Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2009

Róbert lagđi Player

Róbert Harđarson

Róbert Lagerman (2358) sigrađi enska skákmanninn Edmund C Player (2149) í áttundu og nćstsíđustu umferđ opins flokks London Chess Classic sem fram fór í dag. Jorge Fonseca (2032) tapađi hins vegar.  Eftir góđan sprett hefur Róbert 5˝ vinning en hann hefur fengiđ 3˝ vinning í síđustu 4 skákum en Jorge hefur 4 vinninga.   

Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2588) er efstur međ 7˝ vinning, hefur vinnings forskot á nćstu menn, og sýnir ađ árangur hans á EM landsliđa var enginn tilviljun.  Í 2.-3. sćti eru ensku stórmeistararnir Simon Williams (2550) og Mark Hebden (2522) međ 6˝ vinning.

Róbert teflir viđ norska alţjóđlega meistarann Eirik Gullaksen (2400) í lokaumferđinni sem fram fer í fyrramáliđ.  

125 skákmenn tefla í opnum flokki og ţar á međal eru 9 stórmeistarar.  Norđmađurinn ungi, Jon Ludwig Hammer (2588) er stigahćstur keppenda.

Friđriksmót Landsbankans fer fram á sunnudag

Friđrik ÓlafssonSterkasta hrađskákmót ársins á Íslandi verđur haldiđ í ađalútibúi Landsbankans ţann 20. desember.   Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt.  Skráning fer fram á Skák.is.  Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig flest enda takmarkast ţátttaka viđ um 70 manns.

Međal ţegar skráđra keppenda má nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson (2585) og Ţröst Ţórhallsson (2426), alţjóđlegu meistarana Arnar E. Gunnarsson (2448), Braga (2401) og Björn Ţorfinnssyni (2381) og Guđmund Kjartansson (2391) og Lenku Ptácníková (2307) stórmeistara kvenna.   Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má nálgast hér og á Chess-Results.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13 og 16:30.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2) 60.000 kr.
  • 3) 50.000 kr.
  • 4) 30.000 kr.
  • 5) 20.000 kr.

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
Aukaverđlaun eru miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótinu ljúki um kl. 16.30.

Ţetta er sjötta áriđ í röđ sem Landsbanki Íslands og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki og búist er viđ ađ ýmsir af mestu skákmeisturum landsins verđi međ á mótinu.   

Chess-Results


Gelfand heimsbikarmeistari eftir sigur gegn Ponomariov

Gelfand og Ponomariov

Gelfand (2758) sigrađi Ponomariov (2739) í úrslitaeinvígi Heimsbikarmótsins í skák sem lauk í dag í  Khanty-Mansiysk í Síberíu.  Atskákunum lauk 2-2 og fyrsta hrađskákeinvíginu lauk 1-1..  Gelfand vann svo annađ hrađskákeinvígiđ 2-0 og ţví samtals 7-5.


Jólamót Skákfélags Vinjar fer fram í dag

Hrannar JónssonMótiđ er í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík og skráning hefst kl. 13:00. Tefldar verđa sjö umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma og skákstjóri er Hrannar Jónsson.óka- og tónlistarútgáfan SÖGUR hefur gefiđ aldeilis glćsilega vinninga og auk verđlauna fyrir fimm efstu sćtin verđa veitt verđlaun fyrir bestan árangur 60 ára og eldri, 18 ára og yngri auk kvennaverđlauna. Svo verđur  dregiđ ţrisvar í happadrćtti ţar sem séns er á ađ eignast glćnýja bók úr jólabókaflóđinu.

Eftir fjórđu umferđ er hćgt ađ gíra sig upp međ kaffi og piparkökum.

Allir velkomnir, kostar ekki neitt, bara tóm hamingja.


Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen er óstöđvandi

Fyrirbyggjandi taflmennska átti ekki upp á pallorđiđ hjá skákunnendum fyrr á árum. Eins og ađ horfa á grasiđ gróa, sagđi einn. Algerlega áunniđ bragđ, sagđi annar. Helsti spámađur ţeirrar deildar var Anatolí Karpov.

Fyrirbyggjandi taflmennska átti ekki upp á pallorđiđ hjá skákunnendum fyrr á árum. Eins og ađ horfa á grasiđ gróa, sagđi einn. Algerlega áunniđ bragđ, sagđi annar. Helsti spámađur ţeirrar deildar var Anatolí Karpov. Leysti af hólmi Tigran Petrosjan sem var heimsmeistari óslitiđ í sex ár á sjöunda áratugnum. Petrosjan virtist skynja hćttur betur en ađrir. Kannski var óttaskyniđ of ţróađ; Tigran virtist stundum alveg lafhrćddur löngu áđur en tafliđ hófst og jafnteflistilbođunum rigndi yfir mótstöđumanninn. Ekki alltaf međ berum orđum heldur einnig međ ýmsu látbragđi; ţegar Bobby Fischer háđi einvígi sitt viđ Petrosjan í Buenos Aires haustiđ 1971 bađ hann um vistaskipti ţví ađ hann kvađst alltaf vera ađ rekast á Petrosjan í hótellyftunni međ yfirţyrmandi vesćldarsvip.

Karpov bćtti ţann ermska upp ađ flestu leyti ţótt ţeir vćru líkir um margt. Skákstíll hann einkenndist af alls kyns smáspili, „rađtćkni", endurtekningum og beinum en ţó oftar óbeinum hótunum . Margir reyndu ađ líkja eftir Karpov en ţađ var erfitt ţví stíll hans var persónulegri og útsmognari en menn hugđu, ţađ var eins og einhver óljós ógn héngi yfir höfđi mótstöđumanna hans; hann gat fyrirvaralaust breytt um tempó í leik sínum og var ađ mati endataflssérfrćđingsins Averbakh „endurskođunarsinni" - fyrir honum stađan á borđinu alltaf „ný".

Karpov má í dag muna sinn fífil fegurri en áhrif hans eru engu ađ síđur gífurleg og auđsć. Meistari dagsins, Magnús Carlsen, virđist t.d. hafa lćrt heilmikiđ af honum. Hann hefur nú unniđ tvćr fyrstu skákir sínar á London chess classic, sterkasta móti sem haldiđ hefur veriđ í London í 25 ár.

Töfluröđin er ţessi: 1. Carlsen 2. McShane 3. Howell 4. Nakamura 5. Ni Hua 6. Short 7. Adams 8. Kramnik.

Ef viđureign Magnúsar Carlsen viđ Vladimir Kramnik úr 1. umferđ er skođuđ má greina ýmsa ţćtti sem áđur var getiđ um t.d. rađtćkni og óbeinar hótanir. Hann lét aldrei beinlínis til skarar skriđa og ţegar Kramnik lagđi niđur vopnin gátu hinir ávallt sögufróđu Englendingar altént vitnađ í nokkrar orrustur sem lauk án ţess ađ skoti hefđi veriđ hleypt af.

Kasparov mun hafa mćlt međ ađ Carlsen beitti enska leiknum, 1. c4 sem er athyglisvert ţví sjálfur brá hann aldrei á ţađ ráđ í einvígi sínu viđ Kramnik í London áriđ 2000. Fyrirbyggjandi leikir í ţessari skák teljast t.d. 37. Hb4 og 39 Bf4 og 43. Re2. Rađtćknileikir eru nokkrir ţ. á m. 40.Kf2.

London 2009; 1. umferđ:

Magnús Carlsen - Vladimir Kramnik

Enskur leikur

1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. 0-0 Be7 8. a3 0-0 9. b4 Be6 10. Hb1 f6 11. d3 a5 12. b5 Rd4 13. Rd2 Dc8. 14. e3 Rf5 15. Dc2 Hd8 16. Bb2 a4 17. Hfc1 Rd6 18. Rde4 Re8 19. De2Bf8 20. f4 exf4 21. gxf4 Dd7 22. d4 c6 23. Rc5 Bxc5 24. dxc5 Rc4 25. Hd1 Dc7 26. Bc1Ra5 27. bxc6 bxc6 28. Rxa4 Hxd1+ 29. Dxd1 Hd8 30. Dc2 Df7 31. Rc3 Dh5 32. Re2 Bf5 33. e4 Bg4 34. Rg3 Df7 35. Bf1 Be6 36. Dc3 Ha8

2009-12-12.jpg

37. Hb4 Dd7 38. f5 Bf7 39. Bf4 Dd1 40. Kf2 Rb3 41. Be2 Db1 42. Bc4 Hxa3 43. Re2

- og Kramnik gafst upp.

Frá heimsbikarmóti FIDE í Khanty Maniysk í Síberíu berast ţau tíđindi ađ úrslitaeinvígi muni heyja Ísraelsmađurinn Boris Gelfand og Ruslan Ponomariov frá Úkraínu. Yfir 130 skákmenn hófu keppni.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is


Róbert vann í sjöundu umferđ

Róbert Harđarson

Á sama tíma og miklir snillingar tefla á London Chess Classic tefla ekki síđri snillingar í opnum flokki mótsins.    Í sjöundu umferđ sem fram fór í dag vann Róbert Lagerman (2358) enska FIDE-meistarann Michael Franklin (2181) og Spánverjinn Jorge Fonseca (2032) gerđi jafntefli.  Róbert hefur 4˝ vinning en Jorge 4 vinninga.

Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2588) er efstur međ 6˝ vinning, hefur vinnings forskot á nćstu menn. 

125 skákmenn tefla í opnum flokki og ţar á međal eru 9 stórmeistarar.  Norđmađurinn ungi, Jon Ludwig Hammer (2588) er stigahćstur keppenda.


Carlsen vann Hua Ni - McShane lagđi Nakamura

Nakamura - McShaneMagnus Carlsen (2801) vann Kínverjann Hua Ni (2665) í fimmtu umferđ London Chess Classic sem fram fór í dag.  Carlsen er í miklu stuđi, hefur unniđ 3 skákir og leyft tvö jafntefli.  Enski stórmeistarinn  Luke McShane (2615) sigrađi svo bandaríska stórmeistarann Hakaru Nakamura (2715) en öđrum skákum lauk međ jafntefli.    Carlsen er efstur međ 11 stig, Kramnik annar međ 8 stig og McShane ţriđji međ 7 stig. 

Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ, sem tefld verđur á morgun, teflir Carlsen viđ Adams og Kramnik viđ Short.   

 
Úrslit 5. umferđar:

 

Howell, David W L - Kramnik, Vladimir˝-˝
Adams, Michael - Short, Nigel D˝-˝
Nakamura, Hikaru - McShane, Luke J0-1
Ni Hua - Carlsen, Magnus0-1


Stađan:


Gefin eru 3 stig fyrir sigur og 1 stig fyri jafntefli.

 

1GM Carlsen, Magnus 1122.5
2GM Kramnik, Vladimir 815
3GM McShane, Luke 710.5
4GM Howell, David 517.5
 GM Adams, Michael 512
6GM Nakamura, Hikaru 411.5
 GM Short, Nigel 48.5
8GM Hua, Ni 36.5

 

 

Átta skákmenn taka ţátt í ţessa sterka alţjóđlega móti.  Međalstigin eru 2696 skákstig.  Teflt er kl. 14 á daginn.

 

Henrik međ góđan árangur í ţýsku og dönsku deildakeppnunum

Henrik ađ tafli í MýsluborgHenrik Danielsen (2495) hefur veriđ ađ tefla í bćđi ţýsku og dönsku deildakeppnunum.   Henrik hefur náđ góđum árangri en samtals hefur hann náđ 5,5 vinning í 6 skákum.

Úrslit Henriks eru sem hér segir:

Ţýska deildkeppnin

IM Salov,Sergej 2254           1
IM Szelag,Marcin 2471         1
IM Pedersen,Steffen 2428     1

Danska deildakeppnin


IM Nikolaj Borge 2408         0,5
Henrik Andreasen 2238       1
IM Erling Mortensen            1
 

 


Friđriksmót Landsbankans fer fram 20. desember

Friđrik ÓlafssonSterkasta hrađskákmót ársins á Íslandi verđur haldiđ í ađalútibúi Landsbankans ţann 20. desember.   Gera má ráđ fyrir ađ flestir sterkustu skákmenn landsins taki ţátt.  Skráning fer fram á Skák.is.  Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig flest enda takmarkast ţátttaka viđ 70 manns.

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótiđ standi á milli 13 og 16:30.

Verđlaun eru sem hér segir:

  • 1) 100.000 kr.
  • 2) 60.000 kr.
  • 3) 50.000 kr.
  • 4) 30.000 kr.
  • 5) 20.000 kr.

Aukaverđlaun:

  • Efsti unglingurinn 16 ára og yngri: 10.000 kr.
  • Efsta konan: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2200 stig og minna: 10.000 kr.
  • Efsti mađur međ 2000 stig og minna: 10.000 kr.
Aukaverđlaun er miđađ viđ nýjustu útgefin íslensk skákstig.  

Tefldar verđa 11 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á mann og er reiknađ međ ađ mótinu ljúki um kl. 16.30.

Ţetta er sjötta áriđ í röđ sem Landsbanki Íslands og Skáksamband Íslands standa fyrir Friđriksmótinu í skák, en mótiđ er haldiđ til heiđurs Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiđurs Friđriki og búist er viđ ađ ýmsir af mestu skákmeisturum landsins verđi međ á mótinu.   


Jólapakkamót Hellis fer fram á laugardag

Jólapakkamót HellisJólapakkamót Hellis verđur haldiđ laugardaginn 19. desember nk. í Ráđhúsi Reykjavíkur. Mótiđ hefst kl. 13 og er ókeypis á mótiđ.

Keppt verđur í allt ađ 5 flokkum: Flokki fćddra 1994-1996, flokki fćddra 1997-98, flokki fćddra 1999-2000 og flokki fćddra 2001 og síđar og peđaskák fyrir ţau yngstu. Tefldar verđa 5 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verđlaun fyrir 3 efstu sćtin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bćđi drengi og stúlkur. Auk ţess verđur happdrćtti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. 

Búiđ er ađ opna fyrir skráningu á mótiđ hérna á heimasíđu Hellis.  Hćgt er ađ nálgast upplýsingar um skráđa keppendur hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.8.): 14
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 8779636

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 164
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband