Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Morozevich enn efstur í Moskvu

MorozevichRússinn Morozevich (2781) sigrađi Úkraínumanninn Ponomariov (2718) í sjöttu umferđ minningarmótsins um Tal, sem fram fór í Moskvu í dag og leiđir međ 4˝ vinning.  Annar međ 4 vinninga er Ivanchuk (2781) eftir sigur á Ungverjanum Leko (2741) og ţriđji međ 3˝ vinning er Ísraelinn Gelfönd en hann vann Aserann Mamedyarov (2742). 

Úrslit sjöttu umferđar:

 

Morozevich, Alexander- Ponomariov, Ruslan1-0
Mamedyarov, Shakhriyar- Gelfand, Boris0-1
Kramnik, Vladimir- Kamsky, Gata˝-˝
Leko, Peter- Ivanchuk, Vassily0-1
Shirov, Alexei- Alekseev, Evgeny˝-˝


Stađan:

 

1.Morozevich, AlexanderRUS27882932
2.Ivanchuk, VassilyUKR278142862
3.Gelfand, BorisISR27202792
4.Mamedyarov, ShakhriyarAZE274232745
5.Ponomariov, RuslanUKR271832747
6.Kramnik, VladimirRUS278832748
7.Alekseev, EvgenyRUS27082688
8.Leko, PeterHUN27412702
9.Kamsky, GataUSA27232689
10.Shirov, AlexeiESP27412551

 

Heimasíđa mótsins


Keppendalisti áskorendaflokks

Keppendalisti áskorendaflokks er nú sem hér segir:

 

No. NameRtgIRtgNClub/City
1FMBjornsson Sigurbjorn 23160Hellir
2WGMPtacnikova Lenka 22590Hellir
3IMBjarnason Saevar 22160TV
4 Salama Omar 22120Hellir
5 Thorgeirsson Sverrir 21020Haukar
6 Omarsson Dadi 20290TR
7 Eliasson Kristjan Orn 19660TR
8 Thorsteinsdottir Hallgerdur 19070Hellir
9 Magnusson Patrekur Maron 18720Hellir
10 Fridgeirsson Dagur Andri 18120Fjölnir
11 Finnbogadottir Tinna Kristin 16550UMSB
12 Johannsdottir Johanna Bjorg 16550Hellir
13 Gudmundsdottir Geirthrudur Ann 01585TR
14 Kjartansson Dagur 01320Hellir
15 Stefansson Fridrik Thjalfi 01455TR

Hugsanlega vantar eitthvađ ađ nöfnum inn á ţennan lista en hćgt er ađ skrá sig í athugasemdakerfinu.   

 

 


Keppendalisti landsliđsflokks

Keppendalisti landsliđsflokks Íslandsmótsins í skák er sem hér segir:

 

Nr.NafnTit.FélagStig
1Hannes Hlífar StefánssonSMTR2566
2Henrik DanielsenSMHaukar2526
3Stefán KristjánssonAMTR2477
4Ţröstur ŢórhallssonSMTR2449
5Jón Viktor GunnarssonAMBol2437
6Björn ŢorfinnssonFMHellir2422
7Magnús Örn ÚlfarssonFMHellir2403
8Bragi ŢorfinnssonAMBol2387
9Róbert HarđarsonFMHellir2344
10Guđmundur KjartanssonFMTR2328
11Ţorvarđur F. Ólafsson Haukar2177
12Jón Árni Halldórsson Fjölnir2165

 

Eins og áđur hefur komiđ fram ţarf 8˝ í stórmeistaraáfanga og 6˝ vinning í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

 


Áskorendaflokkur hefst á miđvikudag

Stjórn Skáksambands Íslands hefur ákveđiđ ađ keppni í áskorendaflokki 2008 fari fram dagana 27. ágúst - 4. september n.k. . Mótiđ mun fara fram á höfuđborgarsvćđinu.   Efstu tvö sćtin gefa föst sćti í Landsliđsflokki ađ ári. 

Dagskrá:

  • Miđvikudagur             27. ágúst                     kl. 18.00                     1. umferđ
  • Fimmtudagur              28. ágúst                     kl. 18.00                     2. umferđ
  • Föstudagur                 29. ágúst                     kl. 18.00                     3. umferđ
  • Laugardagur               30. ágúst                     kl. 14.00                     4. umferđ
  • Sunnudagur                31. ágúst                     kl. 14.00                     5. umferđ
  • Mánudagur                 1. september               kl. 18.00                     6. umferđ
  • Ţriđjudagur                 2. september               kl. 18.00                     7. umferđ
  • Miđvikudagur             3. september               kl. 18.00                     8. umferđ
  • Fimmtudagur              4. september               kl. 18.00                     9. umferđ

 

Umhugsunartími:       

90 mín. + 30 sek. til ađ ljúka.

 

Verđlaun:                   

  • 1. 50.000.-
  • 2. 30.000.-
  • 3. 20.000.-

Aukaverđlaun:                       

  • U-2000 stigum           10.000.-
  • U-1600 stigum           10.000.-
  • U-16 ára                     10.000.-
  • Kvennaverđlaun         10.000.-
  • Fl. stigalausra             10.000.-

Aukaverđlaun eru háđ ţví ađ a.m.k. 5 keppendur séu í hverjum flokki og eingöngu er hćgt ađ vinna til einna aukaverđlauna.  Reiknuđ verđa stig séu fleiri en einn í efsta sćti.

Ţátttökugjöld:           

  • 18 ára og eldri            3.000.-
  • 17 ára og yngri           2.000.-

 

Skráningu skal senda í tölvupósti á siks@simnet.is eđa tilkynna í síma 568 9141 virka daga kl. 10-13 í síđasta lagi 25. ágúst 2008. 


Guđmundur í landsliđsflokk

Guđmundur Kjartansson (2328) tekur sćti Héđins Steingrímssonar í landsliđsflokki Skákţings Íslands en sá síđarnefndi hefur dregiđ ţátttöku sína til baka.  8˝ vinning ţarf í stórmeistaraáfanga og 6˝ vinning ţarf í áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli.

Mótiđ hefst miđvikudaginn 27. ágúst og fer fram í Skákhöllinni, Faxafeni 12.   


Barna- og unglingaćfingar Hellis hefjast á mánudag

Barna- og unglingaćfingar Hellis hefjast aftur mánudaginn 25. ágúst 2008. Tafliđ byrjar kl. 17:15 og fyrirkomulagiđ verđur ţađ sama og síđasta vetur.  Ćfingarnar eru opnar öllum 15 ára og yngri. Engin ţátttökugjöld.

Ćfingarnar verđa haldnar í félagsheimili Hellis í Álfabakka 14a, Mjódd. Inngangur er viđ hliđina á Sparisjóđi Reykjavíkur en salur félagsins er á ţriđju hćđ hússins. Á ćfingunum verđa 5 eđa 6 umferđir međ umhugsunartíma 10 eđa 7 mínútur. Einnig verđur fariđ í dćmi og endatöfl eins og tíma vinnst til. Umsjón međ unglingaćfingunum hefur Vigfús Ó. Vigfússon.


Atkvöld hjá Helli

Taflfélagiđ Hellir heldur atkvöld mánudaginn 25. ágúst 2008 og hefst mótiđ kl. 20:00. Fyrst eru tefldar 3 hrađskákir ţar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til ađ ljúka skákinni og síđan ţrjár atskákir, međ tuttugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fćr í verđlaun pizzu frá Dominos Pizzum. Ţá hefur einnig veriđ tekinn upp sá siđur ađ draga út af handahófi annan keppanda, sem einnig fćr pizzu hjá Dominos Pizzum. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. 

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Morozevich efstur í Moskvu

Morozevich

Rússinn Alexander Morozevich (2781) er efstur međ 3˝ vinning ađ lokinni fimmtu umferđ minningarmótsins um Tal sem fram fór í Moskvu í dag. Ponomariov sigrađi Leko og Mamedyarov vann Kamsky.  Sigurvegar dagsins og Ivanchuk eru í 2.-4. sćti međ 3 vinninga.    

Úrslit fimmtu umferđar:

 

Morozevich, Alexander- Shirov, Alexei˝-˝
Ponomariov, Ruslan- Leko, Peter1-0
Ivanchuk, Vassily- Kramnik, Vladimir˝-˝
Gelfand, Boris- Alekseev, Evgeny˝-˝
Kamsky, Gata- Mamedyarov, Shakhriyar0-1

Stađan:

 

1.Morozevich, AlexanderRUS27882893
2.Mamedyarov, ShakhriyarAZE274232822
3.Ponomariov, RuslanUKR271832811
4.Ivanchuk, VassilyUKR278132808
5.Gelfand, BorisISR27202734
6.Leko, PeterHUN27412755
7.Kramnik, VladimirRUS27882753
8.Alekseev, EvgenyRUS270822674
9.Kamsky, GataUSA272322666
10.Shirov, AlexeiESP274112512

Heimasíđa mótsins


Vinnslustöđvarmótiđ hefst 29. ágúst

 

Helgina 29 - 31. ágúst n.k. fer fram Vinnslustöđvarmótiđ í Vestmannaeyjum og verđur ţađ međ sama sniđi og í fyrra.

Tefldar verđa 5 umferđir, klukkutíma umhugsunartími og 15 sek. Á hvern leik.  Fyrsta umferđ verđur föstudagskvöldiđ kl. 19 og síđan verđa ţrjár umferđir á laugardeginum, kl. 10:00, kl. 14:00 og k. 17:30, síđasta umferđin fer fram á sunnudeginum og hefst kl. 11:00.

Keppt verđur í einum flokki og verđa verđlaun fyrir efstu ţrjú sćtin kr. 25 ţús., 10 ţús og 5 ţús., en ađ auki verđa verđlaunapeningar fyrir efstu ţrjá 15 ára og yngri.

Skráning stendur yfir og unnt er ađ skrá sig á netföngin:sverriru@samskip.is og kgauti@simnet.is

 

Gistingu gegn hóflegu gjaldi er unnt ađ fá hjá Hótel Ţórshamri, bćđi hótelherbergi eđa gistiheimilisrými á Hótel Mamma í síma 481 2900.

Áskell sigrađi á Hafnarskákmótinu

Hafnarskákmótiđ 2008Áskell Örn Kárason sigrađi örugglega á Hafnarmótinu sem háđ var í sl. viku, Áskell hlaut 8 vinninga af 9 mögulegum.

Lokastađan:

1. Áskell Örn Kárason 8.
2. Sigurđur Eiríksson 7,
3. Gylfi Ţórhallsson 6,5,
4. Sigurđur Arnarson 6,
5. Tómas Veigar Sigurđarson 5,5,
6. Sveinbjörn Sigurđsson 5,
7. Sindri Guđjónsson 3,5
8. Mikael Jóhann Karlsson 2,
9. Hjörtur Snćr Jónsson 1,5.

Ţađ er Hafnasamlag Norđurlands og Skákfélag Akureyrar sem stóđu fyrir mótinu.

Eitt stćrsta skemmtiferđaskip sem hefur komiđ til Akureyrar lagđist viđ Oddeyrarbryggju en ţađ heitir Grand Princess og er um 109 ţúsund lestir og 289 m ađ lengd.  

Rúmlega tvöţúsund farţegar voru um borđ og tćp eitt ţúsund manna áhöfn.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 134
  • Frá upphafi: 8765857

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 108
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband