Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Vefsíđa um stórmótiđ í Djúpavík til minningar um Pál Gunnarsson

Sett hefur veriđ upp vefsíđa um Stórmótiđ í Djúpavík til minningar um Pál Gunnarsson sem fram fer 20. og 21. júní nk.  

Vefsíđa mótsins 


Sverrir sigrađi á Grand Prix-móti

Sverrir Ţorgeirsson

Fall er fararheill er oft sagt. Sverrir Ţorgeirsson skákmeistarinn efnilegi úr Hafnarfirđi mćtti alţjóđlega meistaranum Arnari E.Gunnarssyni í fyrsu umferđ Grand Prix mótsins í gćrkvöldi og varđ ađ lúta í lćgra haldi. 

Sverrir lét síđan engan bilbug á sér finna, lagđi hvern andstćđingin af öđrum ađ velli og stóđ ađ lokum uppi sem sigurvegari kvöldsins međ 6 vinninga af 7 mögulegum. Ţrátt fyrir ađ ţurfa ađ láta sér lynda annađ sćtiđ i ţessu móti, međ 5 af 7, er  Arnar E. Gunnarsson efstur í Grand Prix mótaröđinni. Pálmi R. Pétursson  og Jorgé Fonseca urđu jafnir Arnari í 2.- 4. sćti međ 5 vinninga.  Jafnir í 5.- 6. sćti urđu Helgi Brynjarsson og Kristján Örn Elíasson međ 4˝.  

Gaman ađ sjá Pálma R. Pétursson sestan viđ skákborđiđ hér sunnan heiđa. Hann var um árabil einn sterkasti skákmađur Norđlendinga en er nú búsettur sunnanlands. Unglingaverđlaunin skiptust á milli Benjamíns G. Einarssonar og Dags Kjartanssonar en ţeir hlutu báđir 3˝ vinning. Ţátttakan var nokkuđ góđ 16 keppendur mćttu til leiks ađ ţessu sinni. Grand Prix kannan góđa féll sigurvegaranum í skaut og góđ tónlistarverđlaun hlutu allir efst menn og unglingar.

Skákstjórninni skiptu ţeir bróđurlega á milli sín Helgi Árnason úr Fjölni og Óttar Felix Hauksson TR.


Guđmundur Kristinn Lee í TR

Hinn efnilegi Guđmundur Kristinn Lee, einn af heimsmeisturum Salaskóla, hefur ákveđiđ ađ ganga til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur. Guđmundur hefur veriđ í Taflfélaginu Helli fram til ţessa.

Guđmundur verđur öflug viđbót viđ unglingaliđ TR, sem ćtlar sér stóra hluti á nćsta ári, en nýveriđ gengu tveir ađrir Salaskólastrákar til liđs viđ TR.

 


Stigamót Hellis fer fram 23.-25. maí

Stigamót Taflfélagsins Hellis verđur haldiđ í sjöunda sinn dagana 23.-25. maí.   Fyrirkomulagi hefur nú veriđ breytt en ađ ţessu sinni er mótiđ helgaratskákmót og er öllum opiđ.  Góđ verđlaun eru í bođi á mótinu.  

Skráđir keppendur:

  • Henrik Danielsen (2510)
  • Halldór Brynjar Halldórsson (2221)
  • Sćvar Bjarnason (2220)
  • Páll Sigurđsson (1870)
  • Paul Joseph Frigge (1827)
  • Dagur Andri Friđgeirsson (1810)

Ţátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verđlaunasjóđ mótsins.  

Síđasta tćkifćri fyrir flesta til ađ tefla kappskákir innlands í sumar.   

Núverandi Stigameistari Hellis er Omar Salama

Umferđatafla: 

  • 1.-4. umferđ, föstudaginn 23. maí (19:30-23:30)
  • 5. umferđ, laugardaginn 24. maí (11-15)
  • 6. umferđ, laugardaginn 24. maí (17-21)
  • 7. umferđ, sunnudaginn 25. maí (11-15)

Verđlaun:

  • 1. 50% af ţátttökugjöldum
  • 2. 30% af ţátttökugjöldum
  • 3. 20% af ţátttökugjöldum

Skráning:

Tímamörk:

  • 1.-4. umferđ: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
  • 5.-7. umferđ: 1˝ klst. + 30 sekúndur á leik

Kaupthing Open: Henrik, Björn og Hannes í beinni

Hannes og HenrikHenrik Danielsen (2511), Hannes Hlífar Stefánsson (2583) og Björn Ţorfinnsson (2417) verđa í beinni útsendingu á vef Kaupthings Open í dag en ţá fer áttunda og nćstsíđasta umferđ fram.  Henrik teflir viđ franska stórmeistarann Christian Bauer (2619) en Björn og Hannes tefla saman.  Ţađ gera einnig Jón Viktor Gunnarsson og Ingvar Jóhannesson.  Umferđin hefst kl. 15:30.



Kaupthing Open: Henrik í 5.-11. sćti

Henrik ađ tafli í LúxStórmeistarinn Henrik Danielsen (2511) er í 5.-11. sćti međ 5 vinninga eftir sjöundu umferđ Kaupthings Open sem fram fór í dag í Lúxemborg.  Hannes Hlífar Stefánsson (2583), Stefán Kristjánsson (2483), Björn Ţorfinnsson (2417) og Ţröstur Ţórhallsson (2417) hafa 4˝ vinning.  Ingvar Ţór Jóhannesson (2344) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2291) unnu en ađrir gerđu jafntefli í skákum dagsins.  

Úrslit sjöundu umferđar:

 

Danielsen,HenrikGMGharamian,TigranIM˝-˝
Stefansson,HanneGMVelicka,PetrGM˝-˝
Kristjansson,SteIMThorfinnsson,BjoFM˝-˝
Thorhallsson,ThrGMDelorme,AxelFM˝-˝
Nebolsina,VeraWGMGunnarsson,Jon VIM˝-˝
Rudolf,AnnaWGMThorfinnsson,BraIM˝-˝
Johannesson,IngvFMRaykhman,Alexand 1-0
Thalwitzer,David Gretarsson,Hjorv 0-1

Stađan:

Efstir međ 5˝ vinning eru stórmeistararnir Andrei Istraescu (2628), Rúmeníu, Parimarjan Negi (2514) og Abhjeet Gupta (2521), Indlandi, og Dmitry Frolyanov (2553), Rússlandi.  Stađa íslensku skákmannanna er sem hér segir:

  •  5.-11. Henrik 5 v.
  • 12.-24. Hannes, Stefán, Björn og Ţröstur 4˝ v.
  • 25.-38. Ingvar og Jón Viktor 4 v.
  • 39.-50. Bragi og Hjörvar 3˝ v.

Pörun áttundu og nćstsíđustu umferđar:

 

Bauer,ChristianGMDanielsen,HenrikGM
Thorfinnsson,BjoFMStefansson,HanneGM
Ajrapetjan,YuriyGMThorhallsson,ThrGM
D`Costa,Lorin AFMKristjansson,SteIM
Gunnarsson,Jon VIMJohannesson,IngvFM
Gretarsson,Hjorv Haub,Thorsten MiIM
Thorfinnsson,BraIMWagener,ClaudeFM

 

Síđasti dagur til ađ skila mótum til útreiknings í dag

Síđasti dagur til ađ skila mótum til skákstigaútreiknings er í dag.  Senda skal mótstöflur í netfangiđ omariscof@yahoo.com.

 


Ivanchuk efstur í Sofíu

Ivanchuk.jpgÚkraínski stórmeistarinn Vassily Ivanchuk (2740) er sem fyrr efstur á M-tel mótinu í Sofíu í Búlgaríu ţrátt fyrir ađ hafa gert tvö jafntefli.  Annar er heimamađurinn Veselin Topalov (2767) međ 5 vinninga.  Athygli vekur slök frammistađa Kínverjans Bu Xiangzhi (2708) sem hefur ađeins hlotiđ 1 vinning og Aronians (2763) sem hefur 2 vinninga. 

Stađan:

  • 1. Ivanchuk (2740) 6 v. af 7
  • 2. Topalov (2767) 5 v.
  • 3.-4. Radjabov (2751) og Cheparionv (2696) 3˝ v.
  • 5. Aronian (2763) 2 v.
  • 6. Bu Xiangzhi (2708) 1 v.

Heimasíđa mótsins


Sigur vannst á Dönum

STÓRSKOTALIĐ KR Skáksveit KR fór mikla sigurför til Danmerkur um síđustu helgi ţar sem keppt var undir nafninu "KR Skak Artilleriet", Dönum til hrellingar, enda fór svo ađ sigur vannst á bćđi Jótum og Köbenhavn United. 

Laugardaginn 10. maí var keppt  viđ sameinađ liđ Jóta í Herning á 22 borđum.   Í fyrri umferđ vann "Stórskotaliđ KR" međ 14 v.gegn 8 og í síđari umferđ međ 13 v. gegn 9 eđa alls báđar viđureignirnar međ 27 v. -17 v.         Tefldar voru atskákir međ 25 mín. umhugsunartíma.

Ţriđjudaginn 13. maí var síđan att kappi viđ styrkt liđ Öbro Skakforening í Kaupmannahöfn á 21 borđi , en skákklúbburinn hafđi fengiđ ýmsa ađra til liđs viđ sig.  Sú keppni var mun jafnari og endađi međ jafntefli eđa 10˝ gegn 10˝ í báđum uMyndirmferđum eđa  alls .21 v. gegn -21.  Ţví var efnt til bráđbana og tefld 7 mín. hrađskák til úrslita ein umferđ, sem KR vann 12˝ -8˝.. Heildarúrslit urđu ţví  33˝  v. gegn  29˝ v. KR í hag.Danaslagur 108

Sveit KR skipuđu eftirtaldir skákmenn í borđaröđ:   Gunnar Kr. Gunnarsson; Gunnar Finnlaugsson; Harway G. Tousigant; Jón Friđjónsson; Árni Einarsson; Hilmar Viggósson; Dr. Ingimar Jónsson; Guđmundur G. Ţórarinsson; Dađi Guđmundsson; Kristjón Stefánsson,  form; Össur Kristinsson; Stefán Ţormar Guđmundsson; Guđfinnur R. Kjartansson; Sigurđur E. Kristjánsson; Gísli Gunnlaugsson; Páll G. Jónsson; Kristinn Bjarnason; Grímur Ársćlsson; Björn Víkingur Ţórđarson; Jón Steinn Elíasson; Einar S. Einarsson, fararstjóri; Árni Ţór Árnason.

Var ţessi keppnisför og selskapsreisa klúbbfélaganna og eiginkvenna ţeirra afar vel lukkuđ í alla stađi og móttökur höfđinglegar ađ Dana hálfu. Ţetta er ţriđja för klúbbsins af ţessu tagi og stefnt er ađ ţví ađ ađ herja á fleiri lönd í fyllingu tímans.  

Ávallt hafa sigrar unnist. 

Myndir má finna í myndaalbúmi 


Hrađkvöld hjá Helli á mánudag

Hrađkvöld hjá Helli verđur haldiđ mánudaginn 19. maí í Hellisheimilinu í Mjódd og hefst kl. 20.  Eins og venjulega eru tefldar 7 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma ţannig ađ mótiđ tekur tiltölulegan stuttan tíma!  Ljúffeng verđlaun í bođi! 

Sigurvegarinn fćr pizzu fyrir tvo frá Domionos auk ţess sem einn heppinn útdreginn keppandinn fćr sömu verđlaun. 

Ţátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn en kr. 500 fyrir ađra. Ţátttökugjald er kr. 200 fyrir 15 ára og yngri félagsmenn en kr. 300 fyrir ađra.

Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a.  

Allir velkomnir!


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.6.): 4
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 133
  • Frá upphafi: 8765878

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband