Leita í fréttum mbl.is

Kátir grćnlenskir og íslenskir skákkrakkar í Kópavogi

 LPS6197 1Ţađ var líf og fjör í Kársnesskóla í Kópavogi á miđvikudaginn ţegar Hrafn Jökulsson tefldi viđ skákţyrsta grćnlenska og íslenska krakka. Grćnlensku börnin eru stödd hér á landi til ađ lćra sund (engar sundlaugar eru á Grćnlandi) og kynnast jafnöldrum sínum. Jafnframt hafa ţau fariđ í Húsdýragarđinn, heimsótt forsetann á Bessastöđum og fengiđ ađ kynnast íslenska hestinum, svo fátt eitt sé nefnt ađ ćvintýrum ţeirra.
 
Börnin, sem eru 26 talsins, koma frá smáţorpum á Austur-Grćnlandi og er ţetta fyrsta utanlandsferđ langflestra úr hópnum. Ţetta er fjórđa áriđ í röđ sem Kalak, vinafélag Íslands og Grćnlands, býđur barnahóp frá Grćnlandi til Íslands, í samvinnu viđ Hrókinn, Kópavogsbć, Flugfélag Íslands og fleiri ađila. LPS6195
 
Öll grćnlensku börnin kunnu mannganginn og sum eru orđin býsna glúrin, enda hafa Hróksmenn einbeitt starfi sínu ađ byggđum Austur-Grćnlands síđustu sex árin. Ţar búa nćstu nágrannar Íslendinga í heiminum og ţar er jafnframt mest fátćkt á Grćnlandi og mest um félagsleg vandamál af ýmsu tagi. Heimsóknin hefur heppnast frábćrlega og fara grćnlensku börnin frá Íslandi međ margar góđar minningar. Jafnaldrar ţeirra í Kópavogi eru líka reynslunni ríkari og hnýtt vinabönd, sem vonandi munu lengi endast.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8765157

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband