Leita í fréttum mbl.is

Dagur og Jón Viktor unnu í áttundu umferð

Dagur Arngrímsson að tafli í BúdapestAlþjóðlegu meistararnir Dagur Arngrímsson (2396) og Jón Viktor Gunnarsson (2462) unnu báðir sínar skákir í áttundu og næstsíðustu umferð meistaramóts Quebec sem fram fór í nótt.  Dagur vann Shiyam Thavandiran (2291), Jón Viktor lagði Louie Jiang (2250) en Björn Þorfinnsson (2395) gerði jafntefli við Ling Feng Ye (2179).   Allir tefldu þeir við Kanadamenn.

Dagur hefur 4 vinninga og er í 10.-12. sæti, Jón Viktor hefur 3,5 vinning og er í 13.-15. sæti og Björn hefur 3 vinninga og er í 16.-18. sæti.

Í níundu og síðustu umferð, sem fram fer í dag, teflir Dagur við spænska alþjóðlega meistarann Renier Castellanos (2453), Jón Viktor við kanadíska FIDE-meistarann François Léveillé (2251) og Björn við úkraínska stórmeistarann Vladimir Malaniuk (2563).

Efstir með 5,5 vinning eru stórmeistararnir Merab Gagunashvili (2574), Georgíu, Bator Sambuev (2491), Kandada og Vladimir Georgiev (2530), Makedóníu.

Alls tekur 21 skákmaður þátt í efsta flokki.  Þar af eru 10 stórmeistarar og 8 alþjóðlegir meistarar.  Semsagt afar sterkt skákmót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 221
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 127
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband