Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Fyrsti heimsmeistari Íslendinga fimmtugur

Jón L. og HelgiHaustiđ 1977 sneri Jón Loftur Árnason frá Cagnes sur mer, Frakklandsmegin viđ Miđjarđarhafiđ, nýkrýndur heimsmeistari sveina 16 ára og yngri og engir smákarlar skáksögunnar sem hann atti kappi viđ: Garrí Kasparov og Nigel Short. Mér er til efs ađ nokkur íslenskur afreksmađur hafi hlotiđ ţvílíka umfjöllun fjölmiđla og fylgdi í kjölfar ţessa sigurs. Ţetta ár varđ hann einnig skákmeistari Íslands 16 ára, sá yngsti í skáksögunni. Í dag, 13. nóvember, fagnar Jón L. fimmtíu ára afmćli sínu.
 

Ég er ekki viss um ađ Jón hafi endilega látiđ sig dreyma um ţann heimsmeistaratitil sem Kasparov féll í skaut átta árum síđar en afrek hans á skáksviđinu á löngum ferli eru ótal mörg: stórmeistari 1986, um tíma í hópi 50 stigahćstu skákmanna heims, Íslandsmeistari 1977, 1982 og 1989, sigurvegari á alţjóđlega Reykjavíkurmótinu 1988 og 1990, međlimur í sigursćlustu skáksveit Íslendinga fyrr og síđar o.s.frv.

Ţađ er einhver sjaldséđur rómantískur ţokki yfir bestu skákum Jóns L. Í ótal mótum og flokkakeppnum lágu leiđir okkar saman. Ólympíuskákmótin hygg ég ađ hafi veriđ í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Ţar stóđ hann alltaf fyrir sínu og yfirleitt miklu meira en ţađ. Frćgum ósigri fyrir Englendingum í Dubai ´86 svarađi hann međ ţví ađ launa ţeim lambiđ gráa - tvisvar! 3:1-sigurinn í Manila ´92 gegn nánast sama liđi og í Dubai var alveg sérstaklega sćtur. Í Novi Sad tveim árum fyrr lagđi John Nunn ađ velli. Skákin lýsir manni sem nćr ađ „endurnýja" sig fyrir mikilvćga viđureign. Spurningin var m.a. ţessi: hvađa vopn á ađ velja ţegar teflt er viđ skákmann sem kann allt og tapar í hćsta lagi 3-4 skákum á ári og hefur í ofanálag ritađ ţykka dođranta um allar ţćr byrjanir sem hann teflir? Fyrir skákina fékk Jón léđa bók sem Nunn hafđi skrifađ um Marshall-árásina. Jón hafđi ekki áhuga á ađ ţrćđa krákustíga ţess afbrigđis; miklu frekar vildi hann vita hvađ Nunn hefđi ađ segja um ýmsar minna kannađar leiđir. Nunn hafđi stundum komiđ međ merkilegar uppástungur sem reyndust honum síđar erfiđar viđfangs. Í sigurskák Jóns er hvert einasta smáskref í byrjun tafls ţrungiđ ţekkingu og nćmu sálfrćđilegu innsći:

Ol - Novi Sad 1990:

Jón L. Árnason - John Nunn

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4

Hindrar Marshall-árásina sem kemur upp eftir 8. c3 d5.

8. ... Bb7 9. d3 d6 10. Rc3 Ra5 11. Ba2 b4 12. Re2 c5

Einnig kom 12. ... b3 til greina sem Jón hefđi sennilega svarađ ađ hćtti Tal međ 13. cxb3 c5 14. b4! cxb4 15. Rg3.

13. c3 bxc3 14. bxc3 c4 15. Rg3 Rd7 16. Ba3! He8?

Eftir ţennan sakleysislega leik á svartur í óyfirstíganlegum erfiđleikum. Hann varđ ađ leika 16. ... g6.

17. Rf5! Dc7 18. Rd2! cxd3 19. Dh5! g6

g5bmlijj.jpg( Sjá stöđumynd )

20. Bxf7+! Kxf7 21. Dxh7+ Kf6 22. He3!?

Kemur hróknum í sóknina. „Rybka" mćlir međ 22. Dg7+ Ke6 23. Dxg6+ Rf6 24. Rg7+ Kd7 25. Df5+ og 26. Rxe8. En leikur Jóns er erfiđari viđfangs.

22. ... Rf8 23. Dh8+ Kf7

Eina vörnin var 23. ... Ke6.

24. Hf3! gxf5 25. Dh5+ Rg6 26. Dxf5+

- og Nunn gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 26. ... Kg7 27. Df7+ Kh6 28. Hh3+ o.s.frv. Glćsilegur sigur

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur pistill. Er einhversstađar hćgt ađ nálgast svona húfu eins og Veggurinn skartar á myndinni. Helvíti vígalegt pottlok!

Björn (IP-tala skráđ) 22.11.2010 kl. 00:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 8765557

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband