Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Félag íslenskra skákdómara

Til stendur að stofna Félags íslenskra skákdómara (FÍS) og er hér með boðað til stofnfundar félagsins föstudaginn 29. apríl kl. 20, þ.e. degi fyrir aðalfund sjálfs Skáksambandsins, í húsakynnum þess, Faxafeni 12.

Þeir sem óska eftir því að gerast stofnfélagar eru beðnir um að hafa samband í netfangið fis@skaksamband.is sem fyrst. 

Drög um lög félagsins liggja fyrir:

Lög félags íslenskra skákdómara (FÍS)

1.gr.

Félagið heitir Félag íslenskra skákdómara og er skammstafað FÍS. 

2. gr.

Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.

3. gr

Tilgangur félagsins er að vera samstarfsvettvangur íslenskra skákdómara.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því kynna nýjar skákreglur og reglubreytingar, með námskeiðum fyrir félög og dómara og með reglulegum samráðsfundum með dómurum þar sem álitamál er rædd.  Hægt er leita til félagsins varðandi álit á reglum en félagið úrskurðar ekki í álita- eða deilumálum.  Félagið sem slíkt heyrir ekki undir stjórn Skáksambands Íslands sem þó getur leitað ráðgjafar eða aðstoðar t.d. varðandi álitamál á reglum eða námskeiðahald. 

5. gr.

Stofnfélagar eru: (Hér þarf nöfn, heimilisföng og kennitölur allra stofnenda).

6.gr.

Félagsaðild hafa allir alþjóðlegir skákdómarar og FIDE-dómarar.  Einnig þeir sem reynslu af dómarastörfum og hafa þá verið dómarar í a.m.k fimm skákmótum síðustu 3 ár og þar af eitt kappskákmót eða stórt unglingaskákmót.  Hvert aðildarfélag Skáksambands Íslands hefur rétt á tilefna einn mann í félagið og skal sá hafa þá einhverja reynslu af skákdómarastörfum.  

Stjórn félagsins metur hvort umsækjendur uppfylli skilyrðin. Nýja félagsmenn má taka inn hvenær sem er.  

7. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum þ.e. formanni og 2 meðstjórnendum. Stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs í senn en formaður skal kosinn á hverjum aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi þegar þurfa þykir.  Almennt skal stefnt að því halda aðalfund sambandsins degi fyrir aðalfund Skáksambands Íslands.  Aðalfundir sem og félagsfundir skulu vera boðaðir með a.m.k hálfsmánaðar fyrirvara og þá með rafpósti til félagsmanna og á Skák.is.

Daglega umsjón félagsins annast formaður félagsins.  Firmaritun félagsins er í höndum meirihluta stjórnar.

8. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi félagsins skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

9. gr.

Árgjald félagsins er 1.000 kr.

10. gr.

Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið til kynningarstarfs.

11. gr.

Ákvörðun um slit félags verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir þess til Skáksambands Íslands.  

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 29. maí 2009 og öðlast þegar gildi.

Dagsetning og undirskriftir allra stofnenda eða stjórnarmanna.


Björn með vinningsforskot fyrir lokaumferð öðlingamóts

Björn ÞorsteinssonBjörn Þorsteinsson (2204) sigraði FIDE-meistarann Þorstein Þorsteinsson (2288) í sjöttu og næstsíðustu umferð skákmóts öðlinga sem fram fór í kvöld.  Björn hefur vinningsforskot á næstu menn sem eru Bragi Halldórsson (2238), Jóhann H. Ragnarsson (2108) og Þór Valtýsson (2090).  Lokaumferðin fer fram á miðvikudag.  

Úrslit 6. umferðar:
Bo.NamePts.Result Pts.Name
1Thorsteinsson Bjorn 1 - 0 4Thorsteinsson Thorsteinn 
2Valtysson Thor 4½ - ½ 4Ragnarsson Johann 
3Halldorsson Bragi 1 - 0 Bjornsson Eirikur K 
4Gunnlaugsson Gisli 31 - 0 Vigfusson Vigfus 
5Grigorianas Grantas ½ - ½ Gunnarsson Magnus 
6Sigurdsson Pall 0 - 1 Palsson Halldor 
7Matthiasson Magnus 2½ - ½ 2Jonsson Sigurdur H 
8Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 2½ - ½ 2Breidfjord Palmar 
9Thrainsson Birgir Rafn 2+ - - 1Gudmundsson Einar S 
10Johannesson Petur ½0 - 1 2Thorhallsson Pall 
11Kristbergsson Bjorgvin ½0 - 1 1Solmundarson Kari 


Staðan:

Rk. NameRtgIRtgNClub/CityPts. Rprtg+/-
1 Thorsteinsson Bjorn 22042180TR5,5249927,3
2 Halldorsson Bragi 22382205Hellir4,522250,8
3 Ragnarsson Johann 21082060TG4,522017,7
4 Valtysson Thor 20902025SA4,521748,4
5FMThorsteinsson Thorsteinn 22882250TV42164-10,2
6 Gunnlaugsson Gisli 18301795Bolungarvik4187216,8
7 Bjornsson Eirikur K 20461980TR3,521010,6
8 Vigfusson Vigfus 20511930Hellir3,51895-16
9 Palsson Halldor 19521850TR3,519183,8
10 Gunnarsson Magnus 21182055SSON31956-5,7
11 Grigorianas Grantas 01575SSON32017 
12 Thorhallsson Pall 02045TR31644 
13 Thrainsson Birgir Rafn 01610Hellir31511 
14 Jonsson Sigurdur H 18791815SR2,519215,4
15 Sigurdsson Pall 18941905TG2,51844-8,3
16 Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 17891685TR2,51815-10,1
17 Breidfjord Palmar 01790SR2,51665 
18 Matthiasson Magnus 01700SSON2,51841 
19 Solmundarson Kari 18861835TV21553-15,5
20 Gudmundsson Einar S 16951720SR11479-7,3
21 Kristbergsson Bjorgvin 01215TR0,51316 
22 Johannesson Petur 01035TR0,51306 

 
Pörun 7. umferðar:

Bo.NamePts.Result Pts.Name
1Thorsteinsson Bjorn       Valtysson Thor 
2Thorsteinsson Thorsteinn 4      Halldorsson Bragi 
3Ragnarsson Johann       4Gunnlaugsson Gisli 
4Bjornsson Eirikur K       Vigfusson Vigfus 
5Palsson Halldor       3Thorhallsson Pall 
6Thrainsson Birgir Rafn 3      3Grigorianas Grantas 
7Gunnarsson Magnus 3      Sigurdsson Pall 
8Breidfjord Palmar       Matthiasson Magnus 
9Solmundarson Kari 2      Fridthjofsdottir Sigurl  Regin 
10Jonsson Sigurdur H       ½Johannesson Petur 
11Kristbergsson Bjorgvin ½      1Gudmundsson Einar S 


Hjörvar og Lenka efst á Boðsmóti Hauka

Lenka að tafli í OlomoucHjörvar Steinn Grétarsson og Lenka Ptácníková eru efst með 4½ vinning eftir 6 umferðir á Boðsmóti Hauka.  Hlíðar Þór Hreinsson er þriðji með 4 vinninga og á þess skák til góða.  Bjarni Jens Kristinsson og Patrekur Maron Magnússon eru efstir í b-flokki og þar á Bjarni Jens skák til góða og Vigfús Ó. Vigfússon hefur tryggt sér sigur í c-flokki.

A-flokkur:

Það er hörkubarátta á milli 4 keppenda í A-flokki. Sverrir Örn á eftir að tefla við Hjörvar og Hlíðar, sem að auki á eftir Stefán Frey. Lenka á eftir að tefla við Þorvarð.
 
Lenka Ptacnikova  - Hjörvar Steinn Grétarsson 1-0
Hlíðar Þór Hreinsson - Lenka Ptacnikova 1-0
Hjörvar Steinn Grétarsson - Stefán Freyr Guðmundsson 1-0
Jorge Fonseca - Sverrir Örn Björnsson 0-1
Oddgeir Ottesen - Lenka Ptacnikova 0-1 (án taflmennsku)
Þorvarður Fannar Ólafsson - Oddgeir Ottesen 1-0 (án taflmennsku)
 
Staðan:
Hjörvar Steinn   4.5/6
Lenka              4,5/6
Hlíðar Þór          4/5
Sverrir Örn        3,5/5
Stefán Freyr     3/5
Þorvarður         2,5/5
Jorge               0/6
Oddgeir            0/6

 
B-flokkur:

Bjarni Jens hefur pálmann í höndunum í B-flokki. Hann á eftir Svanberg og Martein. Patrekur og Halldór eygja smávon misstígi Bjarni sig. Patrekur á eftir Pál, en Halldór hefur í raun lokið þátttöku í mótinu því hann á aðeins eftir Elsu sem er hætt keppni.
 
Bjarni Jens Kristinsson - Páll Sigurðsson  1-0
Patrekur Maron Magnússon - Svanberg Már Pálsson 1/2-1/2
Halldór Pálsson - Marteinn Þór Harðarson 1-0
Halldór Pálsson - Patrekur Maron Magnússon 0-1
Páll Sigurðsson - Svanberg Már Pálsson 0-1
Einar Valdimarsson - Elsa María Kristínardóttir 1-0 (án taflmennsku)
 
Staðan:
Bjarni Jens       4,5/5
Patrekur          4,5/6
Halldór            4/6
Svanberg        2,5/5
Einar              2,5/6
Páll                1,5/5
Marteinn         1,5/5
Elsa               0 (Hætt keppni)
 

C-flokkur:

Vigfús tryggði sér sigurinn í C-flokknum um helgina með 3 snaggaralegum sigrum. Ingi endar svo að öllum líkindum í öðru sæti C-flokks.
 
Vigfús Óðinn Vigfússon - Tjörvi Schiöth 1-0
Vigfús Óðinn Vigfússon - Gústaf Steingrímsson 1-0
Gísli Hrafnkelsson - Vigfús Óðinn Vigfússon 0-1
Geir Guðbrandsson - Dagur Andri Friðgeirsson 0-1
Ingi Tandri Traustason - Dagur Andri Friðgeirsson 1-0
Gústaf Steingrímsson - Geir Guðbrandsson 1-0
Auðbergur Magnússon - Tjörvi Schiöth 0-1
 
Staðan:
Vigfús           6,5/7
Ingi              4,5/6
Gísli              2,5/5
Geir              2/5
Gústaf          2/5
Dagur           2/5
Tjörvi           1,5/6
Auðbergur     1/5


Thelma Lind stúlknameistari Vestmannaeyja

Fimmtán stúlkur mættu á fyrsta stúlknameistaramót Vestmannaeyja, sem haldið var um daginn.  Tefldar voru 7 umferðir Monrad-kerfi með 10 mínútna umhugsunartíma sem síðar var styttur niður í 5 mínútur í lokaumferðunum.

Thelma leiddi allt mótið, en mjóu munaði þó í síðustu umferðinni, þegar hún tapaði fyrir Örnu Þyrí meðan Indíana sigraði sinn andstæðing og náði Thelmu að vinningum.  Eftir stigaútreikning var þó ljóst að Thelma var ofar og hlaut hún því fyrsta sætið.

Í yngri aldursflokk sigraði Hafdís Magnúsdóttir nokkuð örugglega með 5 vinninga og í hópi byrjenda sigraði Erika Ómarsdóttir með 3,5 vinninga.

  Annars urðu úrslit þessi:

Mótið í heild.

1. Thelma Lind Halldórsdóttir 5,5 vinningar (21.25)
2. Indíana Guðný Kristinsdóttir 5,5 vinningar (20,75)
3. Arna Þyrí Ólafsdóttir 5 vinningar (18,5)
4. Hafdís Magnúsdóttir 5 vinningar (18)

Yngri flokkur (framhald og fd. 1999 og 2000).

1. Hafdís Magnúsdóttir 5 vinningar
2. Eydís Ósk Þorgeirsdóttir 4 vinningar (15)
3. Auðbjörg H. Óskarsdóttir 4 vinningar ((12,5)
4. Eva Lind Ingadóttir 3,5 vinningar

Byrjendur fd. 2001.

1. Erika Ómarsdóttir 3,5 vinningar
2. Aníta Lind Hlynsdóttir 3 vinningar
3. Hulda Helgadóttir 2,5 vinningar (6,5)
4. Alexandra Ursula Koniefsska 2,5 vinningar (4)

Lokastaðan í mótinu

sæti

Nafn

vin

SB.

1

Thelma Lind Halldorsdottir

21,25

2

Indiana Kristinsdottir

20,75

3

Arna Thyri Olafsdottir

5

18,50

4

Hafdis Magnusdottir

5

18,00

5

Eydis Osk Thorgeirsdottir

4

15,00

6

Audbjorg H Oskarsdottir

4

12,50

7

Eva Lind Ingadottir

7,00

8

Erika Omarsdottir

7,00

9

Sigridur M Sigthorsdottir

3

10,50

10

Agusta J Olafsdottir

3

7,50

11

Anita Lind Hlynsdottir

3

6,75

12

Asta Bjort Juliusdottir

3

5,25

13

Hulda Helgadottir

6,50

14

Alexandra U Koniefsska

4,00

15

Arna Dogg Kolbeinsdottir

2

2,50

 


Björn Ívar sigraði á Vormóti TV

Björn Ívar KarlssonÍ gærkvöldi var tefld lokaumferð Vormóts Taflfélags Vestmannaeyja en eins og oft áður varð að fresta skák. Fyrir umferðina var Björn Ívar hartnær búinn að tryggja sér efsta sætið, en baráttan um næstu sæti var hörð. Nökkvi hlaut annað sætið eftir sigur á Sverri en Ægir Páll og Sigurjón komu jafnir í næstu sætum. Ægir Páll fékk þriðja sætið eftir stigaútreikning.

Skák Óla Freys og Sigurðar Arnar verður tefld annað kvöld.

Úrslit 7. umferðar

NameRes.Name
Bjorn Ivar Karlsson1  -  0Einar Gudlaugsson
Nokkvi Sverrisson1  -  0Sverrir Unnarsson
Thorarinn I Olafsson0  -  1Aegir Pall Fridbertsson
Sigurjon Thorkelsson1  -  0Kristofer Gautason
Karl Gauti Hjaltason½  -  ½Stefan Gislason
Robert Aron Eysteinsson0  -  1Olafur Tyr Gudjonsson
Dadi Steinn Jonsson1  -  0Haukur Solvason
Olafur Freyr Olafsson-Sigurdur Arnar Magnusson
Valur Marvin Palsson-  -  -Nokkvi Dan Ellidason
David Mar Johannesson+  -  -Johannes Sigurdsson
Eythor Dadi Kjartansson+  -  -Johann Helgi Gislason
Jorgen Olafsson½  -  ½Tomas Aron Kjartansson
Larus Gardar Long1  -  0Gudlaugur G Gudmundsson


Lokastaðan:

sætinafnstigvinBH. 
1Bjorn Ivar Karlsson216029½ 
2Nokkvi Sverrisson167530½ 
3Aegir Pall Fridbertsson2040530½ 
4Sigurjon Thorkelsson1885529½ 
5Sverrir Unnarsson186030½ 
6Karl Gauti Hjaltason154029½ 
7Olafur Tyr Gudjonsson167526 
8Stefan Gislason167026 
9Thorarinn I Olafsson1615429½ 
10Einar Gudlaugsson1840429½ 
11Kristofer Gautason1385427½ 
12Dadi Steinn Jonsson1345426 
13David Mar Johannesson024½ 
14Robert Aron Eysteinsson023½ 
15Haukur Solvason0323½ 
16Olafur Freyr Olafsson1270322½1 frestuð
17Valur Marvin Palsson0321½ 
18Eythor Dadi Kjartansson0321½ 
19Sigurdur Arnar Magnusson03201 frestuð
20Larus Gardar Long0318 
21Johannes Sigurdsson022½ 
22Nokkvi Dan Ellidason021½ 
23Jorgen Olafsson019 
24Tomas Aron Kjartansson018½ 
25Johann Helgi Gislason0223½ 
26Gudlaugur G Gudmundsson0118 
27Agust Mar Thordarson0114 
28Daniel Mar Sigmarsson0022½

 


Elín stúlknameistari Reykjavíkur

Elín Nhung og Tara SóleySunnudaginn 10. maí fór fram Stúlknameistaramót Reykjavíkur. Mótið var haldið í Taflfélagi Reykjavíkur í Faxafeni.  Til stóð að tefldar yrðu 15 mínútna skákir, 7 umferðir með Monrad fyrirkomulagi. Einungis 10 stúlkur mættu til leiks, svo að mótshaldarar lögðu til að keppnisfyrirkomulagi yrði breytt, þannig að tefldar yrðu 10 mínútna skákir, allir tefli við alla. Keppendur samþykktu einróma þetta breytta keppnisfyrirkomulag.

Úrslit mótsins:


1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir - Hellir - Salaskóli - 1993 - 9 vinningar
2. Hildur Berglind Jóhannsdóttir - Hellir - Salaskóli - 1999 - 7 v
3. Elín Nhung Hong Bui - TR - Engjaskóli - 1996 - 6 v (+ 2 v í úrslitum)
4. Veroninka Steinunn Magnúsdóttir - TR - Melaskóli - 1998 - 6 v (+1 v í úrslitum)
5. Donika Kolica - TR - Hólabrekkuskóli - 1997 6 v (0 v í úrslitum)
6. Margrét Rún Sverrisdóttir - Hellir - Hólabrekkuskóli - 1997 - 4 v.
7. Emilía Johnsen - TR - Hólabrekkuskóli - 1997 - 3 v.
8. Gabríela Íris Frreira - TR - Hólabrekkuskóli - 1997 - 2 1/2 v.
9. Halldóra Freygarðsdóttir - TR - Árbæjarskóli - 2000 - 1 v.
10. Sólrún Elín Freygarðsdóttir - TR - Árbæjarskóli - 2000 - 1/2 v.

Systurnar Jóhanna Björg og Hildur Berglind unnu tvö efstu sætin með glæsibrag, en þar sem þær búa ekki í Reykjavík var ekki hægt að krýna þær sem stúlknameistara Reykjavíkur. 
Þær Elín, Veronika og Donika komu næstar í röðinni, allar jafnar með 6 vinninga. Var því teflt einvígi til þrautar, þar sem Elín vann af miklu öryggi. Veronika varð í öðru sæti og Donika í því þriðja.


Haki sigraði á minningarmóti um Gunnlaug Guðmundsson

Haki JóhannessonHaki Jóhannesson sigraði á Minningarmótinu um Gunnlaug Guðmundsson,sem var mjög jafn og spennandi, sem fór fram í dag. Haki varð efstur ásamt Mikael Jóhanni Karlssyni með 8,5 vinning af 15. Haki hafði svo betur eftir bráðabana 2-1.  Þrír keppendur fengu hálfum vinningi minna, en það voru þeir Sigurður Arnarson, Sigurður Eiríksson og Sveinbjörn Sigurðsson. Atli Benediktsson varð sjötti með 4 vinninga.

Keppendur voru sex og voru tefldar 15 umferðir, þrjár lotur. Eftir fyrstu lotu voru þeir nafnar í neðsta sæti og Sveinbjörn var efstur. Sveinbjörn var enn efstur eftir tvær lotur, vinnings forskot á Sigurð Eiríksson. Fyrir síðustu umferð voru Sveinbjörn og Sigurður E. jafnir og efstir, en töpuðu báðir í loka umferðinni, Sveinbjörn gegn Haka, og Sigurður gegn nafna sínum Sigurði Arnarsyni. Sigurður Arnarson vann auka keppni um þriðja sætið, fékk 2 vinninga, Sigurður E. fékk 1 vinning og Sveinbjörn fékk 0, en hann var nánast út allt mótið efstur, en tap í síðustu umferð féll hann úr fyrsta sæti niður í það fimmta og næstneðsta.

Keppt er um farandbikar gefin af fjölskyldu Gunnlaugs Guðmundssonar fyrrverandi formanns Skákfélags Akureyrar og var þetta mót haldið í fimmta sinn. Í dag er einmitt 68 ár frá fæðingu Gunnlaugs, (f. 10.5. 1941) en hann andaðist 2004. 

Sigurður Eiríksson sigraði á öðlingamóti, fyrir 45 ára og eldri, sem haldið var um helgina.  

Lokastaðan:

 

 

 

 

 

 1.

Sigurður Eiríksson 

 5 af 7. 

 

 2.

 Karl Steingrímsson 

 4,5 

 

 3.

 Ari Friðfinnsson

 4,5 

 

 4.

 Atli Benediktsson 

 4 

 

 5.

 Hreinn Hrafnsson

 4 

 

 6.

 Sveinbjörn Sigurðsson

 3

 

 7.

 Haki Jóhannesson

 3 

 

   8.

Jón Magnússon          0 

 

 

 

Tefldar

voru 15. mínútna skákir.

 

 

Næsta mót hjá Skákfélagi Akureyrar er Coca Cola hraðskákmótið sem fer fram á fimmtudag 21. maí (Uppstigningardag) og hefst kl. 14.00.


Henrik endaði í 3.-6. sæti

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) endaði í 3.-6. sæti á Copenhagen Chess Challange sem lauk í Köben í dag.  Henrik gerði jafntefli við sænska stórmeistarann Stellan Brynell (2463) í lokaumferðinni.  Brynell og landi hans Daniel Semcesen (2387), sem er FIDE-meistari, urðu efstir og jafnir með 7 vinninga. 

Jafnir í 3.-6. sæti urðu stórmeistararnir Krasimir Rusev (2498), Úkraínu, Mikhail Ivanov (2470), Rússlandi og Miroslaw Grabarczyk (2469), Póllandi, og sænski alþjóðlegi meistarinn Nils Grandelius (2491).

Heimasíða mótsins


Henrik í 2.-6. sæti fyrir lokaumferðina

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) vann danska FIDE-meistarann Andreas Skytte Hagen (2278) í áttundu og næstsíðustu umferð Copenhagen Chess Challenge, sem fram fór í morgun.  Henrik er í 2.-6. sæti með 6 vinninga.  Sænski stórmeistarinn Stellan Brynell (2463) er efstur með 6,5 vinning.  Henrik teflir við Brynell í lokaumferðinni og er skákin nú í gangi og hægt að fylgjast með henni beint hér.

Heimasíða mótsins


Henrik í 3.-12. sæti í Kaupmannahöfn

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2482) er í 3.-11. sæti með 5 vinninga að loknum sjö umferðum á Copenhagen Chess Cahallenge sem nú er í gangi í Kaupmannahöfn.

Efstur með 6 vinninga er danski alþjóðlegi meistarinn Allan Stig Rasmussen (2501) og annar er sænski stórmeistarinn Stellan Brynell (2463).

Mótinu lýkur í dag með tveimur umferðum.  Í áttundu umferð, sem nú er í gangi, teflir Henrik við danska FIDE-meistarann Andreas Skytte Hagen (2278).

Heimasíða mótsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband