Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2010

Snorri gerđi jafntefli viđ stórmeistara

Snorri Bergsson (2304) gerđi jafntefli viđ makedónska stórmeistarann Milan Drasko (2479) í fimmtu umferđ Belgrade Trophy sem fram fór í dag.   Jón Árni Halldórsson (2196) sigrađi í sinni skák en Sigurđur Ingason (1887) gerđi jafntefli viđ mun stigahćrri andstćđing.  Snorri hefur 3˝ vinning og er 25.-52. sćti, Jón Árni hefur 3 vinninga og er í 53.-88. sćti og Sigurđur hefur 2˝ vinning og er í 89.-119. sćti. 

285 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 20 stórmeistarar.   Snorri er nr. 45 í stigaröđ keppenda, Jón nr. 71 og Sigurđur nr. 154.

Heimasíđa mótsins


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen dregur sig úr heimsmeistarakeppninni

Ól í skák 2010 019Í byrjun ţessa mánađar barst FIDE yfirlýsing frá „norska undrinu“ Magnúsi Carlsen ţess efnis ađ hann hygđist ekki nýta sér ţátttökurétt sinn í áskorendakeppninni. Til höfđu veriđ kvaddir átta stórmeistarar sem áttu ađ tefla um réttinn til ađ skora á heimsmeistarann Anand. Magnús lét ţess getiđ ađ heimsmeistarakeppnin, eins og hún vćri rekin, gengi ţvert á hugmyndir sínar um sanngjarnt keppnisfyrirkomulag. Hann nefndi ađ engum dytti í hug veita Spánverjum, heimsmeisturunum í knattspyrnu, ţann rétt ađ mćta á HM eftir fjögur ár til ţess eins ađ „verja“ titilinn í úrslitaleik keppninnar.


FIDE brást viđ međ ţví ađ tilnefna Rússann Alexander Grischuk í stađ Magnúsar og ţátttakendur í áskorendaeinvígjunum, sem hefjast á nćsta ári, koma ţví allir frá gömlu Sovétlýđveldunum ađ frátöldum Venselin Topalov. En knattspyrnutenging Magnúsar er athyglisverđ. Sá munur er á heimsmeistarakeppni FIDE og FIFA, ađ styrkur knattspyrnunnar liggur í ţví ađ allar ađildarţjóđirnar eiga ţess kost ađ vera međ frá byrjun. Og í eina tíđ virtu menn í hvívetna fyrirkomulag heimsmeistarakeppninnar í skák sem samanstóđ af svćđamótum, millisvćđamótum og áskorendaeinvígjunum. Ţví kerfi var varpađ fyrir róđa eigi alls fyrir löngu og ţar var Kasparov ekki lítill áhrifavaldur. Sú spurning vaknar hvort Magnús hefđi tekiđ ţessa ákvörđun ef FIDE-kosningarnar í Khanty Manyisk hefđu fariđ á annan veg. Yfirlýsing hans er talin áfall fyrir Kirsan, nýkjörinn forseta FIDE.

Af Magnúsi er ţađ ađ segja ađ eftir ađ hafa unniđ „Perlu-mótiđ“ í Nanjing í Kína á dögunum stefndi hann skónum til Moskvu en á fimmtudaginn lauk minningarmótinu um Tal međ heimsmeistaramótinu í hrađskák. Eftir ćsispennandi keppni ţar sem 20 skákmenn tefldu tvöfalda umferđ varđ Armeninn Aronjan hlutskarpastur, hlaut 24 ˝ v. af 38 mögulegum. Aserinn Radjabov kom nćstur međ 24 v. og Magnús varđ í 3. sćti međ 23 ˝.

Í ađalmótinu, sem fram fór í stórversluninni GUM sem stendur viđ Rauđa torgiđ, tefldu tíu skákmenn og ţar var niđurstađan ţessi:

1. – 3. Karjakin, Aronjan, Mamedyarov 5 ˝ v. (af 9) 4. – 6. Grischuk, Nakamura og Wang Hao 5 v. 7. Kramnik 4 ˝ v. 8. Gelfand 3 ˝ v. 9. Shirov 3 v. 10. Eljanov 2 ˝ v.

Besti Rússinn, Vladimir Kramnik sem hefur heitiđ ţví ađ endurheimta heimsmeistaratitilinn náđi sér ekki á strik og tapađi m.a. fyrir Karjakin sem nú er genginn í liđ međ Rússum eftir ađ hafa teflt fyrir Úkraínu.

Sergei Karjakin – Vladimir Kramnik

Petroffs-vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. Rc3 Rxc3 6. dxc3 Be7 7. Be3 O-O 8. Dd2 Rd7 9. O-O-O Re5 10. h4 c6 11. c4 Be6 12. Rg5 Bf5 13. Kb1 He8 14. f3 h6 15. Be2!? d5

Kramnik hafnar fórninni en besti kosturinn var sennilega ađ leika 15. ... hxg5 16. hxg5 Dd7 og svartur getur varist.

16. g4 Bg6 17. f4 dxc4

Eđa 17. ... Rxc4 18. Bxc4 dxc4 19. Df2 Da5 20. f5 međ sterkri sókn.

18. Dc3 Rd3 19. f5

gdgmmm1q.jpgÓvenjuleg stađa. Hér er allt á tjá og tundri.

19. ... Bxg5 20. fxg6 Hxe3 21. gxf7+ Kf8 22. Dxc4 Hxe2 23. hxg5 Dxg5 24. Dxd3 De3 25. Dh7 De4 26. Dg8+ Ke7 27. Dxg7! Dxc2+ 28. Ka1 Hf8 29. Hhf1 Hd2 30. Hfe1+ He2 31. Dc3! Kxf7 32. Df3+

- og Kramnik gafst upp.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í sunnudagsmogganum, 14. nóvember 2010.

Skákţćttir Morgunblađsins


Ţröstur og Hjörvar mćtast í úrslitum

Ţröstur Ţórhallsson og Hjörvar Steinn Grétarsson munu mćtast í úrslitum Íslandsmótsins í atskák.   Ţađ er ljóst eftir taflmennsku dagsins en í dag fór fram 8 manna úrslit og undanúrslit.   Ţröstur vann Andra Áss Grétarsson 1,5-0,5 en Hjörvar Steinn vann landsliđsfélaga sinn frá Ólympíuskákmótinu 2-0.  

Ekki er ljóst hvenćr úrslitin fara fram.

 


Róbert sigrađi í dag

Róbert Lagerman (2271) vann Ungverjann Vaszilisz Metaxasz (2140) í fjórđu umferđ Tenkes-mótsins sem fram fór í Harkany í Ungverjalandi.   Í gćr tapađi hann fyrir ungverska stórmeistaranum Attila Czebe (2487).   Róbert hefur 2,5 vinning og er í 12.-27. sćti.

Í fimmtu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Róbert viđ ungverska stórmeistarann Laszlo Gonda (2557), sem er nćststigahćstur keppenda.  

Rússneski stórmeistarinn Konstantin Chernyshov (2579) er efstur međ fullt hús.  

63 skákmenn taka ţátt í mótinu og ţar af 7 stórmeistarar.   Róbert er nr. 20 í stigaröđ keppenda.   Róbert hefur sett myndir frá mótinu og má ţćr finna í myndaalbúmi.   Fleiri myndir vćntanlegar frá Róberti.

 

 


Oliver Aron , Hrund og Vignir Vatnar unnu NETTÓ-bikarana á TORG-skákmóti Fjölnis

IMG 6653Mikil eftirvćnting var međal ţeirra 46 grunnskólabarna sem settust ađ tafli á 6. TORG-skákmóti Fjölnis sem haldiđ var í verslunarmiđstöđinni Hverafold í Grafarvogi. Eftir ađ Gunnar Björnsson forseti skáksambandsins hafđi leikiđ fyrsta leik mótsins fyrir Hilmi Hrafnsson efnilegan skákmann úr Grafarvogi ţá hófst baráttan á hverju borđi enda gátu flestir ţátttakendur gert sér vonir um verđlaun sem voru 35 talsins.

Ungir skákmenn voru áberandi og setur ţađ skemmtilegan svip á mótiđ. Teflt var í ţremur flokkum, eldri flokk, fjölmennum stúlknaflokk og ennţá fjölmennari yngri flokk f. 2000 - 2004. Í öllum flokkum var hörđ keppni um sigur enda öllum skákáhugamönnum  ljóst ađ breiddin í skákinni er til stađar á öllum aldursstigum grunnskólans. Ţegar keppni lauk ađ loknum sex umferđum stóđu ţeir efstir og jafnir ađ vinningum Oliver Aron Jóhannesson Rimaskóla og Birkir Karl Sigurđsson Salaskóla. Ţeir gerđu innbyrđis jafntefli í 5. umferđ en unnu alla ađra andstćđinga sína. Oliver Aron reyndist hćrri á stigum og vann NETTÓ-bikarinn. IMG 6634

Í flokki stúlkna varđ Hrund Hauksdóttir Rimaskóla efst líkt og í fyrra og hlaut 5 vinninga. Alls tefldu 14 stúlkur á mótinu og urđu ţćr Sóley Lind Pálsdóttir Hvaleyrarskóla og Nansý Davíđsdóttir Rimaskóla í nćstu sćtum.

Í yngri flokk sigrađi skáksnillingurinn ungi Vignir Vatnar Stefánsson Hörđuvallaskóla. Hann hlaut 4,5 vinninga og ađ launum glćsilegan NETTÓ-bikar sem hann tók stoltur viđ enda fyrsti bikarinn hans en örugglega ekki sá síđasti. Vignir Vatnar hefur svo sannarlega sett mark sitt á TORG-mótin. Hćfileikar hans voru uppgötvađir á TORG-skákmótinu 2009 og nú ári síđar sigrar hann glćsilega yngri flokk og vinnur sinn fyrsta bikar. Í öđru ćti í yngri flokk varđ annar stórefnilegur skákmađur, Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla sem tefldi mjög vel allar skákirnar.

IMG 6632Eins og áđur kom fram unnu flestir ţátttakendur til verđlauna auk ţess sem NETTÓ Grafarvogi sá til ţess ađ allir fengju ljúffengar veitingar í skákhléi. Skákstjórar voru ţeir Helgi Árnason, formađur skákdeildar Fjölnis, Gunnlaugur Egilsson og Finnur Kr. Finnsson. Fjöldi foreldra og viđskiptavina Torgsins fylgdust međ mótinu.

Skákdeild Fjölnis vill ţakka fyrirtćkjum í verslunarmiđstöđinni Hverafold fyrir frábćran stuđning viđ mótshaldiđ og ţann velvilja sem skákdeildin finnur frá eigendum.

Eldri flokkur

 • 1-2  Oliver Aron Jóhannesson   5,5   vinninga
 •        Birkir Karl Sigurđsson
 • 3     Hrund Hauksdóttir               5   vinninga
 • 4     Rafnar Friđriksson            4,5  vinninga
 • 5-8  Kristinn Andri Kristinsson     4  vinninga
 •        Róbert Leó Jónsson
 •        Gauti Páll Jónsson  
 •        Gabríel Orri Duret

Stúlknaflokkur

 

 • 1      Hrund Hauksdóttir               5 vinninga
 • 2-3   Sóley Lind Pálsdóttir           4 vinninga
 •         Nansý Davíđsdóttir
 • 4      Svandís Rós Ríkharđsdóttir  3,5 vinninga
 • 5-8   Elín Nhung                         3 vinninga
 •         Tara Sóley Mobee
 •         Sonja María Friđriksdóttir
 •         Ásdís Birna Ţórarinsdóttir

Yngri flokkur

 

 • 1.    Vignir Vatnar Stefánsson     5 vinninga
 • 2.    Jóhann Arnar Finnsson        4,5 vinninga
 • 3-5  Dawid Kolka                       4  vinninga
 •        Hilmir Hrafnsson
 •        Heimir Páll Ragnarsson  

Myndaalbúm mótsins

 


Og ţá eru eftir fjórir

Ţröstur Ţórhallsson, Bragi Ţorfinnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Andri Áss Grétarsson tefla í undanúrslitum Íslandsmótsins í atskák.   Ţröstur vann Tómas Björnsson 1,5-0,5, Hjörvar vann Erling Ţorseinsson 2-0 en Bragi og Andri ţurftu bráđabana til ađ leggja andstćđinga sína ţá Gunnar Björnsson og Guđmund Gíslason.   Fyrri skák undanúrslita er lokiđ og vann Hjörvar Braga en Andri og Ţröstur gerđu jafntefli.

 


Jólaskákmót Bjargarinnar

hópurinnJólaskákmót Bjargarinnar fór fram í dag og mćttu 8 keppendur galvaskir til leiks. Ţar af var einn gestakeppandi Einar S. Guđmundsson sem hefur stađiđ međ okkur í Hressum Hrókum eins og klettur frá upphafi og var honum veitt viđurkenning frá Hressum Hrókum fyrir frábćrann stuđning. En svo ađ viđ snúum okkur ađ ţví sem skiptir mestu máli en ţađ eru úrslitin á Jólamótinu

Efstur varđ Einar S. Guđmundsson međ 7 vinninga af 7 einarviđurkenningmögulegum ( gestakeppandi )
í öđru varđ Pálmar Breiđfjörđ ( gull ) međ 6 vinninga af 7
í ţriđja-fjórđa ( silfur-brons ) urđu Emil Ólafsson & Kristinn H. Ólafsson međ 4.5 vinninga af 7 mögulegum, ţví miđur gafst ekki tími til ţess ađ taka úrslitaskák um hvor fengi silfriđ......
í fimmta sćti varđ Guđmundur Ingi Einarsson međ 3 vinninga af 7 mögulegum
í sjötta sćti varđ Björgólfur Stefánsson međ 2 vinninga af 7 mögulegum
Í sjöunda sćti varđ Björn Ţorvaldur Björnsson međ 1 af 7 mögulegum
í áttunda sćti varđ Heiđrún Ósk Magnúsdóttir međ 0 af 7 mögulegum.

Síđan var dregin út happdrćttisvinningur sem var gefinn af Gunnari Birni Björnssyni sem rekur námsađstođarfyrirtćkiđ Algebra.is ( http://www.algebra.is ). Vinningurinn var gjafabréf upp á 3x 90 mínútna tíma og sá sem kom upp úr hattinum var enginn annar en formađur Hressu Hrókanna Emil Ólafsson.

Frábćrt mót ađ baki og allir voru mjög ánćgđir enda fengu allir skákbók ađ gjöf sem voru gefnar af Skáksambandi Íslands.

Myndaalbúm mótsins


Og ţá eru eftir átta

Átta skákmenn eru eftir á Íslandsmótinu í atskák sem framhaldiđ verđur kl. 13 í dag.   Úrslit á mótinu hafa veriđ nokkuđ hefđbundin, ţ.e. hinir stigahćrri hafa unniđ hina stigalćgri.   Ţó bar til tíđinda í gćr ađ Erlingur Ţorsteinsson vann Sigurbjörn Björnsson og í 16 manna úrslitum.

Úrslit 1. umferđar:

 

1Ţröstur Ţórhallsson2435   
2Bragi Ţorfinnsson2405   
3Guđmundur Gíslason2385   
4Sigurbjörn J. Björnsson2355   
5Hjörvar Steinn Grétarsson2260   
6Andri Grétarsson2255Skúli Bernhard Jóhannsson02-0
7Tómas Björnsson2245   
8Ţorvarđur Fannar Ólafsson2135Atli Jóhann Leósson14952-0
9Gunnar Björnsson2135Oliver Aron Jóhannesson16102-0
10Erlingur Ţorsteinsson2070Pétur Jóhannesson12202-0
11Jóhann Ingvason2050Björgvin Kristbergsson13302-0
12Kristján Örn Elíasson1970Csaba Daday02-0
13Vigfús Ó. Vigfússon1915Örn Leó Jóhannsson15952-0
14Siguringi Sigurjónsson1790Birkir Karl Sigurđsson16002-1
15Jón Úlfljótson1755Kristófer Jóel Jóhannesson12002-0
16Árni Thoroddsen1640Kristinn Andri Kristinsson13301,5-0,5

 
Úrslit 2. umferđar:

 

1Ţröstur Ţórhallsson2435Vigfús Ó. Vigfússon19151,5-0,5
2Bragi Ţorfinnsson2405Kristján Örn Elíasson19702-0
3Guđmundur Gíslason2385Árni Thoroddsen16402-0
4Sigurbjörn J. Björnsson2355Erlingur Ţorsteinsson20701,5-2,5
5Hjörvar Steinn Grétarsson2260Ţorvarđur Fannar Ólafsson21352-0
6Andri Grétarsson2255Jóhann Ingvason20501,5-0,5
7Tómas Björnsson2245Siguringi Sigurjónsson17902-0
8Gunnar Björnsson2135Jón Úlfljótson17551,5-0,5

 


Íslandsmótiđ í atskák hefst í dag - skráningarfrestur til kl. 11

Íslandsmót í atskák 2009 fer fram laugardag og sunnudag, 27.-28. nóvember í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12.  Tefldar verđa tvćr 25 mínútna skákir og verđi jafnt skal tefla 7 mínútna bráđabana ţar til hreins úrslit fást.   Upphafi mótsins hefur veriđ frestađ til kl. 13:30 til ađ koma til móts viđ keppendur sem einnig vilja taka ţátt í Torg-móti Fjölnis.

Öllum er heimil ţátttaka!

Dagskrá mótsins:

 • Laugardagur 27. nóvember, kl. 13:30, 1. umferđ
 • Laugardagur 27. nóvember, kl. 15:30, 2. umferđ
 • Laugardagur 27. nóvember, kl. 17.30, 3. umferđ
 • Sunnudagur 28. nóvember, kl. 13:00, 4. umferđ
 • Sunnudagur 28. nóvember, kl. 15.00, 5. umferđ

Dagskráin gćti hnikast til dragist einstök einvígi á langinn.  Úrslitaeinvígiđ verđur teflt í desember 2010 - febrúar 2011.

Verđlaun:       

 • 1. verđlaun      kr.   50.000.-
 • 2. verđlaun      kr.   25.000.-
 • 3.-4. verđlaun  kr.   12.500.-
 • 5.-8. verđlaun  kr.     2.500.-

Ţátttökugjöld:           

 • kr. 1.000.- fyrir fullorđna
 • kr.    500.- fyrir 15 ára og yngri.

Skráning fer eingöngu fram á Skák.is.   Nauđsynlegt er ađ skrá sig fyrir kl. 11 á laugardag til ađ geta tekiđ ţátt.

Skráđir keppendur kl. 9:30

 

NafnAtskákstig
Ţröstur Ţóirhallsson2435
Bragi Ţorfinnsson2405
Guđmundur Gíslason2385
Sigurbjörn J. Björnsson2355
Andri Grétarsson2255
Tómas Björnsson2245
Sćvar Bjarnason2185
Ólafur Ţórsson2140
Ţorvarđur Fannar Ólafsson2135
Gunnar Björnsson2135
Erlingur Ţorsteinsson2070
johann ingvason2050
Kristján Örn Elíasson1970
Vigfús Ó. Vigfússon1915
Páll Snćdal Andrason1830
Jón Úlfljótson1755
Guđmundur Kristinn Lee1675
Eiríkur Örn Brynjarsson1615
Birkir Karl Sigurđsson1600
Örn Leó Jóhannsson1595
Atli Jóhann Leósson1495
Kristinn Andri Kristinsson1330
Björgvin Kristbergsson1330
Csaba Daday0
Skúli Bernhard Jóhannsson0

 

Núverandi Íslandsmeistari í atskák er Arnar E. Gunnarsson. 

Upplýsingar um skráđa keppendur má nálgast hér.


TORG-skákmót Fjölnis hefst kl. 11

img_3834_1044590.jpgŢađ stefnir í glćsilega hátíđ á TORG-skákmóti Fjölnis sem fram fer á morgun laugardag í verslunarmiđstöđinni Hverafold 1-3 frá kl. 11:00 - 13:00. Keppendur eru hvattir til ađ koma tímanlega til skráningar. Eins og komiđ hefur fram ţá verđa rúmlega 30 verđlaun í bođi. Hver ţátttakandi fćr áritađ glćsilegt viđurkenningarskjal međ nafninu sínu fyrir ţátttökuna. NETTÓ - Hverafold er ađalstyrktarađili mótsins.

Auk ţess ađ gefa verđlaunabikara og útbúa viđurkenningarskjöl býđur verslunin upp á veitingar í skákhléi og glćsilega vinninga. Arion banki gefur stćrstu vinningana og Pizzan og Foldaskálinn bjóđa gjafabréf upp á pítsur og hamborgara. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Mótiđ er ćtlađ öllum grunnskólanemendum og er ţátttaka, veitingar og verđlaun innifalin í ókeypis ţátttöku. Verđlaunađ er í ţremur flokkum: Eldri flokkur, yngri flokkur og stúlknaflokkur. Forseti Skáksambandsins, Gunnar Björnsson heiđrar krakkana međ ţví ađ setja mótiđ og leika fyrsta leikinn.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (28.2.): 26
 • Sl. sólarhring: 34
 • Sl. viku: 293
 • Frá upphafi: 8716068

Annađ

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 210
 • Gestir í dag: 18
 • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband