Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2009
2.1.2009 | 22:34
Atkvöld hjá Helli
Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 5. janúar 2009 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ tuttugu mínútna umhugsun. Tilvalin upphitun fyrir ţá sem vilja hita sig upp fyrir Skákţing Reykjavíkur!
Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Ţar sem um er ađ rćđa fyrsta atkvöld ársins fá auk ţess ţeir ţrír efstu sem ekki eiga bók Braga Halldórssonar um Heimsbikarmót Stöđvar 2 ţá bók.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
2.1.2009 | 19:41
Svanberg međ 3 vinninga í Stokkhólmi
Svanberg Már Pálsson (1750) hefur 3 vinninga ađ loknum ţremur umferđ í b-flokki Riltons Cup, sem fram fer í Stokkhólmi. Pabbi gamli, Páll Sigurđsson (1867), hefur 2˝ vinning. Sóley Lind Pálsson, sem teflir í c-flokki, hefur 1 vinning eftir 5 umferđir.
Í ađalmótinu er stórmeistarnir Radoslaw Wojtaszek (2599), Póllandi, og Sergei Ivanov (2547), Rússlandi, efstir međ 5 vinninga.
2.1.2009 | 15:47
Björn Ţorfinnsson alţjóđlegur meistari í skák!
Björn Ţorfinnsson (2463) er alţjóđlegur meistari í skák. Björn var rétt í ţessu ađ vinna ítalska FIDE-meistarann Axel Rombaldoni (2334) í sjöundu umferđ b-flokks Reggio Emila-mótsins. Björn hefur ţar međ innbyrt sinn lokaáfanga og ţađ ţrátt fyrir ađ enn sé tveimur umferđum ólokiđ en Björn hefur fengiđ sex vinninga í ţessum sjö skákum.
Jón Viktor gerđi jafntefli viđ króatíska alţjóđlega meistarann Blazimir Kovacevic (2472) og er í 2.-4. sćti međ 4˝ vinning.
Kínverjinn Ni Hua (2710) er efstur í ađalmótinu međ 5˝ vinning, Ungverjinn Zoltan Almasi (2663) er annar međ 5 vinning og Rúmeninn Mihail Marin (2556), Rússinn Alexey Dreev (2670) og Ţjóđverjinn, međ íslenska nafniđ, Jan Gustafsson (2634) eru í 3.-5. sćti međ 4 vinninga.
Í áttundu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Björn viđ Ítalann Luca Barillo (2202) en Jón viđ ítalska FIDE-meistarann Massimilano Lucaroni (2320).
Skákirnar eru sýndar beint á netinu og skákir morgundagsins hefjast kl. 13:30.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2009 | 22:06
Guđmundur vann í sjöttu umferđ
FIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2365) vann írska skákmanninn Ryan Rhys Griffiths (2107) í sjöttu umferđ Hastings-mótsins og hefur nú unniđ ţrjár skákir í röđ! Guđmundur hefur 4 vinninga.
Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir viđ Guđmundur viđ enska stórmeistarann Stewart G Haslinger (2526). Skákin er sýnt á netinu en skákirnar hefjast kl. 14:15.
Rússneski stórmeistarinn Igor Kurnosov (2602) er efstur međ 5˝ vinning. Í 2.-4. sćti međ 5 vinninga, eru stórmeistararnir David Howell (2622), Englandi, Emanuel Berg (2606), Svíţjóđ, og Valeri Neverov (2560), Úkraínu.
Rúmlega 100 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu og ţar af 13 stórmeistarar. Guđmundur er u.ţ.b. nr. 60 í stigaröđinni.Spil og leikir | Breytt 2.1.2009 kl. 22:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 18:36
Björn og Jón Viktor sigruđu í sjöttu umferđ
Áriđ byrjar vel hjá íslenskum skákmönnum en Björn Ţorfinnsson (2408) og Jón Viktor Gunnarsson (2463) unnu báđir sínar skákir í sjöttu umferđ b-flokks Reggio Emila-mótsins, sem fram fór í dag. Andstćđingar ţeirra voru báđir ítalskir FIDE-meistarar. Björn vann Andrea Cosshi (2305) og Jón Viktor vann Marco Corvi (2343). Björn hefur 5 vinninga og er einn efstur. Björn ţarf nú ađeins 1 vinning í nćstu 3 skákum til ađ tryggja sér lokaáfangann ađ alţjóđlegum meistaratitli. Jón Viktor er einnig í hópi efstu manna međ 4 vinninga.
Í a-flokki eru Kínverjinn Ni Hua (2710) og Ungverjinn Zoltan Almasi (2663) efstir međ 4˝ vinning. Rússinn Alexei Dreev (2670) getur náđ ţeim ađ vinningum en hann situr enn ađ tafli.
Í sjöundu umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Björn viđ ítalska FIDE-meistarann Axel Rombaldoni (2334) en Jón viđ króatíska alţjóđlega meistarann Blazimir Kovacevic (2472).
B-flokkurinn er áfangamót ţar sem Björn er ađ gera atlögu ađ lokaáfanganum ađ alţjóđlegum meistaratitli en til ţess ţarf 6 vininninga í 9 skákum. Jón Viktor er hins einn ţriggja alţjóđlegra meistara.
Skákirnar eru sýndar beint á netinu og skákir morgundagsins hefjast kl. 13:30.
1.1.2009 | 11:22
Guđmundur vann í fjórđu umferđ
FIDE-meistarinn Guđmundur Kjartansson (2365) vann Englendinginn Adri Pickersgill (2043) í fjórđu umferđ Hastings-mótsins, sem fór í gćr. Guđmundur hefur tvo vinninga. Í fimmtu umferđ, sem fram fer í dag, teflir Guđmundur viđ enska skákmanninn Richard Almond (2126).
Efstir međ 3,5 vinning eru stórmeistararnir Gawain Jones (2540), Englandi, Igor Kurnosov (2602), Rússlandi, og Valeriy Neverov (2560), Úkraínu.
Rúmlega 100 skákmenn taka ţátt í ađalmótinu og ţar af 13 stórmeistarar. Guđmundur er u.ţ.b. nr. 60 í stigaröđinni.Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 12
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 8779690
Annađ
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 113
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar