Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2010

Atkvöld hjá Helli


Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn  4. janúar 2010 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ tuttugu mínútna umhugsun.

Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).

Guđmundur međ jafntefli í fimmtu umferđ í Hastings

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2391) gerđi jafntefli viđ  enska skákmanninn Peter A. Williams (2012) í fimmtu umferđ Hastings-mótsins sem fram fór í dag.  Guđmudur hefur 3˝ vinning og er í 9.-20. sćti.  Í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Guđmundur viđ rússneska FIDE-meistarinn Boris Furman (2223).  Skákin verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst útsendingin kl. 14:15.

Efstur međ 4˝ vinning er rúmenski stórmeistarinn Andrei Istratescu (2624).

111 skákmenn taka ţátt í Masters-flokknum og ţar 9 stórmeistarar og  12 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er 15. stigahćsti keppandinn.

 


KORNAX mótiđ 2010 - Skákţing Reykjavíkur hefst 10. janúar

KORNAX mótiđ 2010 - Skákţing Reykjavíkur hefst sunnudaginn 10. janúar kl. 14. Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissnesku kerfi og eru tímamörk 1˝ klst. á alla skákina auk 30 sek. á leik. Umferđir fara fram á miđvikudögum og föstudögum kl. 19.30 og á sunnudögum kl. 14.  Teflt er í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12. 

Skráning fer fram á heimasíđu TR og upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér.  

Verđlaun:

  • 1. sćti kr. 50.000
  • 2. sćti kr. 30.000
  • 3. sćti kr. 20.000
  • Besti árangur undir 2000 skákstigum kr. 15.000 (íslensk stig gilda)
  • Besti árangur undir 1800 skákstigum kr. 15.000 (íslensk stig gilda)

Sigurvegarinn hlýtur auk ţess nafnbótina Skákmeistari Reykjavíkur 2010 og farandbikar til varđveislu í eitt ár.  Núverandi Skákmeistari Reykjavíkur er Hjörvar Steinn Grétarsson.

Ţátttökugjöld:

  • kr. 3.500 fyrir 16 ára og eldri
  • kr. 2.000 fyrir 15 ára og yngri

 
Dagskrá:

 

  • 1. umferđ sunnudag   10. janúar  kl. 14
  • 2. umferđ miđvikudag 13. janúar  kl. 19.30
  • 3. umferđ föstudag     15. janúar  kl. 19.30
  • 4. umferđ sunnudag   17. janúar  kl. 14
  • 5. umferđ miđvikudag 20. janúar  kl. 19.30
  • 6. umferđ föstudag      22. janúar  kl. 19.30
  • 7. umferđ sunnudag    24. janúar  kl. 14
  • 8. umferđ miđvikudag 27. janúar  kl. 19.30
  • 9. umferđ föstudag      29. janúar  kl. 19.30


Skákţingiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga.

Athugiđ ađ skráningu lýkur 15 mínútum fyrir auglýst upphaf móts, ţ.e. kl. 13.45.

Hrađskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ sunnudaginn 31. janúar og hefst ţađ kl. 14.00. Tefldar verđa 2x7 umferđir eftir Monradkerfi.


Gleđilegt ár!

Gleđilegt ár!Ritstjóraforsetinn óskar skák- og skákáhugamönnum nćr og fjćr gleđilegs ár og ţakkar fyrir samstarfiđ á liđnum árum.

 


Guđmundur sigrađi í fjórđu umferđ í Hastings

Guđmundur KjartanssonAlţjóđlegi meistarinn Guđmundur Kjartansson (2391) sigrađi enska skákmanninn Jason McKenna (2147) í fjórđu umferđ Masters-flokksins í Hastings sem fram fór í dag.  Guđmundur hefur 3 vinninga og er í 5.-18. sćti.  Guđmundur mćtir enska skákmanninum Peter A. Williams (2012) í fimmtu umferđ sem fram fer á morgun, nýársdag, og verđur sýnd beint á vefsíđu mótsins og hefst kl. 14:15 eđa rúmum klukkutíma eftir rćđu Ólafs Ragnars á RÚV.  

Efstir međ 3,5 vinning eru stórmeistararnir Yuri Drozdovskij (2625), Úkraínu, Andrei Istratescu (2624), Rúmeníu, Romain Edoard (2620), Frakklandi, og David Howell (2597), Englandi.

111 skákmenn taka ţátt í Masters-flokknum og ţar 9 stórmeistarar og  12 alţjóđlegir meistarar.  Guđmundur er 15. stigahćsti keppandinn.

 


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.8.): 61
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 369
  • Frá upphafi: 8780186

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 249
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband