunarmiđstöđinni Hverafold 5 í Grafarvogi. Mótiđ hefst kl. 11:00 og ţví lýkur međ glćsilegri verđlaunaafhendingu og happadrćtti kl. 13:00. Mótiđ var afar fjölsótt í fyrra en ţá tóku rúmlega 60 grunnskólanemendur ţátt,  ţar á međal allir ţeir bestu og efnilegustu. Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartíminn er sjö mínútur.

Ţađ er skákdeild Fjölnis sem heldur mótiđ en fyrirtćkin á Torginu í Hverafold gefa vinninga og veitingar. Allt stefnir í ađ fjöldi verđlauna verđi rúmlega 30 og eiga ţví ţátttakendur góđa von um verđlaun eđa happadrćttisvinninga. NETTÓ Hverafold býđur öllum ţátttakendum upp á ókeypis veitingar í skákhléi auk ţess sem verslunin gefur vinninga og ţrjá Sigurvegarar krýndir: Hrund Hauksdóttir stúlknaflokkur, Kjartan Magnússon afhenti bikarana, Örn Leó Jóhannsson eldri flokkur, Róbert Leó Jónsson yngri flokkur og Helgi Árnason formađur skákdeildar Fjölniseignarbikara til ţeirra sem verđa efstir í sínum flokki.

Önnur fyrirtćki sem gefa vinninga eru Pizzan, Foldaskálinn (hamborgaratilbođ), Arion banki, Runni - Stúdíóblóm, Hárgreiđslustofan Höfuđlausnir, Bókabúđin Grafarvogi og Smíđabćr. Skákdeild Fjölnis hvetur alla áhugasama skákmenn á öllum grunnskólaaldri ađ gera sér ferđ í Grafarvoginn laugardagsmorguninn 27. nóvember og taka ţátt í TORG - skákmótinu ţar sem teflt er á opnu rými verslunarmiđstöđvarinnar, gestum og gangandi til yndisauka. Skráning á stađnum. Ţátttakendur beđnir um ađ koma tímanlega til skráningar.


Hjörvar atskákmeistari Reykjavíkur og Hellis

Bragi og Hjörvar á flótta undan skriđdrekaHjörvar Steinn Grétarsson (2433) varđ í gćr atskákmeistari Reykjavíkur og Hellis.   Hjörvar fékk fullt hús vinninga í sex skákum.  Örn Leó Jóhannsson (1838) varđ annar međ 4˝ vinning.  Sex skákmenn urđu jafnir í 3. sćti.

Lokastađan:

 

Rk. NameRtgPts. 
1 Gretarsson Hjorvar Steinn 24336
2 Johannsson Orn Leo 18384,5
3IMBjarnason Saevar 21514
4 Eliasson Kristjan Orn 19724
5 Sigurdsson Birkir Karl 14784
6 Finnsson Gunnar 17574
7 Kristinardottir Elsa Maria 17024
8 Traustason Ingi Tandri 18344
9 Sigurdsson Johann Helgi 20573,5
10 Lee Gudmundur Kristinn 15423,5
11 Thorsteinsdottir Hallgerdur 19823
12 Vigfusson Vigfus 19993
13 Brynjarsson Helgi 20082,5
14 Ulfljotsson Jon 18602,5
15 Thorarensen Adalsteinn 17472,5
16 Brynjarsson Eirikur Orn 16292,5
17 Jonsson Rafn 17632,5
18 Kristinsson Kristinn Andri 02
19 Karlsson Snorri Sigurdur 16332
20 Daday Csara 02
21 Jonsson Robert Leo 11802
22 Kristbergsson Bjorgvin 12501,5
23 Einarsson Oskar Long 01,5
24 Davidsdotir Nancy 01

 


Jólaskákmót í Hótel Glym

Hrókurinn og Hótel Glymur standa fyrir jólaskákmóti sunnudaginn 12. desember klukkan 14. Verđlaun eru veitt í mörgum flokkum, m.a. fyrir bestan árangur grunnskólabarna, kvenna, eldri borgara og stigalausra. Sigurvegari mótsins fćr ýmsa góđa vinninga, međal annars gistingu fyrir tvo á Hótel Glym og splunkunýjar jólabćkur.
 
Tefldar verđa níu umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Ţátttaka er ókeypis.
 
Í Hótel Glym er fyrsta flokks ađstađa til tafliđkunar, fagurt útsýni og frábćrar veitingar. Hóteliđ er stađsett í norđanverđum firđinum og ţangađ er innan viđ hálftíma akstur frá Reykjavík.
 
Nánari fréttir verđa sagđar af mótinu nćstu daga, en áhugasamir eru beđnir ađ skrá sig til ţátttöku sem fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com.

Verkís sigrađi Firmakeppni Saust

Firmakeppninni Skáksambands Austurlands 2010 lauk sunnud. 21. nóv.   Alls tóku 13 firmu ţátt. Í úrslitalotuna komust 6 firmu og varđ  Verkís, Egilsstöđum hlutskarpast  međ 9˝ vinning (af 10).  Fyrir ţađ tefldi Sverrir Gestsson.


Efstu firmu:
1. Verkís, Egilsstöđum  /  Sverrir Gestsson     9˝ vinning
2. Rafteymi  Egilsstöđum / Magnús Valgeirsson  5˝ v.
3. Rafey, Egilsstöđum /  Jón Björnsson      5 vinninga
4. Bygg & hćnur, Egilsstöđum / Hákon Sófusson 4˝ v.
5. Gistihúsiđ Egilsstöđum / Guđm. Ingvi Jóhannsson 4v.


Atskákmót Reykjavíkur fer fram í kvöld

Atskákmót Reykjavíkur sem jafnframt er atskákmót Hellis fer fram mánudaginn 22. nóvember.  Mótiđ fer fram í félagsheimili Hellis, Álfabakka 14a í Mjódd. Tefldar verđa 6 umferđir međ Monrad-kerfi og hefur hvor keppandi 15 mínútur á skák. Mótiđ hefst kl. 19:30.

Verđi tveir jafnir í baráttunni um annan hvorn titilinn verđur teflt tveggja skáka hrađskákeinvígi. Verđi jafnt ađ ţví loknu verđur tefldur hrađskákbráđabani. Verđi fleiri en tveir jafnir verđur tefld einföld umferđ, hrađskák. Verđi enn jafnt, ţá bráđabani.   

Núverandi atskákmeistari Reykjavíkur og atskákmeistari Hellis er Andri Áss Grétarsson.

Verđlaun:

  • 1. 10.000
  • 2. 5.000  
  • 3. 3.000


Ţátttökugjöld:

  • 16 ára og eldri: 800 kr
  • 15 ára og yngri: 400

Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsti heimsmeistari Íslendinga fimmtugur

Jón L. og HelgiHaustiđ 1977 sneri Jón Loftur Árnason frá Cagnes sur mer, Frakklandsmegin viđ Miđjarđarhafiđ, nýkrýndur heimsmeistari sveina 16 ára og yngri og engir smákarlar skáksögunnar sem hann atti kappi viđ: Garrí Kasparov og Nigel Short. Mér er til efs ađ nokkur íslenskur afreksmađur hafi hlotiđ ţvílíka umfjöllun fjölmiđla og fylgdi í kjölfar ţessa sigurs. Ţetta ár varđ hann einnig skákmeistari Íslands 16 ára, sá yngsti í skáksögunni. Í dag, 13. nóvember, fagnar Jón L. fimmtíu ára afmćli sínu.
 

Ég er ekki viss um ađ Jón hafi endilega látiđ sig dreyma um ţann heimsmeistaratitil sem Kasparov féll í skaut átta árum síđar en afrek hans á skáksviđinu á löngum ferli eru ótal mörg: stórmeistari 1986, um tíma í hópi 50 stigahćstu skákmanna heims, Íslandsmeistari 1977, 1982 og 1989, sigurvegari á alţjóđlega Reykjavíkurmótinu 1988 og 1990, međlimur í sigursćlustu skáksveit Íslendinga fyrr og síđar o.s.frv.

Ţađ er einhver sjaldséđur rómantískur ţokki yfir bestu skákum Jóns L. Í ótal mótum og flokkakeppnum lágu leiđir okkar saman. Ólympíuskákmótin hygg ég ađ hafi veriđ í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Ţar stóđ hann alltaf fyrir sínu og yfirleitt miklu meira en ţađ. Frćgum ósigri fyrir Englendingum í Dubai ´86 svarađi hann međ ţví ađ launa ţeim lambiđ gráa - tvisvar! 3:1-sigurinn í Manila ´92 gegn nánast sama liđi og í Dubai var alveg sérstaklega sćtur. Í Novi Sad tveim árum fyrr lagđi John Nunn ađ velli. Skákin lýsir manni sem nćr ađ „endurnýja" sig fyrir mikilvćga viđureign. Spurningin var m.a. ţessi: hvađa vopn á ađ velja ţegar teflt er viđ skákmann sem kann allt og tapar í hćsta lagi 3-4 skákum á ári og hefur í ofanálag ritađ ţykka dođranta um allar ţćr byrjanir sem hann teflir? Fyrir skákina fékk Jón léđa bók sem Nunn hafđi skrifađ um Marshall-árásina. Jón hafđi ekki áhuga á ađ ţrćđa krákustíga ţess afbrigđis; miklu frekar vildi hann vita hvađ Nunn hefđi ađ segja um ýmsar minna kannađar leiđir. Nunn hafđi stundum komiđ međ merkilegar uppástungur sem reyndust honum síđar erfiđar viđfangs. Í sigurskák Jóns er hvert einasta smáskref í byrjun tafls ţrungiđ ţekkingu og nćmu sálfrćđilegu innsći:

Ol - Novi Sad 1990:

Jón L. Árnason - John Nunn

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4

Hindrar Marshall-árásina sem kemur upp eftir 8. c3 d5.

8. ... Bb7 9. d3 d6 10. Rc3 Ra5 11. Ba2 b4 12. Re2 c5

Einnig kom 12. ... b3 til greina sem Jón hefđi sennilega svarađ ađ hćtti Tal međ 13. cxb3 c5 14. b4! cxb4 15. Rg3.

13. c3 bxc3 14. bxc3 c4 15. Rg3 Rd7 16. Ba3! He8?

Eftir ţennan sakleysislega leik á svartur í óyfirstíganlegum erfiđleikum. Hann varđ ađ leika 16. ... g6.

17. Rf5! Dc7 18. Rd2! cxd3 19. Dh5! g6

g5bmlijj.jpg( Sjá stöđumynd )

20. Bxf7+! Kxf7 21. Dxh7+ Kf6 22. He3!?

Kemur hróknum í sóknina. „Rybka" mćlir međ 22. Dg7+ Ke6 23. Dxg6+ Rf6 24. Rg7+ Kd7 25. Df5+ og 26. Rxe8. En leikur Jóns er erfiđari viđfangs.

22. ... Rf8 23. Dh8+ Kf7

Eina vörnin var 23. ... Ke6.

24. Hf3! gxf5 25. Dh5+ Rg6 26. Dxf5+

- og Nunn gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 26. ... Kg7 27. Df7+ Kh6 28. Hh3+ o.s.frv. Glćsilegur sigur

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Sigurđur efstur á atskákmeistaramóti Akureyrar

Atskákmeistari Akureyrar frá ţví í fyrra, Sigurđur Arnarson leiđir mótiđ međ fullu húsi ađ loknum fjórum umferđum. Áskell Örn Kárason kemur nćstur međ 3 vinninga og Atli Benediktsson, Karl Egill Steingrímsson og Sigurđur Eiríksson koma nćstir međ 2˝ vinning.

Mótinu verđur framhaldiđ á ţriđjudagskvöldiđ kl: 19:30, en ţá verđa tefldar síđustu ţrjár umferđirnar.

Í nćstu umferđ mćtast

Áskell Örn Kárason - Sigurđur Arnarson
Atli Benediktsson - Sigurđur Eiríksson
Karl Egill Steingrímsson - Smári Ólafsson
Tómas Veigar - Jón Kristinn Ţorgeirsson
Andri Freyr Björgvinsson - Rúnar Ísleifsson
Mikael Jóhann Karlsson - Bragi Pálmason

 


Jón Árni og og Sigurđur tefldu í Tékklandi

Jón Árni Halldórsson (2196) og Sigurđur Ingason (1887) tóku ţátt í alţjóđlegu móti fyrir skemmstu í Brno í Tékklandi.

Jón Árni Halldórsson hlaut 6 vinninga í 9 skákum og endađi í 5.-9. sćti.  Frammistađa hans samsvarađi 2169 skákstigum og hćkkar hann um 2 skákstig.  Sigurđur hlaut 4 vinninga og endađi í 41.-53. sćti.   Árangur hans samsvarađi 1915 skákstigum og hćkkar hann um 5 skákstig.

 


Baldur Teodor sigrađi á unglingamóti í Stokkhólmi

Baldur TeodorBaldur Teodor Petersson, sem er íslenskur ungur skákmađur búsettur í Svíţjóđ sigrađi á unglingamóti í Stokkhólmi í sínum aldursflokki.   Baldur teflir til úrslita í 10 manna flokki sem fram fer 19. desember en mótiđ nú var hluti af Grand Prix-seríu.

Heimasíđa mótsins


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 8765361

Annađ

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband