Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2008

Björn Ívar efstur á Skákţingi Vestmannaeyja

Ţröstur og Björn ívarBjörn Ívar Karlsson (2130) er efstur međ 4,5 vinning ađ loknum 5 umferđum á Skákţingi Vestmannaeyja.  Í 2.-3. sćti eru Einar Guđlaugsson (1800) og Karl Gauti Hjaltason (1635).

Alls taka 16 skákmenn ţátt í mótinu.

Heimasíđa mótsins 


Elsa og Hallgerđur unnu í fyrstu umferđ

Elsa María KristínardóttirHallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir (1867) og Elsa María Ţorfinnsdóttir (1721) sigruđu báđar í sínum skákum í fyrstu umferđ Noregsmót stúlkna, sem fram fór í dag en ţćr tefla í flokki fćddra 1982 og síđar.  Ţćr mćtast í 2. umferđ sem fram fer í fyrramáliđ.

Alls eru tefldar sex umferđir og ţar af ţrjár á morgun. 

Heimasíđa mótsins 


Skákţing Akureyrar hefst 3. febrúar

skakfelaglogo.jpgOpinn flokkur Skákţings Akureyrar 2008 hefst sunnudaginn 3. febrúar kl. 14.00. Tefldar verđa sjö umferđir eftir Monrad-kerfi og eru tímamörk 90 mínútur og + 30 sekúndur á hvern leik. Teflt verđur á sunnudögum og fimmtudagskvöldum.

Keppnisgjald fyrir 16 ára og eldri er kr. 2000,-  og er hagt ađ skrá sig á netfangiđ  skakfelag@gmail.com Teflt er í Íţróttahöllinni.  Mótinu lýkur sunnudaginn 24. febrúar.

Nú eru liđin sjötíu ár ađ fyrsta Skákţing Akureyrar fór fram 1938 en ţá varđ Jóhann Snorrason skákmeistari Akureyrar. Júlíus Bogason sem hefur hampađ titlinum oftast eđa alls nítján sinnum.


Íslandsmót grunnskólasveita 2008 - stúlknaflokkur

Skáksamband ÍslandsÍslandsmót grunnskólasveita 2008 - stúlknaflokkur fer fram laugardaginn 9. febrúar nk. í húsakynnum Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík. 

Hver skóli má senda fleiri en eina sveit.  Hver sveit er skipuđ fjórum keppendum (auk varamanna).  Mótiđ hefst kl. 14.00 og tefldar verđa 7 umferđir, 2 x 15 mín. eftir Monrad-kerfi.  Skráning fer fram á skrifstofu S.Í. sími 568 9141 kl. 10-13 virka daga og í tölvupósti:  siks@simnet.is


Íslandsmót stúlkna 2008 - einstaklingskeppni

Skáksamband Íslands

Íslandsmót stúlkna 2008 - einstaklingskeppni fyrir stúlkur á grunnskólaaldri fer fram sunnudaginn 10. febrúar nk. í húsakynnum Skáksambands Íslands, Faxafeni 12, Reykjavík og hefst kl. 13.00.

Teflt verđur í tveimur flokkum:
  • Fćddar 1992-1994
  • Fćddar 1995 og síđar.

Tefldar verđa 15 mín. skákir - umferđafjöldi fer eftir fjölda ţátttakenda. 

Fjórar efstu stúlkurnar í yngri flokki tefla síđan um ţátttökurétt í Norđurlandamóti stúlkna sem fram fer í Noregi 18.- 20. apríl nk. 

Veitt verđa verđlaun í hverjum aldursflokki og dregiđ í happdrćtti.

 


Óvćnt úrslit í fyrstu umferđ unglingamóts Hellis

Sverrir Ţorgeirsson og Dagur Andri Ţađ urđu óvćnt úrslit í fyrstu umferđ alţjóđlega unlingamóts Taflfélagsins Hellis sem hófst í morgun í húsakynnum Skákskólans.   Geirţrúđur Anna Guđmundsdóttir (1520) sigrađi Danann Björn Möller Oschner (1920), Dagur Andri Friđgeirsson (1798) gerđi jafntefli viđ Sverri Ţorgeirsson (2120), Tinna Kristín Finnbogadóttir (1658) gerđi jafntefli viđ Danann Kristian Seegert (2052).  Önnur umferđ hófst kl. 17 og eru áhorfendur sérstaklega bođnir velkomnir ađ koma ađ sjá skákmenn framtíđirnar ađ tafli.


Úrslit. 1. umferđar:
  

     
Thorgeirsson Sverrir ISL˝ - ˝ Fridgeirsson Dagur Andri ISL
Magnusson Patrekur Maron ISL0 - 1 Hanninger Simon SWE
Wickstrom Lucas SWE1 - 0 Brynjarsson Eirikur Orn ISL
Mcclement Andrew SCO0 - 1 Berchtenbreiter Maximilian GER
Seegert Kristian DEN˝ - ˝ Finnbogadottir Tinna Kristin ISL
Johannsdottir Johanna Bjorg ISL0 - 1 Omarsson Dadi ISL
Storgaard Morten DEN1 - 0 Baldursson Gestur Vagn ISL
Sverrisson Nokkvi ISL0 - 1 Hansen Mads DEN
Ochsner Bjorn Moller DEN0 - 1 Gudmundsdottir Geirthrudur Anna ISL
Karlsson Mikael Jóhann ISL˝ - ˝ Brynjarsson Helgi ISL
Aperia Jakob SWE1 - 0 Lee Guđmundur Kristinn ISL
Andrason Pall ISL˝ - ˝ Frigge Paul Joseph ISL
Kristinsson Bjarni Jens ISL1 - 0 Kjartansson Dagur ISL
Akdag Dara DEN1     bye

Alţjóđlegt unglingamót Hellis

Nýr formađur ÍTR Bolli Thoroddsen setti mótiđ Alţjóđlegt unglingamót Hellis hófst í morgun í húsnćđi Skákskóla Íslands, Faxafeni 12.  Alls taka 27 unglingar ţátt frá fimm löndum og víđ vegar frá landinu!   Bolli Thoroddsen, nýr formađur ÍTR, setti mótiđ og lék fyrsta leikinn í skák Sverris Ţorgeirssonar og Dags Andra Friđgeirssonar. 

Ţetta er stćrsta alţjóđlega unglingaskákmót sem haldiđ hefur veriđ hérlendis.   

Reykjavíkurborg er ađalstyrktarađili mótsins en einnig styrkja Kópavogsbćr og Skáksamband Íslands. 

Myndbandsbútur frá mótinu:

Sjá nánar á vefsíđu mótsins

Bikararnir komnir til Eyja!

Ágúst Már og Róbert AronEins og áđur hefur komiđ fram gekk Eyjamönnum ákaflega vel Íslandsmóti barna sem fram fór á laugardag.  Alls sigruđu ţeir í ţremur flokkum af sex auk ţess sem sjálfur Íslandsmeistarinn Kristófer Gautason kemur frá Eyjum.  

Ţar sem mótiđ dróst á langinn ţurftu Eyjamenn ađ fara fyrir verđlaunaafhendinguna nema ađ Kristófer fékk sinn bikar strax.  Sinn tímann tók svo ađ koma bikurunum fyrir hina sigurvegarana suđur vegna veđurs en ţađ tókst loks á ţriđjudag.   

Viđ ţađ tilefni voru eftirfarandi mynd tekin af ţeim Ágústi Már Ţórđarsyni, sem var efstur fćddra áriđ 2000 og Róberti Aroni Eysteinssyni sem var efstur í fćddra áriđ 1999.

Myndunum hefur einnig veriđ bćtt viđ í myndaalbúm mótsins.


 


« Fyrri síđa

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 61
  • Sl. viku: 162
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 91
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband